Morgunblaðið - 22.01.2002, Page 42
HESTAR
42 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ ÞEGAR hafa orðið alvarleg slysá fólki þar sem ekið hefur verið áhross. Það er að sjálfsögðu ekkertgamanmál að fá þrjú til fjögur
hundruða kílóa skepnu upp á bíl og eftir því
sem hraðinn er meiri verður margfeldis-
aukning þyngdarinnar meiri. Á síðastliðnu
hausti ók fólksbifreið inn í hrossahóp í ná-
grenni Reykjavíkur með þeim afleiðingum
að eitt eða jafnvel tvö hrossanna köstuðust
upp á bifreiðina og lentu fætur í gegnum
framrúðuna. Sagði ökumaðurinn, Skúli
Karlsson, að þak bílsins hefði rifnað frá og
framrúðan að sjálfsögðu brotnað í mél. Son-
ur Skúla hugðist fara með föður sínum í
þessa ferð en þar sem áliðið var og skóli
daginn eftir sagðist hann hafa ákveðið að
hann færi ekki með í þetta skiptið. Sagði
hann það mikla mildi því bíllinn sem er ónýt-
ur eftir áreksturinn var mjög illa farinn far-
þegamegin. Þá hafi það verið með ólíkindum
að hann sjálfur skyldi sleppa með einungis
skurði á höndum en að öðru leyti ómeiddur.
Við áreksturinn fannst Skúla eins og bíllinn
hefði farið út af en hann náði honum aftur
inn á veginn. Þrjú hross lágu á veginum illa
slösuð. Hrossahópurinn hvarf út í myrkrið
en kom til baka skömmu síðar og kom þá í
ljós að eitt þeirra var fótbrotið og það aflífað
á staðnum. Þarna var um að ræða 26 hrossa
hóp sem hafði sloppið úr girðingu í nágrenn-
inu. Sagðist Skúli hafa ekið um þarna
skömmu áður en þá hafi enginn hross verið
sjáanleg en þau hafi öll verið dökk að lit og
féllu mjög inn í myrkrið og svart malbikið
þegar þau voru komin upp á veginn rétt í
þann mund er Skúli ekur inn í hópinn. Hann
segist hafa haft örfáar sekúndur til umhugs-
unar áður en hann lendir inn í hópinn en
vegkanturinn var mjög hár þarna á báða
bóga og ekkert svigrúm til að sveigja
framhjá hrossunum. Um tveimur mánuðum
eftir að þetta gerðist lendir systursonur
Skúla í því að aka á hross skammt frá þess-
um stað þar sem eitt hross drapst. Enginn
hefur fundist eigandi að því hrossi sem var
ómarkað og án annarra merkinga eða auð-
kenna. Gera má ráð fyrir að finnist eigandi
verði gerð krafa á hann vegna tjóns á bif-
reiðinni.
Bíll Skúla var ekki kaskótryggður og situr
hann enn sem komið er uppi með tjónið. Eig-
andi hrossanna missti fjögur hross og hefur
hann gert kröfu á hendur tryggingaraðila
bifreiðarinnar sem hefur verið hafnað. Skúli
hefur ekki gert kröfu á hendur hestaeigand-
anum. Dómar hafa fallið í hæstarétti um
svipuð mál og hefur það vakið athygli að
rétturinn er farinn að leggja meiri kröfur á
herðar hestaeigendum. Dæmi er um að tekið
sé tillit til ástæðna fyrir veru hrossa á veg-
um í dómum. Hefur þá verið litið til þess
hvort eigandi eigi sök til dæmis með lélegu
viðhaldi á girðingum eða þá hinu hvort sann-
ast hafi að hrossin hafi sloppið út af völdum
utanaðkomandi aðila. Hlið þá verið skilin eft-
ir opin eða girðing rofin og ekki lokað aftur.
Þá skiptir miklu máli hvort lausaganga bú-
fjár sé bönnuð á svæðum sem um ræðir. Á
þeim stað sem Skúli ekur inn í hrossahópinn
er lausaganga bönnuð og því gæti málið snú-
ist um, ef það fer fyrir dómstóla, hvort
ástæðu fyrir veru hrossanna mega rekja til
trassaskapar eiganda þeirra eða hvort ut-
anaðkomandi aðilar hafi orðið þess valdandi
að hrossin sluppu út.
