Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 27
1998 var
hlutdeild
uðborgar-
a á 10–11
kaðshlut-
8%, þrátt
vær Ný-
s, sem rak
11 versl-
fa Krónu-
í hópinn.
kaðshlut-
garsvæð-
Nýkaupa-
gt voru
ð 82–83%
öfuðborg-
ppinautar
a yfirtök-
ástæðu til
ngu sam-
rétti. Þar
t reglum
samruna
iptir engu
ðsráðandi
yrkingu á
m fyrir er.
tveggja í
að af því
mkeppni á
a samrun-
Bretlandi,
ndi, að því
amantekt
Danmörku
m heimila
íhlutunar
öku, þótt
rða síðar,
notkun á
ræða.
nisráðs á
júlí 1999
vekja at-
eppnislög
kt að orði
að hindra
erslunun-
pnisráð, í
framhaldi af upptalningu á erlend-
um reglum: „Af framansögðu má
ráða að við efnislegt mat á samruna
eða yfirtöku er byggt á þeirri nálg-
un að samruni eða yfirtaka, sem
annaðhvort leiðir til markaðsráð-
andi stöðu eða styrkir markaðsráð-
andi stöðu, kunni að leiða til af-
skipta samkeppnisyfirvalda.
Afskipti geta falist í banni eða setn-
ingu skilyrða sem ætlað er að eyða
skaðlegum áhrifum samruna eða yf-
irtöku.“
Samkeppnisráð vængstýft
Samkeppnisráð taldi sig hins veg-
ar ekki geta aðhafst í máli Baugs
vegna kaupanna á 10–11 verslunun-
um, vegna dóms Hæstaréttar í máli
Flugleiða gegn samkeppnisráði,
sem fallið hafði 1998. Málavextir
voru þeir, að samkeppnisráð hafði
gripið til íhlutunar vegna samruna
innanlandsdeildar Flugleiða og
Flugfélags Norðurlands í eitt félag,
Flugfélag Íslands. Innanlandsdeild
Flugleiða hafði 85% markaðshlut-
deild, en fór upp í 90% við samrun-
ann. Samkeppnisráð benti á að þeg-
ar fyrirtæki með slíka
yfirburðamarkaðshlutdeild rynni
saman við annan af tveimur keppi-
nautum sínum væri samkeppni á
markaði verulega skert. Samkvæmt
meginreglum samkeppnisréttar
skipti ekki máli hvort markaðsráð-
andi staða yrði til eða styrktist við
samruna eða yfirtöku, þar sem
þessar aðgerðir gætu verið jafn-
skaðlegar samkeppni. Setti ráðið
því ýmsar takmarkanir á samrun-
ann, þar á meðal að stjórnarmenn
og starfsmenn Flugleiða eða dótt-
urfyrirtækja annarra en Flugfélags
Íslands, eða aðilar sem teldust mjög
tengdir fyrirtækinu, mættu ekki
sitja í stjórn Flugfélags Íslands.
Þótt samkeppnisráð hafi þannig
viljað túlka samkeppnislög í sam-
ræmi við þá venju sem tíðkast í
flestum nágrannalöndum var
Hæstiréttur ekki á sama máli. Nið-
urstaða hans var á þá leið, að ekki
yrði sagt að ætluð markaðsráðandi
staða Flugfélags Íslands væri af-
leiðing samrunans eða hefði aukist
verulega við hann, þar sem þessar
aðstæður hefðu þegar verið fyrir
hendi og aðeins breyst verulega.
Dómurinn vængstýfði samkeppn-
isráð, sem sá sitt óvænna og setti
sig ekki upp á móti kaupum Baugs á
10–11 verslununum, þótt augljóst sé
af úrskurðinum að ráðinu var sú
niðurstaða þvert um geð. Georg
Ólafsson, forstjóri Samkeppnis-
stofnunar, ítrekaði reyndar í maí á
sl. ári að ekki hefði verið lagaleg
heimild til að grípa inn í kaup Baugs
á 10–11. „En breytingar á sam-
keppnislögum í desember sl. hafa
breytt því þannig að komi slík mál
upp aftur höfum við aðrar aðstæður
til að taka á slíkum málum,“ var haft
eftir forstjóranum í Morgunblaðinu.
