Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 43
ÞAÐ var sorglegt að fylgjast
með Ívansjúk byggja upp vinnings-
stöðu í fimmtu skák heimsmeist-
araeinvígisins í skák, en leika henni
síðan niður á örskotsstundu í tíma-
hraki og að lokum tapa skákinni.
Þar með hurfu möguleikar hans á
að hreppa heimsmeistaratitilinn í
skák, þótt enn séu þrjár skákir eft-
ir. Fræðilega á hann möguleika á
titlinum, en til þess þarf hann að fá
2½ vinning í lokaskákunum. Po-
nomariov stendur hins vegar með
pálmann í höndunum. Hann hefur
haldið sínu striki allan tímann og
nýju tímamörkin henta honum
greinilega betur en Ívansjúk. Það
stefnir því allt í að skákin eignist
sinn langyngsta heimsmeistara, en
Ponomariov er einungis 18 ára.
Hann þarf einn vinning úr síðustu
þremur skákunum til að verða
heimsmeistari og miðað við gang
mála fram til þessa verður honum
ekki skotaskuld úr því.
Það er spurning hvort þessi skák
eigi ekki eftir að fá ýmsa til að
íhuga réttmæti þeirrar stefnu
FIDE að stytta stöðugt umhugs-
unartímann í kappskák, jafnvel
þegar keppt er um æðstu metorð.
Margir hafa orðið til að gagnrýna
þessa stefnu, m.a. Gary Kasparov.
Skákskýrendur um allan heim voru
orðlausir yfir því sem gerðist í
skákinni í gær og ljóst var að
mörgum þótti illa komið fyrir sjálfu
heimsmeistaraeinvíginu þegar
svona nokkuð gerist. Skákin tefldist
þannig:
Hvítt: Ponomariov
Svart: Ívansjúk
Spænski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. 0–0 Be7 6. He1 b5 7.
Bb3 0–0 8. h3 Bb7 9. d3 d6 10. a3
Rb8
(Önnur leið er 10...Dd7, t.d. 11.
Rc3 Hae8 12. Be3 Bd8 13. Re2 d5
14. Rg3 d4 15. Bd2 Kh8 16. c4 Rg8
17. Hc1 g6 18. cxb5 axb5 19. Hc5 f6
20. Hxb5 Ba6 21. Hd5 Dc8 22. Dc2
Rce7 23. Hc5 c6 24. Ba5 Bxa5 25.
Hxa5 Db7 26.Bxg8 Hxg8 27.b4 og
hvítur vann (Shirov-Onischuk,
Nýju-Delhi 2000).)
11.Rbd2 Rbd7 12.Rf1 He8
13.Rg3 c6 14.Rh2--
(Nýjung. Eftir 14.Rf5 Bf8 15.Rh2
d5 16.Df3 Kh8 17.Bg5 h6 18.Bh4 g6
19.Re3 g5 20.Bg3 dxe4 21.dxe4 c5
22. Bxf7 Bxe4 23. De2 He7 24. Bh5
Rxh5 25. Dxh5 Bg7 26. Reg4 Bxc2
27. Rxh6 De8 28. Dxg5 He6 vann
hvítur í skákinni, Shirov-Adams,
Wijk aan Zee 1998.)
14...d5 15.Df3
(Eðlilegra virðist að leika strax
15. Rg4, t.d. 15. -- dxe4 [15. Rg4
dxe4 16. Rxe4 Rxe4 17. Hxe4 Rc5
18. Hxe5 Rxb3 19. cxb3 c5 19. cxb3
c5 og svartur hefur góða stöðu fyrir
peðið, sem hann fórnaði.)
15...g6 16. Ba2 Bf8 17. Bg5 h6
18. Bd2 Bg7 19. Rg4 Rxg4 20.
hxg4 Rc5 21. Had1 Hc8 22. Rf1 --
(Hvítur finnur enga haldgóða
áætlun í framhaldi skákarinnar og
fljótlega sígur á ógæfuhliðina hjá
honum.)
22...Re6 23. Dg3 Kh7 24. Rh2 f6
25. Rf3 c5 26. Dh2 Rd4 27. Rxd4
cxd4 28. c3 dxc3 29. bxc3 -
(Eftir 29. Bxc3 d4 30. Bd2 Hc2 er
hvíta staðan ekki beint glæsileg.)
29...dxe4 30. dxe4 De7 31. a4 --
(Hvíta peðinu á a-línunni verður
ekki bjargað.)
