Morgunblaðið - 26.01.2002, Page 6

Morgunblaðið - 26.01.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÉRA Grímur Gríms- son, sóknarprestur og fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, er látinn. Grímur var fæddur í Reykjavík 21. apríl 1912. Foreldrar hans voru Grímur Jónas Jónsson cand. theol., skólastjóri á Ísafirði, og Kristín Kristjana Eiríksdóttir. Grímur lauk stúdentsprófi frá MR 1933. Hann stundaði verslunar- nám við Niels Brocks Handelsskole í Kaupmannahöfn 1934–35. Hann lauk prófi í guð- fræði frá Háskóla Íslands 1954. Grímur var ritari og fulltrúi við tollstjóraembættið í Reykjavík 1937–1954. Hann var sóknarprest- ur í Sauðlauksdal í Barðastrand- arprófastsdæmi 1954–63 og sinnti jafnframt Brjánslækj- arprestakalli um ára- bil. Frá árinu 1964– 1980 var Grímur sókn- arprestur við Áskirkju í Reykjavík, en eftir það var hann um tíma settur sóknarprestur í Staðarprestakalli í Súgandafirði. Grímur sat í stjórn Prestafélags Íslands frá 1966–78 og var for- maður félagsins í nokkur ár. Grímur stundaði bú- skap samhliða bústörf- um meðan hann sat Sauðlauksdal. Hann var fyrsti framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Vestur-Barða- strandarsýslu. Grímur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Sigríði Jóns- dóttur, 1939. Þau eignuðust þrjú börn. Andlát GRÍMUR GRÍMSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI Vallar- vina, sem hafa starfsleyfi til að af- greiða vöruflutninga- og farþegaflug- vélar á Keflavíkurflugvelli, segir að hingað til hafi fyrirtækinu verið gert ókleift að keppa um afgreiðslu far- þegavéla við Flugþjónustuna á Kefla- víkurflugvelli, dótturfyrirtæki Flug- leiða. Þórarinn Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Vallarvina, segir að lengst af hafi aðstaða fyrir önnur fyr- irtæki til að afgreiða stórar farþega- vélar ekki verið til staðar í Leifsstöð. Eftir að úr því var bætt síðastliðið sumar hafi gengið afar hægt að ná samningum um notkun á aðstöðunni og hafi Vallarvinum verið boðin óhag- stæðari kjör heldur en Flugþjónust- unni. Því sé allt tal um að lágfargjalda- flugfélaginu Go hafi verið í lófa lagið að semja við önnur fyrirtæki en Flug- þjónustuna um afgreiðslu fyrirsláttur einn. Eins og kunnugt er hefur Go ákveðið að fljúga ekki til Íslands í ár og gefur þær skýringar að lendinga- gjöld og afgreiðslukostnaður hér sé alltof hár fyrir lágfargjaldaflugfélög. Í fyrrasumar var fjórum af- greiðsluborðum bætt við í afgreiðslu- sal Leifsstöðvar. Segir Þórarinn að þegar Vallarvinir hafi sóst eftir að- stöðunni hafi Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hf. boðið óhagstæðari kjör en Flugþjónustan býr við. Fólst mis- ræmið í því að Vallarvinir voru krafð- ir um 300.000 króna lágmarksgjald á mánuði fyrir hvert afgreiðsluborð, en gjaldið þyrfti aðeins að greiða þá mánuði sem þau væru notuð. Þetta telur Þórarinn vera samkeppnis- hamlandi þar sem fyrirtæki eins og Vallarvinir sem eru að hasla sér völl í afgreiðslu farþegavéla geti illa tryggt nægileg viðskipti í upphafi til að standa undir svo háum gjöldum. Flugþjónustan afgreiði á hinn bóginn svo marga farþega að fyrirtækið gæti hæglega staðið undir slíku. Þá hafi Vallarvinir verið krafðir um sex dollara gjald fyrir hvern farþega en skv. gjaldskrá sem utanríkisráðu- neytið gefur út eigi gjaldið að vera fimm dollarar. Þessi mismunur hafi verið útskýrður með því að nýju borðin væru betur búin en hin eldri. Þórarinn segir að þegar nýju af- greiðsluborðin voru tilbúin í byrjun sumars í fyrra hafi verið of seint að tryggja viðskipti við þau flugfélög sem fljúga hingað að sumarlagi, s.s. Go eða þýska flugfélagið LTU. Hann minnir á að í byrjun ársins 2001 hafi samkeppnisráð í úrskurði sínum gert Flugstöð Leifs Eiríksson- ar að komast að samkomulagi við Vallarvini. Til þess fékk flugstöðin þriggja vikna frest en enn hefur þó ekki verið samið. Þórarinn segir að tíminn sé við það að renna út enda séu samningar um afgreiðslu far- þegaflugvéla gerðir