Morgunblaðið - 26.01.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.01.2002, Qupperneq 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARKMIÐ Sovétstjórnarinnar á Reykjavíkurfundi Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétforseta árið 1986 var að leggja drög að róttækum upp- skurði á allri umræðu um takmörkun vígbúnaðar og fækkun kjarnorku- vopna. Þótt ekki næðist samkomulag á fundinum um helmings niðurskurð á langdrægum kjarnavopnum, eins og Gorbatsjov lagði til, var lagður grunn- ur að mikilvægum hugarfarsbreyting- um og jákvæðu áliti Sovétforsetans á Reagan. „Milli þeirra kviknaði gagn- kvæmur skilningsvottur, eins og þeir hefðu kinkað kolli hvor til annars og sent hvor öðrum skilaboð um framtíð- ina. Og Gorbatsjov bar framvegis ákveðið traust til þessa manns,“ segir í endurminningum Anatólís S. Tsjer- najevs, eins af helstu ráðgjöfum Gorb- atsjovs. Forsetinn minntist þess oft að Reagan hefði í fyrstu látið eigin dóm- greind og tilfinningu ráða, hann hefði sagt já en orðið að draga í land vegna mótmæla ráðgjafa sinna. „Eftir Reykjavíkurfundinn talaði hann aldr- ei á sömu nótum í innsta hring sam- starfsmanna sinna um Reagan og hann hafði áður gert.“ Tsjernajev var í fjögurra manna að- alsendinefnd sem fór hingað til lands með Sovétforsetanum, hinir þrír voru Edúard Shevardnadze utanríkisráð- herra, Anatólí Dobrynín, sem áratug- um saman var sendiherra Sovétríkj- anna í Washington, og loks Aleksander Jakovlev, einn helsti stjórnmálaráðgjafi Gorbatsjovs. Tsjernajev gaf bók sína, sem nefnist í enskri þýðingu My Six Years with Gorbachev, út haustið 2000. Hann nefnir sem dæmi um afstöð- una til Reagans fyrir fundinn að Sov- étforsetinn hafi ekki mótmælt um- mælum vestræns leiðtoga sem lýsti Reagan sem „bjána og trúði“ heldur svarað að það væri slæmt að slíkur maður væri í forsvari fyrir risaveldi. Varð að draga úr kostnaðinum við hervarnir Að sögn Tsjernajevs ákvað Gorb- atsjov er hann tók við völdum að bregðast við auknum vígbúnaði stjórnar Reagans með því að knýja á um að haldnir yrðu fundir til að ræða afvopnunarmál. Sovéskum fjölmiðlum var beitt til að húðskamma Banda- ríkjamenn fyrir að taka ekki undir og grafa þannig undan friðarviðleitninni. Segir bókarhöfundur að Gorbatsjov hafi talið að almenningur í Sovétríkj- unum myndi ekki skilja eða sætta sig við miklar tilslakanir ef til samninga kæmi nema búið væri að undirbúa jarðveginn með áróðri. „Þannig átti að þvinga Reagan til að samþykkja leið- togafund sem var nauðsynlegt ef tak- ast ætti að ná einu af mikilvægum markmiðum perestrojka [umbóta- stefnu Gorbatsjovs], sem var að draga úr kostnaðinum við hervarnir.