Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 32

Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 32
32 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ 19. janúar 1992: „Nokkrir einkaaðilar hafa sett fram þá athyglisverðu hugmynd, að þeir taki að sér tvöföldun Reykjanesbrautar með þeim skilmálum, að þeir leggi veg- inn, fjármagni framkvæmdir og öðlist rétt til innheimtu vegagjalda í ákveðið árabil. Hér er m.ö.o. rætt um einka- væðingu samgöngumann- virkja. Þetta er forvitnilegt mál. Umferð um Reykjanes- brautina er orðin mjög mikil. Umferðaröryggi er ábótavant eins og nú er komið. Allmörg vond slys hafa orðið á þessari leið. Bifreiðum fjölgar stöð- ugt og ástandið á þessari leið á eftir að versna frá því, sem nú er. Ríkið er í samdrátt- araðgerðum eins og eðlilegt er og sízt af öllu gerir Morg- unblaðið athugasemdir við það. Verktakafyrirtækin eru hins vegar verkefnalítil, mik- ill tækjakostur stendur ónot- aður og atvinnuástand fer versnandi. Ef hægt er að fjár- magna þessa framkvæmd á vegum einkaaðila er það freistandi kostur að slá marg- ar flugur í einu höggi, auka umferðaröryggi á þessari leið, auka atvinnu, tryggja verktakafyrirtækjum verk- efni.“ . . . . . . . . . . 17. janúar 1982: „Reynsla Torfa Ólafssonar sem kaþ- ólsks manns og kommúnista veitir honum meiri innsýn inn í átök kirkju og kommúnisma en flestir aðrir hafa. Nið- urstaða hans er sú, að hann sjái engan möguleika á því, að unnt sé að samríma krist- indóm og kommúnisma, kirkja og kristni verði æv- inlega ofsótt, þar sem komm- únisminn ræður. Áminning Torfa Ólafssonar um þetta efni er brýn og á erindi við alla kristna menn, hvort held- ur þeir eru kaþólskir eða mót- mælendur. Hún á ekki síst er- indi til þeirra, sem í nafni kristni og kirkju leggja sig fram um að telja Vest- urlandabúum trú um, að með einhliða afvopnun þeirra og aðgæsluleysi gagnvart hinu kommúníska herveldi í austri leggi þeir þyngsta lóðið á vog- arskál friðar. Eins og málum er komið í ís- lensku þjóðlífi einkennast op- inberar umræður því miður um of af því, að menn koma ekki lengur til dyranna eins og þeir eru klæddir, þora ekki að segja skoðun sína afdrátt- arlaust og standa með henni eða falla. Torfi Ólafsson brýt- ur af sér þessar viðjar og seg- ir hug sinn allan, mætti hann einnig að þessu leyti verða öðrum gott fordæmi.“ . . . . . . . . . . 23. janúar 1972: „Úr öllum áttum berast nú alvarlegar athugasemdir við hin van- hugsuðu skattafrumvörp, sem vinstri stjórnin lagði fram á Alþingi skömmu fyrir jól. Nú hefur t.d. miðstjórn Alýðusambands Íslands sent frá sér álitsgerð um áhrif þeirra kerfisbreytinga, sem vinstri stjórnin hyggst beita sér fyrir í skattamálum og er þar í rauninni staðfest sú skoðun Morgunblaðsins, að vísitölufals ríkisstjórnarinnar feli í sér verulega kjararýrn- un fyrir launafólk.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRUMKVÆÐI BYKO Í gær birtist hér í Morgun-blaðinu auglýsing frá BYKO,þar sem fyrirtækið tilkynnir að það hafi lækkað allt vöruverð í verzlunum sínum um 2% og skuld- bindi sig til að hækka verð ekki til 1. maí. Jafnframt kemur fram, að þetta er framlag fyrirtækisins til þess að þau verðbólgumarkmið ná- ist, sem samið var um á milli Sam- taka atvinnulífsins og Alþýðusam- bandsins fyrir nokkrum vikum. Þetta frumkvæði BYKO er til mikillar fyrirmyndar og nú er þess að vænta að önnur stór verzlunar- fyrirtæki fylgi í kjölfarið. Það hefur áður gerzt að þjóðarhreyfing skap- ist fyrir því að halda verðlagi niðri. Sú hreyfing varð til í kjölfar kjara- samninganna snemma árs 1990, sem mörkuðu þáttaskil í tveggja áratuga baráttu við óðaverðbólg- una. Þá varð almenn samstaða um það meðal fyrirtækja