Morgunblaðið - 20.01.2002, Page 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 35
✝ Halldór Jóhann-esson fæddist á
Hóli í Höfðahverfi
14. mars 1939. Hann
lést af slysförum 11.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Sigrún Guð-
jónsdóttir, f. 1905,
d. 1989, og Jóhann-
es Jónsson, f. 1904,
d. 1999. Systkini
Halldórs eru Árni, f.
1929, Sigríður, f.
1932, Jón Valgarð-
ur, f. 1933, Sveinn,
f. 1937, Þórsteinn
Arnar, f. 1933, Anna, f. 1944, og
Tómas, f. 1953.
Halldór var
ókvæntur og barn-
laus.
Halldór tók
landspróf frá Hér-
aðsskóla Suður-
Þingeyinga á Laug-
um og lauk prófi
frá Samvinnuskól-
anum á Bifröst.
Hann vann við
skrifstofustörf,
lengst af hjá Sjáv-
arafurðadeild SÍS.
Útför Halldórs
fer fram frá Greni-
víkurkirkju á morg-
un, mánudaginn 21. janúar, og
hefst athöfnin klukkan 14.
Af öllum þeim gæðum
sem okkur veitir
viturleg forsjá
til ánægjuauka
er vináttan dýrmætust.
(Epikuros.)
Það er engu líkara en aldrei ætli að
linna þeirri slysaöldu sem gengið hef-
ur yfir þjóðina að undanförnu. Fólk
er harmi slegið. Mig setti hljóðan er
mér barst til eyrna sú sorgarfrétt að
vinur minn til 40 ára, Halldór Jó-
hannesson, hefði látist í umferðar-
slysi í Kömbunum. Við slíkar fregnir
fer ekki hjá því að upp rifjast upp í
huganum myndir frá liðinni tíð.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að eignast Halldór fyrir vin og hefur
aldrei skuggi fallið á vináttu okkar
þau 40 ár sem við höfum þekkst.
Upphaf vináttu okkar má rekja til
ársins 1959 þegar Halldór settist í 1.
bekk Samvinnuskólans á Bifröst. Það
sem laðaði mig að Halldóri voru hinir
fjölmörgu mannkostir er prýddu
hann. Halldór var hæglátur maður og
hæverskur og fór ekki mikið fyrir
honum en við nánari kynni kom í ljós
hvílíka mannkosti hann hafði til að
bera. Fyrir utan það að vera farsæll
námsmaður var hann hjálpsamur og
greiðvikinn og vildi hvers manns
vandræði leysa. Halldór var hnyttinn
í tilsvörum og hrókur alls fagnaðar
þegar það átti við. Það að kynnast
Halldóri gerði hvern og einn að betri
manni. Ég sá það á okkar löngu
kynnum að hann gaf bæði ráð og
lagði lið þeim sem minna máttu sín.
Halldóri var margt til lista lagt og
stundaði hann til dæmis íþróttir af
kappi á sínum yngri árum. Hann var
dágóður langhlaupari og keppti á
landsmótum fyrir HSÞ meðan hann
var búsettur hér norðanlands, en
gerðist KR-ingur þegar hann flutti
suður yfir heiðar. Halldór hafði einn-
ig áhuga á knattspyrnu og fylgdist
grannt með félögum sínum í KR og
einnig var hann einlægur aðdáandi
Manchester United og átti það til að
skreppa yfir hafið til að horfa á leiki
þeirra. Þá er ótalinn sá áhugi sem
hann hafði á brids og sú íþrótt tengdi
okkur félagana saman.
Halldór helgaði Samvinnuhreyf-
ingunni krafta sína og gerðist starfs-
maður Sjávarafurðadeildar SÍS og
síðan Íslenskra sjávarafurða þegar
þeir tóku við. Halldór var fyrst bók-
ari en síðan tók hann við gjaldkera-
stöðu og sinnti því starfi þar til hann
lét af störfum síðla árs 2000.
