Morgunblaðið - 26.01.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isÍsland í draumariðli á EM í
knattspyrnu / B4
Íslendingar köstuðu
frá sér sigri / B2
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r26.
j a n ú a r ˜ 2 0 0 2
SIGURÐUR Marínósson, formað-
ur Landssambands útgerðarmanna
kvótalítilla skipa (LÚKS), segir að
ef tillögur sjómanna og útvegs-
manna um takmörkun á framsali
aflamarks verði að veruleika muni
um 200 útgerðir kvótalítilla skipa
verða gjaldþrota á einu ári.
Lögmaður sambandsins segir að
líklega stríði tillögurnar gegn
ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Í tillögum sjómanna og útvegs-
manna sem kynntar voru á
fimmtudag er m.a. lagt til að ekki
verði unnt að flytja meira aflamark
til skips en sem jafngildi tvöfaldri
kvótaúthlutun þess á einu ári.
Sigurður segir að alls hafi 172
bátar leigt til sín meira en helm-
ingi meiri kvóta en þeim var út-
hlutað á síðasta fiskveiðiári. „Ef
þessar tillögur yrðu að lögum
myndu að minnsta kosti 200 út-
gerðir fara á hausinn innan eins
árs. Hér í Þorlákshöfn myndu
tvær fiskvinnslur einnig verða
gjaldþrota innan ársins og senni-
lega hátt í 10 útgerðir. Af þessum
fyrirtækjum hafa væntanlega um
150 manns atvinnu. Ástandið er
svipað í mörgum byggðum í kring-
um landið,“ sagði Sigurður.
Samtök sjómanna og útvegs-
manna halda því fram að útgerðir
skipa sem kaupa til sín aflamark í
miklum mæli brjóti ákvæði laga og
kjarasamninga með því að draga
kostnað við kaupin frá heildarverð-
mæti afla og láti sjómenn þannig
taka þátt í kvótaleigunni. Eins að
brottkast sé mest stundað á kvóta-
litlum skipum.
Sigurður fullyrðir að útgerðir
kvótalítilla skipa geri upp við sjó-
menn á hærra verði en stórar út-
gerðir skipa, með nógan kvóta,
sem landi afla til eigin vinnslu.
Eins sýni kannanir að brottkast sé
mest stundað á togurum.
Ráðamenn taki á málum
„Ég vil að ráðamenn taki á þess-
um málum og að við fáum að leigja
veiðiheimildir af þjóðinni. Þó að
þessar tillögur séu ekki orðnar að
lögum er ljóst að við munum ekki
láta þær ganga yfir okkur þegj-
andi og hljóðalaust. Ráðamenn
eiga eftir að fara yfir þessar til-
lögur og ég vil bara minna á að nú
er aðeins rúmt ár í kosningar,“
segir Sigurður Marínósson, for-
maður LÚKS, ennfremur.
Brjóta gegn ákvæðum
stjórnarskrárinnar
Hilmar Baldursson, lögmaður
LÚKS, segir að ef tillögur sjó-
manna og útvegsmanna nái fram
að ganga sé ekki lengur grundvöll-
ur fyrir útgerð kvótalítilla skipa.
Hann segir rúmlega 100 kvótalaus
skip byggja alfarið á leigumark-
aðnum en þar að auki byggi 400 til
500 skip afkomu sína á leigukvóta
að stórum hluta. Því megi reikna
með að hátt í 2.000 sjómenn teng-
ist þessum skipum. Stór hluti
þeirra sé eigendur skipanna, auk
þess sem margir bátanna séu
minni en 12 metrar og því þurfi
ekki að lögskrá skipverja.
Hilmar segir að tillögurnar gætu
jafnvel brotið í bága við stjórn-
arskrána. „Í tillögunum er verið að
skerða atvinnufrelsi meira en eðli-
legt getur talist. Í Vatneyrardómn-
um segir Hæstiréttur að megin-
reglan í íslenska fiskveiðistjórn-
unarkerfinu sé sú að heimilt verði
að leigja og selja aflaheimildir. Þar
af leiðandi sé ekki verið að brjóta
gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár-
innar um atvinnufrelsi og ekki
gegn fyrstu grein laga um stjórn
fiskveiða, sem kveður á um að auð-
lindin sé sameign þjóðarinnar.“
Hilmar segir að á síðasta sólar-
hring hafi hann orðið var við mikla
samstöðu útgerðarmanna og sjó-
manna. Samstaðan nái einnig inn í
raðir fiskvinnslunnar sem byggi
hráefnisöflun sína að stórum hluta
á afla af kvótalitlum skipum.
Formaður LÚKS segir takmörkun kvótaframsals þýða endalok útgerðar kvótalítilla skipa
„Um 200 útgerðir
færu á hausinn“
Draga úr/10
Sagðar loka/11
JÚLÍUS Vífill Ingvarsson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hef-
ur ákveðið að gefa ekki kost á sér
til þess að leiða lista flokksins í
borgarstjórnarkosningunum í vor
og lýsir yfir stuðningi við Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
sem borgarstjóraefni flokksins.