Breyttir tímar
Dómur Hæstaréttar skapaði
óvissu um heimildir samkeppnis-
ráðs til íhlutunar vegna yfirtöku eða
samruna fyrirtækja, að mati ráðs-
ins. Úr þessu var hins vegar bætt
við endurskoðun samkeppnislaga
árið 2000, þegar samrunaákvæðin
voru styrkt í því skyni að koma í veg
fyrir að aukin samþjöppun og fá-
keppni á markaði kæmi í veg fyrir
að neytendur nytu þess ávinnings
sem hlýst af virkri samkeppni. Þær
breytingar koma skýrt í ljós í úr-
skurði samkeppnisráðs í nóvember
sl. vegna yfirtöku Mjólkurfélags
Reykjavíkur og Lýsis á Fóður-
blöndunni. Mjólkurfélagið keypti
75% hlutafjár í Fóðurblöndunni, en
Lýsi 25%. Með yfirtökunni náði
Mjólkurfélagið 75% markaðshlut-
deild í innflutningi fóðurgerðarefna,
framleiðslu og sölu á alifugla-,
svína- og jórturdýrafóðri. Yfirtakan
var ógilt og staðfesti áfrýjunar-
nefnd samkeppnismála þá niður-
stöðu, þótt komið hafi fram tillögur
af hálfu Mjólkurfélagsins, m.a. um
sölu á 40% hlut í Fóðurblöndunni og
takmarkanir á stjórnunaráhrifum í
fyrirtækinu. Áfrýjunarnefndin taldi
þessi úrræði litlu breyta um sam-
keppnisstöðuna.
Risar klofnir í herðar niður
Þótt ekki sé að finna ákvæði í ís-
lenskum lögum um heimild til að
skipta upp stórfyrirtækjum eru slík
lög þekkt annars staðar. Banda-
ríkjamenn riðu á vaðið með laga-
setningu seint á 19. öld. Svo nefnd
Sherman-lög, sem sett voru árið
1890, bönnuðu auðhringamyndun
sem beindist að því að hindra sam-
keppni. Árið 1911 beittu bandarísk
stjórnvöld þessum lögum og skiptu
upp stórfyrirtækinu Standard Oil, í
mörg fyrirtæki á sviði olíuhreinsun-
ar og olíudreifingar. Sama ár var
American Tobacco klofið.
Árið 1914 samþykkti Bandaríkja-
þing svonefnd Clayton-lög, sem
styrktu Sherman-lögin verulega.
Þar er m.a. lýst ólöglegt að gera upp
á milli jafnsettra viðskiptavina í
verði og selja vöru með því skilyrði
að ekki sé skipt við keppinautinn.
Eitt þekktasta dæmi af uppskipt-
ingu risafyrirtækis á síðari árum er
skipting símafyrirtækisins AT&T
árið 1983. Fyrirtækinu var skipt
upp í eitt langlínufyrirtæki og sjö
minni, staðbundin fyrirtæki.
Ári áður en niðurstaða fékkst í
máli AT&T féll Bandaríkjastjórn
frá málshöfðun á hendur IBM, en
málið hafði þvælst fyrir dómstólum
í 13 ár. Aukin samkeppni á markaði
hafði hins vegar gjörbreytt stöðu
IBM og málinu var því sjálfhætt.
Dómsmál 19 ríkja og bandaríska
dómsmálaráðuneytisins gegn
Microsoft er nýrra dæmi af stórfyr-
irtæki sem sótt er til saka vegna
ætlaðra brota á lögum um auð-
hringamyndun. Dómsmálaráðu-
neytið hafði mörg orð um að skipta
bæri fyrirtækinu upp, annars vegar
í fyrirtæki um framleiðslu Wind-
ows-stýrikerfisins og hins vegar
fyrirtæki um framleiðslu hugbúnað-
ar. Í nóvember sl. var samið um
málið utan dómstóla. Microsoft
slapp við uppskiptingu, í bili að
minnsta kosti, en enn á dómari og
ríkin sem aðild áttu að málinu eftir
að samþykkja samkomulagið, sem
m.a. gerir ráð fyrir að Microsoft
veiti samkeppnisfyrirtækjum á
sviði hugbúnaðar aðgang að forrit-
unarskilum, svo að hugbúnaður
þeirra virki á Windows-kerfinu.
