Morgunblaðið - 20.01.2002, Page 42

Morgunblaðið - 20.01.2002, Page 42
KIRKJUSTARF 42 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fasteigna- og skipasala Mikil eftirspurn. Átt þú réttu eignina? Óskum eftir öllum gerðum eigna á skrá. Beinn sími sölustjóra 551 7282, GSM 893 3985. Alltaf í sambandi. www.hibyliogskip.is. Traust í viðskiptum Opið hús í dag frá kl. 15-18 í Lækjasmára 60 í Kópavogi Glæsileg 3ja herb. 81,8 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi af svölum í fjölbýlishúsi, ásamt 12 fm stæði í bílskýli. Merbau- parket á flestum gólfum. Opið eldhús með fallegri innrétt- ingu, Siemens tæki, uppþvottavél og háfur. Rúmgóð stofa með suðursvölum. Séð er um þrif á sameign. Húsið stendur á rólegum stað rétt við útivistarsvæði. Stutt í skóla og alla þjónustu. Tekið verður vel á móti ykkur hjá Hrafnhildi Kristinsdóttur BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 17 GARÐHÚS 12 Í GRAFARVOGI Mjög falleg 150 fm íbúð á tveimur efstu hæðunum ásamt innbyggðum bílskúr. Íbúð- in er mjög rúmgóð - stórar stofur og stórt eldhús - vandaðar innréttingar og gólfefni - gott útsýni. Verð kr. 16,3 millj. Íbúðin er til afhendingar fljótt. Hörður og Guðrún sýna íbúðina í dag milli kl. 14 og 17. Bakkabraut - Kópavogi - góð staðsetning við höfnina - Miklir mögul. - Til sölu tveir eignahlutar, samtals ca 2.950 fm. Auk þess byggingarréttur að ca 1.100 fm húsi til viðbótar. Eignarhluti samtals 2.250 fm. Skiptist í 1.300 fm sal með 12 metra lofthæð, ásamt 950 fm viðbyggingu á tveimur hæðum. Eignarhluti samtals 700 fm. Skiptist í 700 fm sal með 10 metra lofthæð. Hagstæð kaup. Hagstæð fjármögnun að stórum hluta. Verð tilboð. Fasteignasalan Valhöll sími 588 4477 ÞAÐ eru væringar austur í sveit- um þar sem Stangaveiðifélag Keflavíkur hefur tapað einu af helstu veiðisvæðum sínum í hend- ur landeiganda sem hyggur á stór- fellda ferðaþjónustu sem býður m.a. upp á veiðiskap. Um er að ræða Vatnamótin svokölluðu þar sem Breiðabalakvísl (Geirlandsá og Stjórn), Hörgsá og Fossálar sameinast Skaftá. Þetta er gjöfult sjóbirtingssvæði á vissum tímum á vorin og haustin og SVFK hefur haft svæðið á leigu í hart nær 30 ár. Nýr ábúandi í Hörgslandi yf- irbauð SVFK án þess að til útboðs kæmi og er mikil hækkun á ár- leigu, um 160% eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Ábú- andinn í Hörgslandi leigði einnig efri hluta Hörgsár á Síðu sem SVKF hefur einnig haft á leigu, en það er minna áfall fyrir SVFK, enda minniháttar veiðisvæði, gaf t.d. aðeins fjóra fiska alla síðustu vertíð, þrjá laxa og einn birting. SVFK í Fitjaflóð Stangaveiðifélag Keflavíkur gat þó huggað sig örlítið við að félagið náði samningi við bóndann í Arn- ardrangi um 15–20% stangardaga í Fitjaflóði sem er með betri sjó- birtingssvæðum Suðurlands. Þá náði félagið einnig samningi um SVFK missir Vatnamótin ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Einar Falur Núna eru aðeins tveir mánuðir og 11 dagar þar til næsta stangaveiði- vertíð byrjar. Hér er stemmningsmynd frá síðasta sumri, veiðimenn við Brunná í Öxarfirði búa sig undir aðgerð. KÆRLEIKURINN er þema barna- starfsins kl. 11 og kvöldvöku kl. 20 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, sunnudag. Í barnastarfið er börn- unum boðið að koma með bangsann sinn sem þeim þykir undurvænt um eða uppáhaldsdúkkuna sína. Í heimsókn kemur trúður sem hefur lesið Barnabiblíuna afar vel og túlk- ar ýmislegt úr boðskap hennar með látbragði sínu. Að venju verður mikið sungið, við heyrum af Jesú 12 ára í musterinu og brúðurnar Solla og Kalli segja frá þegar Kalli týnd- ist í stórmarkaðinum. Það er Örn Arnarson tónlistarmaður og starfs- fólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sem að venju leiða barnastarfið í kirkjunni. Kærleikurinn er mestur er yfirskrift kvöldvökunnar sem hefst kl. 20. Slíkar kvöldvökur hafa verið að jafnaði einu sinni í mánuði undanfarin ár og hafa fest sig í sessi sem hluti af helgihaldinu. Flutt verður dagskrá í tali og tónum um kærleikann. Einnig verða Tólf sporin – andlegt ferðalag kynnt. Tónlistarfólk undir stjórn Arnar Arnarsonar ásamt félögum úr kór kirkjunnar leiða söng. Valdir eru sálmar og söngvar í anda þema kvöldvökunnar hverju sinni. Allir eru hjartanlega velkomnir. Prestar og starfsfólk Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði. Kvöldmessa með léttri tónlist í Seljakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 20. janúar kl. 20.00 verður messa með nýrri tónlist í Seljakirkju. Frá síðastliðnu hausti er það nýjung í safn- aðarstarfi Seljakirkju að bjóða upp á guðsþjónustur með breyttu sniði einu sinni í mánuði. Prestar Selja- kirkju leiða guðsþjónustuna ásamt tónlistarmanninum Þorvaldi Hall- dórssyni. Þessar guðsþjónustur hafa verið vel sóttar jafnt af ungum sem eldri. Þorvaldur Halldórsson fer á milli kirkna á