Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, gerir athugasemdir við að eftirlitsnefnd með fjármál- um sveitarfélaga skuli endurtaka aðvaranir um fjárhagsvanda til nokkurra sveitarfélaga sem áður hafa fengið slíka aðvörun og eru að vinna sig út úr erfiðleikunum í fullu samræmi við áætlanir sem eftirlitsnefndinni hafi verið gerð grein fyrir á sínum tíma. Þetta eigi meðal annars við um Hafnarfjörð og Reykjanesbæ. Í þessum tveimur sveitarfélög- um búa um 30 þúsund manns eða tæplega helmingur íbúa þeirra sveitarfélaga sem eftirlitsnefndin sendi aðvörunarbréf að þessu sinni. Það einkennir þessi sveit- arfélög, skv. upplýsingum Vil- hjálms, að þau hafa staðið í mikl- um tímabundnum framkvæmdum vegna skólabygginga, íþróttahúsa og leikskóla. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu um helgina hefur eftirlits- nefnd með fjármálum sveitarfélaga aðvarað 31 sveitarfélag vegna slæmrar fjárhagslegrar stöðu. Vilhjálmur segir nefndina hafa unnið mjög gott starf og hlutverk hennar sé gagnlegt. ,,Eftirlits- nefndin vinnur eftir ákveðnum við- miðunum og ber að gera viðkom- andi sveitarfélögum grein fyrir því ef fjárhagsstaða þeirra er ekki inn- an settra viðmiðana. En á hinn bóginn er hægt að taka undir þau sjónarmið að það sé ekki ástæða til að endurtaka aðvaranir til þeirra sveitarfélaga sem gefið hafa við- unandi skýringar, sem hefur verið fylgt eftir,“ segir Vilhjálmur. Sveitarfélög í vanda vegna fé- lagslega eignaríbúðakerfisins Að sögn Vilhjálms er það ekkert nýtt að mörg sveitarfélög eigi í fjárhagsvanda og vandi margra lítilla sveitarfélaga sé kannski mestur. ,,Í raun og veru hefur vandinn ekkert aukist þegar á heildina er litið,“ segir hann. Skv. upplýsingum Vilhjálms nýta 20 af þessu 31 sveitarfélagi útsvarsheimildir sem lög kveða á um að fullu en tíu sveitarfélög gera það ekki. Fjárhagsvandi þeirra sé þó ekki endilega úr sögunni þótt þau hafi nýtt sér þessar heimildir til fulls, að mati Vilhjálms. Hann sagði að í mörgum til- vikum væri um uppsafnaðan vanda að ræða, m.a. ættu mörg sveit- arfélög úti á landi, þar sem íbúum hefur fækkað, í vanda vegna fé- lagslega eignaríbúðakerfisins. ,,Þetta var t.d. mikill vandi hjá sveitarfélögum á Vestfjörðum, sem núna er búið að leysa. Ekkert sveitarfélag á Vestfjörðum er leng- ur á þessum lista en það kemur í kjölfar þess að þau seldu hlut sinn í Orkubúi Vestfjarða og nýttu þá fjármuni til að borga niður skuldir og losa sig við vanskil og erfið lán,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga Gagnrýnir vinnulag eft- irlitsnefndar STOFNAÐUR hefur verið sér- stakur styrktarsjóður, Þekking í þágu þjóðar, sem veita mun stúd- entum við Háskóla Íslands styrki til þess að vinna að rannsóknum víðs vegar um landið. Styrkt- arsjóðnum var komið á fót að frumkvæði Stúdentaráðs í sam- vinnu við tíu sveitarfélög sem leggja fram tvær milljónir króna í sjóðinn og Byggðastofnun sem leggur fram þrjár milljónir. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, for- maður Stúdentaráðs, segir að stefnt sé að því að veita tíu styrki að upphæð fimm hundruð þúsund krónur hvern vegna rannsókna sem unnar verða á landsbyggð- inni. „Stofnun sjóðsins kemur í beinu framhaldi af verkefninu Þjóðarátak í þágu Háskóla Ís- lands sem Stúdentráð ýtti úr vör í fyrrasumar þegar níutíu ár voru liðin frá stofnun Háskóla Íslands.