31. -- bxa4
32. Dh3 Hed8 33. Df3 Hc7 34.
Bc1 Hcd7 35. Bb1 De6 36. Hxd7
Hxd7 37. Bc2 Bc6 38. Hd1 Da2 39.
Hxd7 Bxd7 40. Dd1 Bb5 41. Be3
Dc4 42. Kh2 Bc6 43. Da1 Bf8 44.
Bb1 a3
(Einfaldast er 44...Bxe4, með
auðveldum vinningi fyrir svart.)
45.f3 --
45. -- Db3?!
( Eftir 45...Df1! á hvítur auðunnið
tafl, t.d. 46. Da2 Be8 47. Db3 Db5
48. De6 Dxb1 49. Dxe8 Bg7
50. Dd7 De1! 51. Bd2 Dh4+ 52.
Kg1 a2 53. Da4 Bf8! 54. Kf1 Dh1+
55. Ke2 a1D 56. Dxa1 Dxa1 o.s.frv.)
46. Da2 Ba4 47. Kg3 Kg7 48.
Dd2 g5 49. Ba2 Db7 50. Dd3 Be8
51. Dd5 Dxd5 52. exd5 a5 53. c4
Bb4 54. c5 Kf8 55. Kf2 Bb5 56. c6
Ke7 57. Ba7 Kd8
(Nú er málið ekki lengur einfalt
fyrir svart og Ívantsjúk verður svo
mikið um, að hann leikur skákinni
niður í tap. Eftir 57...Bd3 58. Ke3
Bf1 59. g3 Ba6 60. Bb3 a4 61. Ba2
Bd6 62. Bb6 Bb5 63. Ba7 er erfitt
að sjá, hvernig svartur kemst
áfram, en hann tapar ekki skák-
inni!)
58. Bb6+ Kc8 59. Ke3 a4 60.
Ke4 Be2 61. Kf5 e4 62. Ke6 exf3
63. d6 Bxd6 64. Kxd6
(og svartur gafst upp, því að við
hótuninni 65. Be6+ Kb8 66. c7+
Kb7 67. c8D+ er ekkert að gera.
Ótrúleg lok á skák í heimsmeist-
araeinvígi!)
Fjórðu skák einvígisins, sem
tefld var á laugardaginn, lyktaði
með jafntefli eftir hvassa tafl-
mennsku þar sem báðir keppendur
misstu af vænlegum vinningsleið-
um. Samkvæmt því sem fram kom
á blaðamannafundi eftir skákina
gerði hvorugur keppandinn sér þó
grein fyrir því hversu nálægt ósigri
hann var í skákinni fyrr en henni
var lokið og aðstoðarmennirnir
greindu frá afleikjunum. Fjórða
skákin hófst með sömu leikjum og
önnur skákin:
Hvítt: Ívansjúk
Svart: Ponomariov
Móttekið drottningarbragð
1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4 Rf6 4.
e5 Rd5 5. Bxc4 Rb6 6. Bb3 --
(Ívansjúk víkur frá 2. skákinni,
en hann náði betra tafli í henni, eft-
ir: 6. Bd3 Rc6 7. Re2 Bg4 8. f3 Be6
9. Rbc3 Bc4 10. Bxc4 Rxc4 11. 0–0
e6 12. a3 Dd7 13. Kh1 Be7 14. Db3
Rb6 15. Be3 0–0 16. Hac1 a5 17.
Hfd1 a4 18. Dc2 Hfd8 19. Rf4
o.s.frv.)
6...Rc6 7. Re2 --
(Eftir 7. Rf3 Bg4!? 8. Bxf7+ (8.
Rg5 Bxd1 9. Bxf7+ Kd7 10. Be6+
Ke8 11. Bf7+ er þekkt jafnteflis-
leið) 11. -- Kxf7 12. Rg5+ Ke8 10.
Dxg4 Dxd4 11. De2 Dxe5 12. Be3
Rd5 13. Rf3, með flókinni stöðu
(Júsupov-Portisch, 1985).
Enn önnur leið er 7. Be3, t.d.
7...Bf5 8. Rc3 e6 9. Rge2 Ra5 10.
Ba4+ c6 11. Bc2 Bxc2 12. Dxc2
Rac4 13. 0–0 Be7, jafntefli (Atalik-
Ponomariov 1999).)
7. -- Bf5 8. Rbc3 e6 9. 0–0 Dd7
(Í skákinni, Karl Þorsteins-Fom-
inyh, Reykjavík 1999, varð fram-
haldið 9...Rb4 10. a3 R4d5 11. Bc2
Bxc2 12. Dxc2 Be7 13. Re4 Dd7 14.
