Morgunblaðið - 22.01.2002, Page 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 37
ENGU er líkara en
varnarlið Þyrpingar af
báðum pólum hafi orð-
ið fyrir skelfilegu áfalli
þegar flett var mold-
um af fornskála í Að-
alstræti sem flestir
aðrir landsmenn
fagna. Þegar lagt var
til að reisa á þessu höf-
uðbóli þjóðarinnar
veglegt menningar- og
sögusetur svaraði
borgarstjóri: Það er
nóg af söfnum í
Reykjavík! Og setti
upp kaldan valds-
mannssvip sem
kannski hefur verið við hæfi á Torgi
hins himneska friðar en Reykvík-
ingum þótti skömm til koma. Betur
hefði henni sæmt að segja: Það er
nóg af hótelum í Reykjavík, því
Fréttablaðið hefur eftir fram-
kvæmdastjóra Samtaka ferðaþjón-
ustunnar „að manni rynni kalt vatn
milli skinns og hörunds þegar horft
væri á þann mikla [hótel]herbergja-
fjölda sem áformað væri að reisa“ í
höfuðstaðnum. Er það í verkahring
Reykjavíkurborgar að standa í
makki við Þyrpingarauðvaldið um
ennþá meira offramboð gistirýmis
en fyrirsjáanlegt er? Stæði borginni
ekki nær að einhenda sér í að leysa
húsnæðisvanda þeirra sem ekkert
heimili eiga og létu sér áreiðanlega
eitthvað látlausara lynda en 5
stjörnu hótel þegar þeir kæmu inn
úr útlegðinni? Dr. Gunnar Karls-
son, prófessor í sagnfræði, færði
gestum á merkum fundi þau tíðindi
úr fræðaheimi sínum að hér hefðu
engin söfn verið í fornöld og hló að
fyndni sinni eins og viturra manna
er vandi. Hins gat hann ekki að hér
hefði engin borg verið í fornöld og
enginn borgarstjóri, enginn háskóli
og enginn prófessor, en menningar-
og fræðasetur voru hér löngum og
fóstruðu sagnfræðinga sem voru
ekki ómerkari en Ingibjörg Sólrún
og dr. Gunnar sem kunna ekki að
greina milli safns og seturs. Eru
biskupssetrin í Skálholti og á Hól-
um kannski söfn biskupa? Fjár-
glöggur hæstráðandi Minjavernd-
ar, Sinfóníuhljómsveitar,
Edduútgáfu m.m. og hollur ráðgjafi
borgarstjóra um hótelbrask, Þröst-
ur Ólafsson hagfræðingur, leggur
sig í framkróka um að gera sem
minnst úr hinum merkilegu forn-
minjum þótt öll rök hnígi að því að
nákvæmlega á þessum slóðum hafi
fyrstu landnemar Íslands tekið sér
bólfestu. Nýjasta viðbáran er að
fornleifar hljóti eðli máls sam-
kvæmt alltaf að vera í kjallara af því
að þær komi úr jörðu! Slík „rök“
henta þeim sem telja fornminjarnar
best komnar undir gervifjalaketti,
en hvað ef enginn kjallari væri í
skálanum sem minjarnar hýsti?
Nú hefur vinnuhópur sem borg-
arstjóri skipaði 5. nóvember til að
gera tillögu um varðveislu og frá-
gang forminjanna við Aðalstræti
skilað áliti sem allt miðast við að
minjarnar undir gervi-
fjalakettinum þrengi
sem minnst að fyrir-
huguðu hóteli. Á teikn-
ingum sem tillögunum
fylgja er skálarústin
áþekkust eilítið íteygð-
um kanilhring úr bak-
aríi hvílandi í snoturri
öskju loklausri eins og
allri þessari lokleysu
hæfir. Til þess að nálg-
ast rústina eiga menn
að stinga sér niður í
miðjan kirkjugarð eins
og djákninn á Myrká
og marséra síðan und-
ir Aðalstræti, kringum
fornminjarnar og út aftur sömu leið
og þeir komu. Ég kom við hjá vöku-
manni Víkurgarðs, séra Hallgrími
Péturssyni sem stendur vaktina
hempuklæddur nótt og dag mótað-
ur meistarahöndum Páls á Húsa-
felli, og leitaði álits skáldsins á
þessu athæfi.