Árlegar bridskeppnir í yfir 30 ár
voru háðar milli SÍS og KEA og lét
Halldór sig aldrei vanta í þær keppn-
ir. Þessar keppnir styrktu vináttu-
böndin milli manna. Halldóri þótti
það heldur ekki ónýtt að heimsækja
ættingja sína í leiðinni hér norðan
heiða.
Eitt af áhugamálum Halldórs var
ferðalög og átti ég því láni að fagna að
vera ferðafélagi hans í allmörg ár.
Við vorum fimm saman í ferðaklúbbi,
þ.e.a.s. Stefanía, Kristín, Halldór og
við hjónin, og ferðuðumst við saman
bæði erlendis og innanlands og var
það venja okkar að fara eina viku á
sumri í sumarbústaði hér og þar á
landinu. Þessar ferðir veittu okkur
ómælda gleði og fáum við seint full-
þakkað þær ánægjustundir er við átt-
um saman.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
vináttu og tryggð sem Halldór sýndi
okkur hjónum. Ég vil færa ættingj-
um og vinum Halldórs mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Í Guðs friði.
Gunnlaugur Guðmundsson.
Þegar okkur barst til eyrna
skyndilegt og óvænt brottkall vinar
okkar Halldórs Jóhannessonar setti
okkur hljóða. Við gerðum okkur
gleggri grein en áður fyrir því að
morgundaginn eigum við aldrei vís-
an. Margt kemur upp í hugann þegar
komið er að kveðjustund vinar, vinar
til áratuga. Fyrstu kynni okkar af
Halldóri voru á hlaupabrautinni á
Landsmótinu á Laugum 1961. Þar
var háð hörð og eftirminnilega
skemmtileg keppni. Þarna hófst vin-
átta sem fór vaxandi alla tíð síðan.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síð-
an og margir eru kílómetrarnir sem
við höfum hlaupið saman hlið við hlið
frá þeim tíma, bæði í keppni svo og á
síðari árum okkur til heilsubótar og
skemmtunar. Samverustundirnar
treystu vináttuböndin og aldrei bar
skugga á. Halldór var mikill áhuga-
maður um allar íþróttir. Hann var um
margra ára skeið góður hlaupari og
keppti fyrir Íslands hönd í lands-
keppnum. Hann hafði gaman af skák
og var bridsspilari góður. Hann gerði
sér glögga grein fyrir gildi íþróttanna
fyrir sál og líkama.
Halldór var sérstakur maður fyrir
margra hluta sakir. Hann var stilltur
vel og sérdeilis prúður í allri fram-
komu svo leitun var á öðru eins.
Hann var áberandi orðvar, hallaði
aldrei orði á nokkurn mann svo sómi
var af. Hann var drengur góður og
ljúfur í allri viðkynningu og vann sér
traust og virðingu allra sem kynntust
honum. Ef þjóðmál bar á góma var
gaman að rökræða við Halldór því
hann var fastur fyrir og rökvís og það
var lyndiseinkunn hans að halda sig
við sannleikann.
Samviskusamur var hann svo af
bar og því fylgir gjarnan traust og
ábyrgð og hana axlaði hann um langt
árabil í starfi sínu. Fyrst hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga og
síðar hjá Íslenskum sjávarafurðum.
Gott var að vera með Halldóri í góðra
vina hópi því þá var hann jafnan
glettinn og glaðvær og átti þá oft eft-
irminnilega hnyttin tilsvör.
Það er alltaf sárt að kveðja góðan
vin, ekki síst í svartasta skammdeg-
inu þegar myrkrið hylur móður jörð
en við trúum því og treystum að góð-
ur Guð leiði góðan dreng til meiri
birtu á þeirri elífðar braut sem fram-
undan er.
Við þökkum allar samverustund-
irnar.
Góðar minningar lifa.
