Morgunblaðið - 20.01.2002, Síða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 49
Allir fylgihlutir fyrir dömu og herra
Mikið úrval af samkvæmisfatnaði
Efnalaug og fataleiga Garðabæjar
Opið alla daga frá kl. 10-19, laugardaga frá kl. 10-14.
Garðatorgi 3, sími 565 6680
Glæsilegir
brúðarkjólar
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980
Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500
Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937
Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is
n
t
v
.i
s
nt
v.
is
n
t
v
.i
s
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þjálfun í
sölumennsku og notkun tölvutækninnar á þeim vettvangi.
-Sölu og tölvunám
Hlutverk sölumanns
Vefurinn sem sölutæki
Tölvupóstur og Internetið
Mannleg samskipti
Sölu- og viðskiptakerfi
Verslunarreikningur
Windows - Word - Excel - Power Point
Tímastjórnun
Markaðsfræði
Sölutækni
Auglýsingatækni
Myndvinnsla og gerð kynningarefnis
Lokaverkefni
Helstu námsgreinar
Rúnar Ívarsson
Sölumaður á fasteignasölunni
Húsin í bænum
Frá árinu 1990 starfaði ég að
mestu leyti sem sendibílstjóri.
Ég hafði alltaf sterka löngun til
að mennta mig meira og eftir að
hafa kynnt mér það sem var í
boði ákvað ég að fara á Sölu- og
tölvunám hjá NTV. Eftir námið
kom ég tvíelfdur út á markaðinn
með góðan grunn og innsýn í
það sem góður sölumaður þarf
að hafa. Námið opnaði hjá mér
nýja möguleika til að komast inn
á vinnumarkaðinn aftur í störf
sem voru mér fjarlæg áður.
Takk fyrir mig!
Nýtt 264 stunda kvöldnámskeið hefst 26. janúar.
Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum
kl. 18:00-22:00 og laugardögum kl 13:00-17:00
Upplýsingar og innritun í símum
544 4500 og 555 4980 og á www.ntv.is
Kennd er gerð og uppsetning auglýsinga, blaða og
bæklinga. Vinnuferlið er rakið, allt frá hugmynd að
fullunnu verki. Námið er 156 kennslustundir.
Enn eru sæti laus á kvöldnámskeið sem byrjar 2.
febrúar og síðdegisnámskeið sem byrjar 29. janúar.
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980
Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500
Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937
Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is
Atækni
Myndvinnsla í Photoshop
Teikning í Freehand
Umbrot í QuarkXpress
Samskipti við prentsmiðjur
og fjölmiðla
Meðferð leturgerða
Meðhöndlun lita
Lokaverkefni
Helstu námsgreinar
uglýsinga-
n
t
v
.
is
nt
v.
is
n
tv
.i
s
K
la
p
p
a
ð
&
k
lá
rt
/
ij
KÖNNUN Gallup fyrir Morgun-
blaðið á viðhorfi landsmanna til
auðlindanýtingar gefur vísbend-
ingar um afstöðu þjóðarinnar í
þessum efnum. Til þess að fá ná-
kvæma vitneskju um viðhorfin
þarf þó ítarlegri rannsókn þar sem
spurt væri fleiri spurninga og
helst yfir ákveðið tímabil líka til
þess að athuga hvort viðhorfs-
breytingar hafa orðið í þessum
efnum, sem gera má ráð fyrir að
hafi orðið, að sögn Ólafs Harð-
arsonar, prófessors í stjórnmála-
fræði við Háskóla Íslands.
Um síðustu helgi sagði Morg-
unblaðið frá niðurstöðum viðhorfs-
könnunar Gallup fyrir Morgun-
blaðið gagnvart nýtingu auðlinda
hafsins, nýtingu fallvatna og nýt-
ingu jarðhita. Ólafur sagði að
þessar spurningar væru tiltölulega
almennar og einar sér segðu nið-
urstöðurnar ekki mjög mikið.
Samt sem áður mætti ráða af nið-
urstöðunum að meðal þjóðarinnar
væru umtalsverðar áhyggjur
vegna ofveiði og töluverður hluti
þjóðarinnar hefði efasemdir um
mjög auknar virkjanir. Aftur á
móti væri ekki fyrirliggjandi vitn-
eskja um hvað þetta væru fastar
skoðanir. Vaxandi umhverfis-
hyggja virtist birtast í að það
væru umtalsverðar efasemdir um
að minnsta kosti mikla frekari nýt-
ingu fallvatna en menn virtust
hafa miklu minni efasemdir um
jarðhitann.
Þegar hann var spurður um
hvort þörf væri á ítarlegri rann-
sóknum á þessu sviði með reglu-
legu millibili sagði Ólafur að þær
væru mjög forvitnilegar. Umhverf-
ismál hefðu komið með vaxandi
þunga inn í stjórnmálaumræðuna
og það væri mjög æskilegt að gera
athuganir af þessu tagi með reglu-
legu millibili. Reyndar væru ýmsar
upplýsingar fyrir hendi aftur í tím-
ann hvað þetta snerti og það væri
mjög gagnlegt að taka þær saman
til þess að reyna að átta sig á því
hvernig viðhorfin hafa breyst.
Hann ætti reyndar einhver gögn í
þessum efnum sem hann væri að
vinna í og niðurstöðurnar ættu að
koma út á bók áður en mjög langt
um líður. Þar yrði farið dálítið aft-
ur í tímann, en langtímarannsókn-
ir væru forvitnilegastar hvað þetta
snerti til að sjá sveiflur og einnig
til þess að sjá hvort afstaðan í
þessum efnum breytist eftir
efnahagsástandi, sem væri ekki
vitað. Það væri mjög fróðlegt að
sjá hvort samband væri á milli
skoðana í þessum efnum og hag-
sveiflna.
