Morgunblaðið - 20.01.2002, Qupperneq 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
www.yogastudio.is
Auðbrekku 14, Kópavogi,
sími 544 5560 og 864 1445
Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Umboðsaðili fyrir Custom
Craftworks nuddbekki og
Oshadhi ilmkjarnaolíur o.fl.
YOGA - breyttur lífsstíll með Daníel Bergmann
hefst 21. janúar — Mán. og mið. kl. 18.30
4ra vikna grunnnámskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu spor í jóga. Lögð er áhersla
á jógastöður (asana) og öndunaræfingar sem hjálpa að losa um spennu auk slökunar.
Hentar fólki á öllum aldri, reynsla af jóga ekki nauðsynleg.
Næsta jógakennaraþjálfun með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst helgina 1.—3. febrúar.
Daníel
VLADIMIR Ashkenazy leikur á
tvennum tónleikum með Kamm-
ersveit Reykjavíkur, annars veg-
ar í Fjölbrautaskóla Garðabæjar
annað kvöld kl. 20.00 og hins veg-
ar í Salnum í Kópavogi á þriðju-
dagskvöld kl. 20.00. Á tónleik-
unum leikur Ashkenazy á píanó
og stjórnar jafnframt Kamm-
ersveitinni. Á efnisskránni eru
verk eftir Wolfgang Amadeus
Mozart, Adagio og fúga KV 546,
Píanókonsert í A-dúr KV 414 og
Píanókonsert í d-moll KV 466.
Tónleikarnir eru tvímælalaust
stór viðburður fyrir tónlistarunn-
endur því langt er um liðið frá
því að Ashkenazy spilaði síðast á
Íslandi. Ashkenazy er án efa
þekktastur íslenskra ríkisborgara
í heimi sígildrar tónlistar í heim-
inum í dag. Hann bjó á Íslandi um
árabil og var á þeim tíma einn af
helstu hvatamönnum að stofnun
Listahátíðar í Reykjavík og hefur
verið heiðursforseti Listahátíðar
frá árinu 1982. Hann hefur einnig
lagt sitt lóð á vogarskálarnar svo
bygging tónlistarhúss geti orðið
að veruleika.
Ashkenazy hóf feril sinn sem
píanóleikari og hefur leikið á öll-
um helstu tónleikastöðum heims,
ýmist einleikstónleika eða með
hljómsveit. Frá árinu 1970 hefur
Ashkenazy snúið sér meira að
hljómsveitarstjórn sem er nú
helsti starfsvettvangur hans.
Hann hefur stjórnað ýmsum
þekktum hljómsveitum og verið
aðalstjórnandi Tékknesku fíl-
harmóníusveitarinnar frá árinu
1998. Samhliða gegnir hann stöðu
tónlistarstjóra Ungmenna-
hljómsveitar Evrópusambandsins
og er heiðursstjórnandi Fílharm-
óníusveitar Lundúna. Ashkenazy
heldur enn einleikstónleika um
heim allan. Auk þess má njóta pí-
anóleiks hans á hljómplötum og
geisladiskum en hann hefur tekið
upp öll helstu píanóverk tónlistar-
sögunnar.
Sonur hans, Vovka, sem leikur í
Kammermúsíkklúbbnum með ís-
lenskum tónlistarmönnum í kvöld
sagði frá því í viðtali við Morg-
unblaðið í gær, að von væri á
geisladiskum á þessu ári þar sem
Ashkenazy léki annars vegar fjór-
hent með Vovka í verkum eftir
Rakhmaninov, og hins vegar verk
fyrir sex hendur þar sem eig-
inkona hans Þórunn Jóhanns-
dóttir léki með þeim feðgum.
Kammersveit Reykjavíkur hef-
ur í aldarfjórðung flutt kamm-
ertónlist frá ýmsum tímum, bæði
barokktónlist og nútímatónlist.