Systkinum, ættingjum og vinum
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Góður Guð blessi minningu Hall-
dórs Jóhannessonar.
Hafsteinn og Þórarinn.
Vinur minn og fjölskyldunnar,
Halldór Jóhannesson frá Hóli í Höfð-
ahverfi í S-Þingeyjarsýslu, er látinn.
Það er söknuður og sorg í hugum fjöl-
margra vina hans og kunningja yfir
sviplegu fráfalli hans í umferðarslysi
að kvöldi 11. jan. sl. Fréttin um and-
lát hans kom sem reiðarslag og um
hana má segja það margsagða að
hvert eitt slys er einu of mikið.
Halldór var fæddur 14. mars árið
1939 á Hóli í Höfðahverfi, skammt frá
Grenivík, að austanverðu við Eyja-
fjörðinn. Hann brautskráðist frá
Samvinnuskólanum á Bifröst árið
1960 og hóf störf í sjávarafurðadeild
Sambands ísl. samvinnufélaga árið
1962, fyrst í bókhaldi deildarinnar en
síðan sem gjaldkeri og áfram í því
starfi eftir að Íslenskar sjávarafurðir
höfðu tekið við starfsemi sjávaraf-
urðadeildar sem sjálfstætt fyrirtæki.
Halldór naut mikils álits í starfi sem
sérstaklega traustur og nákvæmur
en engu að síður varð Halldór einn af
þeim er misstu vinnu fljótlega eftir
sameiningu ÍS og SÍF eftir langan og
farsælan starfsaldur hjá samvinnu-
hreyfingunni og fyrirtæki hennar.
Hafði hann nýlega hafið störf á nýj-
um vettvangi þegar hann lést.
Mér er ákaflega ljúft og skylt að
minnast Halldórs og það hlýt ég að
gera með miklu þakklæti fyrir 40 ára
kunningsskap sem hófst eftir að ég
hóf störf hjá Sambandinu haustið
1962. Varð okkur vel til vina og veitti
Halldór mér nýja innsýn bæði til lík-
amlegra og huglægra íþrótta þar sem
ég stóð Halldóri nokkuð langt að baki
enda var Halldór um það leyti einn
fremsti þolhlaupari landsins og ákaf-
lega liðtækur bridsspilari. Leigði ég
um tíma herbergi í íbúð Halldórs í
Hraunbænum og síðar eftir að ég
hafði eignast eigin fjölskyldu áttum
við fasteignaviðskipti þar sem Hall-
dór fékk íbúð mína í Austurbrún en
ég flutti með fjölskylduna í
Hraunbæinn. Halldór átti ekki lengi
heima í Austurbrún og keypti íbúð í
Vesturbergi 120 þar sem hann bjó
síðan alla tíð. Hann var mikill og góð-
ur heimilisvinur okkar hjóna þótt
samskiptin hafi verið mismikil eftir
tímabilum og búseta hafi stundum
fremur skapað vík milli vina.
Eftir að ég kynntist Halldóri varð
mér fljótlega ljóst að hann var mjög
óvenjulegur maður. Hann var rétt
meðalmaður á hæð og grannur, rauð-
hærður og hálfsköllóttur frá unga
aldri. Hann var prúðmenni hið mesta
og næsta laus við hroka og yfirlæti,
kvikur og fjörlegur í fasi og breyttist
ótrúlega lítið í útliti með árunum.