Blessaður Hallgrímur mátti ekki
mæla nema í tölum og endurtók í sí-
fellu: 50600, fimmnúllsexnúllnúll.
Ég gat mér strax til að fyrstu þrír
tölustafirnir vísuðu á fimmtugasta
passíusálm, sjötta vers sem þannig
hefst: „Forðastu svoddan fiflsku-
grein/ framliðins manns að lasta
bein.“ En hvernig átti að skilja
þetta núllnúll í lokin? Eftir langa
mæðu okkar beggja rann loks upp
fyrir mér tornæmum að guðsmað-
urinn vildi vekja athygli á að arki-
tektar hefðu sótt hugmyndina að
niðurfallinu í kirkjugarðinn í núllin
tvö í Bankastræti sem lengi hafa
verið vinsælir viðkomustaðir að-
þrengdra vegfarenda af báðum
kynjum og eru ýmist til vinstri eða
hægri eftir því hvort menn eru á
leið upp eða niður götu, svo segja
má að vinstri og hægri renni þar
sællega saman eins og í borgar-
stjórn Reykjavíkur þegar hags-
munir Þyrpingar eru annars vegar.
Í lauslegri skoðanakönnun
Fréttablaðsins 13. nóvember lýstu
67% aðspurðra sig mótfallin að reist
yrði hótel yfir fornminjarnar. Ég
fullyrði að enn stærra hlutfall
stuðningsmanna R-listans sé því
andvígt, og ekki þykir mér ólíklegt
að hver einasti kjósandi vinstri-
grænna sé á móti því. Er meirihluti
borgarstjórnar svo blindaður að
hann sjái ekki hve ógæfulegt er að
storka liðsmönnum sínum með
þessum hætti þegar kosningar fara
í hönd? Sé engin leið að hafa menn
ofan af þessari þráhyggju um hótel
í nánd við Aðalstræti mætti afstýra
ógnvænlegu menningarslysi með
því að reisa það frekar á fyrrver-
andi lóð Hótels Íslands eins og Ar-
inbjörn Vilhjálmsson arkitekt legg-
ur til í Mbl. 15. desember. Þannig
yrði Ingólfstorg leyst úr álögum í
leiðinni, en það hefur einhverra
hluta vegna aldrei náð að verða
neinum til gleði nema brettadrengj-
um.
Mig tekur sárt að sjá borgar-
stjórann kominn í bland við tröllin
eins og Málmeyjarkonan sem hvarf
í Hvanndalabjörg forðum. Ætli hún
að vera sameiningartákn andstæð-
inga Sjálfstæðisflokksins í kosning-
unum í vor er henni ráðlegast að
brjóta hið bráðasta af sér Þyrping-
arhlekkina.
Foringjadýrkun viðhlæjenda get-
ur reynst fallvölt fararheill.
Undir gervi-
fjalaketti
Einar Bragi
Höfundur er rithöfundur.
Miðbærinn
Mig tekur sárt, segir
Einar Bragi, að sjá
borgarstjórann kominn
í bland við tröllin.
SÍP SAMBAND ÍSLENSKRA PRÓFUNARSTOFA
Eurolab - ICELAND
FAGGILDING/VOTTUN PRÓFUNARSTOFA
Þann 24. janúar nk. heldur SÍP morgunverðar-
fund um faggildingu og vottun prófunarstofa.
Fundurinn verður haldinn á Grand Hóteli í fundar-
salnum Dal kl. 8:00-10:00.
Verð fyrir félagsmenn er kr. 1.000,
fyrir aðra kr. 1.500.
Stjórnin
DAGSKRÁ:
Vottun: Kjartan Kárason
frá Vottun hf.
Faggilding: Gunnar H. Guðmundsson
frá IMG.
Á ÁRINU 2000 var
tekin pólitísk ákvörðun
um að sameina skyldi
tvö stóru sjúkrahúsin á
höfuðborgarsvæðinu,
Landspítalann og
Sjúkrahús Reykjavík-
ur. Nokkrum árum áður
höfðu Landakotsspítali
og Borgarspítali runnið
saman í eina sæng með
tilheyrandi átökum.
