Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 44
FRÉTTIR
44 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Opið hús í dag milli kl. 14-17
Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050
www.hofdi.is
Brautarás 1
Í dag býðst þér og þínum að skoða þetta fallega 213 fm endaraðhús
sem er á tveimur hæðum. Parket og flísar eru á gólfum, glæsilegur arinn
er í stofu, fjögur góð svefnherbergi.
Tvöfaldur 42 fm bílskúr er við húsið. Verð 22,5 millj.
Jón og Helga bjóða ykkur velkomin.
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
DEILDARÁS 2 - EINBÝLI
OPIÐ HÚS Í DAG 14 -17
OPIÐ Á LUNDI Í DAG KL. 12-14
Þetta vinalega og sjarmerandi eldra einbýlishús er til sölu. Það stend-
ur á 1.100 fm eignarlóð á frábærum útsýnisstað rétt við Elliðaárdalinn.
Húsið er skráð 131 fm og skiptist í neðri hæð með stofu, borðstofu,
eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi og efri rishæð með miðrými og 4
góðum svefnherbergjum. Húsið hefur töluvert verið endurnýjað á
smekklegan hátt á allra síðustu árum. Bílskúrinn er 39 fm og þarfnast
standsetningar. Verð 17,9 millj.
HÚSIÐ ER TIL SÝNIS Í DAG MILLI KL.14 OG 17.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Vel staðsett 346 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 48 fm innbyggð-
um bílskúr. Á neðri hæð eru stór forstofa, gesta wc, hol, alrými, 3 her-
bergi og geymsla. Uppi eru stórar stofur, arinnstofa, eldhús, þvotta-
herb., 1 svefnherbergi auk fataherbergis og flísalagt baðherbergi. Svalir,
fallegt útsýni yfir Reykjanesfjallgarð. 1.174 fm ræktuð lóð. Áhv. húsbr.
6,8 millj. Verð 29,5 millj.
Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16.
Verið velkomin.
Sunnuflöt 35, Garðabæ
Opið hús frá kl. 14-16
Nýkomin skemmtileg ca 80 fm 3ja herbergja íbúð
á annarri hæð í fjölbýli. Rúmgóð herbergi. Parket.
Þvottahús á hæðinni. Íbúðin er laus nú þegar.
Verð 9,7 millj. 87146
Hraunhamar, Bæjarhrauni 10, sími 520 7500
Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764
Sléttahraun - Hf.
Laus strax
Vorum að fá í sölu ca 190 fm glæsilegt einbýlishús á einni hæð. Húsið er vel
skipulagt að innan og allar innréttingar mjög vandaðar. Góð gólfefni og garður í
mikilli rækt. Mjög rúmgóður sólskáli m. parketi. Rúmgóður innbyggður bílskúr.
Verð 21,9 millj. áhv. 8 millj. í húsbr. Sjón er sögu ríkari.
Verið velkomin. Sölumaður á staðnum.
OPIÐ HÚS í dag kl. 15-17
Aratún 5 - Garðabæ
www.holtfasteign.is
Í glæsilegu og reisulegu húsi á þessum frábæra stað eru við með til sölu ca 152
fm (gólfflötur stærri) efri sérhæð og ris auk bílskúrs. Hús og íbúð hafa verið
mikið endurnýjuð m.a. er öll rishæðin byggð 1994. Íbúðin er mjög björt og falleg
og með þrennum svölum og útsýni.
Opið hús er á eigninni í dag milli klukkan 14 og 17
og taka Már og Halla vel á móti fólki.
Nánari upplýsingar gefur Einar Guðmundsson sölustjóri í síma 896 8767.
Flókagata 39, hæð og ris auk bílskúrs
Opið hús í dag
www.holtfasteign.is
Sími 575 8500 • Fax 575 8505
Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík
BREIÐAVÍK 21 - OPIÐ HÚS Í DAG
Í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16
verður til sýnis stórglæsileg og óvenju
vönduð 3ja herb. 95 fm íbúð á 2. hæð í
nýlegu fjölbýli. Íbúðin er m.a. stofa m.
rúmgóðum suðursv., (svalir 16,2 fm),
tvö rúmgóð svefnherb., glæsilegt eld-
hús með sérsmíðaðri kirsuberjainnr.,
afar vandað flísalagt bað í hólf og gólf.
