Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 12
12 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Flak lögreglubíls og leifar annarra bíla er eyðilögðust er turnarnir hrundu.
Flakið af gulum leigubíl sem eyðilagðist er World Trade Center hrundi liggur hér
við hliðina á flaki slökkviliðsbíls er hlaut sömu örlög.
Rannsóknarfulltrúar kanna brak úr rústum World Trade Center á færibandi á
Fresh Kills þar sem leitað er að vísbendingum og líkamsleifum.
Reuters
Rannsóknarfulltrúar skoða eitt af rúmlega þúsund bílflökum sem flutt hafa verið til Fresh Kills úr rústum World Trade Center. Alls hafa rúmlega milljón tonn af braki verið flutt úr rústunum.
Empire State og Manhattan í baksýn, en í forgrunni er hluti af brakinu sem flutt hefur verið til Fresh Kills.
Leifar af skammbyssum lögreglumanna eru meðal þess
sem fundist hefur í rústum World Trade Center.
Leitað í brakinu
New York. AP.
Á MANNGERÐRI hæð, um 20
kílómetra frá Manhattan, er hópur
lögreglumanna, alríkislögreglu-
fulltrúa, sorphreinsunarmanna og
byggingaverkamanna að leita í
mold, grjóti, stáli og steinsteypu,
brakinu úr World Trade Center-
turnunum. Þarna er unnið 20 tíma
á dag á uppfyllingu við Staten-
eyju. Svæðinu var lokað í fyrra, en
var opnað á ný í kjölfar hryðju-
verkanna 11. september. Stað-
urinn heitir Fresh Kills, og dregur
nafn sitt af hollensku orðunum yf-
ir lindá. Yfir ein milljón tonna af
braki hefur verið flutt þangað og
verður flokkað og skoðað kerf-
isbundið. Þegar líkamsleifar finn-
ast eru þær settar í plastpoka,
merktar og sendar til DNA-
greiningar. „Þetta eru ekki sorp-
haugar,“ sagði yfirmaður lög-
regluliðsins á staðnum, William
Allee. „Fyrir okkur öll er þetta
helgur staður. Hér erum við að
vinna verk Guðs og okkur er heið-
ur að því.“
Reuters
Krítarkort og önnur skilríki sem fundist hafa í rústunum eru
flokkuð á skrifstofu alríkislögreglufulltrúanna á Fresh Kills.