Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Beinn sími sölumanna 5628501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 274 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2002
BIC Atlantis penni
Verð 91 kr/stkk
NOVUS
MASTER
gatar 25 blöð.
Verð 382 kr
Skilblöð númeruð,
lituð, stafróf eða
eftir mánuðum.
Ljósritunarglærur.
100 stk í pakka.
Verð 1.867kr/pk TRICOM reiknivél með strimli
Verð 7.900 kr/stk
Fuji disklingar
10 stk í pakka.
Verð 399 kr/pk
V-DAGSSAMTÖKIN eru alþjóðleg
baráttusamtök stofnuð af Eve Ensl-
er, höfundi leikritsins Píkusögur
(Vagina Monologues). Leikritið, sem
sýnt er í Borgarleikhúsinu um þess-
ar mundir, hefur vakið gífurlega at-
hygli í Bandaríkjunum og Evrópu,
en þar er fjallað um viðhorf til
kvenna og reynslu þeirra af eigin
kynferði. Fyrir ritun verksins ferð-
aðist Ensler um heiminn og tók við-
töl við rúmlega 200 konur um kyn-
ferðisupplifun þeirra. Í kjölfar
þeirrar reynslu ákvað hún að stofna
samtök sem hafa það að markmiði að
binda enda á ofbeldi gegn konum í
heiminum, og er átakið kennt við V-
daginn („Victory-day“). Þannig er
árlega efnt til dagskrár, sem sam-
anstendur af viðburðum sem vekja
athygli á málstaðnum, m.a. með um-
ræðum og listviðburðum, og geta
fyrirtæki og einstaklingar lagt bar-
áttunni lið, með fjárstuðningi eða
annars konar framlagi.
Samtökin hafa frá stofnun árið
1998 beitt sér víða, m.a. innan
Bandaríkjanna, í Asíu og Afríku, og
leggja þau áherslu á að vekja athygli
á þeim aðstæðum sem konur búa við.
Samtökin voru upphaflega stofnuð í
New York, en síðan hafa sífellt fleiri
bæst í hóp samtakanna og er V-
dagur nú haldinn um allan heim.
Vilja breyta hugarfarinu
Það eru þau Birta Ósk Gunnars-
dóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Edda
Jónsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir,
Logi Unnarson Jónsson og Þórey
Vilhjálmsdóttir sem hafa tekið hönd-
um saman um stofnun V-dagssam-
taka á Íslandi í samvinnu við Borg-
arleikhúsið, en verkefnið verður
unnið með aðstoð og ráðgjöf Stíga-
móta.
Blaðamaður mælir sér mót við
Þóreyju, Eddu og Björn Inga til að
forvitnast um markmiðið með stofn-
un samtakanna.
„Markmiðið með deginum verður
það sama og á hinum alþjóðlegu V-
dögum, þ.e. að vekja fólk til umhugs-
unar um hinar ólíku birtingarmyndir
ofbeldis gegn konum í heiminum og
vinna að því að binda enda á það. Á
fyrsta V-deginum, sem haldinn verð-
ur í Borgarleikhúsinu hinn 14. febr-
úar, verða samtökin formlega stofn-
uð, en þau munu vinna á móti ofbeldi
gegn konum á Íslandi.
– Að hvaða leyti greinir starfsemi
V-dagssamtakanna sig frá samtök-
um á borð við Stígamót, sem vinna að
sama markmiði?
„Það má segja að leiðirnar sem
farnar eru að markmiðinu séu ólíkar.
Við veljum eitt málefni til að vinna að
í einu, og leitumst við að vekja at-
hygli á því með ýmsum leiðum. Þar
munum við nýta okkur fjölmiðla,
lista- og menningarvettvang, efna til
átaks í framhaldsskólum og reyna
þannig að ná til breiðs hóps fólks.
Þannig vonumst við til að styðja það
góða starf sem Stígamót hafa unnið,
og efla umræðuna,“ segir Þórey.