og opinberra aðila að hækka ekki verðlag, þótt hægt væri að færa rök fyrir því. Á þeim tíma gerðist það að aðilar, sem höfðu tilkynnt hækkanir, sáu sig knúna til að hverfa frá þeim. Hinn kosturinn er alltaf sá að draga úr útgjöldum. Á tímum óða- verðbólgu datt fyrirtækjum nánast ekki í hug að fara þá leið. Þá voru öll vandamál í rekstri leyst með því að hækka verð. Segja má, að fólk hafi ekki tekið eftir verðhækkun- um. Þær voru svo algengar. Á síð- asta áratug breyttist þetta viðhorf. Á síðasta ári varð þess vart að gömul sjónarmið væru að skjóta upp kollinum aftur. Það má ekki verða. Ekki skal dregið í efa, að það sé rétt hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, sem fram kom á kynningarfundi um afkomu fyrir- tækisins í fyrradag að afkoma mat- vöruverzlunarinnar hafi versnað á síðasta ári þrátt fyrir hækkandi verðlag. En á móti hljóta neytend- ur að spyrja: Er ekki alveg ljóst, að matvöruverzlunum hefur fjölgað alltof mikið og of mikið verið í sum- ar þeirra lagt? Er þetta ekki skýr- ingin á versnandi afkomu í verzlun? Það eru ekki neytendur, sem hafa tekið ákvarðanir um fjölgun mat- vöruverzlana og stækkun þeirra heldur stjórnendur stórmarkað- anna. Það má færa rök að því að bæði neytendur og hluthafar í þess- um fyrirtækjum séu að taka á sig kostnað vegna rangra ákvarðana að þessu leyti. Gera verður ráð fyrir því að fleiri fyrirtæki fylgi því fordæmi, sem forráðamenn BYKO hafa veitt með ákvörðun sinni um almenna verð- lækkun og skuldbindingu um að hækka ekki verð næstu mánuði. Það er alveg ljóst, að viðskiptavin- irnir munu beina viðskiptum sínum til þeirra fyrirtækja, sem fylgja á eftir BYKO í þessum efnum, og þess vegna lítið vit í því fyrir aðra að fylgja ekki í kjölfarið. Þrýst- ingur almenningsálitsins á aðrar verzlunarsamsteypur að lækka verður gífurlegur. Æskilegt er að opinberir aðilar, ríki og sveitarfélög geri slíkt hið sama. Það er sjaldgæft en gerist þó að opinber fyrirtæki lækki það gjald sem tekið er fyrir þjónustu þeirra. Með sama hætti og gerðist 1990 er hægt að mynda öfluga þjóðar- hreyfingu um að lækka verðlag og halda því niðri. Það er hægt með virku og öflugu aðhaldi almennings og fjölmiðla og með því að beina viðskiptum til þeirra, sem bjóða bezt. Það er ánægjulegt að það eru forráðamenn einkafyrirtækis, sem hafa vísað veginn í þessum efnum. B arna- og unglingamenning er hugtak sem er tiltölulega nýtt af nálinni. Viðhorf full- orðins fólks til barna tóku miklum breytingum á tutt- ugustu öldinni, ekki síst fyr- ir tilstuðlan hugmynda Freuds um mótun sjálfs- myndarinnar, sem lögðu grundvöllinn að sálar- fræði nútímans. Hefðbundin viðhorf til barna í gegnum aldirnar fólu iðulega í sér að litið var á þau sem vinnuafl frá unga aldri og kröfurnar sem til þeirra voru gerðar varðandi hegðun voru í samræmi við það. Börn voru klædd í líkan fatn- að og fullorðnir – eins og glöggt má greina í listasögunni – og til þess var ætlast að þau temdu sér hegðun í samræmi við það eða létu að öðrum kosti sem minnst á sér bera. Til þeirra mátti með öðrum orðum sjást en ekki heyrast, þar til þau tileinkuðu sér framferði fullorðinna. Í samræmi við þessi sjónarmið var ekki mikið hugað að því hvort heimur bernskunnar fæli í sér sérstakan menningarheim. Barnagælur, leikir, ævintýri og sögur bárust kynslóð frá kyn- slóð án þess að nokkur veitti því sérstaka athygli eða sæi ástæðu til að aðgreina þá arfleifð undir sérstökum formerkjum. Með breyttum áherslum í barnauppeldi, al- mennri breytingu á lífsháttum þar sem ekki eru gerðar kröfur um að börn séu í það minnsta mat- vinnungar, hefur skilningur okkar á mikilvægi þess að skapa börnum þroskandi umhverfi auk- ist. Í stað þess að