Rætt var við fulltrúa tryggingfélaganna
og voru þeir allir sammála um að ástandið í
þessum málum væri óviðunandi. Að sjálf-
sögðu töldu þeir mjög brýnt að hestaeigend-
ur fengju sér ábyrgðartryggingu á hross sín
því mikið gæti verið í húfi. Nú þegar hafa
orðið alvarleg slys á fólki og bent var á að ef
um manntjón í slíkum slysum væri að ræða
gæti bótakrafa á hendur hesteiganda hlaupið
á tugum milljóna króna. Einnig var bent á að
ábyrgðartryggingar á hross séu frekar ódýr-
ar, sérstaklega ef um mikinn fjölda hrossa er
að ræða. Ábyrgðartrygging á hrossum bætir
allt tjón sem hrossin geta valdið og má þar
nefna ef hestur slær mann með afdrifaríkum
afleiðingum, þá hefur komið fyrir að hross
sleppi inn á golfvelli og geta undir vissum
kringumstæðum valdið þar miklu tjóni.
Einnig eru dæmi um að hross hafi komist
inn í garða við íbúðarhús og gert þar „miklar
rósir“ og svona mætti áfram telja. Í sam-
antekt Huga Hreiðarssonar fulltrúa hjá
Sjóvá-Almennum yfir ákeyrslur á hross á ár-
unum 1994 til 2000 kemur fram að ekið hefur
verið á að meðaltali 37 hross á ári en verst
var ástandið 1995 þegar ekið var á 56 hross
á landinu. Framan af þessa tímabils bar
Skagafjörður þann vafasama heiður að tróna
á toppnum en árið 1996 var ekið þar á 17
hross en síðan hefur ástandið farið batnandi
því árið 2000 var aðeins ekið á eitt hross þar.
Leiða má hugann að því hvort ekki sé orð-
ið tímabært fyrir hagsmunasamtök hesta-
manna að fá tryggingafélög til viðræðna um
tryggingar hrossa almennt í ljósi þess að
skráning og einstaklingsmerking hrossa fer
nú mjög vaxandi og má ætla að innan fárra
ára verði mikill meirihluti hrossa á Íslandi
kominn með einstaklingsmerkinu. Það hlýt-
ur að skipta tryggingafélög miklu máli að
hafa fulla vissu fyrir því þegar tjón er gert
upp að verið sé að greiða fyrir tryggðan hest
en ekki einhvern annan sem er sagður annar
en hann er. Á þetta líklega fyrst og fremst
við um slysa- og líftryggingu hrossa sem er
óheyrilega dýr á Íslandi enda heyrir það til
undantekninga að hestamenn kaupi slíka
tryggingu.
Ekið hefur verið á á þriðja hundruð hrossa á sex ára tímabili
Dómstólar leggja
í ríkari mæli
ábyrgð á herðar
hestaeigendum
Morgunblaðið/Valdimar
Hestamenn þurfa að kappkosta að hross þeirra sleppi ekki úr girðingum og skynsamlegt er
að hafa þá ábyrgðartryggða, sér í lagi á stöðum þar sem bílaumferð er mikil.
Ábyrgðartrygging er hlutur sem allir hestaeigendur
þurfa að huga að. Á sex árum var ekið á 229 hross og í
ljósi þess að dómstólar leggja í ríkari mæli ábyrgð á
herðar hestaeigendum telja fulltrúar tryggingafélag-
anna brýnt að hestamenn firri sig ábyrgð á tjónum sem
geta orðið þegar ekið er á hross.
ÁHUGI fyrir hrossarækt hefur
aukist ár frá ári og sérstaklega
hefur verið um aukningu að ræða
meðal þéttbýlisbúa. Nýlega gerði
Ágúst Sigurðsson hrossarækt-
arráðunautur lauslega könnun á
því hvert væri hlutfallið á eign-
arhaldi hrossa sem koma til sýn-
inga milli svokallaðra tóm-
stundaræktenda og alvöru
bænda.
Skilgreining þessara tveggja
hópa var á þá leið að í hópi
bænda voru allir þeir sem stund-
uðu búrekstur á lögbýlum ýmist
með aðrar búgreinar auk hrossa-
ræktar eða þá einvörðungu með
hrossarækt og hana þá nokkuð
umfangsmikla og þaðan af meira.
Í tómstundahópinn voru hinir
sem búsettir eru í þéttbýli og
stunduðu hrossarækt í smáum
stíl.