Bd2 Db5 15. Bg5 Bxg5 16. Rxg5 h6
17. Re4 Hd8 18. Hac1 0–0 19. Hfd1
Da4 20. Dd3 Rd7 21. R2c3 Rxc3 22.
Dxc3 Rb6 23. Dd2 Rd5 24. Rf6+
Kh8 25. Rxd5 Hxd5 26. Hxc7 Hfd8
27. Dc1 Hxd4 28. Hxd4 Dxd4 29. h3
Hd7 30. Hxb7 Hxb7 31. Dc8+ Kh7
32. Dxb7 og svartur vann í 35. leik,
líklega á tíma.)
10. Be3 0–0–0
(Eða 10...Hd8 11. Rg3 Bg6 12. h4
Rxd4 13. Bxd4 Dxd4 14. Df3 Dxh4
15. Dxb7 Bc5 16. Dc6+ Rd7 17.
Had1 Bb6 18. Hxd7 Hxd7 19. Hd1
0–0 20. Hxd7 Dxg3 21. Dxb6 Dxc3
22. bxc3 cxb6 23. Hxa7 Hc8 24. c4
h5 25. Hd7 Hc5 26. f4 b5 27. cxb5
Hxb5 28. Kf2 Hc5, jafntefli (Shírov-
Anand, Dortmund 1992).)
11. Dc1 --
(Nýr leikur í þessari stöðu.
Þekkt er 11. a3, sem reyndar hefur
verið talinn eini leikurinn, t.d. 11. --
Kb8 12. Ba2 Be7 13. b4 h5 14. Hc1
h4 15. Bb3 f6 16. exf6 gxf6 17. Ra4
Hhg8 18. Rf4 Rd5 19. Bxd5 exd5
20. Kh1 Bd6 21. f3 Hde8 22. Dd2
Dg7 23. Rxd5 Re7 24. Rac3 Bd3 25.
Hfe1 Rf5 26. Bf4 Rg3+ 27. Bxg3
Hxe1+ 28. Hxe1 Bxg3 29. hxg3
hxg3 30. Dxd3 Dh6+ 31. Kg1
Dh2+ 32. Kf1 Dh1+ 33. Ke2 He8+
34. Re3 Dxg2+ 35. Kd1 Dxf3+ 36.
Kd2 a6 37. De2 Dc6 38.
Dg4 f5 og hvítur vann (á tíma?)
(Margeir Pétursson-Speelman,
London 1994).)
Önnur leið er 11. -- h5!? (í stað
11. -- Kb8) 12. Dc1 f6 13. Hd1 Df7
14. exf6 gxf6 15. d5 exd5 16. Rf4
Kb8 17. Rcxd5 Bd6 18. Ba2 Dg7 19.
Rxb6 axb6 20. Re6 Bxe6 21. Bxe6
De7?! (21...Re5!) 22. Bd5 Re5 23. h3
c6, með örlítið betra tafli fyrir hvít
(van Wely-Kortsnoj, Wijk aan Zee
2000).)
11...Rb4 12. Hd1 Kb8 13. Rf4 c6
(Tryggir góð tök á d5-reitnum og
skorðar um leið bakstæða hvíta
peðið á d4.)
14. Dd2 h5 15. De2 --
(Drottningarferðalag Ívansjúks
er dálítið undarlegt, Dd1-c1-d2-e2.)
15. -- h4 16. Hac1 Be7 17. a3
R4d5 18. Rd3 --
(Uppskipti á d5 leiða einungis til
jafnrar stöðu.)
18...f6 19. Bd2 --
(Það er ekki til neins fyrir hvít að
leika 19. Rc5, t.d. 19...De8 20. Rxd5
Rxd5 21. Bxd5 exd5 22. He1 h3 23.
Bf4 Ka8 24. g4 Dg6 25. f3 o.s.frv.)
19...Bxd3
(Eftir 19...Rc7!? (veika peðið á d4
er í uppnámi) 20. Bf4! (20. Be3)
20...Dxd4!? 21. exf6 Dxf6
(21...Bxd3? 22. Bxc7+ Kxc7 23.
fxe7; 21, -- Bxf6? 22. Bxc7+ Kxc7+
23. Rb5+ og hvítur vinnur) 22. Be5
Bxd3 23. Hxd3 Dg5 24. He3 hefur
hvítur eitthvað þægilegra tafl.)
20. Dxd3 f5!
(Festir peðastöðuna á miðborð-
inu og framundan er peðasókn
svarts á kóngsvæng.)
