Morgunblaðið - 26.01.2002, Side 24

Morgunblaðið - 26.01.2002, Side 24
LISTIR 24 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þyngdarlausa viðbitið Létt & laggott er viðbit með litlu fituinnihaldi og góðu smjörbragði. N O N N I O G M A N N I • 5 1 5 8 / si a. is „ÞEGAR ég var komin í fjögurra liða úrslit með handritið ákvað ég að kaupa mér bikar ef ég ynni keppnina. Hann stendur nú inní stofu og er eini bikarinn sem mér hefur hlotnast um ævina,“ segir Elísabet Jökulsdóttir, höfundur leikritsins Íslands þúsund tár sem Nemendaleikhús Listahá- skólans frumsýnir í kvöld. Allt var ákveðið fyrirfram Forsaga þessa máls með bikarinn er sú að í fyrravor auglýsti leiklist- ardeild Listaháskólans eftir hug- myndum að leikriti fyrir Nemenda- leikhúsið. Fjórar tillögur voru valdar af þeim rúmlega 30 sem bárust og loks var ein – leikrit Elísabetar – val- in til fullvinnslu og sýningar. „Mér fannst mjög gott að allar dag- setningar voru fyrirfram ákveðnar. Í samningnum var tiltekið hvenær ég ætti að skila handritinu og hvenær æfingar ættu að hefjast. Þetta stóðst allt og ég er mjög ánægð með hvernig að þessu var staðið,“ segir Elísabet. Það kemur líklega fleirum en und- irrituðum á óvart að þetta skuli vera fyrsta leikrit fullrar lengdar eftir El- ísabetu þar sem hún hefur fyrir löngu getið sér orð sem rithöfundur skáld- sagna, smásagna, ljóða og leikþátta. Hún á reyndar annað leikrit í hand- raðanum sem býsna lengi hefur beðið þeirrar blessunar að finna sér svið við hæfi. „Þetta er leikrit um sögulega fortíð og geggjaða nútíð. Við stöndum frammi fyrir spurningum um sjálf- stæði þjóðarinnar og sakleysi fólks- ins. Mér er sagt að sterkasta ástar- samband sem ein manneskja getur upplifað sé við náttúruna. Sem þjóð eigum við í ástarsambandi við ís- lenska náttúru. En nú er hætta á skilnaði milli þessara gömlu elsk- enda.“ Hatur á náttúru landsins Eitt af sterkustu einkennum Elísa- betar sem leikritaskálds er ást henn- ar á myndrænum möguleikum tungu- málsins. „Ég er að fara á fund í stjórn Ó, guð vors landsvirkjun,“ segir Afi hennar Krúsídúllu sem eytt hefur allri ævinni í að berja niður náttúru landsins. Hann bendir t.a.m. á þá augljósu staðreynd að Reynistaðar- bræður hefur ekki orðið úti ef þeir „hefðu haft háspennulínu til að fikra sig eftir til byggða“. „Ég kalla það hatur á náttúru landsins að vilja virkja allt hálendið og breyta ásýnd þess. Þetta er hið sama og að þola ekki maka sinn eins og hann er, heldur vilja sífellt breyta honum.“ Krúsidúlla býr í blokk með foreldr- um sínum sem hafa auðvitað engan tíma fyrir hana. Það er framinn glæp- ur gegn henni sem hún reynir að upp- lýsa áður en leikritið er búið. Sögu hennar svipar til sögu ömmu hennar sem var nauðgað fjórtán sinnum og hún geymir öll fóstrin í sultukrukk- um. „Þetta eru auðvitað skelfilegar sýnir en þær eru samt mýkri en raun- veruleikinn,“ segir Elísabet. Átján tomma og sjö lítra kók „Fjórtán kynslóðir Íslendinga voru grafnar undir öskulögum,“ segir Af- inn og krefst þess að nútíminn komi til bjargar. Krúsidúlla hefur klofnað í þrjár persónur og þær lifa allar góðu lífi í leikritinu. Hún reynir að grafa upp sína eigin sögu, fá að vita hvað hafi gerst í fortíðinni; hvað kom fyrir ömmu, hvað kom fyrir mömmu og hvar er pabbi? spyr hún. Um leið reynir hún að afklæðast húðinni sem hefur verið flekkuð og kveðst þekkja konu sem syngur fyrir húðir og hreinsar; kannski getur hún þvegið sig af því sem fyrir hana hefur komið. Inn kemur pabbi hennar með typpakippu og amman stillir þeim upp í von um að Krúsidúlla þekki typpið sem kom nálægt henni. Amman er reyndar löngu dáin en það kemur ekki að sök, hún er jafnlif- andi fyrir því. Í blokkinni er ráðvilltur pizzusendill frá Bíldudal í stöðugum sendiferðum með átján tommu pizzu og sjö lítra kók milli hæða. Hann heldur því fram að sama fjölskyldan búi