Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hefur óskað eftir form- legum viðræðum við Hafnar- fjarðarbæ um uppbyggingu stúdentagarða í bæjarfélag- inu. Hefur skipulags- og um- ferðarnefnd bæjarins lýst sig fúsa til viðræðna um málið. Í bréfi sem formaður stúd- entaráðs, Þorvarður Tjörvi Ólafsson, ritar til bæjarráðs segir að vegna mikillar eftir- spurnar eftir leiguhúsnæði á stúdentagörðum eigi nemend- ur úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur nær enga mögu- leika á að komast á stúdenta- garða Félagsstofnunar Stúd- enta. Námsmenn úr Hafnarfirði þurfi því að leigja sér dýrt húsnæði á almennum markaði í Reykjavík eða Hafn- arfirði. „Þótt leiga sé hærri í Reykjavík en í Hafnarfirði er minni kostnaður við samgöng- ur og meira úrval af leiguhús- næði. Fjöldi hafnfirskra há- skólastúdenta velur því að leigja í Reykjavík,“ segir í bréfinu. Nauðsynlegt að huga að dagvistarmálum Er bent á að háskólanemar séu hátekjufólk framtíðar og því sé það hagur sveitarfélaga að laða þá til sín. Bestu leið- irnar til þess séu uppbygging stúdentagarða og aukinn for- gangur fyrir börn stúdenta á leikskólaplássum. Nauðsyn- legt sé að huga að dagvistun- armálum í tengslum við upp- byggingu stúdentagarða og er bent á þrjár leiðir til að gera dagvistunarkerfið í Hafnar- firði stúdentavænna. Í fyrsta lagi þurfi að gera sérstakar ráðstafanir fyrir börn stúdenta á aldrinum sex mánaða til tveggja ára þar sem stúdentar séu oft með börn á þeim aldri. Til dæmis gæti bærinn stefnt að rekstri sér- staks leikskóla fyrir börn stúd- enta á þessum aldri eða skil- greina forgangsrými fyrir þau. Þá þurfi að auka niður- greiðslur með börnum stúd- enta sem fara á einkarekna leikskóla. Loks er lagt til að börn stúdenta njóti forgangs þó að einungis annað foreldr- anna sé í námi en í dag njóta börn hafnfirskra stúdenta ein- ungis forgangs séu báðir for- eldrar í námi. Í bréfinu kemur fram að for- maður Stúdentaráðs hafi átt viðræður við bæjarstjóra og er í framhaldinu óskað eftir form- legum viðræðum um samstarf í þessum efnum. Íbúðasvæðið á Völlum hentugt Bæjarráð Hafnarfjarðar vísaði erindi Stúdentaráðs til skipulags- og umferðarnefnd- ar sem í síðustu viku fagnaði ósk um samstarf varðandi uppbyggingu stúdentagarða. Í bréfi nefndarinnar til bæjar- ráðs kemur fram að nefndin telji íbúðasvæðið á Völlum vel til þess fallið að taka á móti uppbyggingu stúdentagarða. „Svæðið verður með hærri nýtingu en áður hefur tíðkast á nýbyggingarsvæðum í bænum og því stutt í almenna þjónustu og strætisvagna [...] auk þess sem þétt stígakerfi ætti að höfða til ungs fólks með börn.“ Lýsir nefndin sig fúsa til viðræðna um með hvaða hætti hún geti komið að slíku sam- starfi. Tilbúnir til viðræðna um stúdentagarða Hafnarfjörður AÐSÓKN í sundlaugar Hafnarfjarðar hefur aldrei verið meiri en í fyrra en þá komu 351.808 gestir í sund- laugarnar. Þar af komu 281.173 í Suðurbæjarlaug og 70.635 í Sundhöllina. Til samanburðar má geta þess að árið 1998 var að- sóknin í sundlaugarnar tvær 275.155 manns, árið 1999 komu 299.952 og á síðasta ári komu 318.827. Aukn- ingin árið 2001 var því 9,4% frá fyrra ári og samsvarar aðsóknin í fyrra því að hver Hafnfirðingur hafi