Morgunblaðið - 22.01.2002, Page 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Færeyskir dagar
Færeysk menn-
ing og stemmning
FÆREYSKIR dagarhefjast í Fjöru-kránni og Vestnor-
ræna menningarhúsinu í
Fjörunni í Hafnarfirði í
dag og standa þeir til 3.
febrúar. Þetta er í annað
skiptið sem efnt er til
Færeyskra daga á þessum
stað og bendir flest til að
um árlega uppákomu verði
að ræða. Jóhannes Viðar
Bjarnason, eigandi
Fjörukráarinnar og Vest-
norræna menningarhúss-
ins, er hvatamaðurinn að
hátíðinni og hann svaraði
nokkrum spurningum
Morgunblaðsins í tilefni
dagsins.
Af hvaða tilefni eru
haldnir Færeyskir dagar?
„Ég tók á sínum tíma þá
ákvörðun að gera mitt til
að tengja þessi nágrannalönd og
vinaþjóðir betur saman með því
að stofna Vestnorræna menning-
arhúsið hér við hliðina á Fjöru-
kránni. Tekist hefur samstarf við
færeyska aðila, og einnig græn-
lenska, og eru þessir Færeysku
dagar liður í þessu samstarfi.“
Og þú hefur áður staðið fyrir
Færeyskum dögum?
„Já, við héldum Færeyska daga
á sama tíma í fyrra og tókust þeir
ljómandi vel. Þessi þjóðkunna
færeyska stemmning sem engu er
lík réð hér ríkjum.“
Hver er dagskrá Færeyskra
daga 2002?
„Hingað koma þjóðkunnir Fær-
eyingar úr hinum ýmsu listgrein-
um. Fyrst ber að nefna tréskurð-
armanninn Ole Jakob Nielsen úr
Leynum, sem mun sýna fallega
handverkið sitt í Menningarhús-
inu, til að mynda lampa og skálar
úr færeysku tré. Sýningin verður
formlega opnuð í dag klukkan 17.
Kokkurinn og siglingamaðurinn
Birgir Enni verður með fyrirlest-
ur og myndasýningar um Færeyj-
ar. Robert McBurnie mun spila
fyrir dansi ásamt Rúnari Júl-
íussyni og sonum fyrstu helgina.
Aðra helgina kemur rokkhljóm-
sveit, þjóðkunn frá Færeyjum,
Taxi og spilar fyrir dansi. Einnig
má nefna að færeysku tónlistar-
mennirnir Tróndur Enni, Rúni
Eysturlíð og Anjelica Hansen
munu spila og syngja fyrir mat-
argesti í Fjörunni-Vestnorræna
veitingastaðnum. Þá má geta þess
að Grænlenskir dagar verða
haldnir með sama sniði dagana
28. febrúar til 10.mars.“
Má búast við mikilli aðsókn…
og hverjum eru þessir dagar ætl-
aðir?
„Síðustu færeysku dagar voru
mjög vel sóttir. Þessir dagar eru
fyrir þá sem vilja kynnast fær-
eyskri menningu, það eru svo
margir sem tengjast Færeyjum á
einhvern hátt. Þetta er ekki síður
fyrir þá sem ekkert vita um eyj-
arnar og kjörið fyrir þá, eins og
hina, til að koma, sjá, heyra og
smakka, og dansa svo í lokin við
færeyskan söng og undirleik.“
Grænlenskir dagar?
„Já, frá 28.febrúar
til 10.mars eins og ég
gat um áðan. Í kjölfarið
á Færeyskum dögum
höfum við haldið
Grænlenska daga og eru þeir með
svipuðu sniði nema annar matur
að sjálfsögðu og þar eru ekki síð-
ur forvitnilegir réttir eins og
sauðnaut, hreindýr og jafnvel ís-
bjarnarkjöt svo eitthvað sé
nefnt.“
Eru svona menningarsetur
kennd við Ísland, eða „Íslenskir
dagar“ haldnir í Grænlandi og
Færeyjum?
„Ekki er það nú ennþá, en það
er mikill áhugi fyrir því, að ég
minnist ekki á Kaupmannahöfn.
Þetta er þó allt á umræðustiginu
og ofmælt að segja að eitthvað sé í
burðarliðnum. Lengst er þó málið
komið í Þórshöfn þar sem sam-
starfsaðilar hafa lýst yfir áhuga á
því að koma upp svipuðu setri,
annarri Fjörukrá með Vestnor-
rænu menningarhúsi. Þar hafa
menn verið að skoða hús og
heppilega staði, en lengra er mál-
ið þó ekki komið.“
Segðu okkur eitthvað frá Vest-
norræna menningarhúsinu.
„Það var stofnað í nánum
tengslum við nábúa okkar Græn-
lendinga og Færeyinga, en hlutur
Íslands verður einnig áberandi.
Við erum að skipuleggja starf-
semina fram í tímann, en einn
stærsti hlutinn á ári hverju verð-
ur þessir árlegu Færeysku og
Grænlensku dagar sem við höfum
verið að tala um. Einnig er verið
að vinna að hugmynd um að gera
einhverjar aðrar uppákomur í
framtíðinni. Hugsanlega gætu
komið fleiri þjóðir að þessu því
eins og vitað er þá getur „vestnor-
den“ teygt sig víðar en til Græn-
lands, Færeyja og Íslands. Þótt
allt sé í heiminum hverfult þá sýn-
ist mér að Vestnorræna menning-
arhúsið sé komið til að vera.“
Og þú telur þig vera vel í stakk
búinn til að halda úti þess háttar
menningarstarfsemi?
