Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er hrollur í kroppnumsvona snemma dags. Ekkibætir köld nóvemberrign-ingin þar úr skák. Ekið erum götur Dublin, morgun- umferðin er að byrja og höldum við sem leið liggur út á flugvöll. Á flug- vellinum býður Lockheed Tristar breiðþota flugfélagsins Atlanta eftir okkur. Sú síðasta í eigu félagsins. Til- gangur þessarar ferðar er að fljúga vélinni frá Dublin yfir Atlantshafið, til Bandaríkjanna og lenda í eyðimörk- inni í Arizona þar sem flugvélinni verður lagt innan um aðra gamla vinnuhesta sem hafa lokið hlutverki sínu. Með mér í bílnum er áhöfn flug- vélarinnar, þegar farin að gantast og ræða um daginn og veginn. Ég er enn hálfsofandi og blanda mér ekki mikið í umræðuna. Jóhann Þórisson ekur bílnum á „öfugum vegarhelmingi“ eins og tíðkast á þessum slóðum og tekst bara merkilega vel til. Jóhann er yfirflugstjóri Atlanta og er flug- stjóri í þessari ferð. Honum til halds og trausts eru þeir Nasir aðstoðar- flugmaður og Max vélstjóri, tveir hör- undsdökkir kumpánar á miðjum aldri, kunna sitt fag og eru sérlega fjörugir. Við rennum í hlað fyrir utan lítið skrifstofuhúsnæði og förum inn. Hér fer mesta pappírsvinnan fram. Eftir að kaffið er komið í bollana er sest niður fyrir framan pappírsstafl- ann. Þar er að finna veðurkort, einnig kort er sýna hvernig vindur blæs í hinum ýmsu flughæðum, en slíkt get- ur haft mikið að segja um flugið og þá helst hversu langan tíma tekur að fljúga og hversu mikil eldsneyt- iseyðslan verður til áfangastaðar. Næst er flugleiðin skoðuð, þyngdar- útreikningar gerðir og loks farið yfir svokölluð „Notam“, sem eru upplýs- ingar er varða sérstakar reglur og að- varanir á okkar flugleið. Þegar þetta er að baki er hringt á bensíntrukkinn og pantað eldsneyti fyrir flugið, rétt tæp 40 tonn. Þyngd eldsneytisins í þetta flug samsvarar því þyngd rúm- lega 20 meðalstórra fólksbíla. Tristar (Lockheed 1011) kom fyrst á markað árið 1971. Hún flokkast sem breiðþota og tekur 362 manns í sæti. Ansi mikið ferlíki, vegur mest rúm 211 tonn. Vélin er knúin áfram af þremur Rolls Royce hreyflum og hlýtur nafnið þaðan, Tristar. Það er hátt til lofts og vítt til veggja. Tvær lyftur eru frá farþegarýminu niður í lest, í matarbúrið, þar sem ofnarnir standa í röðum og veitir víst ekki af þegar vel á fjórða hundrað svangir magar eiga að fá að borða í einum grænum hvelli. Og þarna stendur vélin okkar, TF- ABT, og speglar krómaðan magann í pollunum. Þegar við stígum upp í hana er ekki laust við að maður spyrji sig hvers vegna í ósköpunum sé verið að fara með svo brúklega flugvél í „kirkjugarðinn“. En svona er bara þessi flugheimur. Öryggis- og þæg- indakröfur eru það miklar að endur- nýjun er örari en margan grunar og þó eflaust mætti fylla þessa vél af ferðalöngum og fljúga með þá í sólina er verið að rýma til fyrir nýrri og hag- kvæmari flugvélum. Þetta er reyndar ekki fyrsta vélin sem Atlanta leggur í eyðimörkinni. Í raun og veru má segja að fyrstu flug sem flogin voru í nafni Atlanta hafi verið ferjuflug með gamlar vélar í flugvélakirkjugarða fyrir eigendur þeirra. Síðan þá hefur félagið vaxið og dafnað ótrúlega hratt. Það er merki- legt hvað hægt er að gera með innsæi, dugnaði, heppni og góðu eldhúsborði, en það var einmitt miðstöð flugfélags- ins fyrstu árin. Ekki þarf snilling til að sjá að TF- ABT er komin nokkuð til ára sinna; engir „sjónvarpsskjáir“ heldur mæl- arnir í stjórnklefanum af gömlu góðu „klukkugerðinni“. Nýjar flugvélar hafa af mun meiri sjálfvirkni að státa, enda