Alríkisviðskiptastjórnin (Federal
Trade Commission) framfylgir
samkeppnislögum í Bandaríkjunum
og hefur vald til að stöðva viðskipta-
hætti fyrirtækja, telji hún þá brjóta
í bága við lög. Bandaríska dóms-
málaráðuneytið fylgir málunum svo
eftir fyrir dómstólum. Ef dómstólar
komast að þeirri niðurstöðu að fyr-
irtæki hafi brotið gegn samkeppn-
islögum getur ríkisstjórnin t.d.
skipt fyrirtækinu upp í smærri ein-
ingar, líkt og varð raunin með
AT&T, eða skipað því að skýra við-
skiptavinum sínum frá þjónustu
keppinauta, eins og dæmi eru um að
orkufyrirtæki þurfi að gera, t.d. í
Kaliforníu. Í málinu gegn Microsoft
lögðu bandarísk samkeppnisyfir-
völd fram þá hugmynd, að Micro-
soft yrði skylt að dreifa vafra Nets-
cape með sínum eigin vafra,
Explorer. Sú hugmynd, að skylda
fyrirtæki til að dreifa vöru keppi-
nautar síns, mun vera einsdæmi.
Misnotkun bönnuð
Íslensk samkeppnisyfirvöld
standa mun betur að vígi gagnvart
hugsanlegri misnotkun á markaðs-
stöðu eftir breytingarnar á sam-
keppnislögum fyrir rúmu ári. Sam-
kvæmt 11. grein laganna, sem var
nýmæli, er misnotkun á markaðs-
ráðandi stöðu bönnuð fyrirfram.
Greinin hljóðar svo:
Misnotkun eins eða fleiri fyrir-
tækja á markaðsráðandi stöðu er
bönnuð.
Misnotkun skv. 1. mgr. getur m.a.
falist í því að:
a. beint eða óbeint sé krafist
ósanngjarns kaup- eða söluverðs
eða aðrir ósanngjarnir viðskipta-
skilmálar settir,
b. settar séu takmarkanir á fram-
leiðslu, markaði eða tækniþróun,
neytendum til tjóns,
c. viðskiptaaðilum sé mismunað
með ólíkum skilmálum í sams konar
viðskiptum og samkeppnisstaða
þeirra þannig veikt,
d. sett sé það skilyrði fyrir samn-
ingagerð að hinir viðsemjendurnir
taki á sig viðbótarskuldbindingar
sem tengjast ekki efni samning-
anna, hvorki í eðli sínu né sam-
kvæmt viðskiptavenju.
Þá kveður 10. grein laganna m.a.
á um bann við samningum, sam-
þykktum og samstilltum aðgerðum
sem áhrif hafa á verð, afslætti,
álagningu eða önnur viðskiptakjör
með beinum eða óbeinum hætti eða
skipta mörkuðum eða birgðalind-
um. Samkeppnisstofnun vísaði til
10. greinarinnar þegar starfsmenn
hennar réðust til inngöngu á skrif-
stofur olíufélaganna þriggja í des-
ember sl. Stofnuninni er heimilt,
samkvæmt 40. grein samkeppnis-
laga, að gera athuganir á starfsstað
fyrirtækis og leggja hald á gögn
þegar ríkar ástæður eru til að ætla
að brotið hafi verið gegn lögunum.
Samtök atvinnulífsins hafa að
vísu lýst sig ósátt við vinnubrögð
Samkeppnisstofnunar og beint
þeim tilmælum til efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis að hún beiti
sér fyrir sjálfstæðri rannsókn og
skoðun á því hvort verið geti að
framganga og vinnuaðferðir Sam-
keppnisstofnunar séu í veigamikl-
um atriðum frábrugðnar þeim meg-
inreglum sem gilda í öðrum löndum
á Evrópska efnahagssvæðinu.
Minni samkeppni vegna
samþjöppunar
Ummæli forsætisráðherra um
hugsanlega uppskiptingu fyrir-
tækja á matvörumarkaði komu í
kjölfar umræðu um hátt matvöru-
verð hér á landi. Í því sambandi er
vert að minna á að í fyrra kynnti
Samkeppnisstofnun skýrslu sína
um matvörumarkaðinn og verð-
lagsþróun í smásölu. Þar kom fram,
að smásöluverð í matvöruverslun
hafði hækkað umfram verð frá
birgjum, sem gaf ástæðu til að ætla
að dregið hefði úr samkeppni í smá-
sölunni. Samþjöppun í formi sam-
runa var væntanlega helsta orsök
minni samkeppni. Vísað var til þess,
að í kjölfar stofnunar Kaupáss og
yfirtöku Baugs á 10–11 búðunum
hefði verðið á dagvöru farið ört
hækkandi.