“ Eitt af því sem Gorbatsjov keppti að var að minnka hættuna sem Sov- étmönnum fannst stafa af meðal- drægum Pershing II-eldflaugum Bandaríkjamanna sem settar höfðu verið upp í Evrópu. „Við viljum losna algerlega við þær frá Evrópu vegna þess að Pershing II-flaugarnar eru eins og skammbyssur sem beint er að höfði okkar,“ sagði Gorbatsjov. Hellti sér yfir breska sendiherrann Ráðgjafar Reagans og aðrir vest- rænir valdamenn, ekki síst Margaret Thatcher, komu í veg fyrir að Reagan léti upphaflega hrifningu sína verða til þess að samþykktar yrðu tillögur Gorbatsjovs um að draga á skömmum tíma mikið úr viðbúnaði risaveldanna og stefna að útrýmingu kjarnavopna árið 2000. Voru jákvæð viðbrögð Bandaríkjaforseta sögð stafa af reynsluleysi og skorti á raunsæi og hann hefði látið slungna Sovétmenn leiða sig í gildru. Tsjernajev lýsir því er Gorbatsjov átti fund með sendiherra Bretlands í Moskvu í desember, skömmu eftir Reykjavíkurfundinn, en sendiherrann hafði meðferðis bréf frá Thatcher. Forsetinn las bréfið og svaraði með því að hella sér yfir Breta. Sagði hann að Thatcher hefði svo sannarlega tek- ist „að tæta mig og Reagan í sig“ en svokölluð raunsæisstefna sem hún vildi að höfð væri að leiðarljósi hefði hafnað í blindgötu. Gorbatsjov taldi Reykjavíkurfund- inn hafa borið meiri árangur en búist hefði verið við en var oft reiður yfir viðbrögðum Bandaríkjamanna og túlkunum þeirra á því sem gerðist. Tsjernajev rekur ýmis ummæli for- setans næstu mánuði. „Hvað vilja Bandaríkjamenn? Þeir snúa út úr því sem gerðist á Reykjavíkurfundinum, breyta því sem ákveðið var, draga það til baka. Þeir eru aftur byrjaðir að nota ögranir, skemma andrúmsloftið í samskiptunum ... Niðurstöðurnar í Reykjavík fóru fram úr væntingum, enda þótt ekki væru beinlínis gerðir samningar um afmörkuð mál. Og nú eru Bandaríkjamenn byrjaðir að draga í land. Fundurinn var sigur í friðarviðleitninni. Það varð til þess að Bandaríkjamenn urðu smeykir og þess vegna taka þeir aftur upp harð- línustefnu. Þeir láta svona vegna þess að þeir geta ekki stöðvað ferlið sem við komum af stað.“ Reykjavíkurfundurinn skipti samt sköpum að mati Tsjernajevs. „Vin- samleg samskipti leiðtoganna á næstu fundum í Washington og Moskvu áttu sér rætur í þessu andartaki í Reykja- vík,“ segir höfundurinn en þess má geta að þeir Reagan og Gorbatsjov náðu síðar svonefndu INF-samkomu- lagi um upprætingu meðaldrægra kjarnorkuflauga. London eða Reykjavík Hann segir meðal annars frá því er Sovétforsetinn minntist fyrst á að Reykjavík gæti orðið fundarstaðurinn og gefur Tsjernajev í skyn að forset- inn hafi sjálfur átt hugmyndina. Gorbatsjov fór í sumarleyfi til Krímskaga í ágúst 1986 og Tsjernaj- ev, sem varð aðalráðgjafi forsetans í utanríkismálum sama ár, fór með. Þeir hittust daglega á veröndinni við hús Gorbatsjovs eða á skrifstofu hans, fóru yfir póstinn og skilaboð á dulmáli frá sendimönnum erlendis og fleira sem leiðtogar þurfa að sinna. Á einum fundinum var verkefnið að undirbúa næsta fund Sovétforsetans með Reagan en þeir hittust þegar í Genf 1985, árið sem Gorbatsjov tók við völdum. Forsetinn las drög sem samin höfðu verið í utanríkisráðu- neytinu um málið og voru þeir Tsjer- najev báðir mjög óánægðir með þær hugmyndir sem settar voru fram í skjalinu. Gorbatsjov kvartaði að sögn Tsjernajevs yfir því að jafnvel þótt hann hefði átt góðan fund með emb- ættismönnum utanríkisráðuneytisins þar sem þeir ræddu við hann með op- inskáum hætti og sýndu að þeir væru færir í sínu starfi og áhugasamir hefðu þeir enn ekki lært að hugsa í stórum línum. Þeim hætti til að festa sig í smáatriðum, væru enn hræddir við að vera sakaðir um að vera ekki nógu harðir, hræddir við að „missa andlitið“. „Hann byrjaði að hugsa upphátt og sagði síðan: „Festu þetta á blað. Und- irbúið þegar í stað drög að bréfi mínu til forseta Bandaríkjanna þar sem lagt er til að við eigum fund seint í sept- ember eða snemma í október, annað- hvort í London eða...