Morgunblaðið - 09.01.2002, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga.
Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga.
Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is
HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee
Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin!
Litla sviðið kl 20.00
fim. 10/1, fös. 11/1 nokkur sæti laus, mið. 16/1, fim. 17/1.
Smíðaverkstæðið kl 20.00
Sun. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, 15:00 og 16:00,
sun. 20/1 kl. 14:00 og 15:00.
KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner
Stóra sviðið kl 20.00
MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones
Fim. 10/1 uppselt, fös. 11/1 uppselt, sun. 20/1 örfá sæti laus,
fös. 25/1 100. sýning - örfá sæti laus, fim. 31/1.
SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed
6. sýn. í kvöld mið. 9/1 örfá sæti laus, 7. sýn. sun. 13/1 nokkur sæti laus, 8. sýn.
fös. 18/1 örfá sæti laus, 9. sýn. fim. 24/1.
CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand
VIRGINÍA WOOLF – MAGNÞRUNGIÐ VERK
SÝNINGAR FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG
Lau 12/1 nokkur sæti laus, lau. 19/1 nokkur sæti laus, lau. 26/1.
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir
Miðasala opnar kl. 15
Sýnd kl. 4 og 6.Sýnd kl. 8 og 10.20.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Sýnd í LÚXUS kl. 6 og 10. B.i. 12 ára
Glæsileg leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni
„Besta mynd ársins“ SV Mbl
„Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl
DV
Mbl
Ævintýrið lifnar við
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
1/2
Ungfrú Skandinavía
Íris Björk
Ljóskur
landsins
sameinist!
Örlög með kímnigáfu...
Getur einu sinni á ævinni
gerst tvisvar?
„Eroica“
NOKKUR SÆTI LAUS
Jón Ásgeirsson: Sjöstrengjaljóð
Paul Hindemith: Der Schwanendreher,
víólukonsert
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 3
Hljómsveitarstjóri: Alexander Anissimov
Einleikari: Ásdís Valdimarsdóttir
Sinfónían
Háskólabíó við Hagatorg
Sími 545 2500
sinfonia@sinfonia.is
www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Gul áskriftaröð á morgun,
fimmtudaginn 10. janúar
kl. 19:30 í Háskólabíói
MEÐ SYKRI OG RJÓMA
Söngur og dans á 105 ára afmæli LR
Jóhanna Vigdís og Selma Björnsdóttir,
dansarar úr Íslenska dansflokknum, hljómsveit
Fö 11. jan kl. 21 - LAUS SÆTI
FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen
Su 13. jan - LAUS SÆTI
Su 20. jan - LAUS SÆTI
BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson
Su 13. jan kl. 14 - LAUS SÆTI
Su 20. jan kl. 14 - LAUS SÆTI
KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI
e. Halldór Laxness
Lau 12. jan kl. 20 - Næst síðasta sinn
Fö 18. jan kl. 20 - SÍÐASTA SÝNING
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Lau 19. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 26. jan kl 20 - LAUS SÆTI
FYRST ER AÐ FÆÐAST e. Line Knutzon
Fö 11. jan kl 20 frumsýning UPPSELT
Fi 17. jan kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett
Lau 12. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
Fö 18. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler
Lau 12. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 19. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
Stóra svið
3. hæðin
Nýja sviðið
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
0
3
>3
14( 0
9*
0
)
* ( =
3
3
0"
=
%1
11 ! %-1
=1 " ! # $ # )
* ( =
3
3
0"
=
GRÍÐARLEGAR vinsældir
Harry Potters hafa ekki síst orðið
til þess að gefa öðrum ævintýra-
bókum fyrir börn og unglinga færi
á að komast í sviðsljósið. Ágætt
dæmi um það eru bækur eftir Rob-
in Jarvis sem fjalla um mýs og
sorgir og gleði þeirra með drjúgum
skammti af yfirnáttúrlegum við-
burðum og blóðugum orrustum.
Þríleikurinn um Deptford mýsn-
ar segir frá músasamfélagi í sam-
nefndum smábæ skammt utan við
Lundúni. Þar leikur allt í lyndi og
mýsnar una glaðar við sitt, en í
ræsunum undir bænum er illviðri í
aðsigi. Þar búa rottur sem tilbiðja
óvættinn Júpíter sem stjórnar
rottusamfélaginu af mikilli
grimmd. Í kjallara hússins er grind
fyrir ræsisopinu og þau álög á
henni að mýs dragast ósjálfrátt að
opinu og vei þeirri mús sem lætur
glepjast.
Robin Jarvis er víst teiknari og
ætlaði að koma á framfæri teikn-
ingum sínum af músasamfélagi sem
honum hugkvæmdist. Til að gæða
myndirnar lífi skrifaði hann lýsingu
á þeim og þar var komin kveikjan
að sögunum sem hér eru gerðar að
umtalsefni. Það er og greinilegt að
hann hefur ekki verið búinn að
leggja söguþráðinn
niður fyrir sér í
gegnum þrjár bæk-
ur, því lausu end-
unum fjölgar eftir
því sem líður á
hvert bindi. Það
kemur þó ekki að
sök, því öll þau ótal
atriði sem hann
kryddar söguna
með og nær ekki að útskýra gera
hana einfaldlega skemmtilegri; hún
verður eins og brot úr langri og
flókinni sögu músasamfélags sem
hefur þróast í hundruð ára.
