Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.01.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 51 DAGBÓK Meðvirkni Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 1. febrúar og laugardaginn 2. febrúar í kórkjallara Hallgrímskirkju. Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafiNánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800 Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Hef opnað lækningastofu í Lágmúla 5. Tímapantanir alla virka daga frá kl. 9.00-16.00 í síma 533 3131. Kristján Óskarsson, sérgrein barnaskurðlækningar Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. 50% afsláttur af öllu í búðinni, bara í dag Sigurstjarnan - Stórútsala Opið í dag, sunnudag, frá kl. 13-16 Rýmum fyrir vörum - allt á að seljast Eitt kvöldnámskeið, 28. jan., 4., 7. og 11. febr. Hentar fólki sem vill neyta grænmetisfæðis. Komum saman og höfum gaman. Upplýsingar hjá Shabana í símum 581 1465 og 659 3045. Indversk matargerð SEX spaðar er prýðileg slemma, en þó ekki fullkom- lega örugg með trompi út. Fáðu þér sæti í suður með tvær hendur uppi: Norður ♠ KD4 ♥ Á652 ♦ 43 ♣K873 Suður ♠ ÁG10983 ♥ -- ♦ ÁD62 ♣Á105 Útspil r smár spaði. Hvernig viltu spila? Rökrétt byrjun er að taka fyrsta slaginn í blindum og svína tíguldrottningu. Ef hún heldur slag, er viss stíll yfir því að spila litlum tígli frá báðum höndum. Þá er ýtrasta öryggis gætt, sem líklega kostar þó einn IMPa. En vandi spilsins felst fyrst og fremst í því að vestur drepi á tígulkóng og trompi aftur út. Nú er best að taka slaginn í borði, henda laufi í hjartaás og stinga hjarta. Taka svo tígulás, trompa tígul og hjarta til baka. Spila því næst síðustu spöðunum: Norður ♠ -- ♥ 6 ♦ -- ♣K87 Suður ♠ 8 ♥ -- ♦ 6 ♣Á10 Helsta vonin er sú að sami mótherjinn sé með fjórlit í laufi og hæsta tígul. Hjarta- sexan hefur örlítið hótunar- gildi, en þá þarf vestur að hafa byrjað með sexlit. All- tént hendir sagnhafi hjarta í síðasta spaðann (nema það sé orðið frítt!) og vonar það besta. Þessi slemma kom upp í áttundu umferð Reykjavík- urmótsins síðastliðinn þriðjudag, en legan var hag- stæð, tígulkóngur réttur, svo spilið lá upp í sjö. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert jarðbundinn og hjartahlýr og tekur lífinu með jafnaðargeði. Þú hefur gott skopskyn og nýtur vin- sælda. Nýja árið mun færa þér mikilvæga þekkingu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það getur verið gott að fá ráð hjá einhverjum eldri. Oft þurfum við ekki annað en svolitla uppörvun til að sjá hlutina í nýju ljósi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það kemur fólki á óvart hvað þú ert kraftmikill í dag. Þú finnur ekki endilega fyrir breytingu á líðan þinni en fólk öfundar þig af einhverju. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt njóta góðs af auði einhvers annars í dag. Vinur gæti boðið þér út eða fært þér gjöf sem gleður þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ferðaáætlanir með nánum vini hljóma vel. Þú nýtur vin- áttu ykkar. Hún vermir hjarta þitt og veitir þér full- nægju. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nýjar hugmyndir og tæki- færi til að læra nýjar aðferð- ir vekja áhuga þinn í dag. Þetta minnir þig á að lær- dómur er skemmtilegasta leiðin til þroska. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samskipti þín við aðra færa þér heim sanninn um það að vinir þínir kunni að meta þig. Þú veist þetta innst inni en óöryggi þitt getur fengið þig til að efast um hvað sem er. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það sem við kemur börnum og þjónustu getur komið þér til góða í starfi í dag. Þú gæt- ir fengið atvinnutækifæri á nýjum vettvangi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert að velta fyrir þér leið- um til að bæta heilsu þína og líkamlegt atgervi. Ekki reyna að gera allt í einu. Veldu eitthvert eitt atriði sem getur orðið góð byrjun. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nýjar hugmyndir um það hvernig þú getur aukið tekjur þínar gætu tengst heimilinu. Það er einnig hugsanlegt að fjölskyldu- meðlimur lumi á góðum ráð- um. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Treystu því að þú hafir já- kvæða orku í dag. Allir sem þú talar við munu taka vel í hugmyndir þínar og sam- þykkja það sem þú segir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur alltaf haft þörf fyrir að bæta heiminn. Í dag muntu fá tækifæri til að rétta einhverjum hjálparhönd. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú nýtur þess að stunda lík- amlegt athæfi á borð við leik- fimi og dans með vinum þín- um í dag. Þú lítur ekki á góða vináttu sem sjálfsagðan hlut. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á þrettán borðum fimmtudaginn 17. janúar sl. Miðlungur 264. Efst vóru: Ns Karl Gunnarsson – Ernst Backmann 321 Hinrik Lárusson – Haukur Bjarnason 316 Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugss. 299 Av Heiður Gestsdóttir – Þórhallur Árnason 343 Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónsson 303 Þorgerður Sigurgeirsd. – Stefán Friðbj. 298 Eldri borgarar spila brids að Gull- smára 13 alla mánudaga og fimmtu- daga. Mæting kl. 12.45 á hádegi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmót í parasveitakeppni Vinsælasta mót vetrarins, Ís- landsmótið í parasveitakeppni, verð- ur haldið helgina 2.–3. febrúar næst- komandi. Þetta er fyrsta mótið sem spilað verður í nýju húsnæði Brids- sambands Íslands, Síðumúla 37, 3. hæð. Fyrirkomulagið verður með sama sniði og undanfarin ár. Spil- aðar eru 7 umferðir með 16 spila leikjum og raðað í umferðir með Monrad fyrirkomulagi. Spilamennska hefst kl. 11.00 báða dagana. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða www.bridge.is LJÓÐABROT MORGUNBÆNIN Nóttin hefur níðzt á mér, nú eru augun þrútin, snemma því á fætur fer og flýti mér í kútinn. Við það augun verða hörð, við það batnar manni strax. Það er betra en bænagjörð brennivín að morgni dags. Páll Ólafsson Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 20. jan- úar, er sextug Íris Jónína Hall, Sörlaskjóli 50, eigin- maður hennar er Heiðar Steinþór Valdimarsson. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. a3 d5 6. cxd5 exd5 7. g3 Bd6 8. Bg2 O-O 9. O-O Rbd7 10. Bf4 Bxf4 11. gxf4 c5 12. e3 Hc8 13. Hc1 Re4 14. Re2 De7 15. Rg3 Hfd8 16. Bh3 Hc7 17. De2 Rf8 18. Hfd1 Bc8 19. Bg2 Bg4 20. dxc5 bxc5 21. Dc2 Hd6 22. He1 Rg6 23. b4 h6 24. Rd4 Rh4 25. bxc5 Hxc5 26. Dd3 Rxg2 27. Kxg2 Dh4 28. Kg1 Staðan kom upp í bandaríska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu. Larry Christiansen (2571) hafði svart gegn Al- exander Shabalov (2606). 28... Rxf2! 29. Df1 Hxc1 30. Hxc1 Re4 31. Rxe4 dxe4 32. Df2 Dh5 33. f5 Kh7 34. Df4 Hf6 35. Hf1 Bh3 36. Hc1 Bxf5 37. Rxf5 Hxf5 og hvít- ur gafst upp. Skák Umsjón: Helgi Áss Grét- arsson Svartur á leik. Með morgunkaffinu Við erum ekkert að sökkva. Það er bara háflóð. Þetta með býflug- urnar og blómin svarar ekki spurn- ingunni, pabbi. Hvað áttu við með að þú ættir að fara að koma þér heim? Þú ert heima hjá þér.        MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík 90 ÁRA afmæli. Í dag,20. janúar, verður níræð Sigríður Guðjóns- dóttir, Dvalarheimilinu Seljahlíð. Hún tekur á móti gestum í safnaðar- heimili Seltjarnarnes- kirkju í dag sunnudag milli kl. 15 og 18 í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.