„Málefnið sem við munum byrja á
að einbeita okkur að eru nauðganir,“
heldur Björn Ingi áfram. „Sú leið
sem við munum fara í því að vinna
gegn nauðgunum er að vekja athygli
á málinu og ýmsum hliðum þess.
Fólk er alls ekki nógu meðvitað um
hin neikvæðu áhrif nauðgana. Fæst-
ir leiða hugann að því áfalli sem felst
í kynferðisglæpum fyrr en þeir sjálf-
ir, eða einhver nákominn þeim, verða
fyrir því. Það er hins vegar mikil-
vægt að fólk verði meðvitað um þessi
mál, án þess að hafa beinlínis orðið
fyrir nauðgun. Það er mikilvægt að
skilja að kynferðisglæpir eru ekki
einungis einstaklingsvandamál,
heldur vandamál samfélagsins í
heild.“
Edda bendir á að einnig sé mik-
ilvægt að bætt verði úr þeirri með-
ferð sem nauðgunarmál fái í réttar-
kerfinu. „Við þurfum að byrja á að
líta á almenn viðhorf fólks til kyn-
ferðisglæpa og spyrja hvers vegna
svo fáar nauðganir eru kærðar og
enn færri nauðgarar eru dæmdir.
Fyrsta skrefið er því hugarfars-
breyting og öflugri umræða um þessi
mál, og þarf umræðan að fara fram
oftar en í kringum verslunarmanna-
helgina,“ segir Edda.
Fjölbreytt dagskrá
og forvarnarsamkeppni
– Og hvernig mun starfsemin fara
af stað?
„Fyrsta skrefið er að halda V-dag-
inn á Íslandi í fyrsta sinn. Efnt verð-
ur til dagskrár 14. febrúar í sam-
vinnu við Borgarleikhúsið, þar sem
flutt verður fjölbreytt dagskrá þar
sem tvinnað er saman skemmtiatrið-
um og umræðum og mun stór hópur
fólks, allt frá sviðsfólki til þjóð-
þekktra einstaklinga, leggja fram
vinnu sína,“ segir Þórey. „Meðal at-
riða verður upplestur úr Píkusögum,
þar sem þekktar konur fara með ein-
töl ásamt leikkonum úr verkinu. Þar
að auki verður ljósmyndasýning til
styrktar samtökunum.
Þá leggja samtökin ekki síst
áherslu á að ná til ungs fólks og höf-
um við því efnt til samstarfs við
framhaldsskóla á höfuðborgarsvæð-
inu um forvarnarsamkeppni gegn
kynferðisglæpum. Samkeppni verð-
ur sem sagt haldin meðal framhalds-
skólanema um hvernig best megi
fyrirbyggja nauðganir. Besta hug-
myndin verður kynnt á V-deginum
og í kjölfarið munu samtökin sjá um
að fjármagna hugmyndirnar í sam-
ráði við sigurvegarana,“ segir Þórey.
„Auk þess munum við leitast við
að virkja sem flesta og verða versl-
anir, kaffihús, gallerí og listasöfn
hvött til að taka þátt í V-deginum á
einn eða annan hátt. Hugmyndin er
sú að dagurinn einkennist af gleði og
ákveðni, þó svo að verið sé að taka
fyrir mjög alvarlegt mál, því við vilj-
um byrja á því að rjúfa þá þögn sem
hvílir yfir kynferðisglæpum,“ bætir
Björn Ingi við.
Viðmælendur eru spurðir að lok-
um hvert framhaldið verði á starf-
semi samtakanna eftir V-daginn.
