Morgunblaðið - 26.01.2002, Side 16

Morgunblaðið - 26.01.2002, Side 16
NÝTT skip hefur bætzt í flota Reykvíkinga. Það er Helga RE 49, sem kom í vikunni til landsins eftir langa siglingu frá Kína. Helga er 28,9 metra langur togbátur, hann- aður með tilliti til þess að hafa afl- vísi lægri en 1.600. Skipið er búið til botntrollsveiða. Vinnslukerfi skipsins miðast við að gera að, flokka og geyma ferskan fisk. Að- gerðarkerfi er smíðað af Micro hf. í Kópavpgi og hannað í samstarfi eiganda skipsins, Skipasýnar og Micro. Verður kerfið sett niður á næstu dögum. Skipið er hannað af Sævari Birgissyni, skipaverkfræð- ingi hjá Skipasýn.Skipstjóri á Helgu er Geir Garðarsson. Úr rækju í bolfiskinn Fyrir nokkrum árum ákvað Ár- mann Ármannsson, útgerðarmaður og eigandi Ingimundar hf., að hætta veiðum og vinnslu á rækju og færa sig yfir í bolfiskinn. Hann seldi þrjú rækjuskip og rækju- vinnslu á Siglufirði og samdi í framhaldi þess um smíði á nýjum ísfisktogara frá Kína. Nýja skipið, Helga RE 49, er nú komið heim, en það er fjórða skipið sem ber nafnið Helga RE 49 og er í eigu Ingimund- ar hf., en Ármann Friðriksson, fað- ir Ármanns, og fjölskylda átti fyr- irtækið áður. Seldi fyrir hrunið í rækjunni „Ég seldi síðustu Helguna til Grænlands 1998, rétt fyrir hrunið í rækjunni,“ segir Ármann. „Fiski- fræðingar höfðu þá varað við því að rækjustofninn stæði illa og ég ákvað því að draga mig út úr veið- um og vinnslu á rækju og færa mig yfir í bolfiskinn. Ég seldi því skipin og vinnsluna og keypti þá togarann Sléttanes frá Básafelli. Rækjuveiði- heimildir okkar hér heima fóru þá þangað í skiptum fyrir bolfisk, en Þormóður rammi keypti heimild- irnar á Flæmska hattinum. Slétta- nesið seldi ég síðan til Þorbjarnar í Grindavík og fékk í staðinn Skúm GK. Hann var gerður út á bolfisk í átta mánuði, en síðan seldur til Suður-Afríku. Við skrifuðum síðan undir samn- ing um smíði nýs skips í Kína 11. nóvember 1999 og átti skipið að vera tilbúið 20. nóvember árið 2000. Smíðin dróst heldur betur á langinn, því ríflega eitt ár bættist við smíðatímann. Það hafði vissu- lega nokkra annmarka í för með sér. Ég þurfti til dæmis að kaupa lítinn bát til að vista veiðiheimild- irnar á, Helgu RE 47, og var hún Get ekki annað en verið bjartsýnn Ármann Ármannsson útgerðarmaður tekur á móti Helgu RE 49 frá Kína Morgunblaðið/Þorkell Ármann Ármannsson útgerðarmaður við nýja skipið, Helgu RE 49. gerð út á net á vertíð. Umsamið kaupverð á nýja skipinu var 2,5 milljónir dollara, um 250 milljónir á gengi í dag, og töfin á smíði skips- ins og hækkun á gengi dollarsins kom sér auðvitað illa. Á móti komu svo dagsektir að nokkru leyti. Mjög ánægður með skipið Ég er mjög ánægður með skipið og það reyndist mjög vel á 42 daga siglingu á leiðinni heim. Skipið er vel smíðað enda var gott eftirlit með smíðinni allan tímann og það er í raun ekkert kínverskt í því nema stálið. Þetta skip stenzt fylli- lega samanburð við skip, sem smíð- uð eru annars staðar, til dæmis í Noregi. Þetta er fremur lítill en öflugur ísfisktogari, en hann er hannaður miðað við aflvísi undir 1.600 og get- ur því verið að veiðum nær landi en skip með stærri aflvísi. Aflaheim- ildir eru um 1.600 þorskígildistonn og það dugir ágætlega fyrir skip af þessari stærð. Þegar litið er á fjárfestinguna, um 250 milljónir króna, og mögu- legt aflaverðmæti 400 milljónir króna eða meira, er ljóst að arð- semi fjárfestingarinnar hlýtur að vera góð og útgerðin á að geta gengið vel upp. Sem dæmi um ann- að má nefna að nýjasta Helgan kostaði 1.200 milljónir og skilaði um 400 til 500 milljóna króna afla- verðmæti á ári. Nýtt skip af því tagi myndi svo kosta um 1,5 millj- arða í dag. Þetta eru gjörólík dæmi. Við munum selja aflann á fisk- mörkuðum heima eða erlendis eftir því hvað hentar hverju sinni. Verð á fiski er hátt um þessar mundir og flest bendir til að svo verði áfram. Svo er bara að vona að þorskstofn- inn stækki og meira verði til skipt- anna. Ég get því ekki verið annað en bjartsýnn á framhaldið,“ segir Ármann. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ EFNAHAGS- og viðskiptanefnd hef- ur ekki tekið afstöðu til ályktunar um samkeppnislög sem framkvæmda- stjórn Samtaka atvinnulífsins vísaði til nefndarinnar. Vilhjálmur Egilsson, formaður nefndarinnar, segir ályktunina hafa verið rædda í nefndinni. Ekkert hafi hins vegar verið ákveðið og engin af- staða tekin til þess hvort þingnefndin ætti að standa að rannsókn málsins. „Ég bað ritara nefndarinnar að taka saman gögn um feril málsins, sem sneri að sektarákvæðunum, í gegnum þingið. Hvernig hafi verið staðið að þessu á sínum tíma, frá því að frumvarpið var lagt fram. Hvort og hvernig þetta var rætt í þinginu og hvort gerðar hafi verið athugasemd- ir“, segir Vilhjálmur. Í ályktun framkvæmdastjórnar SA segir að íslensk samkeppnislög víki verulega frá reglum EES og annarra Evrópulanda. Gagnrýni SA beinist m.a. að framkvæmd vettvangsrann- sókna samkeppnisyfirvalda og sekt- arheimildum. Fara samtökin fram á hlutlausa skoðun af hálfu efnahags- og viðskiptanefndar á reglum sam- keppnislaga í samanburði við EES- reglur og löggjöf innan Evrópska efnahagssvæðisins. Engin ákvörðun verið tekin Ályktun SA um samkeppnislög Kaupir hlut Jóhanns Óla í Delta KAUPTHING Bank Luxembourg S.A. keypt í gær allan eignarhlut Jó- hanns Óla Guðmundssonar í Delta hf., sem er að nafnverði tæpar 18,2 milljónir króna eða 8,34% hlutafjár. Fyrir átti Kaupthing Bank Lux- embourg tæpar 788 þúsund krónur að nafnverði, eða 0,36% af hlutafé Delta. Eftir kaupin á Kaupthing 8,70% af hlutafé Delta eða tæpar 19 milljónir króna að nafnvirði. Jóhann Óli hefur í ótiltekinn tíma atkvæðarétt og kauprétt á hlutafénu sem hann seldi á ákveðnu samnings- bundnu verði. Skráð lokagengi Delta var í gær 46,50 krónur. Sé miðað við það nemur markaðsverð hlutarins 846 milljónum króna. GERT er ráð fyrir að hönnunarsam- keppni vegna húsnæðis fyrir þrjú ráðuneyti, á svonefndum stjórnar- ráðsreit á Sölvhólsgötu 9–11 í Reykjavík, verði auglýst í febrúar næstkomandi. Þetta kom fram í er- indi Óskars Valdimarssonar, for- stjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins og Félags vinnuvélaeigenda í gær. Um er að ræða 4.700 fermetra hús- næði á fjórum hæðum ásamt 4.400 fermetra bílakjallara á tveimur hæð- um. Áætlað umfang þessa verkefnis er um 1.600 milljónir króna en stefnt er að því að verkið verði tilbúið til út- boðs í desember á þessu ári. Ráðuneytin sem hér um ræðir eru heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið, umhverfisráðuneytið og dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins og fundar- stjóri á Útboðsþinginu, sagði að þing- ið hefði verið haldið á hverju ári frá 1997. Tilgangur þess væri að fá yfirlit yfir helstu útboð á árinu. Gallinn væri þó sá að sveitarfélög, önnur en Reykjavíkurborg, væru alla jafna ekki tilbúin að greina frá væntanleg- um útboðum á þessum tíma. Þá sagði hann að Samtök iðnaðarins og Félag vinnuvélaeigenda hefðu gefist upp á að reyna að fá einkaaðila til að greina frá því sem þeir hefðu í huga í þessum efnum. Útboðsþingið væri því kynn- ing á því helsta sem á döfinni væri í opinberum framkvæmdum á árinu. Svipað umfang framkvæmda og í fyrra Óskar Valdimarsson sagði að um- fang framkvæmda á vegum Fram- kvæmdasýslu ríkisins á þessu ári yrði samtals um 3,4 milljarðar króna, sem væri svipað og verið hefði á síðasta ári. Sú tala gæti þó hækkað um rúm- an hálfan milljarð króna ef ráðist yrði í útboð á lokafrágangi Náttúrufræði- húss Háskóla Íslands. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri greindi einnig frá því að gert væri ráð fyrir að umfang fram- kvæmda á vegum Reykjavíkurborg- ar yrði svipað og verið hefur undan- farin ár, eða tæpir 12 milljarðar króna. Stærsti einstaki liðurinn þar í væru framkvæmdir á vegum Orku- veitunnar fyrir tæpa 5 milljarða. Á Útboðsþinginu var, auk þess að gera grein fyrir framkvæmdum Framkvæmdasýslunnar og Reykja- víkurborgar, gerð grein fyrir fyrir- huguðum framkvæmdum á vegum Siglingastofnunar, Landsvirkjunar og Vegagerðarinnar. Opinberar framkvæmdir kynntar á Útboðsþingi 2002 Hönnunarsamkeppni ráðuneyta í febrúar Morgunblaðið/Þorkell Frá útboðsþingi Samtaka iðnaðarins og Félags vinnuvélaeigenda. KAUPÞING og eigendur finnska verðbréfafyrirtækisins Pankkiriliike Sofi Oyj (Sofi) hafa endanlega stað- fest kaupsamning þess fyrrnefnda á öllum hlutabréfum í Sofi, með skipt- um á hlutabréfum í félögunum. Í tilkynningu til Verðbréfaþings í gær kemur fram að kaupverð Sofi er 164.286.431 hlutir í Kaupþingi, en gengi bréfa Kaupþings var í gær 12,7 og kaupverðið samkvæmt því tæpur 2,1 milljarður króna. Alls var 84.286.431 hlutur, eða tæpur 1,1 milljarður króna á markaðsverði gærdagsins, greiddur með þegar út- gefnum hlutum í eigu Kaupþings og 80.000.000 hlutir greiddir með nýút- gefnum hlutum. Viðskipti með hluta- bréf í Kaupþingi á VÞÍ í gær námu tæpum 1,1 milljarði króna og var þar um að ræða hluta greiðslunnar til Sofi, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi. Hluti kaupverðsins, eða 78.070.000 hlutir í Kaupþingi, er bundinn sölu- hömlum (lock up). Um það bil 70% af þeim hlutum fara til stjórnenda og lykileigenda Sofi og eru þeir bundnir til þriggja ára, en u.þ.b. 30% hlut- anna, þ.e. þeir hlutir sem fara til al- mennra starfsmanna og annarra hluthafa í Sofi, eru bundnir til tveggja ára. Við þessa tölu geta bæst afkomutengdar greiðslur, að því er fram kemur í tilkynningunni til Verðbréfaþings. Þessar afkomu- tengdu greiðslur geta á þriggja ára tímabili numið allt að 60.050.000 hlutum í Kaupþingi. Sofi sérhæfir sig í eignastýringu og verðbréfamiðlun fyrir fyrirtæki, fagfjárfesta og efnameiri einstak- linga og hjá félaginu starfa alls 35 manns. Sofi er einn af eigendum kauphallarinnar í Helsinki. Markmið Kaupþings með kaupum á Sofi er að hasla sér völl í Finnlandi og er það liður í uppbyggingu Kaupþings sem norræns fjárfestingarbanka. Sofi er nú rekið sem dótturfélag að fullu í eigu Kaupþings. Kaup Kaupþings á Sofi staðfest Nýherji vill skaðabætur NÝHERJI hf. sendi í gær skaða- bótakröfu til Ríkiskaupa vegna út- boðs fyrir ný fjárhagskerfi fyrir Rík- issjóð og stofnanir hans, sem fram fór fyrri hluta ársins 2001. Kæru- nefnd útboðsmála úrskurðaði þann 17. desember sl. að Ríkiskaup væru skaðabótaskyld þar sem ákvörðun þeirra í framangreindu útboði bryti í bága við lög um opinber innkaup. Samkvæmt upplýsingum frá Ný- herja hefur KPMG Endurskoðun hf. tekið saman yfirlit um raunkostnað Nýherja hf. vegna tilboðsgerðar og vegna fyrri hluta matsferlis útboðs- ins og nemur hann tæplega 30 millj- ónum króna. Jafnframt gerir Ný- herji hf. kröfu til Ríkisbókhalds um greiðslu reiknings að upphæð kr. 30.383.509 auk virðisaukaskatts vegna vinnu við síðari hluta í mats- ferli útboðsins. Krafa Nýherja nem- ur því samtals 60.349.499 krónum, en með virðisaukaskatti og kostnaði er heildarkrafan 68.593.459 krónur. ÓÞOLINMÆÐI er farin að gera vart við sig í hluthafahópi Arcadia Group vegna óvissu um yfirtökutil- boð Baugs, að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum. Stjórnarformaður Arcadia Group, Adam Broadbent, sagðist á aðal- fundi félagsins sl. fimmtudag hafa fullan skilning á því að hluthafa fé- lagsins væri farið að lengja eftir nið- urstöðu úr viðræðunum. Ekkert til- boð lægi enn fyrir og óvíst hvort af því yrði. Independent efast enn sem fyrr um að Baugur hafi fjárhagslegt bol- magn til yfirtöku á Arcadia. Þrír mánuðir séu nú liðnir án nokkurra frétta og líkurnar á að fjármögnun takist virðist minnka með hverri vik- unni sem líður. Bent er á að breska yfirtöku- nefndin geti, samkvæmt reglum um yfirtökuferli fyrirtækja, sett Baugi þá afarkosti að leggja strax fram til- boð en draga sig að öðrum kosti í hlé. Sá hængur er hins vegar sagður á þeim aðgerðum að Arcadia þyrfti að leggja fram formlega kvörtun til nefndarinnar áður en hún getur að- hafst nokkuð. Segir blaðið hluthafar því gert lítið annað en að bíða. Hluthafar í Arcadia að ókyrrast ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.