21. Re2 g5 22. Bc2 g4 23. b4
Hdf8 24. Hf1 Dd8 25. f4 --
(Eða 25. b5 cxb5 26. Dxb5 f4 27.
f3 h3 28. fxg4 hxg2 29. Kxg2 Hh4
h3 f3+ 31. Hxf3 Hxf3 32. Kxf3
Hxh3+ 33. Kg2 Hh4 og svartur á
yfirburðastöðu.)
25...gxf3 ep 26. gxf3?! --
(Ívansjúk teflir djarft, en örugg-
ara hefði verið að leika 26. Hxf3
o.s.frv. Hugmyndin með leiknum í
skákinni er að sækja að h-peði
svarts í endatafli. Áhættan er fólgin
í gömlu spakmæli: Á undan enda-
taflinu settu guðirnir miðtaflið!)
26. -- Hfg8+ 27. Kh1 h3! 28. f4?
--
(Hvítur hefði átt að reyna 28.
Rg3, t.d. 28. -- Bh4 29. Hg1, t.d. 29.
-- Hg7 30. Bb3 Hhg8 31. f4 Hg4 32.
Hcf1, ásamt B-d1-f3 o.s.frv.)
28. -- Hg2?
(Þetta er sjálfsagt staðan, sem
Ívansjúk stefndi að, en bæði honum
og Pónó yfirsést, að í staðinn fyrir
28. -- Hg2 á svartur þrumuleik:
28...Re3!, t.d. 29. Hf3 (29. Bxe3?
Dd5+ og mátar; 29. Dxe3 Rc4 30.
Db3 Dd5+ 31. Hf3 Hg2 32. Bd1
Hf2 33. Rg1 Hxd2 34. Dxc4 Dxc4
35. Hxc4 Hxd1 36. Hg3 Bh4 37.
Hg6 (37. Hxh3 Hg8) 37. -- Bf2 38.
Hc3 Hh4 39. Hf3 Bxd4, með yf-
irburðastöðu fyrir svart) 29...Rxc2
30. Hxc2 Dd7 31. Rc3 Hg6 32.
Hxh3 Hxh3 33. Dxh3 Dxd4 með
mun betra tafli fyrir svart.)
29. Hf3 Dg8 30. Hg3 Hxg3 31.
hxg3 --
(Hvítur ætlar að vinna peð svarts
á h-línunni, en það dugar ekki til
sigurs. Einnig kom til greina að
leika 31. Rxg3 Dg4 32. Hf1 o.s.frv.)
31. -- h2 32. Hf1 Dg4 33. Hf2
Dh5 34. Bb3 Rc7 35. Df3 Dh3 36.
Hg2 Rbd5 37. Df2 Rb5 38. Bxd5
cxd5 39. a4 Ra3 40. Hxh2 Dxh2+
41. Dxh2 Hxh2+ 42. Kxh2 Rc4 43.
Bc3 Kc7 44. Kh3 b5! 45. axb5?! --
(Eðlilegra virðist að leika 45. a5,
t.d. 45...Re3 46. Rc1 Kc6 47. Rd3
Kc7 (47. -- Rg4 48. Kg2, ásamt Bd2
og Rf2) 48. Rc5 Bxc5 49. dxc5 d4!
50. Bxd4 Rd5 með flóknu endatafli,
sem virðist jafnteflislegt: 51. c6
Rxb4 52. Bxa7 Rxc6 53. Bb6+ Kb8
(einfaldara er 53. -- Kb7 54. g4
fxg4+ 55. Kxg4 b4 56. Be3 Rxa5
57. f5 Rc4 58. Bd4 exf5+ 59. Kxf5
Rxe5) 54. g4 b4 55. gxf5 exf5 56.
Be3 (56. e6!? b4 57. Bd4 Kc7 58. a6)
56. -- b3 57. Bc1 Rd8 58.Kh4 Re6
59. Kh5 Kb7 60. Ba3 Rxf4+ 61.
Kg5 Re6+ 62. Kxf5 Rc5, með jafn-
tefli, því að svarti riddarinn fórnar
sér á peðið á e-línunni og hvíta peð-
ið á a-línunni fellur einnig.)
45...Kb6?
(Einfalt er að halda jafntefli með
45...Re3 46. nBd2 Rc4 47. Bc1 Kb6
48. g4 fxg4+ 49. Kxg4 Kxb5 50. f5
exf5+ 51. Kxf5 Bxb4 52. Ke6 Kc6
o.s.frv.)
