Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Heimisdóttir 465 1117 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni BÆNIN er furðuleg smíð,undarlegt tæki. Maðurspennir greipar, lýturhöfði og er fyrr en varirkominn í samband við almættið, Guð sjálfan. En þetta er framandi sann- leikur í augum margs nútíma- mannsins, hálfgert vafaatriði. Í raun ætti það að vera algjörlega á hinn kantinn, þ.e.a.s. að maðurinn ætti ekki að þurfa að efast um þetta í byrjun 21. aldar, þar sem hver múrinn af öðrum, sem löngum var talinn óvinnandi vígi, er að hrynja fyrir tilstilli vís- indanna. Og allt virðist mögulegt. En með bænina virðist gegna öðru máli á þeim bæ. Mönnum hættir til að merkja hana forneskjunni, þeim tíma, er myrkur grúfði yfir heimi þekkingarinnar og mann- kynið „vissi ekkert í sinn haus“. En þetta viðhorf margra hinna lærðu nú til dags minnir óneit- anlega á líkinguna um bjálkann og flísina, sem Jesús kennir okkur í Nýja testamentinu. Nútímamað- urinn telur sig greina flísina, sem í þessu tilfelli er bæn hins trúaða manns, en fattar ekki bjálkann í auga sér. Ef við skoðum þetta nán- ar verður þetta svo augljóst. Vísindin segja: Nú virðist ekki nokkur vafi leika á því, að hugs- anaflutningur geti átt sér stað. Miðlar eru t.a.m. álitnir, vitandi eða óafvitandi, geta lesið hugsanir þess fólks, sem kemur til þeirra í von um að ná sambandi við látna ástvini. Og gerðar hafa verið til- raunir af svipuðum toga, þar sem maður hefur verið í lokuðu her- bergi, en annar víðs fjarri. Og mælanlegur árangur hefur náðst. Meira að segja hafa menn gert þessa tilraun þar sem annar að- ilinn hefur verið á norðurheim- skautinu, en hinn í einhverri stór- borg Bandaríkjanna, og fengið marktækar sannanir fyrir hugs- anaflutningi. Og þá spyr ég: Ef menn geta haft samband inn- byrðis á þennan máta, hvers vegna ætti þá maðurinn ekki að geta haft samband við Guð með sömu að- ferð? Hér er annað dæmi. Þú lyftir upp símtóli, gerðu af mennsku hugviti, stimplar inn ákveðnar töl- ur, og þér er svarað umsvifalaust. Hér skiptir engu máli hvort þú ætlar að hringja vestur á firði, norður á Kópasker, til Ástralíu eða Kína. Fjarlægðin er engin hindrun. Og ég spyr aftur: Ef þú getur tekið upp símtól og rætt við mann úti í heimi, rétt eins og að drekka vatn, hvers vegna ættir þú ekki að geta náð sambandi við al- mættið, höfund þess einstaklings, sem fann upp símann? Því skap- arinn hlýtur að vera máttugri sköpun sinni, Guð fremri mann- inum. Eða hvað? Fyrir mér er þetta ekkert vandamál. Ég sé hvað maðurinn getur, almættið hlýtur að geta meira. Svo einfalt er það. En vísindin eru því miður ekki á þessu sama máli, a.m.k. hef ég ekki rekist á neina allsherjar yf- irlýsingu að því lútandi, kannski vegna þess, að Guð er ekki til að þeirra skilningi. Þó eru í hópi vís- indamanna margir, sem eru farnir að draga þann sannleik í efa, og vilja meina, að þessi tilvera fái hreint ekki staðist, nema að á bak við hana sé alheimsvitund, einhver hugur, er stjórni. Albert Einstein, sá vitri maður, var í þessum hópi, og fullyrti einmitt þetta, að veröld án Guðs væri óhugsandi mögu- leiki. Eitthvað hlyti að liggja að baki þessari furðusmíð, alheim- inum. Og það er trú mín, að fleiri eigi eftir að ganga í þennan hóp. Því fyrr eða síðar munu vísindin rek- ast á múr, sem ekki er hægt að brjótast í gegnum; almættið