Lýsir stuðningi við
Björn Bjarnason
Í yfirlýsingu sem Júlíus sendi
frá sér í gær segir hann: „Ég er
afar þakklátur þeim mikla fjölda
fólks sem á síðustu mánuðum hef-
ur sett sig í samband við mig og
hvatt mig eindregið til þátttöku í
prófkjöri um það hver leiða eigi
lista Sjálfstæðisflokksins í kom-
andi borgarstjórnarkosningum. Er
það ekki síst ánægjuefni fyrir mig
vegna þess að ég hef ekki gefið
neinar yfirlýsingar um að ég hyggi
á slíkt framboð. Ég hef þó vegna
áskorana íhugað það mál mjög al-
varlega. Um leið og ég ítreka
þakkir mínar til stuðningsmanna
vil ég segja að ég lít fyrst til hags-
muna Sjálfstæðisflokksins sem
heildar, þegar ég tek mína ákvörð-
un, vegna þess að ég er sann-
færður um að hag borgarbúa sé
best borgið nái Sjálfstæðisflokk-
urinn meirihluta í næstu borgar-
stjórnarkosningum. Til þess að svo
megi verða verður flokkurinn að
standa sameinaður og vinna ein-
huga að settu marki. Af þeim sök-
um hef ég ákveðið að gefa ekki
kost á mér til þess að leiða lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
og lýsi stuðningi mínum við Björn
Bjarnason, menntamálaráðherra,
sem ég vænti að gefa muni kost á
sér sem borgarstjóraefni Sjálf-
stæðisflokksins í borgarstjórnar-
kosningunum í maí næstkomandi.“
Júlíus sagðist í samtali við
Morgunblaðið hafa velt því alvar-
lega fyrir sér að gefa kost á sér í
fyrirhuguðu prófkjöri um 1. sæti
framboðslistans. Hann væri í eðli
sínu mjög hlynntur prófkjörsleið-
inni og kæmi úr þannig umhverfi
að sér væri það eðlislægt að keppa
til að ná þeim árangri, sem að væri
stefnt. Eftir að hafa vegið og met-
ið málið hefði hann hins vegar
komist að þessari niðurstöðu um
hvað væri flokknum fyrir bestu,
m.a. með tilliti til þess hversu
stutt væri í kosningarnar í vor.
Baráttuandi er
kominn í liðið
Júlíus var spurður hvaða áhrif
hann teldi það hafa fyrir borg-
arstjórnarflokk sjálfstæðismanna
að fá Björn Bjarnason í leiðtoga-
sætið. „Ég held að það sé mikill
fengur fyrir borgarstjórnarhópinn
að fá Björn til að leiða þessa kosn-
ingabaráttu. Hann er mikilhæfur
og reyndur stjórnmálamaður,“
sagði Júlíus.
Spurður hvort það kynni að hafa
einhver áhrif innan Sjálfstæðis-
flokksins að ekki verður viðhaft
prófkjör að þessu sinni sagði Júl-
íus að vissulega væru þeir til innan
Sjálfstæðisflokksins sem hefðu
kosið að flokksmenn veittu fram-
bjóðendum umboð sitt. „En ég
finn fyrir því að það er mikill hug-
ur í sjálfstæðismönnum, baráttu-
andi er kominn í liðið og ég veit að
menn munu allir standa saman
sem einn og það munu ekki verða
nein eftirmál af því þótt hætt sé
við prófkjör,“ sagði Júlíus.
Júlíus Vífill gefur
ekki kost á sér í
leiðtogaprófkjör
VERÖLD ungra Íslendinga er oft
afar takmörkuð sakir þess hversu
lágvaxnir þeir eru. Tyggjóklessur
á gangstéttum eru grannskoð-
aðar sem og brunahanar og
blómabeð en það sem ofar er sést
ekki öðruvísi en af hljótist háls-
rígur nema þá helst þegar stóra
fólkið kemur til hjálpar. Að fara
á þeysireið á háhesti er mikil
skemmtun þar sem útsýnið verð-
ur allt annað og betra. Allt í einu
má koma auga á andlit þar sem
áður voru bara hnésbætur og
glugga í stað húsgrunna. Á
stundum sem þessum er gaman
að eiga góðan og sterkan pabba.
Morgunblaðið/Ásdís
Útsýnis-
ferð í mið-
borginni FJÓRIR menn voru í gær úr-skurðaðir í gæsluvarðhald til 1.
febrúar en þeir eru, ásamt þremur
öðrum, grunaðir um að hafa svikið
út parket að andvirði á þriðju
milljón króna.
Parketið er þó ekki enn komið í
leitirnar og óskar lögreglan í
Reykjavík eftir upplýsingum um
málið. Um er að ræða Kährs-eik-
arparket og Bergen-eikarparket.
Málið er í rannsókn og því eru
atvik ekki að fullu ljós. Einhverjir
mannanna hringdu í tvær versl-
anir í Reykjavík á miðvikudag og
kynntu sig sem fulltrúa Fasteigna
ríkissjóðs. Höfðu þeir komist yfir
gögn sem gerðu þeim kleift að
staðfesta pantanirnar í gegnum
síma. Í öðru tilfellinu var parketið
sótt á sendiferðabíl en í hinu til-
fellinu létu þeir senda sér parket-
ið. Þegar þeir hugðust beita sama
bragði í þriðju versluninni náði
lögreglan að handtaka tvo þeirra.
Aðfaranótt fimmtudags voru hinir
fimm handteknir á tveimur stöðum
í borginni.
Ómar Smári Ármannsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn í Reykja-
vík, segir að allir mennirnir hafi
áður komið við sögu lögreglunnar.
Nokkrir þeirra eru grunaðir um
aðild að fleiri auðgunarbrotum í
borginni, m.a. að hafa svikið áfengi
að verðmæti rúmlega 600.000
krónur út úr Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins.
Gæsluvarðhald vegna
parketþjófnaðar