Gerður var samning-
ur milli ríkis og Reykja-
víkurborgar. Stjórnar-
nefnd, sem að stærstum
hluta er kosin af Al-
þingi, er nú æðsta yfir-
stjórn hins sameinaða sjúkrahúss.
Forstjóri var ráðinn án auglýsingar.
Hann átti að baki farsælan feril sem
ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis-
ins en hafði enga reynslu í stjórnun
sjúkrahúsa. Með þessari ráðstöfun
var tónninn sleginn.
Þeir sem töluðu fyrir sameining-
unni sögðu að á Íslandi væri lítið
þjóðfélag sem ekki hefði efni á tveim-
ur hátæknisjúkrahúsum. Nauðsyn-
legt væri að sameina krafta og búa til
eina sterka einingu. Sameiningar-
menn töluðu einnig fyrir sterkari
tengslum við Háskóla Íslands og
töldu að í kjölfar sameiningarinnar
yrði akademískt starf meira og fjöl-
breyttara. Þeir lögðu áherslu á að ís-
lensk sjúkrahús ættu fyrst og fremst
í samkeppni við erlend sjúkrahús.
Andstæðingar sameiningarinnar
töldu að hún hefði í för með sér
skerta þjónustu við sjúklinga. Sam-
keppni á milli sjúkrahúsanna hyrfi.
Eitt sameinað sjúkrahús gerði allan
samanburð á mismunandi rekstrar-
formum innanlands ókleifan. Stór
stofnun leiddi til miðstýringar með
þeim göllum sem henni fylgja. Einn-
ig hyrfi allt valfrelsi sjúklinga og
starfsfólks. Andstæðingar samein-
ingar lögðu jafnframt áherslu á að
raunveruleg sameining gæti ekki átt
sér stað nema byggður yrði nýr spít-
ali.
Sameining
sjúkrahúsanna
Frá því að sjúkrahúsin voru sam-
einuð hefur framkvæmdastjórnin
unnið hörðum höndum að því að
skipuleggja starfsemi stofnunarinn-
ar, iðulega án þess að hafa mikið
samráð við lækna og annað starfs-
fólk. Reynt hefur verið að skilgreina
starfsemina upp á nýtt, ráðin hafa
verið erlend ráðgjafarfyrirtæki og
misvísandi ráð fengin. Fram-
kvæmdastjórn sjúkrahússins hefur
ákveðið að koma skuli hverri sér-
grein fyrir í annarri hvorri sjúkra-
húsbyggingunni. Deildir hafa síðan
verið á fleygiferð um spítalann. Sum-
ar verða í bráðabirgðahúsnæði, með
tilheyrandi kostnaði og óhagræði.
Þessi hringekja með deildir spítalans
truflar mjög starfsemina. Að lokum
er líklegt að sjúklingurinn og lækn-
irinn, er veit mest um vandamál
hans, verði hvor á sín-
um stað.
Nú er að störfum
nefnd undir forystu
fyrrverandi heilbrigð-
isráðherra sem tók
ákvörðun um samein-
inguna. Nefndin á að
gera tillögur um
framtíðaruppbyggingu
sjúkrahússins. Með
fyrrum ráðherra sitja í
nefndinni forstjóri
spítalans og rektor
Háskóla Íslands.
Æskilegt hefði verið að
niðurstöður nefndar-
innar hefðu legið fyrir
áður en lagt var upp í hina miklu
óvissuferð með sameining-unni.
Geðdeild
Í þeim hluta spítalans sem ég
þekki best til, geðdeild hins samein-
aða sjúkrahúss, hefur ýmislegt átt
sér stað á undanförnum mánuðum.
Móttökudeild með 12 rúmum hefur
verið lokað. Langtímaendurhæfing-
ardeild var flutt í mun minna hús-
næði þannig að ekki hafa allir sjúk-
lingar lengur sérherbergi. Hér er
augljóslega um að ræða samdrátt
sem aðallega kemur niður á þeim
langveiku sem eiga sér fáa talsmenn
í hremmingum sem þessum. Síðasta
stóra breytingin á geðsviði er flutn-
ingur geðdeildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur yfir á Landspítala, en
við þann flutning fækkar enn sjúkra-
rúmum fyrir bráðveika. Ákveðið hef-
ur verið að deildin fari í húsnæði sem
ekki verður tilbúið þegar hún flytur.