Vina- og kunningjahópur hans var
fjölmennur. Þeir komu úr hópi skóla-
félaga frá Laugum og Bifröst, úr
heimi frjálsíþróttanna og bridsspila-
mennsku og síðast en ekki síst af
vettvangi starfa hans í gamla Sam-
bandshúsinu í Reykjavik. Yfir þessu
öllu var nokkur ævintýrablær í upp-
hafi kynna okkar enda fylgdu íþrótta-
ferli Halldórs stöðug ferðalög erlend-
is á tímabili og naut Halldór þess í
ríkum mæli að skoða sig um í heim-
inum á þessum árum en hjúskap lét
hann sitja á hakanum og niðurstaðan
var sú að Halldór varð maður ein-
hleypur og barnlaus. Þess voru dæmi
að vinir Halldórs hvettu hann til dáða
í þessu efni og því tók hann vel enda
einhver sá allra snjallasti grínisti sem
fólk getur kynnst á lífsleiðinni og
kom sífellt á óvart með sínum tilsvör-
um. Aldrei skipti Halldór skapi en
var jafnlyndur og þægilegur og hann
var einn þeirra sem örugglega aflaði
sér ekki neinna óvildarmanna.
Eitt mesta ævintýri lífs míns á ég
Halldóri að þakka. Það var á fyrstu
árum mínum hjá Sambandinu og
vann ég þá að verkefnum úti á landi.
Fékk ég þá upphringingu frá Hall-
dóri og sagði hann mér að sér byðust
miðar með skemmtiferð Karlakórs
Reykjavíkur með skipinu Baltiku til
Miðjarðarhafs og Svartahafs. Niður-
staðan varð sú að við fórum þrír ung-
ir menn úr Sambandinu sem klefa-
félagar í þessa ferð sem tók á annan
mánuð. Ferðin varð ógleymanleg
enda komið til tíu landa þar sem gafst
tækifæri til þess að skoða eitt og ann-
að einstakt og framandi. Halldór var
sökum þekkingar sinnar erlendis
sjálfkjörinn leiðtogi okkar í ferðinni
sem varð ærið viðburðarík. Mest
eyddum við félagar tímanum við spil
um borð í skipinu þá er siglt var. Mik-
ið var keypt af minjagripum í ferðinni
og varð Halldór fyrir þeirri ógæfu að
kaupa stóran. uppstoppaðan úlfalda
sem ekki fékk heimfararleyfi til Ís-
lands og var að lokum varpað fyrir
borð af miklu miskunnarleysi ásamt
ýmsu dóti farþeganna. Ef ég man
rétt teiknaði Sigmund þennan atburð
og lét hjörðina vera að svamla heim
til Afríkustranda. Halldór taldi hins
vegar vel farið að hafa sloppið við
frekari félagsskap úlfaldans enda
hafði hann aldrei ætlað að kaupa
hann en prúttaði um hann í gamni
með smáupphæð og sat uppi með fyr-
irbærið.
Nú verður ekki slegið á létta
strengi með Halldóri lengur. Slíkt er
lífsins gangur þar sem engu verður
um breytt. Það verður að segjast að
enginn kemur fyllilega í staðinn fyrir
hann Dóra. Mér og fjölskyldunni er
nokkurs virði að hafa fengið þennan
góða vin ásamt fleirum heim til okkar
til þess að taka bridshring um hátíð-
arnar. Mér væri það kært að fá brids-
hring síðar með Halldóri í framhalds-
lífinu handan móðunnar miklu. Mér
er enn og aftur ofarlega í huga ómælt
þakklæti fyrir það að hafa fengið að
kynnast slíkum manni Ég votta ætt-
ingjum hans og nánum vinum mína
einlæga samúð. Blessuð sé minning
Halldórs Jóhannessonar.
Sigurður Kristjánsson.
Um helgina barst mér sú harma-
fregn heiman frá Íslandi að góður
vinur og samstarfsmaður í meira en
tvo áratugi, Halldór Jóhannesson,
hefði farist í bílslysi í Kömbunum
föstudagskvöldið 11. janúar. Enn eitt
bílslysið, enn eitt dauðsfallið. Góður
drengur og hvers manns hugljúfi fall-
inn frá aðeins 62 ára gamall og enn
stækkar sá hópur sem syrgir og á um
sárt að binda vegna hörmulegra slysa
í umferðinni.