“ Þorvarður Tjörvi segir að með átakinu hafi stúdentar viljað sýna frumkvæði að því að efla Háskóla Íslands og styrkja hlutverk og ímynd hans sem þjóðskóla. „Stúd- entaráð hefur leitað eftir sam- starfi við fjölmarga aðila, s.s. sveitarfélög, stjórnvöld, atvinnulíf og almenning um það að efla Há- skóla Íslands. Markmiðin með átakinu má með grófum hætti greina í þrennt. Í fyrsta lagi að efla rannsóknir úti á landsbyggð- inni með því að leita eftir sam- starfi við sveitarfélög og stofn- anir um að skapa tækifæri og raunverulega hvatningu fyrir stúdenta til þess að vinna að rannsóknum vítt og breitt um landið. Í annan stað vildum við efla samstarf Háskólans við at- vinnulífið og byggðum þá hugsun á þeirri trú að góð samvinna fyr- irtækja og Háskólans væri beggja hagur. Þriðja meginmarkmiðið var að skora á almenning að sam- einast um það verkefni að efla Háskóla Íslands. Þetta eru háleit markmið en öll stuðla þau að því að Háskóli Íslands sinni því með sóma að vera þjóðskóli okkar Ís- lendinga. Það er mjög mikilvægt í okkar augum að þjóðskóli njóti öflugs stuðnings fólks í landinu öllu, hann verður að vera í góðum og nánum tengslum við atvinnu- lífið og sömuleiðis verður hann að stuðla að sköpun þekkingar um allt land.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verndari Þjóðarátaksins, Þorvarður Tjörvi Ólafsson formaður og Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, á blaðamannafundi þar sem sjóðsstofnunin var kynnt. Stofna sjóð vegna rann- sókna á landsbyggðinni „VIÐ höfum alltaf vitað að ekki væri hægt að nota talstöðvar og farsíma í göngunum. Hins vegar eru neyðar- símar þar á 500 metra fresti. Þá þarf að hafa í huga, að víða er brýnt að bæta vegakerfið, en við höfum ekki úr óendanlegum fjármunum að spila og verðum að forgangsraða,“ segir Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Vestfjörðum. Á laugardag héldu slökkviliðs- og lögreglumenn á Vestfjörðum bruna- æfingu, ásamt Vegagerðinni, í Vest- fjarðagöngum. Hvorki talstöðvar né farsímar virkuðu inni í göngunum. „Það hefur alla tíð verið ljóst að fjar- skiptasamband í göngunum er ekki gott og í viðbragðsáætlun, sem unnin var í samvinnu við slökkvilið og lög- reglu, er gert ráð fyrir því,“ segir Gísli. „Ef ástæða væri til væri hægt að tala í talstöð frá gangamunna við þann sem væri í neyðarsíma inni í göngunum, en neyðarsímarnir eru í beinu sambandi við lögregluna.“ Gísli sagði að öryggismál í jarð- göngum væru sífellt til umræðu. „Ef bruni verður í göngunum er ljóst að erfitt verður að athafna sig. Það á ekki aðeins við hér á landi, því mjög vel búin slökkvilið í Ölpunum hafa átt í miklum erfiðleikum þegar eldar loga í jarðgöngum og eru þau þó miklu betur búin en slökkviliðið á Ísafirði. Það má alltaf bæta búnað- inn og það á líka við um fjarskipta- sambandið. Jarðgöngin eru hins veg- ar hluti af vegakerfinu og verkefni við lagfæringar á því eru ærin.“ Vegagerðin og fjarskiptasamband í Vestfjarðagöngum Þarf að forgangs- raða í vegakerfinu SAMKOMULAG hefur tekist í starfshópi flokkanna sem mynda R- listann um tillögu um uppstillingu á listann fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í vor. Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður, sem situr í starfshópnum fyrir hönd Framsóknarflokksins, segir stefnt að því að leggja tillög- una formlega fyrir viðræðunefndir flokkanna á morgun, miðvikudag. Guðjón Ólafur segir að tillaga starfshópsins, sem í situr fulltrúi frá hverjum þeirra þriggja flokka sem standa að framboði R-listans, væri að Framsóknarflokkur, Sam- fylking og Vinstri hreyfingin – grænt framboð fengju tvo fulltrúa hver í fyrstu sex sætum listans. Sameiginleg uppstillingarnefnd myndi tilnefna mann í sjöunda sæt- ið og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði í áttunda sæti. Guðjón Ólafur sagði að ef tillagan yrði samþykkt í sameiginlegri við- ræðunefnd flokkanna á morgun yrði málið lagt fyrir stofnanir flokk- anna til formlegrar staðfestingar. Hann sagði að flokkunum yrði síðan frjálst að taka ákvörðun um hvern- ig þeir stæðu að uppstillingu í þau sæti sem þeir fengju úthlutað. Guðjón Ólafur sagði að einnig hefði náðst samkomulag um mál- efnagrundvöll framboðsins. Stefnt væri að því að það yrði einnig stað- fest í viðræðunefndinni á morgun. Samkomulag hefur náðst um framboð R-listans Samkomulagið staðfest á morgun ALÞINGI kemur saman í dag, þriðjudaginn 22. janúar, eftir jólaleyfi, en þingi var frestað hinn 14. desember sl. Gert er ráð fyrir nokkrum önnum á þingi næstu mánuð- ina, enda ætlunin að ljúka störf- um í vor talsvert fyrr en venja er, eða 24. apríl nk. vegna bæj- ar- og sveitarstjórnarkosninga í lok maí. Horfur í efnahags- málum ræddar utan dagskrár í dag Ýmis stór mál bíða afgreiðslu á vorþingi. Má þar nefna frum- varp iðnaðarráðherra til nýrra raforkulaga og um virkjunar- leyfi vegna Kárahnjúkavirkj- unar. Á fyrsta fundi þingsins á nýju ári er efnt til utandag- skrárumræðu um horfur í efna- hagsmálum. Málshefjandi er Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, en Dav- íð Oddsson forsætisráðherra er til andsvara. Hefst umræðan kl. 13.30. Meðal annarra mála sem eru á dagskrá þingsins í dag má nefna frumvarp félagsmálaráð- herra til nýrra barnaverndar- laga og frumvörp landbúnaðar- ráðherra til laga um búfjárhald, búnað og útflutning hrossa. Alþingi kemur saman eftir jóla- leyfi ÓLAFUR F. Magnússon læknir og framkvæmdastjórn Frjálslynda flokksins ákváðu á fundi sínum sl. föstudag að bjóða fram sameigin- legan lista við borgarstjórnarkosn- ingar í vor. Heiti framboðsins verð- ur F-listi, frjálslyndra og óháðra. Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokks- ins, segir að næstu daga og vikna bíði nú að þróa frekar málefnaskrá framboðsins og helstu stefnumál, enda þótt sameiginlegir snertifletir hafi komið í ljós í könnunarviðræð- um vegna framboðsins. Þá eigi eft- ir að ganga frá samkomulagi um niðurröðun á lista og eins sé þess að vænta innan skamms að tilkynnt verði hver muni fara fyrir listanum í borgarstjórnarkosningunum. F-listi frjálslyndra og óháðra býður fram VOPNAÐ rán var framið í sölu- turni í Hafnarfirði á laugar- dagskvöldið, þegar grímu- klæddur maður réðst inn í söluturninn, ógnaði starfs- manni með hnífi og hafði á brott með sér um 30 þúsund krónur. Ræninginn mun hafa neytt færis þegar enginn var að versla í söluturninum og lét þá til skarar skríða. Lögreglurannsókn stendur yfir hjá lögreglunni í Hafnar- firði og er ræningjans leitað. Hann var ófundinn í gær. Vopnað rán í söluturni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.