Þessu má líkja við að skurðstofa væri
opnuð til aðgerða meðan málarar
væru enn að störfum. Á sama tíma
og þessi mikla skerðing á þjónustu
við geðsjúka stendur yfir segist heil-
brigðisráðherra beita sér fyrir
auknu átaki í geðheilbrigðismálum!
Á nýju ári er frekari niðurskurður
boðaður.
Miðstýring
Vaxandi miðstýring kemur ber-
lega í ljós í ýmsum ákvörðunum
framkvæmdastjórnar. Gerð er krafa
um að læknar sem sinni stjórnunar-
störfum láti af læknisstörfum utan
sjúkrahússins. Störfum sem eiga sér
áratuga hefð og eru bráðnauðsynleg.
Í kjölfar þessara ákvarðana er lík-
legt að ákveðið verði að allir sérfræð-
ingar sjúkrahússins hætti sínum
stofurekstri. Þeir klókustu í hópi
lækna komast í kringum þetta með
því að stofna fyrirtæki. Fyrirtæki
sem gera stóra samninga við líf-
tæknifyrirtæki, lyfjafyrirtæki eða
jafnvel Tryggingastofnun ríkisins.
Framkvæmdastjórn verður að gæta
jafnræðis og huga að afleiðingum
ákvarðana sinna.
Til að gæta allrar sanngirni er
ljóst að yfirstjórn hins sameinaða
spítala er undir miklum þrýstingi frá
stjórnmálamönnum. Þegar gagnrýni
frá starfsfólki er haldið í skefjum
með ýmsum aðgerðum er eðlilegt að
stjórnmálamönnum finnist að allt sé
í stakasta lagi. Því miður hafa flestir
stjórnmálamenn skotið sér undan
því að takast á við heilbrigðismál.
Stærsti stjórnmálaflokkur þjóðar-
innar hefur ekki sinnt heilbrigðis-
málum um árabil og stundum látið
eins og þau mál væru ekki til.
Niðurlag
Sameinaður spítali mun leiða af
sér einokun og meiri miðstýringu en
þekkst hefur hingað til í íslensku
heilbrigðiskerfi og erum við þó ýmsu
vön. Þeir kraftar, sem búa í mann-
legu eðli, eru hnepptir í fjötra. Sam-
keppni og valfrelsi sjúklinga og
starfsmanna munu heyra sögunni til.
Allt tal um samkeppni okkar við ná-
grannaþjóðirnar í heilbrigðismálum
er röksemd sem ekki stenst nema að
hluta til. Staðreyndin er, að við
stöndum frammi fyrir pólitískum
ákvörðunum, sem hafa verið teknar,
en er auðvitað hægt að breyta.
Framkvæmdastjórn er ætlað hið
ómögulega og til lengdar verður það
þreytandi.
Gerðar hafa verið grundvallar-
breytingar á starfsemi sjúkrahús-
anna í Reykjavík. Flestir sjúklingar
eru með margháttuð heilbrigðis-
vandamál og aðgengi að sérfræð-
ingum í flestum greinum læknis-
fræðinnar verður að vera gott.
Aðskilnaður sérgreina gerir sam-
vinnuna mun erfiðari.
Eðlilegt aðhald hefur breyst í
kröfu um mikinn niðurskurð á þjón-
ustu. Vanhugsaðar skipulagsbreyt-
ingar munu einnig leiða til lakari
þjónustu. Hvenær ætla stjórnmála-
menn að vakna til lífsins?
Tómas Zoëga
Sameining
Vaxandi miðstýring,
segir Tómas Zoëga,
kemur berlega í ljós í
ýmsum ákvörðunum
framkvæmdastjórnar.
Höfundur er yfirlæknir á geðsviði
Landspítala – háskólasjúkrahúss
við Hringbraut.
Sameinaðir
stöndum við?
KVEN-
SÍÐBUXUR
3 SKÁLMALENGDIR
Bláu húsin við Fákafen.
Sími 553 0100.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga 10-16.