komið 17 sinnum í sund á árinu. Morgunblaðið/Golli Sundlaugarnar hafa aldrei verið jafn vinsælar og í fyrra en þá fór hver Hafnfirðingur 17 sinnum í sund að meðaltali. Sundið vinsælt Hafnarfjörður SLÖKKVILIÐ höfuðborgar- svæðisins stefnir að því að opna nýja og fullkomna slökkvistöð í Skútahrauni í Hafnarfirði í apríl næstkom- andi. Um er að ræða stærsta og fullkomnasta bílasal sem slökkviliðið mun hafa yfir að ráða. Að sögn Jóns Viðars Matth- íassonar aðstoðarslökkviliðs- stjóra er nýja slökkvistöðin um 1.640 fermetrar að stærð. „Þetta er bygging sem við keyptum sem búið var að steypa upp en var ekki einu sinni fokheld. Svo buðum við út allar breytingarnar og inn- réttingarnar og verktakafyr- irtækið Feðgar úr Hafnarfirði var þar ódýrast og fékk verk- ið.“ Hann segir framkvæmd- um miða vel áfram og hafa staðist áætlun en gert er ráð fyrir að kostnaður við nýju slökkvistöðina verði alls um 200 milljónir. Jón Viðar segir stöðina bjóða upp á gífurlega mögu- leika sem ekki verði fullnýttir í upphafi. „Þetta verður svona framtíðarstöð. Þarna getur verið fjöldi bíla og í framtíð- inni sjáum við fram á að byggja upp búnað varðandi almannavarnir og annað slíkt. Slökkvistöðin í Skógarhlíð er stærri í fermetrum talið en þar er lagt meira upp úr skrif- stofum, þar er eldvarnareftir- litið, neyðarlínan og margt annað. En nýja stöðin er stærst hvað varðar bílasalinn sjálfan og lóðina í kring og að því leytinu til afburðastöð.“ Til að byrja með verður nýja stöðin mönnuð með starfsfólki úr gömlu stöðinni í Hafnarfirði, sem verður lokað þegar nýja stöðin verður tek- in í notkun. Segir Jón Viðar að um leið og stöðin verði opnuð fái slökkviliðið nýjan bíl sem verður hafður á nýju stöðinni auk þess sem þar skapast pláss fyrir varabíla sem hing- að til hefur þurft að leigja húsnæði undir. Morgunblaðið/Júlíus Við nýju slökkvistöðina í Skútahrauni fyrr í vetur en hún verður opnuð í apríl næstkomandi. Ný og fullkomin slökkvistöð brátt opnuð Hafnarfjörður ÍBÚASAMTÖK vesturbæjar Kópavogs árétta í nýlegri ályktun þá skoðun sína að starfsemi við Kópavogshöfn verði með þeim hætti að sem minnstir þungaflutningar verði eftir götum vesturbæj- ar. Segir í ályktuninni að þetta sé sérlega mikilvægt í ljósi fyrirhugaðrar aukinnar íbúðarbyggðar í bænum með tilkomu bryggjuhverfis. Pétur Eysteinsson, formað- ur íbúasamtakanna, segir flutningana ekki vera mikið vandamál eins og sakir standa en kveikjan að ályktuninni hafi verið fréttir af áhuga Atl- antsskipa á að nota höfnina til flutninga til Evrópu. „Ef það verður farið að nota höfnina sem uppskipunar- og útflutn- ingshöfn þá óttumst við þungaflutninga hérna um göt- urnar. Og þegar bryggju- hverfið verður komið þarna inn, eykst umferð enn frekar, sérstaklega eftir Kársnes- brautinni,“ segir Pétur. Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri Kópavogs, segir álykt- un íbúasamtakanna ekki koma sér á óvart. Þetta séu lifandi íbúasamtök sem fylgist vel með því sem er á döfinni í hverfinu. Hann segir bæjaryf- irvöld jákvæð gagnvart því að Atlantsskip nýti höfnina. „Við erum búin að byggja höfn og þá þarf að nota hana til þess að ná inn tekjum. Málið snýst um hvaða aðstöðu þeir þurfa þarna og við erum að láta bæj- arskipulagið skoða hvernig er hægt að koma þessu fyrir.