Morgunblaðið - 20.01.2002, Síða 50

Morgunblaðið - 20.01.2002, Síða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Yana-E, Selfoss, Árni Friðriksson, Trinket og Vædderen koma í dag. Selfoss fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl 9 vinnustofa og leikfimi, kl 13 vinnu- stofa, kl 14 spilavist. Jóganámskeið hefst þriðjud. 22. jan. og verður á þriðju- og fimmtudögum kl. 17. Um er að ræða átta tíma, lágmarksþátttaka er 10 manns. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 –16.30 opin smíðastofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Allar upp- lýsingar í síma 535- 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10–17 fóta- aðgerð, kl. 10 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Eldri borgarar Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið Hlaðhömr- um er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum, fimmtu- daga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586- 8014 kl. 13–16. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fóta- aðgerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslustofan opin. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Þorrablótið er 24. jan. kl. 19.30 í Fjölbrautaskóla Garða- bæjar. Rúta frá Hlein- um og Kirkjuhvoli og Holtsbúð. Mánud. 21. jan. kl. 9 leir, kl. 9.45 boccia, kl. 11.15 og 12.15 leikfimi, kl. 13.05 róleg leikfimi (stóla- leikfimi), kl. 13. gler/ bræðsla, kl. 15.30 tölvu- námskeið. Þriðjud. 22. jan. kl. 9 vinnuhópur gler, kl. 13 málun, kl. 13.30 opið hús spilað bridge, vist og lomber, kl. 16 bútasaumur. Miðvikud. 23. jan. kl. 11.15 og 12.15 leikfimi, kl. 13.05 róleg leikfimi, kl. 13.30 handa- vinnuhornið. Fimmtud. 24. jan. kl. 9 vinnuhóp- ur gler, kl. 9.45 boccia, kl. 12.15 spænska, kl. 13. postulínsmálun, kl. 14. málun. Fösud. 25. jan. kl. 9 snyrting, kl. 11 dans. Félag eldri borgara á Suðurnesjum, boðið verður upp á sparidaga á Hótel Örk dagana 14.-19. apríl. Áhuga- samir hafi samband við ferðanefnd sem fyrst. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á mánudag pútt í Bæj- arútgerð kl 10–11:30 og Félagsvist kl 13:30 Sæludagar á Örkinni 3. – 8. mars. Skráning í Hraunseli í síma 555- 0142. Þorrablót félags- ins verður í Hraunseli laugardaginn 26 jan. n.k. kl 19. Skráning í Hraunseli í síma 555- 0142 Áríðandi að miðar verði sóttir á mánudag- in 21. jan milli kl. 13– 16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13. Dans- leikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Danskennsla Sig- valda fyrir framhald kl. 1 og byrjendur kl. 20.30. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Leikfélagið Snúð- ur og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, fé- lagsheimili Félags eldri borgara Söng og gam- anleikinn „Í lífsins ólgusjó“ Frumsýning sunnud. 3. febrúar. Sýningar: Sunnud. kl. 16, miðvikud. kl. 14 og föstud. kl. 14. Mið- apantanir í s: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Brids fyrir byrjendur hefst í febrúar. Stjórn Ólafur Lárusson. Skrif- stofan er flutt að Faxa- feni 12 sama síma- númer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16 s.588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Á morg- un kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl.9–16.30 vinnustofur opnar frá hádegi, spilasalur opinn kl. 14 kóræfing hjá Gerðubergskórnum, kl. 15.30 dans hjá Sig- valda, allir velkomnir. Fimmtudaginn 24. jan- úar kl. 13.15 verður fé- lagsvist í samstarfi við börn úr Seljaskóla, stjórnandi Eiríkur Sig- fússon, vegleg verð- laun. Allir velkomnir. Myndlistarsýning Bryndísar Bjarnadótt- ur opin sunnudag kl. 13–16. Veitingar í veit- ingabúð. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. félagsvistin. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun kl. 9–17 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum, kl. 9.30 gler og postu- línsmálun, kl 13 lomber og enska, kl.13.30 skák, kl. 15.30 spænska, kl. 17.15 æfing hjá Söngv- inum kór aldraðra. Uppl. í síma 554-3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9. 