Með þessa skilgreiningu í veg-
arnesti varð niðurstaðan sú að
einungis þriðjungur sýndra
hrossa á árunum 2000 og 2001
var í eigu alvöru bænda en tveir
þriðju hrossanna tilheyrði tóm-
stundahópnum. Sagði Ágúst að
þessi niðurstaða styddi þá stefnu
að sýningagjöld kynbótasýninga
ættu að standa undir kostnaði við
sýningarhaldið. Sagði hann að
bændur á lögbýlum væru í raun
búnir að greiða fyrir ráðunauta-
þjónustuna með búnaðargjöldum
en ekki væri um neitt slíkt að
ræða af hálfu tómstundarækt-
enda.
Þessi niðurstaða vísar ekki á að
hrossaræktin sé að færast úr
höndum alvöru bænda yfir á
hendur þéttbýlisbúa en fróðlegt
væri að gera samanburðarkönnun
á hlutfalli ræktenda á sýndum
hrossum á einhverjum árafjölda
sem sýndi hvaða þróun er í gangi
í ræktun hrossanna.
Stór skýring á því hversvegna
svo margir þéttbýlingar ættu svo
stóran hluta sýndra hrossa taldi
Ágúst þá að margir þeir sem
stunda kaup og sölu á hrossum
færu með hross í dóm til að fá
„verðmiða“ á þau. Ljóst væri að
sala á sýndum hrossum með
þokkalegan eða góðan dóm gengi
að jafnaði betur fyrir sig en ef
um ósýnd hross er að ræða.
Spurður um áhrif aukins áhuga
tómstundaræktenda á verðmynd-
un hrossa taldi Ágúst að vissu-
lega hefði það áhrif ef fjár-
hagsleg útkoma úr hrossarækt
skipti minna eða jafnvel engu
máli fyrir ræktandann þegar
kæmi að því að selja afurðirnar.
„En öllum er frjálst að rækta
hross og þannig á það að vera,“
sagði Ágúst og hann bætti við
„Það hefur verið afar erfitt fyrir
menn að lifa eingöngu af hrossa-
rækt. Sýnist mér að menn hafi
orðið að hafa eitthvað með til að
tryggja afkomuna. Hrossabændur
framtíðarinnar verða þeir sem
geta einnig geta tamið hrossin
sín sjálfir, sýnt þau og jafnvel
haft reiðkennslu með í dæminu“.
Hrossabændur
eiga aðeins
þriðjung sýndra
kynbótahrossa
Morgunblaðið/Valdimar
Aðeins einn þriðji hluti þeirra kynbótahrossa sem fram koma á kynbóta-
sýningum er í eigu bænda sem búa á lögbýlum og stunda búskap. Þessi
gæðingur, Dynur frá Hvammi, er hins vegar í eigu félagsskapar þar
sem eigendur eru úr báðum hópum. Knapi er Þórður Þorgeirsson.
TILRAUNASTÖÐ Háskólans á
Keldum var úthlutað tveimur og
hálfri milljón króna úr stofnverndar-
sjóði vegna rannsókna á DNA-grein-
ingu íslenska hrossastofnsins. Vil-
hjálmur Svansson veitir rannsókninni
forstöðu og sagði hann að lokið væri
sýnasöfnun úr hrossum á Kirkjubæ
og Árnanesi en fyrirhuguð væri sýn-
taka úr Hindisvíkurhrossum. Sagði
Vilhjálmur að enn væri verið að vinna
þróunarvinnu fyrir verkefnið en með-
al markmiða með rannsókninni væri
að skapa möguleika á að veita þjón-
ustu við ætternisgreiningu hrossa.
Þá hlaut Sæðingarstöðin í Gunn-
arsholti eina og hálfa milljón króna
vegna þróunar á frystingu sæðis.
Hólaskóla var synjað um framlög úr
sjóðnum og sagði Ágúst Sigurðsson
hrossaræktarráðunautur ástæður
þess einfaldlega fjárþurrð en fjórar
milljónir króna voru til úthlutunar.
Umsókn dýraspítala Austurlands
var hinsvegar synjað á þeirri for-
sendu að uppbygging dýraspítala
væri styrkhæf og samræmdist ekki
reglum sjóðsins að veita styrki í slík
verkefni að sögn Ágústs.
Keldur og
Sæðinga-
stöðin fengu
framlög
Úthlutað úr
stofnverndarsjóði