„Ég skal segja þér,
að um 50.000 útlend-
ingar hafa komið í
Fjörukrána til þess
eins að taka þátt í vík-
ingaveislu og annað
eins hefur staldrað hér við til að
taka myndir og skoða sig um,
þannig að árið 2001 komu hér við
um 100.000 útlendingar, en tölu
yfir Íslendingana hef ég ekki. Í
sumar koma hingað 15.000 gestir
vegna víkingahátíðar daganna
13.–17.júní. Miðað við þennan
gestagang þá tel ég þetta vera
prýðisstað til að halda úti menn-
ingarsetri af þessu tagi.“
Jóhannes Viðar Bjarnason
Jóhannes Viðar Bjarnason er
fæddur í Reykjavík 9. ágúst
1955. Hann útskrifaðist úr Hót-
el- og veitingaskólanum 1975
og vann, fyrst sem þjónn og síð-
ar sem yfirþjónn og veit-
ingastjóri á Naustinu, Holiday
Inn og Þórscafé, þar til árið
1990, að hann stofnsetti Fjöru-
krána í Hafnarfirði. Síðar bætti
hann við Vestnorræna menn-
ingarhúsinu. Hann hefur rekið
þau fyrirtæki síðan. Jóhannes
Viðar á fjögur börn, Inga
Bjarna, Birnu Rut, Elísu Ósk og
Unni Ýr, en þau eru á bilinu 12
til 21 árs.
…og tókust
þeir ljómandi
vel
Björn er kominn í borg, frú borgarstjóri.
TVEIR piltar um tvítugt voru hand-
teknir aðfaranótt sunnudags fyrir að
stela brunahanalykli af Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins, sem var við
slökkvistarf í íbúð á Laugaveginum.
Litið er mjög alvarlegum augum á
atvikið og verða piltarnir kærðir.
Piltarnir fóru með lykilinn og skrúf-
uðu frá brunahana í Þingholtsstræti
með þeim afleiðingum að mikið vatn
flæddi ofan holtið. Lögreglan hand-
samaði þá síðar um nóttina en þá
hafði þeim tekist að skrúfa frá öðrum
brunahana í Garðastræti. Þeir voru
handjárnaðir og látnir gista fanga-
geymslur lögreglunnar um nóttina.
Eldurinn, sem slökkviliðið var að
fást við, kom upp á efstu hæð íbúðar
á Laugavegi 15. Tilkynnt var um
dökkan reyk frá glugga á efstu hæð-
inni. Íbúðin var mannlaus og gekk
greiðlega að slökkva eldinn en mikl-
ar skemmdir urðu á íbúðinni. Lög-
regla lokaði umferð bíla og gangandi
fólks á meðan á slökkvistarfi stóð en
vinnufriður lögreglu og slökkviliðs-
manna var samt truflaður af ölvuðu
fólki, sem var á ferð í miðbænum og
fór svo að tveir voru handteknir á
vettvangi, að frátöldum piltunum
fyrrnefndu.
Varð að senda mannskap
í að tæma brunahanana
Slökkviliðið og lögregla líta mjög
alvarlegum augum á uppátæki pilt-
anna og varð að senda mannskap frá
slökviliðinu til að tæma brunahanana
sem piltarnir skrúfuðu frá. Var það
gert til að fyrirbyggja að vatn sem
piltarnir hleyptu á hanana, frjósi í
pípunum. Það sem alvarlegast þykir,
er þó sá möguleiki að piltarnir hafi
skrúfað frá mörgum brunahönum en
skrúfað fyrir þá aftur án þess að upp
hafi komist. Því geti sú staða verið
fyrir hendi að vatn sé í pípunum á
ótilteknum fjölda brunahana með
þeim afleiðingum að þeir verði óvirk-
ir, vegna froststíflu, þegar grípa þarf
til þeirra. Er þetta áhyggjuefni
slökkviliðsins nú þegar búist er við
frostakafla. Samkvæmt upplýsing-
um lögreglunnar munu piltarnir þó
ekki hafa skrúfað frá fleiri en tveim-
ur hönum. Lögreglan lagði mikla
áherslu á að ná piltunum um nóttina
og verða þeir kærðir fyrir þjófnað á
verkfærum slökkviliðsins auk þess
sem kæruefnið varðar þá hættu sem
hlaust af því að minnka vatnsþrýst-
ing á Laugavegi þar sem slökkvistarf
fór fram. Hefði óvitaskapur piltanna
getað haft í för með sér ófyrirsjáan-
legar afleiðingar ef þörf hefði verið á
meira vatni til slökkvistarfsins.
Tveir piltar verða kærðir af lögreglu fyrir að stela
brunahanalykli og skrúfa frá tveimur brunahönum
Morgunblaðið/Júlíus
Piltarnir voru handteknir í Garðastræti og færðir í járnum á lögreglustöðina.
Uppátækið litið mjög
alvarlegum augum