46. Be1? --
(Ívansjúk missir af leið sem
margir hafa haldið fram að leiði til
vinnings. Málið er mjög flókið, en
hugsanlegt framhald er: 46. g4!
Re3 (46. -- fxg4+ 47. Kxg4 Re3+
48. Kh5, ásamt K-g6-f7) 47. g5
Kxb5 48. g6 Bf8 49. Bd2 Rc2 50.
Rg3 Rxd4 51. Rh5 Rf3 52. Bc1
Kxb4 53. g7 Bxg7 54. Rxg7 o.s.frv.)
46...Re3
(Ekki 46. -- Kxb5 47. Rc3+ Kb6
(47. -- Kxb4? 48. Rxd5++, ásamt
49. Rxe7) 48. Ra4+ Kb5 49. Rc5
Bxc5 50. bxc5 Re3 51. Bc3 a5 52.
Kh4 a4 53. Kg5 a3 54. Kf6 Kc4 55.
c6 Kxc3 56. c7 a2 57. c8D+ Rc4 58.
Da6 Kb2 59. Kxe6 a1D 60. Dxa1
Kxa1 61. Kxd5 Re3+ 62. Ke6 og
hvítur vinnur.)
47. Bd2 Rc4 48. Be1 Re3 49. Bd2
Rc4 50. Be1 Re3
(jafntefli).
Tefldar verða átta skákir og er
teflt daglega 16.–24. janúar, nema
hvað 20. janúar var frídagur. Tíma-
mörkin eru 75 mínútur fyrir fyrstu
40 leikina og síðan 15 mínútur til að
ljúka skákinni, en 15 sekúndur
bætast við tímann eftir hvern leik,
allt frá fyrsta leik. Skákirnar hefj-
ast klukkan 13 og hægt er að fylgj-
ast með þeim á ICC, www.fide.com
og fleiri stöðum á Netinu.
Júlíus efstur á Skákþingi
Reykjavíkur
Júlíus Friðjónsson hefur haft for-
ystu á Skákþingi Reykjavíkur og
heldur henni enn þrátt fyrir tap í
sjöundu umferð gegn Páli A. Þór-
arinssyni. Fram að því hafði Júlíus
unnið allar sínar skákir og er með 6
vinninga. Staðan efstu manna eftir
sjö umferðir er þessi:
1. Júlíus Friðjónsson 6 v.
2.–4. Stefán Kristjánsson,
Páll A. Þórarinsson og
Bergsteinn Einarsson 5½ v.
5.–7. Björn Þorfinnsson,
Arnar E. Gunnarsson og
Ingvar Þór Jóhannesson 5 v.
8.–9. Sigurbjörn J. Björnsson og
Sævar Bjarnason 4½ v.
+ frestuð
o.s.frv.
Keppendur eru 54.
Bareev efstur í Wijk aan Zee
Evgeny Bareev (2.707) er efstur
á Corus-skákmótinu í Wijk aan Zee
eftir átta umferðir. Hann er með
5½ vinning eftir að hafa gert jafn-
tefli við Alexander Grischuk í átt-
undu umferð. Reyndar lauk öllum
skákum umferðarinnar með jafn-
tefli, nema hvað hollenski stór-
meistarinn Jan Timman (2.605)
sýndi enn einu sinn hvað í honum
býr og lagði Boris Gelfand (2.703).
Staðan á mótinu er þessi eftir átta
umferðir af þrettán:
1. Bareev 5½ v.
2.–5. Grischuk, Khalifman,
Morozevich, Adams 5 v.
6. Leko 4½ v.
7.–8. Dreev, Timman 4 v.
9.–12. Gelfand, Gurevich,
Lautier, Piket 3½ v.
13. Kasimdzhanov 2½ v.
14. Wely 1½ v.
SKÁK
Moskva
HEIMSMEISTARAEINVÍGIÐ Í SKÁK
16.1.–24.1. 2002
Nýju tímamörkin ráða
úrslitum í HM-einvíginu
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
AP
Skákmennirnir Vassily Ivanchuk og Ruslan Ponomariov.
ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir
- Lykilatriði, uppbygging og notkun -
Námskeið föstudaginn 1. febrúar
fyrir þá, sem vilja læra á nýjar útgáfur ISO 9000
gæðastjórnunarstaðlanna.
Farið er yfir megináherslur og uppbyggingu staðlanna og
hvernig má beita þeim við að koma á og viðhalda
gæðakerfi. Verklegar æfingar.
Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178,
kl. 8:30-14:45. Þátttökugjald kr. 18.500.
Nánari upplýsingar og skráning á www.stadlar.is eða í síma 520 7150.