eru flugmenn þar oftast nær tveir í stað þriggja. Gott mál en þó þykir mörgum flugmönnum meira spennandi að vinna í eldri gerð stjórn- klefa. Meiri vinna, meiri áskorun. Tölvutækni hefur að miklu leyti leyst vélstjóra frá störfum í flugi í dag. En það er gott að hafa Max. Hann er góð- ur vélstjóri, lagar gott kaffi og skemmtilegt að rausa í honum. Ég tek nokkrar myndir af upphafi ferðarinnar í Dublin en er feginn að vera rekinn inn úr kuldanum þar sem allt er klárt og komið að brottför. Stuttu síðar mala hreyflarnir þrír og við ökum í átt að flugbrautinni okkar. Skemmtilegt hversu blönduð flugum- ferðin er á vellinum í Dublin. Nítján sæta Dornier, 200 sæta Airbus og 10 sæta Cessna sem virðist ósköp lítið kríli. Það er farið að létta til er við lyftum okkur til vesturs. Héðan er förinni heitið til Bangor á austur- strönd Bandaríkjanna þar sem áætl- að er að millilenda eftir tæpar sex klukkustundir. Nærri 20 þúsund fet- unum klifrum við upp úr skýjaþykkn- inu og bláminn tekur á móti okkur. Allt lítur eðlilega út, a.m.k.að ég fæ best séð. Ég rölti aftur í farþegarýmið og fæ mér sæti. Einkennilegt, einn innan um hundruð tómra sætaraða. Eins og að vera einn í bíó. Það eru einmitt nokkur stór kvikmyndatjöld í vélinni. Ég róta í kassa í leit að spólum í myndbandstækið. Það er búið að taka mest nothæft dót innan úr vélinni nema þá helst ælupokana úr sætun- um. Skildu 360 ælupokar duga mér til ferðarinnar? Með heitt kaffi kem ég aftur fram í stjórnklefann en þá er vélstjórinn í miðjum samræðum við Jóhann og Nasir og er þungur á brún. Ég legg við hlustir. Max segir að mælitæki gefi til kynna að óeðlilegur titringur greinist í hreyfli númer 3, þ.e. hægri hreyfli. Max dregur þá ályktun að hér sé einungis um bilun í mælitæki að ræða en ekki hreyflinum sjálfum. Kallinn sjálfsagt séð eitthvað þessu líkt áður. Áhöfnin ræður nú ráðum sínum. Yfirvegun ræður ríkjum. Flett er í handbókum vélarinnar, kostirnir vegnir og metnir. Að lokum er tekin sú ákvörðun að drepa á hægri hreyfl- inum í varúðarskyni og beygja af leið og halda til Keflavíkur til að láta flug- virkja yfirfara hreyfilinn. „Better safe than sorry“ segir Maxi. Mikill tími og peningar fara í þjálfun flugmanna í viðbrögðum við óvæntum uppákom- um og má víst telja þetta til einnar slíkrar. Efir að áhöfnin hefur slökkt á hreyflinum, er hæðin lækkuð niður í rúm 20.000 fet, beygt til hægri og stímið tekið á Ísland. Þessi „bilun“ er ósköp tilkomulítil, verð ekkert var við að nú sé einum hreyfli færra. Þetta gerir ferðina bara meira spennandi ef eitthvað er. Smávægilegar bilanir eru ekki óalgengar í flugi. Það sem gerir þetta broslegt er að þessi tiltekna flugvél, TF-ABT, hefur reynst með eindæmum traust, ekkert bilað og verið á réttum tíma alla sumarvertíð- ina. En núna í lokafluginu tekur hún upp á þessu. Nasir grunar að hún sé að mótmæla því að nú eigi að leggja henni. Fyrsti vetrarsnjórinn er fallinn heima á Íslandi. Ungur flugvirki tek- ur á móti okkur, segist þurfa tvær klukkustundir til að komast fyrir bil- unina. Ljómandi. Ég get þá náð mér í blöð inni í fríhöfninni að lesa. Nákvæmlega tveimur tímum síðar er vélin komin saman og klár í slag- inn. Bangor er í fimm klukkustunda fjarlægð frá okkur. Max hafði þá rétt fyrir sér, mótorinn í fínu lagi en bil- aður mælir gaf rangar upplýsingar. Bangor er með rólegri stöðum sem ég hef komið á í Bandaríkjunum. Engu að síður mætti okkur stór og hátíðleg nefnd lögreglu og tollskoð- unarmanna. Þeir skoðuðu skilríkin okkar djúpt hugsi og litu gróflega