55 róleg stólaleikfimi, kl. 13 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur, postulíns- málun og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13:30 gönguferð. Fótaaðgerð. Nú stend- ur til að bjóða upp á námskeið í ensku og fjölbreyttum tréskurði. Upplýsingar gefur Kristín Hraundal í síma 588-9335. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Myndlista- kennsla hefst föstudag- inn 1. febrúar leiðbein- andi Hafdís Benediktsdóttir. Uppl. og skráning hjá Birnu og ritara s. 568-6960. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12:15–13:15 danskennsla, kl. 13 kór- æfing. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spilað. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12,45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Kristniboðsfélag karla Fundur verður í kristniboðssalnum má- nudkvöldið 21. janúar, kl. 20. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson flytur biblíulestur um efnið: Guð-faðir. Allir karl- menn velkomnir. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist spiluð í dag og hefst kl. 14. Kvenfélag Garðabæjar heldur sitt árlega þorrablót laugard. 26. jan.á Garðaholti kl.19. Afhending miða og laufabrauðsbakstur 23.1. kl.17 á Garðaholti. Í dag er sunnudagur, 20. janúar, 20. dagur ársins 2002. Agnesarmessa. Orð dagsins: Vinur elskar ætíð og í nauðum er hann sem bróðir. (Orðskv. 17, 17.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 karlmennska, 8 kemur seinna, 9 hryggð, 10 ill- mælgi, 11 geta, 13 pen- ingum, 15 sloka í sig, 18 vísa, 21 reyfi, 22 álitið, 23 lands, 24 spekin. LÓÐRÉTT: 2 rík, 3 gabba, 4 hugaða, 5 ótti, 6 mynnum, 7 púk- um, 12 ferskur, 14 blóm, 15 pest, 16 hanga, 17 tóm- an, 18 láti hætta, 19 óhreinkaði, 20 kvenfugl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 molda, 4 þvarg, 7 goðin, 8 selur, 9 alt, 11 rauf, 13 grói, 14 ostra, 15 hólk, 17 tólg, 20 kná, 22 fokku, 23 launa, 24 ráin, 25 undum. Lóðrétt: 1 magur, 2 liðnu, 3 Anna, 4 þúst, 5 aflar, 6 gerði, 10 lútan, 12 fok, 13 gat, 15 hófur, 16 lokað, 18 ólund, 19 glaum, 20 kunn, 21 álku. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... MÁLNOTKUN fjölmiðlamannafer stundum í taugarnar á Vík- verja, ekki í pirrurnar á honum eins- og nú virðist algengt að segja, heldur í taugarnar á honum. Einstaka fjöl- miðlamenn eru frábærir eins og allir vita, en misjafn sauður er í mörgu fé á þessum vettvangi eins og öðrum. Eitt orðasamband sem fáránlega algengt er að notað sé sem skrípi er að eitthvað sé alveg út í Hróa hött! „Þetta er alveg út í Hróa hött,“ sagði dagskrármaður í síðdegisþætti Bylgj- unnar á fimmtudaginn. Þetta fór að heyrast fyrir nokkrum árum eftir að einhver spaugarinn blandaði Hróa hinum enska í málið og síðan er vinur litla mannsins úr Skírisskógi við Nottingham einhver umtalaðasti maður á Íslandi. Væri ekki ráð að stemma stigu við þessum ósköpum? x x x Á ÞAÐ MÁ benda að skv. HalldóriHalldórssyni íslenskufræðingi er orðasambandið út í hött notað með nokkrum sögnum, en er algengast með svara, tala og líta og öðrum sömu merkingar. Halldór bendir á að orð- takið sé kunnugt frá 18. öld: að svara út í hött. Hann svarar og horfir út í hött, in omnibus absurditatem prodit, han svarer og stirrer hen í Vejret (sem en Fjante). Halldór telur að höttur hafi á land- námsöld og fyrr verið haft um fjalls- tind og upprunaleg merking orðtaks- ins sé samkvæmt því „að svara út í fjallið“, þ.e. svara ekki þeim sem spyr heldur út í fjallið, út í buskann. x x x ÁRLEG rýrnun í verslunum hér álandi vegna þjófnaða og mistaka er um 2,5 til 3 milljarðar ef miðað er við meðaltalstölur frá öðrum löndum í Vestur-Evrópu, skv. fréttum á föstu- daginn. Víkverja þykir með ólíkind- um að ætla má að stærsti hluti þess- arar upphæðar sé vegna þjófnaðar, eða um 2 milljarðar. Er þetta ekki al- veg með ólíkindum? x x x VÍKVERJI skoðar annað slagiðheimasíðu Mjólkursamsölunnar og þar er m.a. að finna svör við ýms- um algengum spurningum sem tengj- ast afurðum fyrirtækisins. Þar er þetta til dæmis að finna: „Er mjólk ekki fitandi? Mjólk og afurðir hennar eru mis- munandi orkuríkar allt eftir því hvaða mjólkurafurð er um að ræða. Rjómi er fiturík vara en léttmjólk og fjör- mjólk eru fitulitlar. Ýmsar mjólkuraf- urðir eru alveg fitusnauðar eins og t.d. skyr og undanrenna. En munið, fita er nauðsynlegur hluti mataræð- isins. Of