„Þetta er mjög verðugt og
merkilegt rannsóknarefni. Þetta
tengist líka því sem við höfum ekki
skoðað nógu vel, hvort afstaðan á
þessu sviði hefur til dæmis haft
áhrif á hvað menn kjósa í kosn-
ingum. Ég ætla að reyna að varpa
einhverju ljósi á það,“ sagði Ólafur
ennfremur.
Athyglisverður munur hvað
varðar einstakar auðlindir
Hafsteinn Már Einarsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri Gallup,
sagði að í könnuninni hefði verið
athugað viðhorf fólks til nýtingar
auðlinda hafsins, fallvatna og jarð-
hita og athyglisverður væri sá
munur sem kemur í ljós hvað varð-
ar einstakar auðlindir. Hvað auð-
lindir hafsins snertir væru fleiri
sem telja þær ofnýttar en vannýtt-
ar og rúmlega helmingur teldi nýt-
inguna hæfilega. Þetta snerist við
þegar spurt væri um nýtingu fall-
vatna og enn frekar þegar spurt
væri um nýtingu jarðhitans. Mjög
fáir teldu auðlindirnar vera ofnýtt-
ar í báðum tilvikum.
Hafsteinn sagði að einnig væri
athyglisvert hvað sú skoðun væri
gegnumgangandi í öllum hópum,
hvort sem litið væri til aldurs eða
kyns, að ekki mætti ganga nær
auðlindum hafsins en þegar hefur
verið gert. Hvað nýtingu fallvatna
varðar kæmi fram að um helm-
ingur aðspurðra telur þau hæfilega
mikið nýtt og stór hópur eða 45%
telur þau vannýtt en einungis lítill
hópur eða 5% telur þau ofnýtt.
Segja mætti því að samkvæmt
þessari viðhorfskönnun væri inn-
eign fyrir frekari nýtingu fallvatna
meðal íslensku þjóðarinnar og
ganga mætti lengra í nýtingu
þeirra almennt. Hér væri þó auð-
vitað ekki verið að tala um ein-
hverja eina framkvæmd eða taka
afstöðu til einhverrar ákveðinnar
virkjunar. Síðan væri auðvitað allt-
af spurning hvar jafnvægið væri
milli þeirra hópa sem telja ein-
hverja auðlind vannýtta og of-
nýtta. Þannig hefði til dæmis verið
mikið í umræðunni að náttúran
ætti að njóta vafans og í því ljósi
þyrfti sá hópur kannski alltaf að
vera talsvert stærri sem teldi auð-
lindir vannýttar en ofnýttar.
Hafsteinn sagði að hvað jarðhit-
ann varðaði væri síðan greinilegt
að fólk teldi hann mjög vannýtta
auðlind. Það gilti hins vegar bæði
um fallvötnin og jarðhitann að
karlmenn væru hlynntari frekari
notkun en konur. Þá væri einnig
athyglisvert að yngsta kynslóðin,
sem væri móttækilegust fyrir nýj-
um viðhorfum, teldi í meiri mæli
en aðrir hópar að bæði fallvötnin
og jarðhitinn væru hæfilega mikið
nýtt eða ofnýtt. Það snerist síðan
við þegar auðlindir hafsins væru
skoðaðar því að þetta væri sá hóp-
ur sem teldi síst að auðlindir hafs-
ins væru ofnýttar. „Þetta endur-
speglar kannski svolítið umræðuna
um umhverfisvernd á Íslandi und-
anfarin ár. Hún hefur snúist miklu
meira um fallvötn og virkjanir
heldur en hafið og fiskinn í sjón-
um. Mér þykir athyglisvert að sjá
þetta því að sú umræða sem hefur
verið í samfélaginu kemur oft
sterkt fram í gegnum þennan
yngsta hóp,“ sagði Hafsteinn Már
ennfremur.
Könnun á viðhorfum landsmanna til auðlindanýtingar
Ítarlegri rannsókn þarf til
að fá nákvæmari vitneskju
Þrek og tár í
Hörgárdalnum
ÆFINGAR á verkinu Þrek og
tár, eftir Ólaf Hauk Símonar-
son, standa nú yfir hjá Leik-
félagi Hörgdæla, í leikstjórn
Sögu Jónsdóttur. Saga hefur
leikstýrt fjölda verka, m.a.
þessu verki Ólafs Hauks í
Færeyjum veturinn 1997.
Leikritið gerist í byrjun sjö-
unda áratugarins í vesturbæ
Reykjavíkur. Þrek og tár var
sýnt í Þjóðleikhúsinu veturinn
1995–1996 og hlaut verkið frá-
bærar undirtektir en sýningar
urðu yfir níutíu talsins, segir í
fréttatilkynningu frá Leik-
félagi Hörgdæla.
Æfingar á verkinu hófust í
desember og er fyrirhugað að
frumsýna í byrjun mars. Gylfi
Jónsson stjórnar tónlist og
Þórarinn Blöndal sér um útlit.
Frá því um 1970 hafa leiksýn-
ingar verið settar upp reglu-
lega annað hvert ár á Melum
og stóð leikdeild Ungmenna-
félags Skriðuhrepps fyrir
þeim allt til ársins 1997 er
Leikfélag Hörgdæla var stofn-
að.