Morgunblaðið - 22.01.2002, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 22.01.2002, Qupperneq 60
VEÐURSPÁ gerir ráð fyrir kuldakasti um allt land á næstu dögum, eftir óvenjuleg hlýindi að undanförnu. Frostið gæti far- ið í allt að 10 stig, en snjórinn lætur enn bíða eftir sér. Miðað við spána verður þó einhver éljagangur á Norður- og Aust- urlandi. Haraldur Eiríksson, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að í gærmorgun hefði verið nær frostlaust á landinu, fyrir utan smávægilegt frost sums staðar í innsveitum Norð- austurlands. „Við eigum hins vegar von á norðaustanátt með köldu lofti. Á morgun [í dag] ætti að vera komið frost um allt land, á bilinu 7–8 gráður all- víða.“ Ekki er búist við miklu hvass- viðri næstu daga. „Það verður einhver strekkingur,“ segir Haraldur. „Veðrið helst annars að mestu óbreytt miðvikudag og fimmtudag, en frostið gæti farið niður í um 10 gráður. Spáin ger- ir ráð fyrir að dragi úr frostinu sunnanlands á föstudag, þegar vindur verður austlægari.“ Lítill snjór í augsýn Íbúar Suðurlands og Vestur- lands geta ekki reiknað með neinni snjókomu á næstunni, en skíðamenn eru orðnir mjög óþolinmóðir eftir því að snjói á skíðasvæðunum. „Norðaust- anáttin gæti haft éljagang í för með sér á Norður- og Austur- landi, en það verður bjart í öðr- um landshlutum. Langtímaspá fyrir sunnudag gerir að vísu ráð fyrir einhverri snjókomu syðst á landinu, en við getum ekki sagt til um það enn hve langt inn á land hún nær.“ Kuldakast um allt land næstu daga MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. JEPPAMENN sem vilja reyna bíla sína þurfa að leggja á sig töluvert ferðalag til þess að komast í snjó þótt á miðjum vetri sé. Fimm jeppabifreiðar á vegum Fjalla- sports héldu á Langjökul til þess að reyna nýja tegund dekkja, svo- kölluð kevlar-dekk. „Við vorum á fimm bílum, alls sextán manns,“ segir Reynir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fjallasports. „Við fórum alveg upp á hábunguna á Langjökli. Það var smáskafrenn- ingur þegar við komum en síðan létti til og veðrið var mjög gott en þó fremur kalt. En útsýnið var al- veg frábært. Það er hins vegar svolítið sérstakt á þessum árstíma að þurfa að fara svona langt til þess að komast í snjó enda voru margir bílar og vélsleðar þarna á ferð.“ Reynir segist hafa stundað jeppaferðir í ein 17 til 18 ár en hann minnist þess ekki að hafa þurft að fara svona langt til þess að komast í snjó á þessum árstíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jepparnir á leið upp Langjökul. Þjónustumiðstöð Langjökuls í baksýn, Húsafell fjærst til vinstri. Langt í snjóinn fyrir jeppamenn VERSLUNIN Fjarðarkaup í Hafn- arfirði tilkynnti í gær verðstöðvun til 1. maí næstkomandi og að ákveðið hefði verið að lækka vöruverð um 3%. Ákvörðun um þetta var tekin um hádegisbil í gær en um helgina til- kynnti Byko 2% verðlækkun og Húsasmiðjan fylgdi í kjölfarið og lækkaði verð um 3%. Gísli Sigurbergsson, einn af eig- endum Fjarðarkaupa (FK), segir að með þessu vilji verslunin leggja sitt af mörkum til að stuðla að verðlags- lækkunum og verðhjöðnun í landinu svo verðbólgumarkmið, sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið sömdu um fyrir nokkrum vikum, ná- ist. Haft var samband við birgja, sem tóku að sögn Gísla vel í hugmyndina, en ekki hefur verið gengið frá samn- ingum um verðlækkanirnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að greinilegt væri að matvöru- verslunin hefði verið að krækja sér í aukabónus. Mikilvægt væri að mat- vöruverslanir gættu meira