með góðum fyr- irvara. Heldur hafi þó þokast í sam- komulagsátt á síðustu vikum. Ókleift að keppa um afgreiðslu farþegavéla RÍKISENDURSKOÐUN telur í umbeðinni skýrslu til Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra að þeir starfshættir við sölu ríkisjarða, sem tíðkaðir voru hjá jarðadeild landbúnaðarráðuneyt- isins árin 2000–2001, hafi á heildina litið verið í sam- ræmi við lög og reglur. Ekki er gerð athugasemd við verklag jarðadeildar og telur Ríkisendurskoðun miklar breytingar hafa átt sér stað til batnaðar frá því að síðast var gerð úttekt á starfsháttum deild- arinnar árið 1998. Á fyrrnefndu tímabili voru 43 rík- isjarðir seldar, þar af 8 samkvæmt heimild í fjár- lögum en aðrar samkvæmt heimildum í sérlögum. Í einu tilviki telur Ríkisendurskoðun að ekki hafi verið gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslu- laga þegar einn bræðra Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra keypti ríkisjörð sem hann hafði búið lengi á. Þetta er átalið og bendir Ríkisend- urskoðun á að skipa hafi átt seturáðherra til að fara með málið eins og gert hafi verið í sambærilegu máli þegar annar bróðir Guðna átti aðild að kaupum á ríkisjörð sem oddviti þess sveitarfélags sem keypti. Þá vék Guðni til hliðar og Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra var skipaður seturáðherra. „Þá sagði ég obb, obb, obb“ Landbúnaðarráðherra efndi í gær til blaða- mannafundar til að kynna niðurstöðu Ríkisendur- skoðunar. Hann sagðist líta svo á að niðurstaðan væri nokkurs konar heilbrigðisvottorð fyrir sig og tekið yrði tillit til þeirra athugasemda sem fram kæmu í áliti stofnunarinnar. Um jarðarsöluna til eins bróður síns sagðist Guðni meðtaka tilmæli Rík- isendurskoðunar. „Ég bendi á að málið var fullunnið í ráðuneytinu án þess að jarðadeild hefði haft um það grun að einn af fjölmörgum bræðrum mínum ætti þar í hlut. Far- ið var með reglubundnum hætti með söluna, sem var samkvæmt heimild í 38. grein jarðalaga og var söluverð matsverð Ríkiskaupa. Þegar kom að und- irritun afsals kom skyldleiki aðila í ljós og hefði ráðuneytið á þeim tíma mátt koma málinu til setu- ráðherra, þrátt fyrir að það hafi verið fullunnið af starfsmönnum þess. Sjálfsagt hefur bróðir minn hugsað sem svo, sakir mikillar umræðu um jarða- sölur ríkisins, að hann ætlaði sér ekki að blanda mér í sín mál,“ sagði Guðni og upplýsti jafnframt um sölu á ríkisjörð sem annar bróðir sinn hefði átt aðild að fyrir um ári. Sá hefði haft samband við sig í ráðu- neytið sem oddviti Gaulverjabæjarhrepps þegar hluti jarðarinnar Brandshús var keyptur. „Þá sagði ég við hann: „Obb, obb, obb. Við meg- um ekki einu sinni ræða þetta. Málið verður að fara eftir þeim leiðum sem nú eru í lögum og ég verð að setja seturáðherra í málið.“ Sem ég og gerði og fékk Pál Pétursson að málinu. Það er auðvitað ljóst að nú verða allir sem ætla að eiga viðskipti við ráðuneytið og eru Ágústssynir eða Ágústsdætur, settir í sér- staka rannsókn hvort þeir séu náskyldir þeim er hér stendur,“ sagði Guðni og minnti á með bros á vör að hann ætti fimmtán systkini. Ekki þörf á að takmarka upplýsingar til Alþingis Landbúnaðarráðherra kynnti jafnframt nýlegt svarbréf frá forsætisráðherra varðandi hvort lög leyfðu honum að veita Alþingi upplýsingar um sölu ríkisjarða, líkt og fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jó- hannesdóttur þingmanns gekk út á á sínum tíma. Telur forsætisráðherra að upplýsingar um söluverð ríkisjarða varði ekki svo viðkvæma almannahags- muni að þörf sé á að takmarka aðgang Alþingis að þeim. Ekki sé þó þörf á að upplýsa um nöfn kaup- enda. Guðni sagðist vera sammála forsætisráðherra og hann myndi virða niðurstöðu hans í upplýsinga- gjöf til þingsins. Í samræmi við þessa niðurstöðu ákvað Guðni að setja inn á vef landbúnaðarráðu- neytisins í gær upplýsingar um sölu ríkisjarða á ár- unum 1997–2001 í þeim tilvikum sem samningar hafa verið þinglýstir. Er ætlunin að uppfæra þessar upplýsingar framvegis eftir