höfuðborg- arsvæðinu á vegum Reykjavík- urprófastsdæma og á með okkur stund í Seljakirkju þriðja sunnudag í hverjum mánuði. Nk. sunnudags- kvöld hvetjum við fólk til þess að koma í Seljakirkju til að eiga saman uppbyggilega stund í bæn, lofgjörð og góðum félagsskap. Þorvaldur syngur og leiðir almennan söng, sr. Ágúst Einarsson flytur hugvekju og auk þess verður altarisganga í guðsþjónustunni. Að venju er einn- ig þennan sunnudag barnaguðs- þjónusta kl. 11.00 og almenn guðs- þjónusta kl. 14.00 í Seljakirkju. Sjálfstyrkingarnám- skeið í Leikmanna- skólanum LEIKMANNSKÓLI kirkjunnar hef- ur starf sitt á nýju ári með nám- skeiðinu Konur eru konum bestar . Námskeiðið verður haldið í HÍ þriðjudagana 22. og 29. janúar milli kl. 19 og 22. Námskeiðið er sjálf- styrkingarnámskeið fyrir konur á öllum aldri og hefur fjöldi kvenna sótt þetta námskeið á 12 ára tíma- bili. Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Hægt er að skrá sig á námskeiðið á Biskupsstofu í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskólans, www.kirkj- an.is/leikmannaskoli Erindi um Sören Kierkegaard DR. GÍGJA Gísladóttir flytur erindi um Sören Kierkegaard mánudag- inn 21. janúar kl. 20.00, í safn- aðarheimilinu Landakoti, Hávalla- götu 16. Fjallað verður m.a.um æviágrip og hugmyndafræði danska heimsspekingsins Sörens Kierkegaards og baráttu hans gegn dönsku þjóðkirkjunni. Hvað merkir kristinn existential- ismi og hvernig tengist hann kaþ- ólskri kenningu og kenningu Só- kratesar um dyggðina? Allir eru hjartanlega velkomnir. Þátttaka er ókeypis. Kærleiksmessur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Hallgrímskirkja: Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20:00. Háteigskirkja: Félagsvist fyrir eldri borg- ara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheim- ilis mánudag kl. 13:00. TTT-klúbburinn kl. 17:00. Lifandi og fjölbreytt starf fyrir börn úr 4.-6. bekk í umsjón Andra, Gunn- fríðar, Guðrúnar Þóru og Jóhönnu. Laugarneskirkja: 12 spora hópar koma saman mánudag kl. 20:00 í safnaðar- heimilinu. Margrét Scheving sálgæslu- þjónn er við stjórnvölinn. (Sjá síðu 650 í textavarpi). Neskirkja: 6 ára starf mánudag kl. 14:00. Öll börn í 1. bekk velkomin. Alfa námskeið mánudag kl. 19:00. Síðustu forvöð að skrá sig. „Litli kórinn“ kór eldri borgara þriðjudag kl. 16:30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10-12. Fræðsla: Svefn og svefnvenjur barna. Hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslunni á Seltjarnarnesi. Umsjón Elínborg Lár- usdóttir. Seltjarnarneskirkja: Æskulýðsfélagið kl. 20:00. Árbæjarkirkja: Mánudagur. TTT klúbbur- inn frá kl. 17.00-18.00. Fella- Og Hólakirkja: Mánudagur: Fjöl- skyldustundir-mömmumorgnar á mánu- dagsmorgnum í safnaðarheimili kirkj- unnar kl. 10:00-12:00. Heitt á könnunni og eitthvað hollt og gott fyrir börnin. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 17.00- 18.00. Starf fyrir 9-10 ára drengi kl. 17.00-18.00. Unglingastarf á mánu- dagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja: Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 09:00-17:00 í síma 587-9070. Mánudagur. K.F.U.K. fyrir stúlkur 9-12 ára, kl. 17:30-18:30. K:F.U.M. yngri deild í Borgaskóla, kl. 17:00.-18:00. Kirkjukrakkar fyrir 7-9 ára í Korpuskóla, kl. 17:30-18:30. TTT (10-12 ára) í Korpuskóla kl. 18:30.19:30. Hjallakirkja: Mánudagur: Æskulýðs- félag fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.30. Þriðjudagur: Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9.15-10.30. Umsjón: Sig- urjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja: Mánudagur: KFUK fundur fyrir stelpur á aldrinum 9-12 ára kl. 17:15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelpur velkomnar. Hjálpræðisherinn. Kl 11 Samkirkjuleg guðsþjónusta í Grensáskirkju. Kl 19:30 bæn kl 20 Hjálpræðissamkoma kaf- teinn Trond Are Schelander talar. Mánudagur: kl 15 Heimilasamband Liv Krøte talar. Allir velkomnir. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9-12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánu- dögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld kl. 20-22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu- dag kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkjunnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11:00, ræðumaður Svanur Magnússon Almenn samkoma kl. 16:30, lofgjörðar- hópur Marita leiðir söng. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendavegi 601. Samkoma sunnudag kl. 16.30. Bænastund fyrir samkomu kl. 16. Ræðumaður: Björg R. Pálsdóttir. Lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn, Hvannavöllum 10, Akureyri. Kl. 11 Sunnudagaskóli, kl. 19.30 bænastund, kl. 20 almenn sam- koma. Mánudagur: Kl. 15 heimilasam- band, kl. 17 Örkin fyrir 6-7ára. Safnaðarstarf Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.