Morgunblaðið - 20.01.2002, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!!"#
$
"
&"
'!!"#
$
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
HINN árlegi Biblíudagur er sunnu-
daginn 3. febrúar og er þá í kirkjum
landsins minnst þess hlutverks sem
Hið íslenska Biblíufélag gegnir fyrir
hönd íslenskrar kristni sem er út-
gáfa og dreifing heilagrar ritningar.
Hið íslenska Biblíufélag er þátttak-
andi í Hinum sameinuðu Biblíu-
félögum sem eru samtök þeirra 137
Biblíufélaga sem eru starfandi í
heiminum. Söfnunarstarf hefur alla
tíð verið mikilvægur og gefandi
þáttur í starfsemi Biblíufélaganna.
Alls staðar þar sem kristin trú er
boðuð er þörf fyrir
Biblíuna. Starf Bibl-
íufélaganna hefur
því aldrei einskorð-
ast við eigið land
heldur alla tíð verið
alþjóðlegt.
Hið íslenska Bibl-
íufélag hefur í
tengslum við Biblíu-
daginn ár hvert efnt
til söfnunar. Að
þessu sinni er safn-
að til styrktar Bibl-
íufélaginu í Rúmen-
íu sem er í
samvinnu við heim-
ili götubarnanna í
Búkarest um að út-
vega Barnabiblíur
og að kenna börn-
unum að þekkja
boðskap hennar.
Í miðri Búkarest
er rekið heimili fyr-
ir götubörn og dyr
þess standa alltaf
opnar, hvort sem er
að degi eða nóttu.
Þangað geta börnin
komið og fengið
heita máltíð og farið
í bað. Og þar er les-
ið fyrir þau úr Biblí-
unni. Eftirfarandi
frásögn lýsir heim-
sókn fulltrúa Sam-
einuðu Biblíufélaganna á heimilið:
Það var mánudagsmorgunn, og 10
börn sátu saman og tóku við Biblí-
unum úr höndum starfsmanns Bibl-
íufélagsins í Rúmeníu. Síðan byrj-
uðu þau að lesa úr Biblíunni til
skiptis. Þegar kom að hinni 12 ára
Alexöndru las hún reiprennandi úr
1. kafla Lúkasarguðspjalls: „Vald-
höfum hefur hann steypt af stóli og
upp hafið smælingja, hungraða hef-
ur hann fyllt gæðum, en látið ríka
tómhenta frá sér fara.“
Þessi orð hafa alveg sérstaka
merkingu fyrir Alexöndru, sem
þekkir vel hvað hungur er og, þrátt
fyrir sína stuttu ævi, hefur mátt
þola miklar þjáningar. Silvia Dea-
conu, sálfræðingur, sem starfar á
heimilinu þekkir vel til sögu Alex-
öndru. „Alexandra veit ekki hver
faðir sinn er og hún sér næstum
aldrei áfengissjúka móður sína.
Einn dag þegar hún þoldi harðræðið
ekki lengur hljópst hún að heiman.
Á akri rétt fyrir utan Búkarest bjó
hún sér til sinn eigin kofa úr spýtum
sem hún breiddi plast yfir. Hún
vinnur fyrir sér með betli og selur
ýmsan varning á götuhornum þar
sem bílar bíða á rauðu ljósi eftir að
komast yfir. Þetta er svo harð-
neskjulegt líf að við getum varla
ímyndað okkur það,“ heldur dr.
Deaconu áfram og leggur handlegg-
inn hlýlega utan um litlu stúlkuna.
„En Alexandra er dugleg stúlka og
staðráðin í að mennta sig. Eld-
snemma á hverjum morgni fer hún
á fætur, fer í slitnu úlpuna sína og
setur á sig rauðu prjónahúfuna sem
hún vill alltaf ganga með og heldur
af stað í skólann og er mætt þar
klukkan 8 tilbúin fyrir kennslustund
dagsins.
Allir þeir fullorðnu sem tengjast
Alexöndru hafa brugðist henni, en
hér á heimilinu reynum við að vinna
traust hennar og hjálpa henni að
byggja upp sjálfstraust og öryggi.
Við kennum öllum börnunum sem
hingað koma hvað Biblían segir okk-
ur um Guð, að hann skapaði okkur
og er annt um okkur öll. Og raunin
er sú, að götubörnin eru mjög mót-
tækileg fyrir trúna og þau kenna
jafnvel hvert öðru bænir sem þau
hafa lært hér. Orð Guðs veitir þeim
huggun í sínum erfiðu aðstæðum, en
það gefur þeim einnig meiri per-
sónulegan og siðferðilegan styrk
sem hefur hjálpað mörgum þeirra til
að yfirgefa götuna.“
Þeir fjármunir sem safnast hér á
Íslandi verða notaðir til kaupa á
Barnabiblíum sem rúmenska Biblíu-
félagið mun dreifa á heimilum götu-
barnanna í Búkarest og í skóla. Ein
Barnabiblía kostar ekki nema 400
kr.
Söfnunarreikningur félagsins er
nr. 0101-26-3555
JÓN PÁLSSON, framkvæmda-
stjóri Hins íslenska Biblíufélags.
Biblíudag-
urinn 2002
Frá Jóni Pálssyni: