Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 42
KIRKJUSTARF 42 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fasteigna- og skipasala Mikil eftirspurn. Átt þú réttu eignina? Óskum eftir öllum gerðum eigna á skrá. Beinn sími sölustjóra 551 7282, GSM 893 3985. Alltaf í sambandi. www.hibyliogskip.is. Traust í viðskiptum Opið hús í dag frá kl. 15-18 í Lækjasmára 60 í Kópavogi Glæsileg 3ja herb. 81,8 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi af svölum í fjölbýlishúsi, ásamt 12 fm stæði í bílskýli. Merbau- parket á flestum gólfum. Opið eldhús með fallegri innrétt- ingu, Siemens tæki, uppþvottavél og háfur. Rúmgóð stofa með suðursvölum. Séð er um þrif á sameign. Húsið stendur á rólegum stað rétt við útivistarsvæði. Stutt í skóla og alla þjónustu. Tekið verður vel á móti ykkur hjá Hrafnhildi Kristinsdóttur BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 17 GARÐHÚS 12 Í GRAFARVOGI Mjög falleg 150 fm íbúð á tveimur efstu hæðunum ásamt innbyggðum bílskúr. Íbúð- in er mjög rúmgóð - stórar stofur og stórt eldhús - vandaðar innréttingar og gólfefni - gott útsýni. Verð kr. 16,3 millj. Íbúðin er til afhendingar fljótt. Hörður og Guðrún sýna íbúðina í dag milli kl. 14 og 17. Bakkabraut - Kópavogi - góð staðsetning við höfnina - Miklir mögul. - Til sölu tveir eignahlutar, samtals ca 2.950 fm. Auk þess byggingarréttur að ca 1.100 fm húsi til viðbótar. Eignarhluti samtals 2.250 fm. Skiptist í 1.300 fm sal með 12 metra lofthæð, ásamt 950 fm viðbyggingu á tveimur hæðum. Eignarhluti samtals 700 fm. Skiptist í 700 fm sal með 10 metra lofthæð. Hagstæð kaup. Hagstæð fjármögnun að stórum hluta. Verð tilboð. Fasteignasalan Valhöll sími 588 4477 ÞAÐ eru væringar austur í sveit- um þar sem Stangaveiðifélag Keflavíkur hefur tapað einu af helstu veiðisvæðum sínum í hend- ur landeiganda sem hyggur á stór- fellda ferðaþjónustu sem býður m.a. upp á veiðiskap. Um er að ræða Vatnamótin svokölluðu þar sem Breiðabalakvísl (Geirlandsá og Stjórn), Hörgsá og Fossálar sameinast Skaftá. Þetta er gjöfult sjóbirtingssvæði á vissum tímum á vorin og haustin og SVFK hefur haft svæðið á leigu í hart nær 30 ár. Nýr ábúandi í Hörgslandi yf- irbauð SVFK án þess að til útboðs kæmi og er mikil hækkun á ár- leigu, um 160% eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Ábú- andinn í Hörgslandi leigði einnig efri hluta Hörgsár á Síðu sem SVKF hefur einnig haft á leigu, en það er minna áfall fyrir SVFK, enda minniháttar veiðisvæði, gaf t.d. aðeins fjóra fiska alla síðustu vertíð, þrjá laxa og einn birting. SVFK í Fitjaflóð Stangaveiðifélag Keflavíkur gat þó huggað sig örlítið við að félagið náði samningi við bóndann í Arn- ardrangi um 15–20% stangardaga í Fitjaflóði sem er með betri sjó- birtingssvæðum Suðurlands. Þá náði félagið einnig samningi um SVFK missir Vatnamótin ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Einar Falur Núna eru aðeins tveir mánuðir og 11 dagar þar til næsta stangaveiði- vertíð byrjar. Hér er stemmningsmynd frá síðasta sumri, veiðimenn við Brunná í Öxarfirði búa sig undir aðgerð. KÆRLEIKURINN er þema barna- starfsins kl. 11 og kvöldvöku kl. 20 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, sunnudag. Í barnastarfið er börn- unum boðið að koma með bangsann sinn sem þeim þykir undurvænt um eða uppáhaldsdúkkuna sína. Í heimsókn kemur trúður sem hefur lesið Barnabiblíuna afar vel og túlk- ar ýmislegt úr boðskap hennar með látbragði sínu. Að venju verður mikið sungið, við heyrum af Jesú 12 ára í musterinu og brúðurnar Solla og Kalli segja frá þegar Kalli týnd- ist í stórmarkaðinum. Það er Örn Arnarson tónlistarmaður og starfs- fólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sem að venju leiða barnastarfið í kirkjunni. Kærleikurinn er mestur er yfirskrift kvöldvökunnar sem hefst kl. 20. Slíkar kvöldvökur hafa verið að jafnaði einu sinni í mánuði undanfarin ár og hafa fest sig í sessi sem hluti af helgihaldinu. Flutt verður dagskrá í tali og tónum um kærleikann. Einnig verða Tólf sporin – andlegt ferðalag kynnt. Tónlistarfólk undir stjórn Arnar Arnarsonar ásamt félögum úr kór kirkjunnar leiða söng. Valdir eru sálmar og söngvar í anda þema kvöldvökunnar hverju sinni. Allir eru hjartanlega velkomnir. Prestar og starfsfólk Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði. Kvöldmessa með léttri tónlist í Seljakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 20. janúar kl. 20.00 verður messa með nýrri tónlist í Seljakirkju. Frá síðastliðnu hausti er það nýjung í safn- aðarstarfi Seljakirkju að bjóða upp á guðsþjónustur með breyttu sniði einu sinni í mánuði. Prestar Selja- kirkju leiða guðsþjónustuna ásamt tónlistarmanninum Þorvaldi Hall- dórssyni. Þessar guðsþjónustur hafa verið vel sóttar jafnt af ungum sem eldri. Þorvaldur Halldórsson fer á milli kirkna á höfuðborg- arsvæðinu