Morgunblaðið - 26.01.2002, Page 15
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 15
KÝRIN Perla á Kvíabóli í Ljósa-
vatnshreppi er stigahæsta kýr
landsins hvað varðar útlit en
brjóstmál hennar er vel yfir tveir
metrar og hlaut hún 91 stig í heild
þegar hún var skoðuð og mæld.
Perla er eign Marteins Sigurðs-
sonar, bónda á Kvíabóli, og konu
hans, Kristínar B. Bragadóttur,
sem lengi hafa búið
með nautgripi en hjá
þeim eru 60 mjólk-
andi kýr.
Perla er ekki bara
afburðakýr að allri
gerð og skapi heldur
skilar hún gríð-
arlega efnaríkri
mjólk og var prót-
ínhlutfall hjá henni í
fyrra 3,95% og fitu-
hlutfall 4,78%. Faðir
Perlu er Klaki sem
er landsþekkt naut
en móðir hennar er
einnig mjög mikil
kýr og mjólkaði á
síðasta ári yfir 8.000
kg. Hún er tólf ára
og hefur því enst
mjög vel.
Þingeysk
kýr með
hæsta útlits-
dóm landsins
Laxamýri
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Marteinn Sigurðsson og Kristín Björg Braga-
dóttir á Kvíabóli með kúna Perlu sem hlotið hef-
ur mjög hátt kynbótamat.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Starfsfólk Skessuhorns frá vinstri: Sigurður Már Harðarson, Guðrún
Björk Friðriksdóttir, Gísli Einarsson ritstjóri og Sigrún Sigurðardóttir.
Á myndina vantar Hjört Hjartarson og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur.
Útbreiðsla
Skessu-
horns
vaxandi
Borgarnes
ÚTBREIÐSLA héraðsfréttablaðs
Vesturlands, Skessuhorns, hefur
farið vaxandi. Blaðið teygir anga
sína út á Snæfellsnes, inn í Dali og á
Akranes, en höfuðstöðvarnar eru
hér í Borgarnesi. Útbreiðsla blaðsins
er víðtæk en samkvæmt upplýsing-
um Gísla Einarssonar ritstjóra er
það eitt af þremur útbreiddustu hér-
aðsfréttablöðum á landinu. Blaðið
byggist bæði á áskrift og auglýsing-
um og þar starfa fimm manns í fullu
starfi auk eins í hlutastarfi.
Í lok síðasta árs var gert markaðs-
átak sem meðal annars fólst í því að
Skessuhorni var dreift á höfuðborg-
arsvæðinu með Morgunblaðinu.
Átakið skilaði talsverðum árangri en
hinsvegar segir Gísli að mestu hafi
ýmis uppátæki skilað eins og t.d.
Halifax-ævintýrið. ,,Það kom til
þannig að þegar Íslendingar voru að
kaupa Stoke, fór öll sú umfjöllun í
taugarnar á okkur þannig að við fór-
um á stúfana og fundum lið sem var í
neðsta sæti í neðstu deild og kynnt-
um það á okkar vef. Af þessu varð til
netklúbbur til stuðnings Halifax og
eru í honum um 700 manns, bæði Ís-
lendingar, Englendingar og fleiri.
Síðan kom ensk útgáfa af vefnum og
við höfum farið tvisvar á leiki með
Halifax og Stoke, en framtakið hefur
vakið athygli á Englandi þar sem
BBC fjallaði um þetta í aðalfrétta-
tíma sínum. Þetta hefur kynnt vefinn
og Skessuhorn vel og verið góð aug-
lýsing fyrir okkur,“ segir Gísli.
Fyrsta tölublað Skessuhorns kom
út fyrir fjórum árum og var þá gefið
út af Skessuhorni ehf. Í árslok 1999
sameinaðist Skessuhorn tölvufyrir-
tæki og úr varð Íslensk upplýsinga-
tækni sem ásamt útgáfu blaðsins rak
tölvuþjónustu og hélt uppi vefsíðu.
Um áramótin 2000-2001 var það að-
skilið aftur og nýtt fyrirtæki, Tíð-
indamenn ehf., stofnað. Það er al-
hliða útgáfuþjónusta sem tekur að
sér ýmis verkefni.
ÖKUMAÐUR fólksbíls slapp með
smávægileg meiðsli þegar bíll hans
valt ofan í fjöru við Bolabás í sunn-
anverðum Reyðarfirði á fimmtu-
dagsvöld.
Hálka var á veginum þegar bíllinn
fór út af og valt fram af allháum
bakka ofan í fjöruborðið.
Ökumaður hringdi sjálfur í Neyð-
arlínu og flutti lögregla hann á
heilsugæslustöðina á Eskifirði til
læknisskoðunar. Hann fékk að fara
heim að henni lokinni.
Að sögn lögreglunnar á Eskifirði
er bíllinn gjörónýtur og ljóst að mun
verr hefði farið hefði maðurinn ekki
verið í bílbelti.
Valt ofan í fjöru
við Bolabás
Reyðarfjörður