þörfum. Slóðin er www.stjr.is/lan. „Ég tel það ekki þjóna neinum hagsmunum eða tilgangi af hálfu hins opinbera að þannig sé farið með sölu ríkiseigna að það veki tortryggni í garð ráðherra eða ráðuneytis,“ sagði Guðni. Meðhöndlun greiðslumarks við sölu ríkisjarða eðlileg Á fundinum í gær svaraði Guðni einnig þeirri gagnrýni sem kom fram í síðasta mánuði frá Lúðvík Bergvinssyni þingmanni um að ríkið hefði ekki met- ið greiðslumark jarða sinna til fjár við sölu þeirra og því ekki gætt hagmuna hins opinbera. Guðni sagði að í áliti Ríkisendurskoðunar kæmi m.a. fram að við mat á verðgildi jarða væri miðað við að ábúandi ætl- aði að stunda þar áfram landbúnaðarstarfsemi. „Ef hafður er í huga tilgangur jarðalaga, sem er að vernda landbúnaðarhagsmuni, verður að telja þetta viðmið eðlilegt, ef annað liggur þá ekki fyrir. Að fengnum meðmælum sveitarstjórna og jarðanefnda með kaupum ábúenda miðar landbúnaðarráðuneyt- ið við að áfram verði stunduð atvinnustarfsemi á ríkisjörðum við sölu þeirra og verður að telja með- höndlun greiðslumarks við sölu eðlilega í því ljósi,“ sagði Guðni. Einnig kom fram í máli ráðherra að hann ætlaði á næstunni að kynna fyrir ríkisstjórn og Alþingi drög að nýju frumvarpi að jarðalögum sem hann von- aðist til að yrðu afgreidd á vorþinginu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu landbúnaðarráðuneytisins á ríkisjörðum kynnt á blaðamannafundi í gær Starfshættir ráðuneytisins almennt í samræmi við lög Upplýsingar um sölu ríkisjarða 1997–2001 á vef ráðuneytisins Morgunblaðið/Ásdís „Málið var fullunnið í ráðuneytinu án þess að jarðadeild hefði haft um það grun að einn af fjölmörg- um bræðrum mínum ætti þar í hlut,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra m.a. um sölu á ríkisjörð til eins bróður síns. Við hlið hans er Guðmundur Björgvin Helgason ráðuneytisstjóri. SÝSLUMAÐURINN í Kópavogi krefst þess að karlmaður, sem deilt er um hvort sé stjórnandi Eystra- saltsviðskipta ehf. eða starfsmaður fyrirtækisins, verði dæmdur til refs- ingar og greiðslu sakarkostnaðar á grundvelli ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlend- inga með því að hafa á tímabilinu 30. ágúst til 28. október sl. ráðið níu Litháa til starfa við byggingarvinnu í Kórsölum 5 í Kópavogi. Mennirnir störfuðu þar til 7. nóvember sl. þrátt fyrir að enginn þeirra væri með at- vinnuréttindi á Íslandi. Ákærði neitar sök og krefst verj- andi hans sýknu og heldur því fram að skortur ákæruvalds á sönnunum eigi að leiða til sýknu. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem ákært er fyrir brot af því tagi sem um ræðir hér á landi. Málflutningur fór fram í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fram kom hjá saksóknara að ákærði hefði bent á mennina níu þeg- ar lögreglan í Kópavogi handtók þá við nýbyggingu í Salahverfi og sagt þá vera í vinnu hjá sér. Bentu gögn málsins til þess að ákærði hefði stjórnað fyrirtækinu, en við skýrslu- töku fyrir dómi í gær bar ákærði að hann starfaði sem rafvirki hjá fyr- irtækinu og Litháarnir hefðu ekki verið á hans vegum. Sagði saksóknari framburð ákærða ótrúverðugan. Verjandi ákærða krefst sýknu og bendir á að rannsókn málsins hafi verið í andstöðu við 67. gr laga um meðferð opinberra mála. Þá hafi ákæruvaldið ekki lagt nein bókhalds- gögn fram í málinu sem sanni sök ákærða. Þá telur hann að aðildar- skortur leiði til sýknu þar sem ákær- an hefði átt að beinast að Eystra- saltsviðskiptum en ekki ákærða. Þá telur verjandi að verknaðarlýs- ing í ákæru sé óljós og gagnrýnir hann ákæruvaldið fyrir að byggja á framburði Litháanna sem ekki hafi verið staðfestur fyrir dómi, en þeir fóru úr landi, sem fyrr segir, í nóv- ember. Þá vekur verjandi athygli á því að ekkert vitni hafi séð þá við vinnu daginn sem þeir voru handteknir, en fram kom við aðalmeðferðina að þeir voru að setjast að snæðingi í vinnu- göllum við nýbygginguna. Neitar að hafa brot- ið lög um atvinnu- réttindi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.