„Við munum fylgja málefnum V-
dagsins eftir, m.a. með því að hrinda
af stað auglýsingaherferðum með
það að markmiði að halda um-
ræðunni áfram,“ svarar Þórey. „V-
dagurinn verður hins vegar fastur
punktur í starfseminni, og verður
haldinn á hverju ári héðan í frá. Við
munum auðvitað spila úr þeirri að-
stöðu og fjármagni sem við höfum,
en V-dagurinn er mikilvægur þáttur
í fjármögnun, og vonumst við til þess
að fyrirtæki og stofnanir sýni mál-
efninu stuðning. Enda er hér um að
ræða málefni sem varðar alla. Það
má kannski álykta um að fólk upplifi
sig varnarlaust og vanmáttugt gagn-
vart þessum glæpum og vægum við-
brögðum dómskerfisins. Hér gefst
fólki því vonandi tækifæri til að
leggja sitt af mörkum,“ segir Þórey
að lokum. Hún bætir við að nú liggi
fyrir að virkja sem flesta til að leggja
hinum nýstofnuðu samtökum lið.
heida@mbl.is
Vilja binda enda á
ofbeldi gegn konum
Hópur ungs fólks hyggst efna til V-dags í
Borgarleikhúsinu um miðjan febrúarmánuð
og leggja með því lið baráttunni gegn of-
beldi á konum. Heiða Jóhannsdóttir ræddi
við hugsjónafólkið á bak við framtakið.
Morgunblaðið/Þorkell
Björn Ingi Hilmarsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir, Logi Unnarsson Jónsson, Birta Ósk Gunnarsdóttir og Edda Jónsdóttir.
LISTAMENN hafa næmt auga
fyrir því sem fallegt er enda er eitt
mikilvægasta hlutverk þeirra í
samfélaginu að hjálpa öðrum að
sjá fegurðina í öllu, hversu lítil-
mótlegt sem það kann að vera.
Í sýningarskrá segist Helga
Kristrún vera að vinna með feg-
urðina, feril fegurðar eins og hún
upplifir hana á þeim degi sem hún
vinnur verkið. Verkin eru gerð
með hvítu akrýlkítti sem smurt er
á striga og í kíttinu sitja álplötur
sem Helga hefur rispað í línur.
Línurnar, sem liggja eins og fín-
gerðir silfurþræðir ofaná plötunni,
minna um margt á sjóndeildar-
hring, fjöll eða sjó eða árfarvegi
séða úr lofti. Eins og Helga bendir
á er hún að vinna með hvern dag
fyrir sig og upplifun fegurðinnar á
því andartaki. Því er ekki úr vegi
að ímynda sér að hún sitji stundum
við eldhúsborðið, horfi á fjalla-
hringinn út um gluggann og rispi í
plötur sínar.
Helga hefur ekki verið mjög virk
á sýningarvettvangi frá því að hún
útskrifaðist úr Myndlista- og hand-
íðaskólanum 1995 en í skólanum
var sykur hennar helsti efniviður
og gjörningar áberandi miðill. Hún
hefur greinilega lagt sykurinn á
hilluna og snúið sér að öðrum efn-
um, en hvíti liturinn er þó áfram
ríkjandi í verkunum.
Verkin eru 12 talsins og bera
nöfn mánaðanna. Verk númer eitt
heitir janúar, númer tvö heitir
febrúar o.s.frv. Helst má leiða get-
um að því að titlarnir vísi til þess
mánaðar sem verkin voru unnin í.
Listamaðurinn bregður út af
vananum í tveimur verkum og
leggur eggjárnið frá sér.
Í öðru þeirra, „Desember“, sem
jafnframt er skemmtilegasta verk
sýningarinnar, festir hún litla
„demanta“ beint í kíttið sem kem-
ur þá út eins og að hún hafi misst
glitrandi eðalsteinana í desem-
bersnjóinn.
September eftir Helgu Kristrúnu Hjálmarsdóttur.
Desem-
bersnjór
MYNDLIST
Gallerí Sævars Karls
Opið á verslunartíma til 24. janúar.
LÁGMYNDIR
HELGA KRISTRÚN HJÁLMARSDÓTTIR
Þóroddur Bjarnason