“ Sigurður telur ekki ástæðu til að óttast mikla þungaflutn- inga samfara þessu. „Þetta verðurekki slík umferð þótt það komi eitt, tvö skip í mán- uði. Þetta er sú tegund skipa- flutninga sem við höfum verið að leita að og því má segja að þetta sé í jákvæðri athugun.“ Varðandi bryggjuhverfið segir Sigurður ekki útlit fyrir þungaflutninga í tengslum við gerð landfyllingar undir hverfið þar sem efni til fyll- ingarinnar verði tekið úr sjó. Ályktun íbúasamtaka vesturbæjar Óttast þungaflutn- inga við höfnina Kópavogur Bæjarverkfræðingur Kópa- vogs hefur sent Vegagerð- inni bréf þar sem óskað er eftir úrbótum til að auka um- ferðaröryggi á Vatnsenda- vegi. Er óskað eftir því að lýsing verði bætt auk að- gerða til að draga úr umferð- arhraða. Morgunblaðið greindi frá því í haust að hverfissam- tökin „Sveit í borg“ hefðu sent áskorun til bæjarstjórn- ar, Lögreglunnar í Kópa- vogi, Umferðarráði og Vega- gerð ríkisins um að bæta umferðaröryggi á veginum. Að sögn Þórarins Hjaltason- ar, bæjarverkfræðings Kópavogs, hefur hann nú sent Vegagerðinni bréf þar sem óskað er eftir slíkum úr- bótum. „Þetta er þjóðvegur og þar með er Vegagerðin við- haldari. Í erindi mínu til vegamálastjóra koma fram tillögur frá umferðarnefnd Kópavogs um bætta lýsingu á kaflanum frá brúnni og að afleggjaranum að Elliða- hvammi. Auk þess er óskað eftir því að settar verði tvær hraðahindranir sem væru mjókkun niður í eina akrein á tveimur stöðum. Staðsetn- inging þrenginganna yrði ákveðin endanlega í samráði við tæknideild Kópavogsbæj- ar,“ segir Þórarinn. Hann segir aðgerðirnar miða að því að draga úr um- ferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfaranda og vís- ar í erindi íbúasamtakanna í því sambandi. „Það hefur áð- ur komið erindi frá íbúum varðandi lýsinguna og bæj- aryfirvöld hafa áður óskað eftir því við Vegagerðina að lýsingin verði bætt. Það var síðan gert á litlum kafla frá Breiðholtsbraut og að brúnni við Elliðaár. Varðandi veg- kaflann sem hér um ræðir þá er einn og einn staur á hon- um en það er rétt að bæta þessa lýsingu að mínu mati.“ Erindi bæjaryfirvalda til Vegagerðarinnar um úrbætur til að auka öryggi á Vatnsendavegi Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúar segja vöntun á lýsingu á Vatnsendavegi ógna öryggi gangandi vegfarenda. Hér eru það bílljós sem lýsa upp bið- skýlið þar sem fólk bíður strætisvagnsins í myrkrinu. Lýsing verði bætt og þrengingar settar upp Vatnsendi SKIPULAGS- og bygginga- nefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Skugga- hverfis sem afmarkast af Skúlagötu, Klapparstíg, Lind- argötu og Frakkastíg. Eins og Morgunblaðið greindi frá í haust gengur til- lagan mun skemur í að fjar- lægja hús sem fyrir eru á svæðinu en fyrri tillögur. Tillagan verður auglýst um næstu helgi. Þá tekur við fjög- urra vikna auglýsingatími auk tveggja vikna athugasemda- frests þar sem íbúum gefst kostur á að koma með form- legar athugasemdir. Þær verðu svo yfirfarnar áður en skipulagið kemur til endan- legarar samþykktar. Deiliskipulags- tillaga auglýst Skuggahverfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.