uppræta barnsleg einkenni og hegðun reynir fólk fremur að ýta undir og við- halda dæmigerðum einkennum bernskunnar í börnum sínum, kynda undir hugmyndaauðgi, fróðleiksfýsn, skapandi og þroskandi leik. Þann- ig er stuðlað að því að meðfæddir hæfileikar barna og jákvæði gagnvart umhverfinu glatist ekki og nýtist þeim sem best á fullorðinsárum, þegar alvara lífsins tekur við. Tæknivæðing í leik og starfi barna Eins og málum er háttað í dag eru þó margir sem velta því fyrir sér hvort tækni- væðing nútímans hafi ekki haft óþægilega fylgifiska í för með sér í lífi barnanna okkar. Margir telja mikið sjónvarpsáhorf, leikjatölvur og jafnvel aðgengi að Netinu hafa neikvæð áhrif á börn. Hætturnar samfara Netinu leyna sér heldur ekki, þar eiga allir sem eru tölvulæsir til- tölulega greiðan aðgang að efni sem ekki er barnvænt og getur hreinlega verið skaðlegt, jafnvel þó sífellt sé verið að grípa til ráðstafana til að varna því. Í það minnsta er ljóst að í því fjölmiðlamettaða umhverfi sem við búum við, geta foreldrar til að mynda ekki lengur haft jafngóða stjórn á því hvernig upplýsingum um margvísleg efni, svo sem kynlíf, ofbeldi og dauð- ann, sem börn þeirra þurfa á að halda í þroska- ferli sínu til fullorðinsára, er beint til þeirra, því í daglegu lífi barnanna verður sífellt á vegi þeirra myndefni og textar sem áður voru úr seiling- arfjarlægð. Það virðist því stundum óvinnandi vegur að snúa aftur til þeirra tíma er fullorðnir voru fullorðnir og börn börn. Öllum er okkur að verða ljóst að börnin okkar hljóta uppeldi sitt að stórum hluta í gegnum ólíka miðla og það menn- ingarlega umhverfi sem þeim er skapað, og því verðum við að snúa vörn í sókn með því að sníða það umhverfi að þörfum þeirra. Með hliðsjón af þessum staðreyndum er full ástæða til að veita þeim viðburðum eftirtekt sem miða að því að auðga menningu barna og ung- linga, en á því sviði hefur ýmislegt markvert ver- ið að gerast hér á landi á síðustu mánuðum. Nýverið var vefurinn Sagnaarfur Evrópu kynntur hér á landi, en Ísland á þar sinn þátt ásamt Finnlandi, Frakklandi, Ítalíu og Skot- landi. Vefurinn er einstaklega fallegur og vel til þess fallinn að virkja börn og unglinga á Netinu á fróðlegan og uppbyggjandi hátt. Börnum gefst þar kostur á að kynnast þjóðsögum þessara ólíku menningarheima í óvenjulegum búningi, en uppistaðan í íslenska hluta vefjarins er inn- sýn inn í Þrymskviðu með teikningum eftir Har- ald Guðbergsson og Bjarna Hinriksson. Umsjón með íslenska hluta vefjarins hafði Norræna húsið, en verkefnisstjóri var Jón Karl Helgason. Í viðtali sem birtist við hann hér í Morgunblaðinu fyrir skömmu segir hann m.a. „Við töldum vefinn geta opnað mjög skemmti- lega glugga inn í fornsagnaheim okkar Íslend- inga, sem er mjög athyglisverður fyrir krakka, ekki síst nú þegar allir eru á kafi í að lesa Tolk- ien, sem sjálfur sótti í þessa hefð í sínum skáld- skap. Þá er Þrymskviða bráðskemmtileg saga sem börn á öllum aldri og á öllum öldum Íslands- sögunnar hafa haft gaman af.“ Harry Potter, Hringadrótt- inssaga og sagnaarfurinn Sá áhugi sem hinn víðfrægi Harry Pot- ter hefur vakið með börnum um allan heim á efni tengdu gullgerðarlist, fornum galdri, fantasíu og fjölkynngi hefur vissulega beint sjónum um- heimsins að þeim sagnaarfi sem fyrir var á þessu sviði. Það er líkast til engin tilviljun að Hringa- dróttinssaga Tolkiens nýtur svo mikilla vin- sælda nú meðal unglinga sem aldir hafa verið upp á Harry Potter-bókunum, og mikilvægt að nýta þann áhuga til þess að færa börn (nú færist Harry Potter-æðið æ neðar því Lego hefur nú einnig kynnt það sem þema í sínum leikföngum) og unglinga einnig nær þeim töfraheimi sem á sér enn lengri sögu og býr