verð- ur ekki rannsakað eins og einhver torkennileg fluga. Samband okkar við Guð á að vera eins og samband okkar við foreldrana. Það á ekki að vera þögn og afskiptaleysi, heldur ævarandi samtal í gleði jafnt sem raun, í sæld og þraut. Og til þess er bænin okkur gefin. Hún er lífs- þráður trúarinnar, lífæð krist- indómsins. Því meir sem hún er notuð, þeim mun sterkari verður hún. Þetta er eins og með æða- kerfi líkama þíns. Ef ekki er stöð- ugt blóðrennsli til líffæranna skemmast þau fljótt og líkaminn deyr. Fái þau hins vegar súrefni og næringu munu þau styrkjast og duga vel þegar á bjátar. Margir spyrja: Hvers vegna ætti ég að biðja? Ég er vel krist- inn, mæti á sunnudögum í kirkju og hlusta á Guðs orð, og reyni að hegða mér eins og kristnum manni sæmir. Þá er svarið: Mundu hvað Jesús gerði. Hann var margfalt betri en þú og ég, hann var sonur Guðs, en hann taldi sig ekki of góð- an til þess að falla á kné í bæn. Og ef honum var þörf að biðja föður sinn um aðstoð, hversu miklu fremur ættum við þá ekki að gera hið sama? Ef meistarinn gerir eitt- hvað fylgir lærisveinninn í spor hans. Það liggur í hlutarins eðli. Og annað hitt, að við erum stærst þegar við krjúpum í auðmýkt og neyð við fótskör almættisins. Vísdómurinn, sem fólginn er í þessum merka degi, er sumsé þessi, að bænin er taug sem má ekki slitna, farvegur sem má ekki stíflast. Án hennar visnar trúin nefnilega og deyr. Bænasíminn Í dag er bænadagur að vetri, samkvæmt fornu tímatali. Af því tilefni veltir Sigurður Ægisson fyrir sér þessum undraþræði, bæninni, sem trúin getur ekki verið án, eigi hún að lifa og dafna. saeson@islandia.is HUGVEKJA SKIPULAG bráðalækninga utan sjúkrahúsa er ekki nógu vel sam- ræmt hér á landi og þörf er á að bæta þjálfun heilsugæslulækna og koma á betra samræmi í þessum efnum. Þetta kom fram í umræðu um skipu- lag bráðalækninga utan sjúkrahúsa á læknadögum sem lauk á föstudag. Þórir B. Kolbeinsson, formaður Félags ísl. heimilislækna, stýrði mál- þingi um bráðalækningar og sagði hann í inngangsorðum að skipulag þessara mála væri ekki nógu vel samræmt hérlendis. Colville Laird, breskur sérfræðingur í heimilis- lækningum, sagði frá uppbyggingu þjálfunar og símenntunar í Skotlandi sem hann starfar einnig við. Hann sagði góð viðbrögð lækna utan sjúkrahúsa nauðsynleg og ekki síst væri nauðsynlegt fyrir lækna í dreif- býli að geta tekið á ýmsum vanda sem upp kemur enda væri við því bú- ist af íbúum. Þeim væri mikilvægt að hafa fullt sjálfstraust því að annars væri hætta á að þeir hyrfu frá störf- um í dreifðum byggðum og afskekkt- um. Laird sagði reglulega boðið uppá námskeið fyrir landsbyggðarlækna í Skotlandi og væri af því góð reynsla. Þar væri farið í endurlífgun eftir ýmsa áverka og veikindi, ýmis atriði í barnalækningum og fæðingarfræði, meðferð við losti og sársauka og ýmsum vanda sem tengist slysum. Sagði hann nauðsynlegt að læknar sæktu námskeið sem þessi jafnvel á þriggja ára fresti til að halda sér vel við. Þórir B. Kolbeinsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að nauðsynlegt væri að auka þjálfun heilsugæslu- lækna hérlendis á þessum sviðum. Hann sagði hverja heilsugæslustöð hafa ákveðið vaktsvæði og ákveðinn búnað og nauðsynlegt væri að sam- ræma þjálfun og skipulag bráða- lækninga. Segir Þórir lækna veigra sér við að fara til starfa á lands- byggðinni