Sagan snýst ekki bara um mýs,
því í henni er talsvert af rottum,
sem fá ekki fagra lýsingu frekar en
vænta mátti, huglausar og heimsk-
ar, en einnig eru gerð skil mismun-
andi músum, hagamúsum, skipa-
músum og húsamúsum, sem allar
hafa sín sérkenni. Íkornar koma
einnig við sögu, bleyður upp til
hópa, allir nema einn eins og kemur
á daginn, og leðurblökur taka þátt í
hamaganginum, sérstaklega í síð-
ustu bókinni. Mannfólkið er bless-
unarlega fjarri, enda myndi nær-
vera þess aðeins spilla fyrir, en það
setur þó óbeinan svip á allt saman.
Jarvis er ekkert sérstaklega lip-
ur penni, en kemur ekki að sök,
bækurnar eru ágæt skemmtun,
mátulega ævintýralegar og mátu-
lega hryllilegar, sú síðasta reyndar
býsna blóðug. Í framhaldinu hefur
Jarvis síðan skrifað langar forsög-
ur, svona til að skýra ýmislegt. Þær
koma út undir yfirtitlinum Dept-
ford Histories og segja frá tilurð
Júpíters, leðurblökuhörmungum og
leyndarmáli skipsrottunnar. Held-
ur eru þær síðri, orðmargar og
langdregnar, en ágætar vilji menn
fyllri mynd af örlögum músanna og
dýranna sem þeim tengjast.
Forvitnilegar bækur
Árni Matthíasson
Músaörlög
og -ástir
Þríleikurinn um Deptford-mýsnar, The
Deptford Mice; The Dark Portal, The
Crystal Prison og The Final Reckoning
eftir Robert Jarvis. Hodder Children’s
Books gefur út. Kosta 1695 kr. stykkið í
Máli og menningu.
DÆGURTÓNLISTARBLÖÐ
ástunda gjarnan að setja upp alls
kyns lista; yfir bestu plötur, lög
o.s.frv. Á dögunum stóð breska
tímaritið Q fyrir vali á þeim lögum
rokksögunnar sem þótt hafa hvað
mest ögrandi. Var það pönk-
sveitin Sex Pistols sem bar sigur
úr býtum, og var það lag þeirra
„God Save The Queen“ hvar ráð-
ist er skammlaust á Elísabetu
Bretlandsdrottningu, sem þótti
spenna fólk hvað mest upp. Hér á
eftir fer listi yfir tuttugu efstu
sætin:
Sex Pistols
ögra mest
Fáir í rokksögunni hafa verið
eins duglegir og John Lydon,
gamli söngvari pönksveitar-
innar Sex Pistols, við að
reyna að ganga fram af fólki.
Hvaða lög æsa og espa mest?
1 Sex Pistols – God Save The
Queen
2 Prodigy – Firestarter
3 Public Enemey – Rebel With-
out A Pause
4 The Beatles – A Hard Day’s
Night
5 Nirvana – Smells Like Teen
Spirit
6 Iggy Pop – Lust For Life
7 James Brown – Get Up I Feel
Like Being A Sex Machine
8 Oasis – Rock’N’Roll Star
9 The Clash – White Riot
10 The Rolling Stones – Jumpin’
Jack Flash
11 Motorhead – Ace Of Spades
12 Run DMC/ Aerosmith – Walk
This Way
13 The Stone Roses – I Am The
Resurrection
14 The Jackson Five – I Want You
Back
15 The Jam – The Eton Rifles
16 U2 – Where The Streets Have
No Name
17 Led Zeppelin – Rock & Roll
18 Underworld – Born Slippy
19 House Of Pain – Jump
Around
20 Elvis Presley – That’s
All Right
BRYAN McFadden úr strákasveit-
inni Westlife er kominn í hnapp-
helduna. Sú heppna heitir Kerry
Katona, fyrrum meðlimur stúlkna-
sveit-
arinnar
Atomic
Kitten.
Brúð-
kaupið fór
fram í
heima-
högum
McFadden
á Írlandi
en lítið
meira er
vitað því
kirkjunni
var skýlt
með risa-
vöxnu svörtu tjaldi til að tryggja
einkarétt sem parið hafði selt
Hello! tímaritinu á fréttaflutningi
og ljósmyndum frá athöfninni.
Að henni lokinni fór parið í átt-
ina að Slane Castle (hvar U2 hélt
stórtónleika sína síðasta haust)
þar sem veislan fór fram. Sem
fyrr var allt á huldu Hello! til
heiðurs en aðdáendum sem höfðu
safnast saman fyrir utan kirkjuna
skiljanlega til mikillar gremju.
Meðal gesta voru Ronan Keat-
ing ásamt spúsu og að sjálfsögðu
félagar úr Westlife, þeir Shane
Filan, Mark Feehily og Kian Eg-
an.
Westlife-
gifting
Brúðkaup turtil-
dúfnanna var í boði
tímaritsins Hello!
FASTEIGNIR
mbl.is