yfir vélina okkar svona rétt til að friða eig- in samvisku. Allt gekk vel nema hvað Max fékk sérstaka athygli. Þannig er að hann er með breskt vegabréf en þar kemur fram að fæðingarland hans er Íran. Því miður hefur Osama bin Laden kallað tortryggni yfir allt litað fólk á Vesturlöndum. Max er spurður spjörunum úr en allt reynist auðvitað í lagi. Og þó. Max elskar að fá sér kúbanskan vindil eftir flug og þurfti tollurinn endilega að reka aug- un í nokkra slíka í töskunni hans. Eru þeir umsvifalaust gerðir upptækir að sögn vegna viðskiptabanns við Kúbu. Þarna er eitt mesta vandamál Banda- ríkjanna í hnotskurn; lög og reglur eiga það til að trufla heilbrigða hugs- un. Hverju breytir þótt nokkrir kúb- anskir vindlar séu púaðir inná hótel- herbergi? Reyndar er ég viss um að eftir allt hafi þeir verið reyktir þetta kvöld. Af bandarísku tollgæslunni! Ég bít í vörina, segi ekki orð. Leigubíll skutlar okkur á hótelið. Hér verður áð í nótt. Enginn gjald- mælir er í Dick’s Taxi. Hann man bara hvað allt kostar. Þar sem við erum nú í ævintýraferð er ákveðið að prófa ævintýralegan mat. Við hliðina á hótelinu er þessi fíni McDonald’s restaurant. Við látum slag standa. Svei mér þá ef borgar- arnir smakkast ekki eins og þeir á Ís- landi. Ótrúlegt! Snemma næsta morgun er það sami leigubíllinn sem skutlar okkur út á völl. Það er bara einn leigubíll á svæðinu og Dick á hann. Sannarlega smábær. Úti er mjög kalt en leigubíl- stjórinn er alsæll, í stuttbuxunum með sítt að aftan og einmana kántrý- söngvari rekur raunir sínar fyrir hon- um í útvarpinu. Á flugvellinum tekur við sama ferli og fyrir flugið daginn áður og eftir að pappírsmálin eru frá- gengin leggjum við í hann. Útsýnið úr stjórnklefanum er betra en gengur og gerist og ég nýt þess að sjá trjátoppa og sveitavegi skreppa saman fyrir neðan okkur er vélin hækkar flugið til vesturs. Annar kostur við svo stóran stjórnklefa er óvenjumikið pláss fyrir mann sem nálgast tvo metra á hæð. Ef þetta væri alltaf svona. Ég kann vel við þessa flugvél. Það fer vel um mig, stemmningin er góð og ég hlakka til að komast í hitann í eyði- mörkinni. Pinal Airpark heitir flugvélakirkju- garðurinn og er rétt norðan við Tuc- son. Eftir seinni heimsstyrjöldina skapaðist þörf fyrir geymslusvæði fyrir gamlar flugvélar. Var ástæðan gífurlegt umframmagn flugvéla eftir að stríðinu lauk. Er slík svæði að finna víða í Bandaríkjunum en þau eru einna stærst í Arizona því staðurinn telst heppilegur vegna lítils loftraka og lágs sýrustigs í jarðvegi. Tæring er því næsta óþekkt. Stráheilt lakkið á 20 ára gömlum Cadillac bílum ber því vitni. Til eru tveir flokkar flugvélakirkju- Síðasta flugferðin Morgunblaðið/Þórir Kristinsson Lockheed Tristar breiðþota flugfélagsins Atlanta búin undir síðustu flugferðina. Boeing-747 júmbóþota situr illa farin á kviðnum í Pinal Airpark. Flugvélar merktar flugfélaginu American standa í röðum með byrgt fyrir glugga. Þær verða ekki notaðar framar. Skammt frá Pinal Airpark er hinn risavaxni Davis Monthan- kirkjugarður. Skyldi þessi fljúga á næstunni? TF-ABT speglast í gleraugum flugmanns á flugvellinum í Bangor í Maine skömmu fyrir hennar síðasta flug í flugvélakirkjugarðinn í Arizona. Allir kannast við bílakirkjugarða, en flugvélakirkjugarðar koma ekki oft upp í hugann. Þeir geta þó verið risavaxnir eins og gefur að skilja og sagt mikla sögu. Þórir Krist- insson fór í síðustu flugferð TF-ABT breiðþotu flugfélagsins Atlanta í flugvélakirkjugarð í Arizona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.