“ hann hikaði andartak, „...í Reykjavík.“ Ég starði undrandi á hann. „Af hverju Reykja- vík?“ Hann svaraði: „Þetta er góð hugmynd. Mitt á milli okkar og þeirra og ekkert stórveldi getur móðgast!“ Skoðanir Mitterrands höfðu mikil áhrif á Gorbatsjov Francois Mitterrand, þáverandi Frakklandsforseti, og Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heimsóttu Gorbatsjov um sumarið og höfðu skoðanir þeirra að sögn Tsjer- najevs mikil áhrif á viðhorf Sovétfor- setans til Bandaríkjanna. Hann segir að Mitterrand hafi verið nýbúinn að ræða við bandaríska leiðtoga og hafi spurt þá hvort þeir hygðust reyna að sjá til þess að Sovétmenn gætu dregið úr útgjöldum til varnarmála eða stefnt væri að því að knýja þá til ósig- urs í vígbúnaðarkapphlaupi. Síðari kosturinn myndi leiða til stríðs. Franski forsetinn tjáði Gorbatsjov að rangt væri að telja markmið hags- munaaðila í her og hergagnafyrir- tækjum fara algerlega saman við stefnu Reagans og stjórnar hans. „Mér sýnist, hvað sem líður póli- tískri fortíð hans, að Reagan sé einn af þeim stjórnmálaleiðtogum sem reyna innst inni að finna lausn á þessum vanda,“ sagði Mitterrand. „Það getur verið að þér finnist þessi niðurstaða mótsagnakennd en hún er samt rétt. Reagan er, ólíkt mörgum bandarísk- um stjórnmálamönnum, ekkert vél- menni. Hann er mannleg vera.“ „Þetta er afar mikilvægt,“ svaraði Gorbatsjov, „og ég mun hafa þetta mjög í huga.“ Tsjernajev sagði að Mit- terrand hefði með ummælum sínum átt afdrifaríkan þátt í að koma róti á staðlaðar hugmyndir sem enn hefðu verið á kreiki í huga Gorbatsjovs. Sovétforsetinn sagði Richard Nix- on að fullyrt hefði verið að Moskvu- stjórnin væri svo ósátt við Reagan að hún ætlaði einfaldlega að bíða hann af sér í von um að arftakinn yrði skárri viðureignar. „Ég verð að segja að þetta er ekki rétt og bið þig að segja Reagan forseta það. Þótt ekki væri önnur ástæða er þetta rangt vegna þess að okkur er fullkunnugt um þann myndugleika sem forsetinn hefur í Bandaríkjunum,“ sagði Gorbatsjov og bætti við að ekki væri hægt að drepa málum þannig á dreif, svo brýnt væri að finna lausn á vígbúnaðarvandan- um. „Eins og þeir hefðu kink- að kolli hvor til annars Einn af nánustu ráðgjöfum Gorbatsjovs segir hann hafa fengið mikið álit á Reagan á Reykjavíkurfundinum 1986. Umskiptin sem hafi orðið þar hafi síðan borið ávöxt á næstu árum í afvopnunarsamningum. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sov- étríkjanna, við Höfða í október 1986. Að sögn aðalráðgjafa Gorbatsjovs í utanríkismálum, Anatólís Tsjernajevs, skipti Reykjavíkurfundurinn sköp- um vegna þess að þar myndaðist trúnaðartraust milli leiðtoganna tveggja. ’ „Þetta er góð hug-mynd. Mitt á milli okkar og þeirra og ekkert stórveldi get- ur móðgast!