í sagnaarfi þjóða heims. Bækurnar um Harry Potter – þrátt fyrir að hörðustu andstæðingum þeirra hafi þótt ógn- in sem af sögunum stafar svo mikil að efnt var til bókabrennu – hafa því að nokkru leyti brúað það bil sem hafði þróast á milli vinsælla tölvuleikja og bóka í lífi barna, með hætti sem vísar þeim veginn aftur til baka í lestur sagnaarfsins og þann heillandi fróðleik sem þar er að finna. Þá eru tengingar á vefnum við Þjóðminjasafn- ið athyglisverðar, en það er ásamt menntamála- ráðuneytinu samstarfsaðili að verkefninu, og leggur til ljósmyndir af forngripum sem birtast með skýringum. Safnið hefur áform um að tengja verkefnið sýningarhaldi sínu í framtíðinni og vonandi má líta á þetta samstarf sem vís- bendingu um nýja og framsækna starfshætti hjá Þjóðminjasafninu þegar það verður opnað á nýj- an leik eftir gagngerar breytingar. Þá arfleifð sem það geymir verður að setja fram með þeim hætti að það höfði til barna og unglinga sem eru að vaxa úr grasi nú til dags, en þau eru án efa mjög kröfuharðir gestir, enda vel kunnug öllum þeim möguleikum sem hægt er að nota í dag til að gera efni áhugavert og aðlaðandi. Þó allir geti haft gagn og gaman af sagna- vefnum er hann þó fyrst og fremst sniðinn til að nýtast við kennslu barna og unglinga á aldrinum 10–15 ára. Vefurinn er skemmtilegur efniviður til bókmenntakennslu og býður upp á tækifæri til að bera okkar norrænu goðafræði saman við sagnaarf samstarfslandanna. Þannig stuðlar hann að því með auðveldum hætti að íslenskur ungdómur eigi auðveldara með að staðsetja sig og sína menningu, jafnfram því að kynnast sam- eiginlegum þáttum sem tengja okkur víðtækari menningarstraumum. Köttur úti í mýri – sann- leikskjarni um lífið Þó tækni sé allra góðra gjalda verð, eru bækur (og ekki bara bækur um Harry Potter) sem betur fer enn menningarleg kjölfesta í lífi flestra barna. Í október síðastliðnum var haldin mikil barnabókahátíð í Norræna húsinu undir heitinu Köttur úti í mýri. Meginmarkmið hátíðarinnar var að miðla norrænum bókmenntum og frá- sagnarheimi til barna og unglinga, en meðal við- burða á hátíðinni var sýning á myndum úr barnabókum, ráðstefna um norrænar barna- og unglingabókmenntir og rithöfundaþing. Viðfangsefni höfundaþingsins var náskylt því efni sem finna má á vefnum um sagnaarf Evr- ópu. Þema þess var ferðir og goðafræði í nor- rænum barnabókmenntum, svo áhugi á frum- rótum menningarinnar í tengslum við menningu barna og unglinga virðist víða skjóta upp koll- inum um þessar mundir. Enda vöktu höfundar á þinginu athygli á því að í goðsögnum og ævintýr- um fyndum við ekki einungis menningarlegar rætur okkar heldur væri þar einnig fólginn sannleikskjarni um raunveruleikann og hvers- dagslífið; heimsku, ást og illsku. Í þessum arfi má því finna kjarna mannlegs eðlis og þess siðferðis sem við höfum tamið okk- ur og lifað samkvæmt í gegnum aldirnar. Í fullu samræmi við þann sammannlega skilning skír- skota því fornar sögur og ævintýri einnig til per- sónulegrar reynslu okkar í nútímanum og þjóna vel þeim tilgangi að búa börnin okkar undir lífið. Einn þeirra rithöfunda sem tók þátt í pallborðs- umræðum á þinginu, norski rithöfundurinn Tor Åge Bringsværd, lagði áherslu á mikilvægi þess í viðtali hér í blaðinu, að hver kynslóð endur- segði og endurtúlkaði þær goðsögur sem menn- ing þeirra á rætur í. „Þannig endurnýjum við sýn okkar á þær og virkjum tengsl þeirra við samtímann. Þetta er ekki síst mikilvægt með norrænu goðsögurnar, sem margir tengja við túlkun nasista á menningu víkinga. Kynslóðirn- ar eftir stríð hafa því að nokkru leyti forðast goðsögurnar og verðum við því að túlka þær í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.