Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 13 UNDANÚRSLIT verða í spurn- ingakeppni kvenfélagsins Baldurs- brár annað kvöld, sunnudagskvöld, 27. janúar og hefst keppni kl. 20.30 í safnaðarsal Glerárkirkju. Átta lið keppa en þau eru frá Brekkuskóla, DV, Lögreglunni, Morgunblaðinu, Norðlenska, prest- um, Síðuskóla og trillukörlum. Aðgangseyrir er 700 kr. og gildir aðgöngumiðinn sem happdrætt- ismiði. Allur ágóði rennur í söfnun fyrir steindum glugga í Glerárkirkju. Skemmtiatriði, kaffi og drykkir í hléi. Spurningakeppni Baldursbrár KAMMERKÓR Norðurlands heldur tónleika á tveimur stöðum um helgina, á Hólum í Hjaltadal klukkan 21 í kvöld, laugardagskvöld, og í Dal- víkurkirkju klukkan 16 á sunnudag. Stjórnandi kórsins er Guðmundur Óli Gunnarsson. Kórinn flytur nú sömu efnisskrá og á tónleikum sem haldnir voru á Þórs- höfn, Kópaskeri og Akureyri í nóv- ember. Á umræddri efnisskrá eru fimm enskir madrígalar frá endur- reisnartímanum og tvö þekkt ma- drígalettó eftir Atla Heimi Sveinsson. Einnig sérstætt verk eftir Þorstein Hauksson, Sapientia, þar sem reynir mjög á einbeitingu kórfélaga í flutn- ingi. Hildur Tryggvadóttir sópran syngur einsöng með kórnum í verkinu Music for a While eftir Henry Purcell. Loks eru á efnisskránni fjögur verk eftir samtímamenn. Kammerkór Norðurlands skipa um 18 söngvarar víða að af Norðurlandi, allt frá Sauðárkróki og austur á Kópasker. Kórinn leggur metnað sinn í að flytja krefjandi kórverk á vandaðan hátt. Tónleikar á Hólum og Dalvík NOKKRIR af fremstu tónlistar- mönnum þjóðarinnar munu koma fram á tónleikum í tónlistarhúsinu í Laugarborg næstkomandi laugar- dag, 2. febrúar. Söngvararnir Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú, Bergþór Pálsson og Óskar Pétursson koma fram sem og Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, Sig- urður Ingvi Snorrason, klarínett, og Páll Einarsson, kontrabassi, leika undir. Forsala aðgöngumiða á tónleikana hefst í dag, laugardaginn 26. janúar, í Bókvali-Pennanum. Stórtónleikar í Laugarborg Í DAG, laugardag, og á morgun, sunnudag, verður boðið upp á troðn- ar gönguskíðabrautir fyrir almenn- ing (byrjendur) á Íþróttavellinum á Akureyri (Akureyrarvelli) frá því birtir og til kl. 22:00. Hér er um tilraun að ræða til að koma til móts við þá sem styttra eru komnir í gönguskíðaíþróttinni. Athygli er vakin á því að göngu- skíðabrautir eru einnig troðnar á úti- vistarsvæðunum í Kjarnaskógi og í Hlíðarfjalli. Gönguskíðabraut á Akureyrarvelli „ÞETTA var góður fundur og við áttum hreinskilnislegar umræður um þá möguleika sem fyrir hendi eru,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands Íslands, en hann og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, áttu síð- degis í gær fund með Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á Ak- ureyri, og Jakobi Björnssyni bæj- arfulltrúa, en þeir félagar hafa á síðustu dögum hitt forsvarsmenn nokkurra sveitarfélaga og rætt við þá um með hvaða hætti þau geti tekið þátt í að halda verðbólgu í skefjum. „Það er okkar skilningur að fullur vilji sé fyrir því hjá sveit- arfélaginu að taka á þessum hlut- um af ábyrgð, en við fengum engin loforð um að gjaldskrár yrðu lækkaðar,“ sagði Gylfi. Fyrir ligg- ur tillaga um 8% hækkun leik- skólagjalda, en hún verður tekin til afgreiðslu við síðari umræðu um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs í næstu viku. „Við áttum ekki von á svör- um á þessum fundi um leikskóla- gjöldin, en það má líka benda á að nú um áramót var gjaldskrá fyrir heitt vatn lækkuð og það er mik- ilvægt,“ sagði Gylfi. Morgunblaðið/Kristján Kristján Þ. Júlíusson bæjarstjóri, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Fullur vilji til að taka á málum af ábyrgð ASÍ-menn á fundi á Akureyri HEILSÁRSHÚS Í HRÍSEY TIL SÖLU 4 HERB. EINBÝLISHÚS Í HRÍSEY Á EINNI HÆÐ. STÆRÐ 108 FM. UPPLÝSINGAR Í SÍMA 461 4079 Bolir 1.699 - 1999 kr. Gallabuxur 2.999 kr. Joggingpeysa 2.499 kr. Joggingbuxur 2.499 kr. N‡jar vörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.