“ ‘ „ÞESSAR bölvuðu evrur,“ sagði gamli maðurinn um leið og hann rótaði í peningunum í lófa sér. „Svona nú, vertu bara rólegur,“ sagði þá blindi lottósalinn, þreifaði á peningunum og tíndi til réttu upphæðina. Eins og við var að búast, eiga margir erfitt með að venjast evr- unni, nýja gjaldmiðlinum í 12 Evr- ópulöndum, en einn hópur sker sig úr fyrir það hve umskiptin voru honum auðveld. Það er blinda fólk- ið. Blindrasamtökin á Spáni og í öðrum evrulöndum hófu harðan áróður fyrir því snemma á síðasta áratug, að evran yrði þannig úr garði gerð, að blindir ættu auðvelt með að átta sig á henni. Var því tekið mjög ljúfmannlega og voru fulltrúar blindrasamtakanna hafðir með í ráðum frá upphafi. „Þrátt fyrir það vorum við eins og á nálum þegar stóra stundin rann upp og fyrstu dagana á eftir,“ segir Miguel Carballeda, fram- kvæmdastjóri spænsku blindra- samtakanna. „Óttinn reyndist þó ástæðulaus en aðeins vegna þess, að við fylgdumst með og lögðum okkar til málanna frá byrjun.“ Tryggja næstum öllum atvinnu Blindrasamtökin á Spáni útvega næstum öllu blindu fólki í landinu, um 70.000 manns, vinnu við að selja lottómiða og margir óttuðust, að óprúttnir menn reyndu að nota gjaldmiðilsbreytinguna til að prútta inn á það fölsuðum seðlum og mynt eða einhverjum öðrum og verðminni gjaldeyri. „Það hefur ekki gerst ennþá en að því mun koma, svo mikið er víst. Mér er sagt, að búlgarskir seðlar séu ekki óáþekkir evruseðlunum en ég hef ekki tekið við þeim enn, ekki svo ég viti að minnsta kosti,“ segir blindi lottósalinn Barbero. Blindrasamtökin fengu því fram- gengt, að félagsmenn þeirra fengu evrumyntina í hendur fyrr en aðrir og á Spáni var síðan efnt til sex tíma námskeiðs þar sem líkt var eftir venjulegum vinnudegi lottó- salans og almennum viðskiptum í verslunum, bönkum og almenn- ingsfarartækjum. Í tæknideild samtakanna var líka hannað tæki, sem hjálpar blindum til að átta sig á lengd seðlanna, og talandi reikni- vél vegna yfirfærslunnar frá peset- um yfir í evrur. „Fyrstu dagarnir voru mér erf- iðir en nú er það ég, sem hjálpa fólki að finna réttu seðlana og myntina,“ segir Mari Carmen Asensio, kona á sextugsaldri, en hún missti sjónina fyrir tveimur ár- um vegna sjúkdóms. Vel rekið fyrirtæki í þágu blindra Evrópsku blindrasamtökin komu því til leiðar, að myntin er með sérstökum brúnum, sem blind- ir eiga auðvelt með að átta sig á, og seðlarnir mislangir en upphaflega stóð til, að þeir yrðu allir jafnlang- ir. Spænsku blindrasamtökin voru stofnuð á tímum borgarastyrjald- arinnar 1936 til 1939 og eiga nú sem fyrirtæki miklu gengi að fagna. Er þeim fyrst og fremst þakkað það, að blint fólk á Spáni getur almennt séð fyrir sér sjálft. Blindir fremri sjáend- um í evruaðlögun Næstum allt blint fólk á Spáni, um 70.000 manns, hefur atvinnu af því að selja lottómiða AP Blindur lottósali í Madrid tínir til miða fyrir viðskiptavin. Madrid. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.