Samkeppnisstofnun gerði að til-
lögu sinni að hafist yrði handa við
stjórnsýslurannsókn, sem beindist
að því að rannsaka hvort samningar
milli einstakra verslanakeðja,
birgðahúsa eða matvöruverslana
annars vegar og birgja hins vegar
færu gegn samkeppnislögum. Slík
rannsókn myndi beinast að ein-
stökum fyrirtækjum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins sækist þessi rannsókn
hægt. Hingað til hefur hún aðallega
miðað að því að kanna hvort setja
eigi siðareglur um samskipti versl-
anakeðja og birgja, eins og tíðkast
t.d. í Englandi.
Ýmis viðurlög,
ekki sakaruppgjöf
Það er að sjálfsögðu rétt, sem
komið hefur fram hjá talsmönnum
stóru verslanakeðjanna, að það eitt
að fyrirtæki sé stórt réttlætir ekki
uppskiptingu þess. Það er ekkert
ólöglegt við stærðina eina, enda
banna samkeppnislög ekki að fyr-
irtæki njóti markaðsráðandi stöðu,
aðeins að þau misnoti þá stöðu. Yrði
farið í uppskiptingu á grundvelli
stærðarinnar einnar, vegna þess
eins að möguleiki er á misnotkun,
hlyti slík aðgerð einnig að ná til ann-
arra stórfyrirtækja sem njóta yfir-
burðamarkaðshlutdeildar á sínu
sviði.
Hafi samkeppnisyfirvöld sönnur
fyrir að fyrirtæki misnoti í raun
stöðu sína geta þau beitt viðurlög-
um sem kveðið er á um í samkeppn-
islögum. Samkeppnisráð leggur
stjórnvaldssektir á brotleg fyrir-
tæki, nema brotið teljist óverulegt.
Sektirnar geta numið frá 50 þús-
undum til 40 milljóna króna eða
meira, en aldrei hærri en sem nem-
ur 10% af veltu síðasta almanaks-
árs. Hugsanlega geta forsvarsmenn
fyrirtækja þurft að sæta fangelsi.
Við ákvörðun sektar getur sam-
keppnisráð m.a. haft hliðsjón af
samstarfsvilja hins brotlega fyrir-
tækis. Ekki er þó heimilt að ganga
jafnlangt og tíðkast í Bandaríkjun-
um, þar sem fyrirtækjum er veitt
sakaruppgjöf, komi þau upp um ein-
okunarhringa. Undanfarin 3–4 ár
hefur málum vegna meintra brota á
samkeppnislögum fjölgað mjög í
Bandaríkjunum, í kjölfar þess að
ákvæði um sakaruppgjöf tók gildi,
svo það er greinilega öflugt vopn í
höndum samkeppnisyfirvalda.
Hjá Evrópuráðinu er farin sú leið
að veita því fyrirtæki, er til vamms
segir, afslátt af sektargreiðslum,
hafi það tekið þátt í starfsemi auð-
hrings. Á ráðstefnu á vegum við-
skiptaráðuneytisins og Samkeppn-
isstofnunar í nóvember árið 2000
kom fram að innan Evrópuráðsins
hefur verið rætt um að taka upp
bandarísku aðferðina, fulla sakar-
uppgjöf.
Grænmetismálið til dómstóla
Ekki hefur reynt á ákvæðið um
samstarfsvilja brotlegs fyrirtækis
hér á landi. Samkeppnisyfirvöld
hafa einu sinni ákveðið stórsektir,
þegar komist var að þeirri niður-
stöðu að grænmetisfyrirtækin
Fengur, Sölufélag garðyrkju-
manna, Bananar, Ágæti og Mata
hefðu brotið gegn ákvæðum sam-
keppnislaga með ólögmætu sam-
ráði. Þá ákvað samkeppnisráð 105
milljón króna sektargreiðslu, en
áfrýjunarnefnd samkeppnismála
lækkaði hana í 47 milljónir. Fyrir-
tækin vísuðu málinu til dómstóla og
eru líkur á að dómur falli í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í sumar. Það
verður fyrsta stórmál samkvæmt
samkeppnislögunum sem kemur til
kasta dómstóla hér á landi.
Samkeppnisyfirvöld eru nú að
kanna tryggingamarkaðinn og olíu-
markaðinn hér á landi og hljóta þær
rannsóknir að teljast til stórmála.
Fari svo að samkeppnisyfirvöld telji
rekstur tryggingafélaganna og olíu-
félaganna ganga gegn samkeppnis-
lögum á einhvern hátt má búast við
að þau mál komi einnig til kasta
dómstóla.
fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu
IMILDIR NÚNA
IPTI SÍÐAR?
Teikning/Andrés
rsv@mbl.is