Halldór, eða Dóri gjaldkeri eins og
við kölluðum hann í daglegu tali, var
fæddur og uppalinn í norðlenskri
sveit en eftir langa búsetu í höfuð-
borginni má segja að hann hafi verið
eins og góð blanda af sveitastrák og
borgarbarni. Halldór stundaði nám í
Samvinnuskólanum á Bifröst og hóf
störf hjá sjávarafurðadeild Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga í
upphafi árs 1962.
Leiðir okkar Halldórs lágu fyrst
saman sumarið 1976 þegar undirrit-
aður réð sig til starfa hjá sjávaraf-
urðadeildinni, en síðan fluttumst við
báðir, ásamt samstarfsmönum okkar,
til Íslenskra sjávarafurða hf. við
stofnun þess félags árið 1991 og
áfram til SÍF hf. þegar Íslenskar
sjávarafurðir hf. og Sölusamband ís-
lenskra fiskframleiðenda sameinuð-
ust árið 1999.
Sá tiltölulega litli hópur sem starf-
aði í sjávarafurðadeild Sambandsins
undir forustu Sigurðar Markússonar
á árinu 1976 og árin þar á eftir var
einstakur. Þar var valinn maður í
hverju rúmi, starfsandi góður og
metnaður og áræði í fyrirrúmi. Góður
árangur deildarinnar í útflutningi og
sölu á sjávarafurðum víða um heim
vakti verðskuldaða athygli og starfs-
mennirnir nutu þess að byggja upp
öfluga starfsemi og vinna saman að
spennandi verkefnum. Þessi hópur
stóð saman og hélt saman í mörg ár
og innan hans mynduðust sterk bönd
ævilangrar vináttu, virðingar og
trausts.
Í þessum hópi lék Halldór stórt
hlutverk og þar var hann mikils met-
inn fyrir ósérhlífni, fagmennsku og
trausta vináttu. Starf hans var mikið
og erilsamt, en segja má að á árunum
í sjávarafurðadeildinni hafi Halldór
verið allt í senn, fjármálastjóri, gjald-
keri og bókari, en deildin var ábyrg
fyrir u.þ.b. hálfri veltu alls Sam-
bandsins sem þá var stærsta fyrir-
tæki á Íslandi. Það er ekki erfitt að
ímynda sér að starfsdagur Halldórs
hafi verið langur á þessum árum og
vinna um helgar var frekar regla en
undantekning, enda leysti hann öll
verkefni af hendi án tafar og hélt sínu
borði hreinu á hverju sem gekk.
Það er ekki alveg út í hött að halda
því fram að Halldór hafi á þessum ár-
um verið margra manna maki, enda
ljóst að í nútímanum og með hjálp
bestu tölvutækni myndi enginn einn
maður leysa öll þau verkefni sem
hann hafði með höndum og leysti
átakalaust og hljóðlega.
Þegar árin liðu og viðskiptin héldu
áfram að aukast kom tæknin til hjálp-
ar og að auki réð Halldór sér til að-
stoðar Guðrúnu Helgadóttur gjald-
kera, en frábær samvinna þeirra
ásamt aukinni tækni leiddi til þess að
Halldór gat leyft sér að vinna eðlileg-
an vinnudag og taka sér frí um helg-
ar.
Þegar samstarfsmenn í sjávaraf-
urðadeild og síðar hjá ÍS gerðu sér
glaðan dag var Halldór með sinni fal-
legu framkomu aufúsugestur. Glað-
værð, glettni og hnyttin tilsvör hans
vöktu góðan anda í hópnum og
minntu á þá góðu vináttu sem mynd-
ast hafði í gegnum árin. Veiðiferðir
með vinnufélögum í fjármála- og bók-
haldsdeild voru oft rifjaðar upp í
góðu tómi þar sem fram kom að
framlag Halldórs til eflingar vinátt-
unni var oft meira en veiðin sjálf.