hófs í verðhækkunum og færu að dæmi byggingarvöruverslana, þar sem verð var lækkað um helgina. Allir yrðu að taka á ef takast ætti að halda aftur af verðhækkunum. Hagkaup og Bónus beita ekki flatri verðlækkun Morgunblaðið ræddi í gær við framkvæmdastjóra Hagkaups og Bónuss og sögðu þeir að í verslunum sínum yrði ekki beitt flatri verðlækk- un á allar vörur líkt og í Fjarðar- kaupum en þær myndu eigi að síður taka fullan þátt í samkeppni á mat- vörumarkaði. Finnur Árnason, framkvæmda- stjóri Hagkaups, segir að fyrirtækið bjóði mjög gott verð og tilboð á völd- um vörum og meira af slíku sé á döf- inni. Það skipti þó mun meira máli en „tímabundnar upphrópanir um verð“ að verslun í landinu verði búin sambærileg skilyrði og í nágranna- löndunum. Að sögn Guðmundar Marteinsson- ar, framkvæmdastjóra Bónuss, er álagning hjá fyrirtækinu í lágmarki og því hafi það minna svigrúm til verðlækkana en verslanir sem hafa háa álagningu. Bónus muni að sjálf- sögðu skila til neytenda öllum verð- lækkunum sem komi frá heildsölum. Ekki náðist í forstjóra Kaupáss, sem rekur verslanir Nóatúns, 11–11 og Krónunnar, í gærkvöldi. Fjarðarkaup lækka vöruverð um 3%  Vilja stuðla/31  Allir verða/31 STEFNT er að því að framkvæmdir við byggingu tónlistar- og ráðstefnu- húss ásamt hóteli við höfnina í Reykjavík verði kynntar í næsta mán- uði og í framhaldi af því fari fram for- val. Úrslit í samkeppni um skipulag svæðisins voru kynnt á sunnudag í Ráðhúsi Reykjavíkur og var tillaga ís- lensks arkitekts og þriggja danskra valin í fyrsta sæti. Verðlaunahafarnir eru Guðni Tyrf- ingsson, Lasse Groböl, Lotte Elkjær og Mikel Fischer-Rassmussen. Björn Bjarnason menntamálaráðherra seg- ir næsta skrefið vera að borg og ríki nái saman um kostnaðarskiptingu verksins. Gert er ráð fyrir einkafram- kvæmd og að hún verði greidd niður á 20 til 25 árum. Guðni Tyrfingsson, einn höfunda verðlaunatillögunnar, tjáði Morgunblaðinu í gær að hann hefði átt fund með borgarverkfræð- ingi. Sagði hann að þar hefði komið skýrt fram að einhugur væri um að nýta verðlaunatillöguna og þeim vilja lýsti líka Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Guðni segir til umræðu að tillagan verði sett í aðalskipulagið og segir hann það verða mun sterkara vegna fyrirhugaðs útboðs. Ólafur B. Thors, formaður sam- starfsnefndar ríkis og borgar, segir að þegar samningur um kostnaðar- skiptingu ríkis og borgar liggi fyrir verði unnt að hefja kynningu á verk- inu á Evrópska efnahagssvæðinu og í framhaldi af því verði forval. Úrslit kynnt í samkeppni um svæði við tónlistarhús Ríki og borg semja næst um kostnað  Verður/20 STORMUR var í Öræfasveit í gær- kvöldi og ekkert ferðafæri. Mjög hvasst var í kringum Vík í Mýrdal og Mýrdalssandur ófær vegna sandfoks samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Veðurathug- unarstöð í Öræfasveit mældi vind- hraða 23 metra á sekúndu í hörð- ustu hviðunum. Sigurður Gunnarsson á Hnappa- völlum, fréttaritari Morgunblaðs- ins, sagði að veðrið hefði ekki verið svo slæmt í byggð. „Hér fara allir á milli bæja en láta vera að ferðast lengra ef hjá því verður komist.“ Sigurður segir að hótelstýran í Skaftafelli hafi sagt veðrið þokka- legt þar, en bílstjórar vöruflutn- ingabíla, sem daglega eiga þar leið um seinnipartinn á leið sinni austur á land, hafi ákveðið að fara norð- urleiðina vegna veðurs. Sigurður segir að búast megi við auknu sandfoki á söndunum næstu daga, gangi veðurspáin eftir. Vegir ófær- ir vegna sandroks Ljósmynd/GPÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.