Sveitin hefur frumflutt fjölda
kammerverka á Íslandi og mörg
tónskáld hafa samið verk fyrir
hana. Sveitin heldur árlega
nokkra tónleika á Íslandi og hef-
ur auk þess haldið fjölda tónleika
erlendis á starfsferli sínum.
Menningarmálanefnd Garðabæjar
sér um undirbúning tónleikanna í
Garðabæ, en tónleikarnir í Kópa-
vogi eru hátíðartónleikar í tón-
leikaröðinni Tíbrá.
Kammersveit Reykjavíkur starfsárið 2001 til 2002.
Vladimir Ashkenazy leikur með og stjórnar Kammersveit Reykjavíkur
Halda
tvenna
tón-
leika
Vladimir Ashkenazy píanóleik-
ari og hljómsveitarstjóri leikur
nú eftir langt hlé hér á landi.
DAGSKRÁ Listaklúbbsins á
mánudagskvöld kl. 20.30 er
helguð minningu Vals Gísla-
sonar sem hefði orðið hundrað
ára hinn 15. janúar sl. Af því til-
efni verður sýnt, í samvinnu við
RÚV, fyrsta leikritið sem Ís-
lenska sjónvarpið tók upp og
sendi út árið 1967, Jón gamli
eftir Matthías Johannessen, en
þar lék Valur titilhlutverkið á
móti Lárusi Pálssyni og Gísla
Alfreðssyni. Leikstjóri var
Benedikt Árnason. Leikmynd-
ina gerði Lárus Ingólfsson.
Einnig verður sýnt brot úr
sjónvarpsmyndinni Jóni í
brauðhúsum eftir Halldór Lax-
ness með hinum ástsælu leik-
urum, Vali Gíslasyni og Þor-
steini Ö. Stephensen, í
leikstjórn Baldvins Halldórs-
sonar.
Steindór Hjörleifsson, fyrsti
dagskrárstjóri Sjónvarpsins,
fylgir sýningunum úr hlaði með
stuttu spjalli. Gísli Alfreðsson,
fyrrverandi þjóðleikhússtjóri,
rifjar upp minningar um Val.
Listaklúbbur
Leikhúskjallarans
Valur Gíslason fór með tit-
ilhlutverk í sjónvarpsleik-
ritinu Jón gamli eftir
Matthías Johannessen.
Dagskrá
helguð
Vali
Gíslasyni
JÓNÍNA Hilmarsdóttir víólu-
leikari kvaddi sér hljóðs í fyrsta
sinn á tónleikum hér á landi á mið-
vikudagskvöld. Þar lék hún bæði
einleiksverk fyrir víóluna, en
einnig kammerverk, og fékk þar
til liðs við sig hóp valinkunnra tón-
listarmanna. Jónína hefur um ára-
bil verið við nám erlendis; fyrst í
Belgíu og síðar í Amsterdam og
Berlín, en hún lauk á sínum tíma
prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík, þar sem Ingvar Jón-
asson var aðalkennari hennar.
Fyrstu tónleika tónlistarmanna á
heimavelli er jafnan beðið með
eftirvæntingu, bæði af fjölskyldu,
vinum og samferðamönnum í tón-
listinni, og þótt hinn almenni tón-
leikagestur væri hvergi sjáanleg-
ur, voru áheyrendur þó nokkuð
fjölmennir úr fyrrgreindum hóp-
um, og var eftir því tekið að sjald-
an hafa jafn margir víóluleikarar
sést samankomnir á einum tón-
leikum. Fyrir einleikarann hlýtur
þessi stuðningur að vera ómetan-
legur.