Áhugamál Halldórs tengdust
íþróttum og sjálfur var hann góður
íþróttamaður, langhlaupari og knatt-
spyrnumaður. Hann var KR-ingur og
studdi sína menn á hverju sem gekk
og lét sig sjaldan vanta á völlinn.
Halldór var einnig mikill áhugamað-
ur um enska fótboltann og ferðaðist
til Englands með sínum góða vini og
samstarfsmanni, Sveini Hreinssyni,
og fleirum, til þess að fylgja eftir sínu
uppáhaldsliði, Manchester United.
Það er margs að minnast frá liðn-
um árum og margar minningarnar
tengjast vinnunni og því sem henni
fylgir, enda sá staður þar sem fólk er
hvað mest samvistum. Ég veit að við
sem störfuðum með Halldóri í mörg
ár munum finna til saknaðar og tóm-
leika við þá tilhugsun að þessi kæri
vinur okkar og samstarfsmaður sé
allur. Við minnumst hans með virð-
ingu og trega og biðjum Guð að
blessa minninguna um góðan dreng.
Benedikt Sveinsson.
Í kvöld, þegar ysinn er úti
og annríkið hverfur og dvín,
þá komum við saman og syngjum,
unz sjöstjarna á himninum skín.
Því andinn á heiðríkan himin
í hvíld eftir stormþungan dag,
og allt, sem er göfugt til gleði,
það geymist í söngvum og brag.
Þótt vindsvalur vetur sé úti
og vorblíðan langt suðr í geim,
þá syngjum við sólskin í bæinn
og sumarið til okkar heim!
(Fr. G.)
Farinn ertu, Dóri minn, það kom
eins og þruma úr heiðskíru lofti þeg-
ar hringt var í mig á laugardaginn og
mér tilkynnt að þú værir látinn. Þú
ert annar með stuttu millibili sem
hverfur á braut úr Fótboltaklúbbn-
um BJÓÐUM UPPÁ F----- og báðir
hélduð þið með Man. Utd.
Engum hefði dottið þetta í hug fyr-
ir eins og þremur mánuðum. Hlut-
irnir eru ekki lengi að gerast. Ég
kynntist þér haustið 1994 en þá fór-
um við til Manchester til þess að
horfa á leik í enska boltanum og taka
lagið í Bítlabænum Liverpool. Það
voru engin leiðindi í þeirri ferð þar
sem þú og Svenni voruð hrókar alls
fagnaðar. Það sem svo kom frá þér
voru svo miklir gullmolar að þeir
gleymast seint. Við höfum farið í þær
nokkrar ferðirnar á þessum árum og
sú síðasta var í fyrra þegar við fórum
til London.
Þú lést þig ekki vanta þegar þú
heyrðir eitthvað minnst á fótbolta,
hvort sem það var KR eða Manchest-
er United, í ferðina skyldir þú fara,
svo mikið dálæti hafðir þú á þessari
íþrótt. Mér er líka minnisstætt þegar
þú og Svenni fóruð til Newcastle á
undan hinum ásamt Gogga og Hörpu
svona rétt til þess að hita borgina upp
áður en við hinir kæmum.
Það er svolítið skrítið að hugsa til
þess að þú og Goggi hafið kvatt þetta
líf, en þið hittist nú alveg örugglega á
ný þar sem þið munuð verða í góðum
félagsskap hvor annars og fylgist
spenntir með gengi ykkar manna. Þið
verðið með okkur í anda og ávallt í
huga þegar farnar verða fótbolta-
ferðir í framtíðinni og verður minn-
ing ykkar höfð í heiðri.
Ég skal sjá til þess. Dóri minn, þú
hafðir góðan mann að geyma, alltaf
hress og kátur og alveg hafsjór af
fróðleik um boltann.
Mig langar að senda öllum að-
standendum, ættingjum og vinum
mínar innilegustu samúðarkveðjur,
minning um góðan dreng lifir.
Jón Helgi Sigurðsson.
HALLDÓR
JÓHANNESSON