Morgunblaðið - 09.01.2002, Blaðsíða 1
6. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 9. JANÚAR 2002
BANDARÍSKI öldungadeildarþing-
maðurinn Joseph Lieberman kvaðst í
gær telja að stefnuræða, sem Pervez
Musharraf, forseti Pakistans, hyggst
flytja síðar í vikunni, myndi draga úr
spennunni milli Indlands og Pakist-
ans og marka þáttaskil í deilu
ríkjanna um Kasmír.
Lieberman, sem var varaforseta-
efni demókrata í síðustu forsetakosn-
ingum í Bandaríkjunum, kvaðst telja
að ræða Musharrafs myndi hafa „úr-
slitaþýðingu“ og koma í veg fyrir nýtt
stríð milli Indlands og Pakistans
vegna deilunnar um Kasmír. „Hann
er að undirbúa ávarp til pakistönsku
þjóðarinnar sem mun breyta sögu
landsins,“ sagði Lieberman eftir við-
ræður sendinefndar öldungadeildar
Bandaríkjaþings við Musharraf í Ísl-
amabad. „Ég er sérstaklega vongóð-
ur um að bæði ríkin flytji hersveitir
frá landamærunum.“
Indverjar og Pakistanar hafa sent
tugi þúsunda hermanna að landa-
mærum ríkjanna og Lieberman sagði
deiluna mikið áhyggjuefni. „Meðan
hersveitirnar eru þarna og spennan
er svona mikil er alltaf hætta á slysi,
eða að einhverjir sem vilja kynda
undir spennunni milli þessara ríkja –
hryðjuverkamenn – grípi til að-
gerða.“
Lieberman bætti við að Musharraf
væri að undirbúa áætlun um aðgerðir
gegn hryðjuverkastarfsemi sem
myndu ekki aðeins draga úr spenn-
unni sem nú ríkir við landamærin
heldur einnig „marka þáttaskil í deil-
unni um Kasmír“ sem hefur leitt til
tveggja styrjalda milli ríkjanna. Ann-
ar bandarískur þingmaður, repúblik-
aninn Fred Thompson, var ekki eins
bjartsýnn og Lieberman. „Ég tel að
ekki sé til nein töfralausn. En við er-
um vongóð um að spennan minnki.“
Indversk stjórnvöld hafa ekki enn
svarað yfirlýsingu Musharrafs frá því
í fyrrakvöld um að Pakistanar væru
algerlega andvígir hvers konar
hryðjuverkum. Indverjar segja Pak-
istana ekki hafa gert nóg til að hindra
hryðjuverkastarfsemi og vilja ekki
efna til friðarviðræðna nema Pakist-
anar handtaki félaga í herskáum
hreyfingum í Pakistan sem taldar eru
hafa staðið að blóðugri árás á þing-
húsið í Nýju-Delhí 13. des.
AP
Ungir Indverjar í borginni Jalandhar bíða eftir læknisskoðun til að geta skráð sig í indverska herinn.
Vænta stefnu-
breytingar hjá
Musharraf
Íslamabad, Nýju-Delhí. AFP, AP.
Ham-
ingjan
er dýr
London. AP.
ÞAÐ gamla orðtæki að ham-
ingjan fáist ekki keypt fyrir
peninga er ekki á rökum reist –
hins vegar þarf talsvert mikið
af þeim eigi maður að upplifa
sælu og svima.
Þetta kemur fram í niður-
stöðum nýrrar rannsóknar
fræðimanna við Warwick-há-
skólann í Bretlandi. Þykir
rannsóknin, sem stóð samtals í
um áratug, sýna að lífsviðhorf
fólks getur breyst mjög til
batnaðar hlotnist því óvæntir
fjármunir. Kom skýrt fram að
þeir sem höfðu unnið fjármuni í
happdrætti, eða fengu drjúgan
aur í arf, urðu mun hamingju-
samari en áður og að andleg
heilsa þeirra tók stakkaskipt-
um.
Niðurstaða fræðimannanna,
sem fengu níu þúsund breskar
fjölskyldur til að taka þátt í
rannsókn sinni, var hins vegar
sú að til að umbreyta „venju-
legri manneskju í afar ham-
ingjusaman einstakling“ þyrfti
til jafnvirði einnar milljónar
breskra punda, eða um 150
milljónir íslenskar krónur.
Telst hamingjan því föl – en
rándýr.
Fræðimennirnir taka aftur á
móti fram í niðurstöðum sínum
að menn þurfi ekki að örvænta
þó að þeir vaði ekki í seðlum –
farsælt hjónaband og góð heilsa
sé enn ávísun á hamingju.
EVRÓPUSAMBANDIÐ krefst þess
að ríkisstjórn Argentínu leggi fram
áreiðanlega og raunhæfa áætlun um
það hvernig unninn verði bugur á
efnahagskreppunni í landinu, sagði
Jose Maria Aznar, forsætisráðherra
Spánar, sem nú er í forsæti í Evr-
ópusambandinu (ESB), í gær. Aznar
sagði á fréttamannafundi, að krafist
væri „tafarlausra úrbóta.“
Til þess að slíkt væri mögulegt
yrði að leggja fram áætlun sem arg-
entínska þjóðin og alþjóðlegar stofn-
anir teldu áreiðanlega og raunhæfa.
