Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Beinn sími sölumanna 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 274 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2002 BIC Atlantis penni Verð 91 kr/stk POST-IT minnismiðar í flestum stærðum. Stærð 76*76 mm 106 kr/blokkin og 12 blokkir saman í pakka Ljósritunarglærur. 100 stk í pakka. Verð 1.867kr/pk TRICOM reiknivél með strimli Verð 7.900 kr/stk NOVUS MASTER gatar 25 blöð. Verð 382 kr Ljósritunarpappír 400 kr/pakkningin NOVUS HEFTARI heftar 30 blöð. Verð 674 kr Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum.Fuji geisladiskar þar sem gæðin skara framúr 3 dagar í Slava! Miðasala opin alla virka daga kl 13-17 og fram að sýningu sýningardaga. Sími 4621400. www.leikfélag.is TÓNLISTARHÚSIÐ Laugarborg var formlega tekið í notkun á laug- ardagskvöld að viðstöddu miklu fjölmenni. Björn Bjarnason menntamálaráðherra ávarpaði samkomuna og lýsti yfir ánægju sinni með tónlistarhúsið. Laugarborg var félagsheimili fyrir Hrafnagilshrepp allt frá árinu 1959, en síðasta vetur var sú ákvörðun tekin í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og hjá hús- stjórn Laugarborgar að ráðast í viðamiklar breytingar á húsinu með það að markmiði að bæta að- stöðu til tónlistarflutnings þar. Flygillinn í húsinu næstu 5 ár Helsti hvati að breytingunum var ósk frá Tónlistarfélagi Akur- eyrar um að flygli í eigu minning- arsjóðs um tónlistarmanninn Ingi- mar Eydal yrði komið fyrir í húsinu þannig að tónlistarmenn og tónlistaraðdáendur fengju notið þessa vandaða hljóðfæris í góðu húsi. Við athöfnina skrifuðu þeir Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, og Þórarinn Stefánsson, formaður Tónlistar- félags Akureyrar, undir samning þar sem gert er ráð fyrir að flygill- inn verði í húsinu næstu fimm ár. Ráðgert er að tónleikahald á veg- um félagsins sem og Tónlistar- skóla Akureyrar verði að mestu leyti í Laugarborg. Húsið var nánast endurbyggt frá grunni og klætt var upp í loft í sal samkvæmt tillögum sérfræð- inga á sviði hljómburðar. Einnig voru gerðar lagfæringar á for- stofu, veggklæðningum í sal og ýmislegt fleira en um kostnaðar- samar breytingar var að ræða. Þeir tónlistarmenn, sem þegar hafa komið fram á tónleikum í hús- inu, lofa mjög þær breytingar sem þar hafa verið gerðar og segja húsið í hópi þeirra bestu á þessu sviði í landinu. Við athöfn í tilefni þess að húsið var tekið í notkun fluttu ávörp auk menntamálaráðherra, þeir Bjarni Kristjánsson og Eiríkur Hreiðars- son sem greindi frá sögu Laug- arborgar. Hannes Þ. Guðrúnarson lék ein- leik á gítar og Þuríður Baldurs- dóttir söng einsöng, þá lék Daníel Þorsteinsson einleik á flygilinn. Karlakór Eyjafjarðar söng nokkur lög undir stjórn Björns Leifssonar og djsshljómsveitin Hrafnaspark spilaði einnig. Loks léku félagar úr Hjómsveit Ingimars Eydal frá árinu 1993, en Ingimar lést það ár, fyrir troðfullu húsinu við góðar undirtektir. Tónlistarhúsið Laugarborg formlega tekið í notkun Flygillinn varð kveikjan að viðamiklum breytingum Morgunblaðið/Benjamín Hljómsveit Ingimars Eydal frá árinu 1993, Gunnar Gunnarsson, Grímur Sigurðsson, Þorleifur Jóhannsson, Inga Eydal og Snorri Guðvarðarson, flutti nokkur lög við vígslu tónleikahússins í Laugarborg. Björn Bjarnason ræddi meðal annars um þá miklu grósku sem væri í menningarlífi landsbyggðarinnar í ávarpi sínu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, og Þórar- inn Stefánsson, formaður Tónlistarfélags Akureyrar, undirrit- uðu samning um að flygillinn verði í Laugarborg næstu 5 árin. ENN ER óljóst hvort Akureyrar- bær mun sinna þeim verkefnum sem hann hafði með höndum fyrir ríkið sem reynslusveitarfélag, en verkefn- inu lauk formlega um síðustu ára- mót. Akureyrarbær hefur rekið Heilsu- gæslustöðina, séð um alla þjónustu við fatlaða og verið með samninga á sviði öldrunarmála. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri gat þess í ræðu sinni við fyrri umræðu um fjár- hagsáætlun að reksturinn hefði gengið vel og úttektir sýndu að þjón- ustan hefði verið rekin á hagkvæman hátt. Bæjarstjórn Akureyrar hefur lýst yfir vilja til að sinna þessum verkefnum áfram og ganga til samn- inga um þau á þeim grunni að allur kostnaður vegna þeirra verði viður- kenndur. Bæjarstjóri sagði ekki réttlætan- legt að greiða halla vegna þeirra úr bæjarsjóði, það væri engan veginn réttlætanlegt að taka til þess fjár- muni frá lögboðnum verkefnum sveitarfélagsins. Kristján Þór sagði þau tilboð sem fram hefðu komið frá viðkomandi ráðuneytum ekki hafa uppfyllt þessi skilyrði, en allt að 35 milljónum króna munar á þeim áætlunum sem félagssvið Akureyrarbæjar hefði gert og þeim fjárhæðum sem ráðu- neytin hafa boðið fram fyrir umsýslu bæjarins með þessum verkefnum. Áætlað er fyrir þessum verkefn- um í fjárhagsáætlun Akureyrarbæj- ar fyrir árið 2002 en gert ráð fyrir að kostnaður vegna þeirra verði greidd- ur af ríkinu. Heildarsamningsfjár- hæð vegna þjónustu við fatlaða og aldraða nemur um 1.100 milljónum króna. Tilboðin óviðun- andi SIGURRÓS Kristins- dóttir, fyrrum húsfreyja á Hálsi í Öxnadal, er 101 árs í dag, þriðjudaginn 22. janúar. Sigurrós fæddist á Gili í Öxnadal 22. janúar 1901, dóttir hjónanna Guðrúnar Maríu Sigurðardóttur og Kristins Magnússon- ar. Sigurrós býr hjá syni sínum Sigurði Ásgríms- syni á Akureyri. Hún er við ágæta heilsu en sjón og heyrn eru farin mjög að daprast. Sigurrós flutti 5 ára gömul að Geirhildargörðum í Öxnadal og dvaldi þar til 17 ára aldurs. Þá fór hún að Ytri-Kotum í Skagafirði og dvaldi þar í 3 ár en þá flutti hún í Bakkasel í Öxnadal og var þar í vinnu til 24 ára aldurs. Þar hitti hún mann sinn Ás- grím Halldórsson og eignuðust þau sex börn. Sigurrós og Ásgrímur keyptu jörð- ina Háls í Öxnadal árið 1925, byggðu hana upp og bjuggu þar til ársins 1963, fluttu þá til Akureyrar og bjuggu þar í þrjú ár. Þá fóru þau aftur heim á Háls og bjuggu þar til ársins 1973, er þau fluttu aftur til Akureyrar. Ásgrím- ur lést í janúar árið 1980. Elsti íbúi Akureyrar 106 ára Elsti núlifandi Akur- eyringurinn, sam- kvæmt upplýsingum frá íbúaskrá Akureyr- ar, er Elín Magnúsdótt- ir, sem búsett er á Dval- arheimilinu Hlíð en hún varð 106 ára 4. nóvem- ber sl. Næstelst er Jó- hanna Jónsdóttir, fædd 12. febrúar árið 1900, en Sigurrós Kristinsdóttir er þriðji elsti íbúi bæjarins. Kristín Ólafsdóttir er fjórði elsti íbúinn, fædd 6. júlí 1901 en hún og Jóhanna Jónsdóttir búa saman á Aðalstræti 32. Tveir karlar eru komnir yfir 100 ár- in, Brynjólfur Jónsson varð 100 ára 18. nóvember og Steinn Guðni Hólm varð 100 ára 1. desember sl. Brynj- ólfur dvelur á Kristnesi og Steinn Guðni á Hlíð. Árný Stígsdóttir, sem varð 100 ára 1. janúar sl., lést á Dval- arheimilinu Hlíð sl. sunnudag, 20. jan- úar. Sigurrós Kristins- dóttir 101 árs Sigurrós Kristinsdóttir SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli við Akureyri verður opnað á morgun, miðvikudag, í fyrsta sinn á þessum vetri. Nýja fjögurra sæta stólalyftan verður í gangi frá kl. 12–16.30 en lyfturnar í Strýtu, Hóla- og Hjalla- braut verða lokaðar. Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður Skíðastaða, sagði að enn vantaði meiri snjó í fjallið en að hann myndi falla til jarðar næstu daga. „Færið er hins vegar gott þar sem snjór er.“ Guðmundur sagði stefnt að því að hafa skíðasvæðið opið næstu daga og um helgina. Akureyringar hafa beðið óþreyju- fullir eftir því að skíðasvæðið í Hlíð- arfjalli yrði opnað á þessum vetri en á sama tíma í fyrra hafði svæðið ver- ið opið í um 30 daga. Guðmundur sagði að mikið hefði verið um fyr- irspurnir og að þá hefði verið stans- laus umferð bíla upp í Hlíðarfjall um helgina, þar sem fólk var að kynna sér aðstæður af eigin raun. Æfðu björgun úr nýju stólalyftunni Um helgina voru félagar í Björg- unarsveitinni Súlum að æfa björgun úr nýju stólalyftunni. Töluverð hæð er upp stólinn þar sem hæst er, eða um 10 metrar miðað við auða jörð. Guðmundur Karl sagði að ef svo ólík- lega vildi til að lyftan stöðvaðist, en til þess þyrfti röð óhappa, gæti fólk setið fast í lyftunni. Hann sagði þó ákaflega litlar líkur á að slíkt gerðist. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað á morgun Færið gott þar sem snjór er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.