ef þeir eru ekki vel búnir undir bráðalækningar. Jón Baldurs- son, yfirlæknir á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi, segir ýmislegt vera gert í símenntun lækna en ekki hefði kannski verið nóg gert hvað varðar landsbyggðarlækna sérstak- lega og sagði hann æskilegt að þjóna þeim betur. Báðir töldu læknarnir of naumt skammtað í þessum efnum í læknanáminu. Jón Baldursson sagði brýnt að þróa sérstakt skipulag fyrir Ísland varðandi bráðalækningar ut- an sjúkrahúsa. Sjálfsagt væri að taka mið af ýmsu sem Skotar bjóða upp á, t.d. námskeiðunum. 130 þyrluflug á síðasta ári Friðrik Sigurbergsson þyrlulækn- ir kynnti starf þyrlulækna sem nú eru sex og starfa með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Þyrlurnar fóru í 130 útköll á síðasta ári, 74 ferð- ir yfir land, sjö yfir sjó og í 49 skipti var farið í leit og björgun bæði yfir landi og sjó. Hann sagði þyrluna vera kallaða til þegar önnur farartæki komast ekki á vettvang og að oft væri mun fljótlegra að koma sjúk- lingum á spítala með þyrlunni. Þyrlusveitin væri fær um að veita læknishjálp og flytja nauðsynleg tæki á vettvang. Hann sagði ástæður útkalla skiptast nokkurn veginn í þrennt: fólk í lífshættu, fólk sem væri nokkuð slasað og fólk sem hefði hlot- ið minni meiðsli, t.d. beinbrotnað. Vilja betra skipulag á bráða- lækningum utan sjúkrahúsa 450 þúsund plöntur gróðursettar á vegum Norðurlandsskóga Áætlað að 90 skógarbænd- ur taki þátt ÁÆTLAÐ er að um 12 ársverk hafi skapast á Norðurlandi á liðnu ári í tengslum við Norðurlandsskóga. Alls gróðursettu 43 skógarbændur um 450 þúsund plöntur á síðasta ári á vegum þessa verkefnis. Að með- altali var gróðursett í um fjóra hekt- ara á hverri jörð. Verkefnið Norðurlandsskógar hefur verið kynnt sem öflugt skóg- ræktar- og byggðaverkefni og þykir því brýnt að byggja verkefnið áfram upp. Þannig hafa um 16% lögbýla í ábúð í Norður-Þingeyjarsýlsu sótt um þátttöku í verkefninu og mun það því án efa hafa góð áhrif á búsetu fólks á svæðinu. Í suðursýslunni er hlutfallið 8,7%, 4,7% í Eyjafirði, 8,7% í Skagafirði, 8,3% í Austur-Húna- vatnssýslu og 9,9% í vestursýslunni. 65 jarðir á biðlista Síðasta sumar voru 44 nýjar skóg- ræktarjarðir kortlagðar á vegum Norðurlandsskóga og um haustið var 31 ný jörð tekin inn í verkefnið. Staðan í lok árs var sú að alls eru 65 jarðir á biðlista þannig að greinilegt er að áhugi er fyrir hendi meðal bænda á að taka þátt í verkefninu, enda getur það skapað verulegar viðbótartekjur á búunum Á þessu ári, 2002, er áætlað að um 90 skógarbændur taki þátt í Norður- landsskógaverkefninu. Gert er ráð fyrir að fjárveiting nemi 80 milljón- um króna. Af þeirri upphæð er áætl- að að um 26 milljónir króna fari í plöntukaup og um 24 milljónir vegna gróðursetningar, girðinga og jarð- vinnslu. Þá er í fjárhagsáætlun Norðurlandsskóga gert ráð fyrir skjólbeltarækt, áætlanagerð og skipulagsvinnu, launum, húsnæði og tækjakaupum. Lýst eftir vitnum LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi er varð á bifreiðastæði fram- an við Síðumúla 13 mánudaginn 14 janúar sl. milli kl. 13 og 15 Þar var ekið utan í hægri hlið bifreiðarinnar VF-571 sem er Hyundai Coupe svartur að lit. Vitni og/eða tjónvald- ur að óhappinu eru beðin um að hafa samband við umferðardeild lögregl- unnar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.