Aznar bætti því við að slík áætlun
hlyti að verða „ávöxtur samræðna“
við aðra aðila og alþjóðastofnanir.
„Þetta er spurning um grundvallar-
traust,“ sagði Aznar.
Spánverjar telja að Argentínu-
stjórn hafi enn sem komið er ekki að-
hafst nóg til þess að sigrast á efna-
hagskreppunni. Juan Jose Lucas,
ráðherra í spænsku stjórninni, sagði
í sjónvarpsviðtali í gær að Argent-
ínumenn yrðu að „beita sig efna-
hagslegum sjálfsaga,“ og að þær ráð-
stafanir sem þegar hefðu verið
gerðar væru ófullnægjandi og ein-
kenndust af lýðskrumi. Lucas sagði
að spænska stjórnin fylgdist vand-
lega með þróun mála í Argentínu í
ljósi sögulegra tengsla ríkjanna, sem
í framtíðinni bæri að styrkja og
verja. Hann lagði áherslu á nauðsyn
þess að gætt væri hagsmuna er-
lendra fyrirtækja og einstaklinga er
störfuðu í Argentínu.
Eduardo Duhalde var kjörinn for-
seti Argentínu á nýársdag og varð þá
fimmti forseti landsins á hálfum
mánuði. Gríðarlegar efnahagsþreng-
ingar þjaka Argentínu og fer fátækt
þar vaxandi. Erlendar skuldir eru að
sliga ríkissjóð og hefur stjórn
Duhaldes gripið til þess ráðs að af-
nema tengingu argentínska pesóans
við gengi Bandaríkjadollars og fella
pesóann.
Óvissa ríkti meðal Argentínu-
manna í gær, markaðir voru lokaðir
og áhrif efnahagsráðstafananna voru
ekki að fullu komin fram. Gengi
pesóans var fellt um þriðjung og
hætta er talin á að það leiði til verð-
bólgu, er dragi stórlega úr kaup-
mætti. Tenging pesóans við dollar-
ann fyrir tíu árum var gerð til þess
að stemma stigu við óðaverðbólgu.
Allt hefur verið með kyrrum kjör-
um síðan gengisfellingin var til-
kynnt, en óttast er að óeirðir kunni
enn að brjótast út. Í lok síðasta árs
létu 30 manns lífið í óeirðum þegar
almenningur mótmælti stöðu efna-
hagsmála og aðgerðarleysi stjórn-
valda.
Spánverjar fylgjast vandlega með þróuninni í Argentínu
Segja aðgerðir stjórnar
Duhaldes ófullnægjandi
Madríd, Buenos Aires. AFP, AP.
Reuters
Fátæk kona með barn sitt betlar
á Flórídastræti í Buenos Aires.
ÞRÍR fyrrum ráðherrar talibana-
stjórnarinnar í Afganistan voru látnir
lausir í gær eftir að hafa gefið sig
fram við fulltrúa bráðabirgðastjórn-
arinnar nýju. Meðal þremenninganna
er fyrrum yfirmaður dómsmála, Nur-
uddin Turabi. Mun Turabi hafa geng-
ið mjög hart fram í því að reglum tal-
ibana væri fylgt fram.
Auk Turabis gáfu múllann Obaid-
ullah, fyrrum varnarmálaráðherra
talibana, og múllann Haqqani, fyrrum
iðnaðarráðherra, sig einnig fram við
afgönsk stjórnvöld. Fulltrúar bráða-
birgðastjórnarinnar sögðu mennina
hafa verið leysta úr haldi samkvæmt
samkomulagi um að fyrrverandi
ráðamenn er gefi sig sjálfviljugir
fram skuli njóta verndar.
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar
sögðu í gær að þetta væru einmitt
þeir menn sem bandarísk yfirvöld
vildu draga fyrir dómstóla, „og við
væntum þess skilyrðislaust að þeir
verði afhentir,“ sagði forseti banda-
ríska herráðsins.
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, heimsótti Afganistan óvænt á
mánudagskvöld og sagði þá að menn
hefðu fullan hug á að leggja Afgönum
lið og stuðla að uppbyggingu í land-
inu.
Fólk sagt lifa á grasi
Abid Hassan, starfandi bankastjóri
Alþjóðabankans í Washington, skaut
á það í gær að leggja þyrfti til 15 millj-
arða dollara í uppbyggingarstarfið í
Afganistan ef vel ætti að fara. Verður
haldin ráðstefna í Tókýó í Japan síðar
í þessum mánuði þar sem reynt verð-
ur að tryggja fjárstuðning við Afgan-
istan.
Fullyrtu fulltrúar hjálparstofnana í
gær að hungursneyð blasti við tugum
þúsunda Afgana og sögðu að margir
íbúar afskekktari byggða drægju nú
fram lífið með því að borða gras.
Þrír háttsettir
talibanar látnir
lausir úr haldi
Kandahar, Kabúl, Peshawar í Pakistan. AFP.
Múllarnir/21