í öllum íbúðunum. Mamman full- yrðir hinsvegar að hún hafi ekki skrifað Njálu. Hver gerði það þá? Sungið fyrir húðirnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Krúsidúlla rólar sér með ömmu sinni og spjallar við annað sjálfið sitt. Nemendaleikhús Leiklistardeildar Listahá- skóla Íslands frumsýnir í kvöld í Smiðjunni við Sölvhólsgötu nýtt leikrit eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Hávar Sigurjónsson hitti höf- undinn daginn fyrir frumsýningu. eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. Leikarar: Arnbjörg Hlíf Vals- dóttir, Brynja Valdís Gísladótt- ir, Gísli Pétur Hinriksson, Ívar Örn Sverrisson, Ólafur Egill Egilsson, Tinna Hrafnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Leikstjóri: Steinunn Knúts- dóttir. Dramatúrg: Magnús Þór Þorbergsson. Ljósahönnun: Egill Ingibergs- son. Búningar: Þórunn Sveinsdóttir ásamt nemendum myndlist- ardeildar. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson ásamt nemendum myndlistardeildar. Tónlist: Jón Hallur Stefánsson. Íslands þúsund tár havar@mbl.is RAÐMORÐINGINN Kobbi kvið- ristir eða „Jack the Ripper“ hefur öðlast allt að því goðsagnakenndan sess meðal Vesturlandabúa. Þessi huldumaður, sem risti nafn sitt í spjöld sögunnar með hrottafengnum morðum á vændiskonum í Whitecha- pel-hverfi Lundúna á níunda áratug nítjándu aldar, hefur löngum vakið í senn óhug og forvitni í hugum manna. Morðin sem hann framdi brenndu sig svo djúpt í vitund manna, ekki vegna fjölda þeirra, (enda hafa morð á vændiskonum vart þótt merkilegur viðburður á þessum tíma), heldur vegna aðferð- anna sem morðinginn beitti. Fórn- arlömbin höfðu verið rist á hol á kerfisbundinn hátt sem virtist vís- indalegur og ritúalískur í senn. Þessar aðferðir hins óþekkta morðingja og kenningar rithöfunda og Ripper-fræðimanna um tengsl við innstu valdakjarna bresku krúnunn- ar verða höfundum samnefndu myndasögunnar sem From Hell er byggð á tilefni heimspekilegra vangaveltna um hugarfar nútímans. Ómannúðleg grimmd beisluð í kerf- ishugsun vísindanna og afsökuð í nafni þeirra er eitt þeirra einkenna sem 20. öldin með öllum sínum mannskæðu styrjöldum hefur verið kennd við. Umrædd myndasaga er hrein snilld í nálgun sinni að við- fangsefninu, þar sem morðmálið er látið birta lagskiptingu og valdaátök bresks samfélags í hugmyndasögu- legu ljósi. Hughes-bræðurnir bandarísku hafa áður tekist á við samfélags- dreggjar í verkum sínum, en í þess- ari kvikmyndaaðlögun á myndasög- unni merku tekst þeim einkar vel til. Myndin hefur sjónrænan og frá- sagnarlegan þunga og forðast það að falla inn í þá vinsælu raðmorðingja- formúlu sem efnið býður upp á. Hér ná leikstjórar með aðstoð færra handritshöfunda að miðla hinni sterku samfélagsgreiningu mynda- sögunnar mjög vel, jafnframt því sem þeir nálgast efnið á sjálfstæðan hátt sem hentar takmörkum og möguleikum kvikmyndamiðilsins. Það er til dæmis einungis vísað til „myndasögustílsins“, sem margir hafa gert tilraunir með í kvikmynd- um, í afmörkuðum atriðum, þar sem sýndar eru yfirlitsmyndir yfir Lund- únaborg. Það andrúmsloft grimmrar stéttskiptingar sem holdgerist í Whitechapel-fátækrahverfinu verð- ur einkar magnað í meðförum bræðranna, og myndar þekkt kirkja í hverfinu dramatískan miðpunkt þess. Leikarar eru jafnframt sterkir og þeim breytingum sem gerðar eru á persónum myndasögunnar er hald- ið innan skynsamlegra marka. Hugarfar nútímans KVIKMYNDIR Smárabíó Leikstjóri: Albert og Allen Hughes. Hand- rit: Terry Hayes og Rafael Yglesias. Byggt á myndasögu eftir Alan Moore og Eddie Campbell. Kvikmyndataka: Peter Deming. Tónlist: Trevor Jones og Marilyn Manson. Aðalhlutverk: Johnny Depp, Heather Graham, Ian Richardson og Ian Holm. Sýningartími: 121 mín. Bandarík- in/Tékkland. 20th Century Fox, 2001. FROM HELL (ÚR HELJU) Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.