lítil fituneysla getur valdið vanþrifum barna og hægt á vexti. Hér gildir sem annars staðar að allt er gott í hófi. Getur gerilsneydd mjólk valdið ofnæmi eða óþoli? Ofnæmi er svörun ónæmiskerfis líkamans sem sumir mynda gegn ákveðnum pró- teinum. Mjólkurofnæmi er ofnæmi fyrir próteinum í mjólk og er algjör- lega óháð gerilsneyðingu eða fitu- sprengingu. Óþol gefur svipuð ein- kenni og ofnæmi en á sér stað án íhlutunar ónæmiskerfisins. Mjólkuró- þol er óþol fyrir mjólkursykri og staf- ar af skorti á ensíminu laktasa. Sumir hópar fólks (víða í Afríku og Asíu) þola ekki mjólkursykur á fullorðins- árum. Mjólkuróþolið hefur hins vegar ekkert með vinnslu mjólkurinnar að gera (byggt á upplýsingum dr. Ingu Þórsdóttur næringarfræðings).“ MIG langar til að koma á framfæri þökkum til mannsins, sem bjargaði tveim ungum drengjum, sem voru fastir í drullu og gátu sig hvergi hreyft fyrir neðan KFUM- og KFUK- húsið við Sunnuveg fimmtudaginn 17. janúar sl. Þakklát móðir. Leiðbeiningar með tækjum MIÐVIKUDAGINN 16. janúar sl. skrifaði María í Velvakanda og benti á að oft væru ekki íslenskar leið- beiningar með tækjum. Hún sagði frá reynslu sinni þegar húnkeypti GPS-tæki frá R. Sigmundssyni og engar leiðbeiningar voru með tækinu. Við hjá Aukarafi höfum í gegnum árin lagt mikla áherslu á að skrifa íslensk- ar leiðbeiningar með öllum GPS-tækjum sem við selj- um sem og mörgum öðrum vörum sem krefjast leið- beininga. Við viljum því bjóða Maríu velkomna í verslun okkar. Með kveðju frá Aukarafi, Ingimundur Þór Þorsteinsson frkvstj. Afgreiðslutími apóteka MIG langar að koma með fyrirspurn til þess er málið varðar í sambandi við af- greiðslutíma apótekanna. Eitt apótek hafði alltaf opið allan sólarhringinn, en eftir 2. janúar 2002 skertist þessi þjónusta þannig að nú er eingöngu opið frá kl. 8–24. Er ekki hægt að lengja af- greiðslutímann og hafa opið allan sólarhringinn eins og áður? Ólafur Þór Friðriksson. Lækkun skatta SÆMUNDUR Kristjáns- son hafði samband við Vel- vakanda og vildi beina þeim tilmælum til heilbrigðisráð- herra, að til þess að draga úr fátækt hjá sér, væri best að ráðherra lækkaði skatt- inn úr 15.000 kr. á mánuði í 6.000 kr. á mánuði. Þá myndi hann hafa aðeins meira í vasanum. Hækkun bifreiða- trygginga ÉG er með 75% bónus hjá einu af tryggingafélögun- um. Á síðasta ári greiddi ég um 50.000 kr. í bifreiða- tryggingar en á þessu ári greiði ég 60.635 kr. í trygg- ingar. Þetta þýðir um 20% hækkun á einu ári. Spurn- ing mín er, hvað veldur þessari hækkun og hvort ekki sé hægt að fá útskýr- ingar á þessari hækkun? Kristján. Tapað/fundið Giftingarhringur í óskilum GIFTINGARHRINGUR fannst við bensínstöðina Shell við Suðurfell í Breið- holti fyrir stuttu. Upplýs- ingar í síma 896-8396. Nokia GSM-sími tapaðist NOKIA GSM-sími tapaðist þriðjudaginn 15. janúar sl. Síminn gæti hafa tapast hjá Verslunarskólanum, RÚV við Efstaleiti eða á veitinga- húsinu Ítalíu við Laugaveg. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 552-6961. Dýrahald Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR fannst við Norðurbrún 1, fimmtudag- inn 17. janúar sl. Upplýs- ingar í síma 568-6960. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Þakklæti NÚ þegar starfsemi lungnadeildar Landspít- ala – háskólasjúkrahúss flyst frá Vífilsstöðum í Fossvoginn langar mig að þakka frá innstu hjartarótum öll þau ár sem ég hef notið þar frá- bærrar umönnunar hve- nær sem heilsa mín hefur krafist þess. Hámenntað, þrautþjálfað starfslið, sem veit alveg hvað það er að gera, ófaglærðir starfsmenn, sem gera sér ljóst hversu hættulegt það er, ef ekki er vel þrifið. Fossvogsdalurinn er fagur en tilfinning- arnar eru fasthnýttar við Vífilsstaðaspítala, þessa glæsilegu byggingu, þar sem kærleikurinn liggur í veggjunum og um- hyggjan andar til mín í hvert skipti sem ég kem þar. Ég nefni ekki nöfn starfsmanna, sem skilið hafa eftir spor sín á Víf- ilsstöðum, en þeir eiga virðingu mína og þakkir skilið fyrr og nú og æv- inlega. Ég vona að þau komi öll í Fossvoginn. Með kveðju, Svanlaug Alda Árnadóttir kt. 060537-4889. Þakkir til starfsfólks lungnadeildar Landspítala á Vífilsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.