Leikur Jónínu var í heild skín-
andi góður. Hún byrjaði á gömbu-
sónötu nr. 3 í g-moll eftir Bach,
þar sem Helga Ingólfsdóttir lék
með á sembal. Tónn víólunnar var
hlýr og ákaflega fínlegur og mjúk-
ur. Jónína lék Bach af öryggi og
mjög músíkalskt, en hefði mátt
sýna meira skap og draga betur
fram andstæður með styrkleika-
breytingum eða blæbrigðum í
hendingamótun, sérstaklega í
fyrsta og síðasta þættinum. Helga
fylgdi Jónínu vel og samleikur
þeirra var góður. Capriccio op. 55
eftir Henri Vieuxtemps er fallegt
einleiksverk sem Jónína lék með
mýkt og þokka, en eins og í Bach,
hefði snerpan eða ákveðnin mátt
vera aðeins meiri. Na Carenza eft-
ir Karólínu Eiríksdóttur hefur
ekki heyrst oft hérlendis, en það
var sérdeilis ánægjulegt fyrir
gagnrýnanda og eflaust fleiri að
heyra það í fyrsta sinn. Verkið er
samið við miðaldaljóð konu, um
konur; Ásgerður Júníusdóttir
söng og Peter Tompkins lék á óbó
auk þess sem Jónína lék á víóluna.
Víólan skapar seiðandi forna
stemmningu með fimmundum og
saman vefa hljóðfærin þokkafull-
an og dálítið mystískan vef um
ákaflega fallegan söngpart, sem
Ásgerður söng hreint frábærlega
vel. Í víólulögum Jóhannesar
Brahms söng Ásgerður ekki síður
vel, tónninn þykkur og flauels-
mjúkur og stef víólunnar, sem
Brahms fær að láni úr þýska þjóð-
laginu Josef, lieber Josef mein,
var vel dregið fram af Jónínu.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir lék
með á píanóið og gerði það mjög
vel. Fantasíusónata ópus 11 nr. 4
eftir Hindemith, fyrir víólu og pí-
anó, var síðasta verkið á efnis-
skránni; þrælerfitt fyrir bæði
hljóðfærin, og þar sýndi Jónína
sannarlega sitt besta. Píanópart-
urinn er gríðarmikill og Steinunn
Birna lék hann fantavel, en of
sterkt á nokkrum stöðum þar sem
mikið lá við að víólan fengi að
skína í gegn. Jónína lék verkið
framúrskarandi vel og sýndi að
hún er mikill hljóðfæraleikari.
Jónína Hilmarsdóttir hefur lok-
ið námi og hefur þegar hafið störf
í útlöndum við víóluleik. Hún hef-
ur allt til að bera til að ná góðum
árangri; músíkgáfur og innsæi í
þá tónlist sem hún fæst við. Tónn
hennar á víóluna er sérstaklega
fallegur og hlýr, og víbratóið
áberandi mjúkt og eðlilegt. Hún
naut sín vel hvort sem var í einleik
eða samleik, en þyrfti helst að
hleypa skapinu út og taka meiri
áhættu í leik sínum.
Þess má geta að sjaldan hefur
gagnrýnandi séð svo vandaða tón-
leikaskrá. Þar voru ítarlegar upp-
lýsingar um flytjendur, tónskáld-
in og verk þeirra og söngtextar
sunginna verka. Auk þess var að
finna þar forvitnilega hugleiðingu
Jónínu um tónlistina og lífið og að-
draganda þess að hún heldur nú
þessa tónleika. Það er ekki al-
gengt að tónlistarmenn skrifi
svona hugleiðingu frá eigin
brjósti, en gaman væri ef fleiri
þeir sem finna sig knúna til að
eiga þannig orð við hlustandann
létu það eftir sér.
Góður
víóluleikari
TÓNLIST
Salurinn
Jónína Auður Hilmarsdóttir víóluleik-
ari lék verk eftir Bach, Vieuxtemps,
Karólínu Eiríksdóttur, Brahms og Hin-
demith. Með henni léku Helga Ingólfs-
dóttir á sembal, Peter Tompkins á
óbó, Steinunn Birna Ragnarsdóttir á
píanó og Ásgerður Júníusdóttir söng.
Miðvikudag kl. 20.
KAMMERTÓNLEIKAR
Bergþóra Jónsdóttir
Jónína Hilmarsdóttir: „Hefur
allt til að bera til að ná góðum
árangri; músíkgáfur og
innsæi í þá tónlist sem hún
fæst við.“