á vegum Reykjavík- urprófastsdæma og á með okkur stund í Seljakirkju þriðja sunnudag í hverjum mánuði. Nk. sunnudags- kvöld hvetjum við fólk til þess að koma í Seljakirkju til að eiga saman uppbyggilega stund í bæn, lofgjörð og góðum félagsskap. Þorvaldur syngur og leiðir almennan söng, sr. Ágúst Einarsson flytur hugvekju og auk þess verður altarisganga í guðsþjónustunni. Að venju er einn- ig þennan sunnudag barnaguðs- þjónusta kl. 11.00 og almenn guðs- þjónusta kl. 14.00 í Seljakirkju. Sjálfstyrkingarnám- skeið í Leikmanna- skólanum LEIKMANNSKÓLI kirkjunnar hef- ur starf sitt á nýju ári með nám- skeiðinu Konur eru konum bestar . Námskeiðið verður haldið í HÍ þriðjudagana 22. og 29. janúar milli kl. 19 og 22. Námskeiðið er sjálf- styrkingarnámskeið fyrir konur á öllum aldri og hefur fjöldi kvenna sótt þetta námskeið á 12 ára tíma- bili. Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Hægt er að skrá sig á námskeiðið á Biskupsstofu í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskólans, www.kirkj- an.is/leikmannaskoli Erindi um Sören Kierkegaard DR. GÍGJA Gísladóttir flytur erindi um Sören Kierkegaard mánudag- inn 21. janúar kl. 20.00, í safn- aðarheimilinu Landakoti, Hávalla- götu 16. Fjallað verður m.a.um æviágrip og hugmyndafræði danska heimsspekingsins Sörens Kierkegaards og baráttu hans gegn dönsku þjóðkirkjunni. Hvað merkir kristinn existential- ismi og hvernig tengist hann kaþ- ólskri kenningu og kenningu Só- kratesar um dyggðina? Allir eru hjartanlega velkomnir. Þátttaka er ókeypis. Kærleiksmessur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Hallgrímskirkja: Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20:00. Háteigskirkja: Félagsvist fyrir eldri borg- ara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheim- ilis mánudag kl. 13:00. TTT-klúbburinn kl. 17:00. Lifandi og fjölbreytt starf fyrir börn úr 4.-6. bekk í umsjón Andra, Gunn- fríðar, Guðrúnar Þóru og Jóhönnu. Laugarneskirkja: 12 spora hópar koma saman mánudag kl. 20:00 í safnaðar- heimilinu. Margrét Scheving sálgæslu- þjónn er við stjórnvölinn. (Sjá síðu 650 í textavarpi). Neskirkja: 6 ára starf mánudag kl. 14:00. Öll börn í 1. bekk velkomin. Alfa námskeið mánudag kl. 19:00. Síðustu forvöð að skrá sig. „Litli kórinn“ kór eldri borgara þriðjudag kl. 16:30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10-12. Fræðsla: Svefn og svefnvenjur barna. Hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslunni á Seltjarnarnesi. Umsjón Elínborg Lár- usdóttir. Seltjarnarneskirkja: Æskulýðsfélagið kl. 20:00. Árbæjarkirkja: Mánudagur. TTT klúbbur- inn frá kl. 17.00-18.00. Fella- Og Hólakirkja: Mánudagur: Fjöl- skyldustundir-mömmumorgnar á mánu- dagsmorgnum í safnaðarheimili kirkj- unnar kl. 10:00-12:00. Heitt á könnunni og eitthvað hollt og gott fyrir börnin. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 17.00- 18.00. Starf fyrir 9-10 ára drengi kl. 17.00-18.00. Unglingastarf á mánu- dagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja: Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 09:00-17:00 í síma 587-9070. Mánudagur. K.F.U.K. fyrir stúlkur 9-12 ára, kl. 17:30-18:30. K:F.U.M. yngri deild í Borgaskóla, kl. 17:00.-18:00. Kirkjukrakkar fyrir 7-9 ára í Korpuskóla, kl. 17:30-18:30. TTT (10-12 ára) í Korpuskóla kl. 18:30.19:30. Hjallakirkja: Mánudagur: Æskulýðs- félag fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.30. Þriðjudagur: Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9.15-10.30. Umsjón: Sig- urjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja: Mánudagur: KFUK fundur fyrir stelpur á aldrinum 9-12 ára kl. 17:15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelpur velkomnar. Hjálpræðisherinn. Kl 11 Samkirkjuleg guðsþjónusta í Grensáskirkju. Kl 19:30 bæn kl 20 Hjálpræðissamkoma kaf- teinn Trond Are Schelander talar. Mánudagur: kl 15 Heimilasamband Liv Krøte talar. Allir velkomnir. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9-12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánu- dögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld kl. 20-22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu- dag kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkjunnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11:00, ræðumaður Svanur Magnússon Almenn samkoma kl. 16:30, lofgjörðar- hópur Marita leiðir söng. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendavegi 601. Samkoma sunnudag kl. 16.30. Bænastund fyrir samkomu kl. 16. Ræðumaður: Björg R. Pálsdóttir. Lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn, Hvannavöllum 10, Akureyri. Kl. 11 Sunnudagaskóli, kl. 19.30 bænastund, kl. 20 almenn sam- koma. Mánudagur: Kl. 15 heimilasam- band, kl. 17 Örkin fyrir 6-7ára. Safnaðarstarf Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.