Flísalagt þvottaherb. í íbúð. Parket (hlynur) og flísar á gólfum. Áhv. 8,3 m.
húsbréf. Verð 13,6 m. Vönduð íbúð fyrir fagurkera. Myndir á netinu. Selj-
endur eru Arnar og Ásthildur, sími 898 3940.
BLÁSALIR - KÓPAVOGI Nútímalegar
og glæsilegar íbúðir í háhýsi á glæsilegum
útsýnisstað í Kópavogi. 2ja herb. 78 fm,
3ja herb. 100 fm og 4ra herb. 124 fm. Allar
íbúðir afh. tilbúnar án gólfefna. Mjög góð-
ur útifrágangur.
Opið í dag frá kl. 13–16. Sími 551 7270 og 551 7282.
Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteignasali.
SIGRÍÐUR Þorgeirsdóttir heim-
spekingur heldur fyrirlestur í hádeg-
isfundaröð Sagnfræðingafélags Ís-
lands sem hún nefnir „Hver erum
„við“?“, þriðjudaginn 22. janúar kl.
12.05–13, í stóra sal Norræna húss-
ins. Hann er opinn öllu áhugafólki
um sögu og menningu.
Í fyrirlestrinum verður spurt:
Hver erum „við“ í evrópsku sam-
hengi? Hafa Evrópubúar nógu sterk
samkenni til að réttlætanlegt sé að
tala um þá sem einn hóp? Getur
skapast samstöðuvitund meðal hinna
ólíku þjóða sem byggja álfuna?
Sigríður Þorgeirsdóttir er dósent í
heimspeki við Háskóla Íslands.
Doktorsritgerð hennar um heim-
speki Friedrichs Nietzsche, sem hún
varði við Humboldt-háskólann í
Berlín 1993, var gefin út í Þýskalandi
1996. Hún kenndi heimspeki við há-
skólann í Rostock 1993–97. Út hefur
komið greinasafn um feminíska
heimspeki eftir hana, „Kvenna meg-
in“, í ritröð Hins íslenska bók-
menntafélags um íslenska heim-
speki, segir í fréttatilkynningu.
Evrópsk
vitund og
samveldi
Evrópu
KLETTURINN í Hafnarfirði hefur
gengið inn í samstarf með Hvíta-
sunnuhreyfingunni á Íslandi og
starfar sem sjálfstæð kirkja með að-
setur í Hafnarfirði undir nafninu
Hvítasunnukirkjan Kletturinn.
Alfa námskeið hefst með kynningu
sunnudaginn 20.janúar kl.13, en
kennsla hefst síðan fimmtudaginn
24. janúar kl.19. Einnig er væntan-
legur til Klettsins frá Ástralíu Dave
Smethurst frá Ástralíu og mun hann
dvelja hér á landi til 10. febrúar.
Hvítasunnukirkjan Kletturinn er
með fjölskyldusamverur alla sunnu-
daga kl.11 með efni sem höfðar til
allrar fjölskyldunar. Allir þeir sem
áhuga hafa eru velkomnir á samver-
ur klúbbsins, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Námskeið og
fundir hjá
Klettinum
SPRON opnar tvö ný útibú í Ár-
múla 13a mánudaginn 21. janúar.
Annars vegar er um að ræða útibú
þar sem lögð er áhersla á að veita
einstaklingum og fjölskyldum per-
sónulega þjónustu og ráðgjöf í fjár-
málum. Útibússtjóri er Ari Berg-
mann Einarsson sem jafnframt er
útibússtjóri hjá SPRON í Skeifunni.
Í Ármúla 13a verður einnig sér-
stakt fyrirtækjaútibú þar sem fyrir-
tæki og félagasamtök munu njóta
sérhæfðrar þjónustu hjá starfsfólki
sem býr yfir mikilli þekkingu á mál-
efnum fyrirtækja. Útibússtjóri
fyrirtækjaútibús er Lárus Sigurðs-
son, en hann hefur undanfarin ár
veitt Fyrirtækjaþjónustu SPRON
forstöðu. Mjög einfalt verður fyrir
fyrirtæki að færa viðskipti sín yfir í
hið nýja fyrirtækjaútibú og munu
þau halda sömu reikningsnúmerum,
segir í fréttatilkynningu. Þjónusta
fyrir fyrirtæki verður áfram í boði á
öllum afgreiðslustöðum SPRON.
Samhliða opnun útibúanna flytja yf-
irstjórn og fagsvið SPRON í Ármúla
13a.
SPRON opnar
tvö ný útibú
Veggklukka
aðeins 2.000 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is