Morgunblaðið - 26.01.2002, Qupperneq 30
UMRÆÐAN
30 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í
slendingar líta gjarnan á
sig sem nútímalega þjóð
sem aðhyllist frjálslynd
viðhorf og jafnan rétt
allra, óháð kynferði, lit-
arhætti eða trúarbrögðum.
Þetta má að vissu leyti til
sanns vegar færa: hér búa kynin
til dæmis við nokkuð jafna stöðu,
tilkoma flokks þjóðernissinna og
fordómafull ummæli þeirra hafa
vakið hér hörð viðbrögð og starf-
semi trúfélaga hefur ekki verið
kveðin niður með valdi, eins og
víða þekkist. Jafn réttur allra
manna er aukinheldur tryggður í
stjórnarskrá lýðveldisins og unn-
ið hefur verið markvisst að því að
nema úr gildi lagaákvæði sem
mismunuðu
fólki, t.d. eftir
kynferði.
En alvarleg
mismunun er
þó ennþá til
staðar í lögum
og meira að
segja í stjórnarskránni sjálfri:
þrátt fyrir að þar sé kveðið á um
trúfrelsi er einum trúarbrögðum
– hinu evangelísk-lúterska af-
brigði kristni – gert hærra undir
höfði en öðrum. Hér er meira að
segja starfrækt ríkiskirkja á ev-
angelísk-lúterskum grunni, sem
ríkisvaldinu ber samkvæmt
stjórnarskránni að „styðja og
vernda“ sérstaklega.
Í lögum um þjóðkirkjuna er
meðal annars kveðið á um að rík-
ið (það er að segja skattgreið-
endur) greiði henni „árlegt fram-
lag sem miðist við að það nægi til
reksturs hennar“ og ennfremur
er gert ráð fyrir að almenningur
standi straum af launakostnaði
klerka þessa trúfélags. Ýmis
stjórnunarleg tengsl eru einnig
fyrir hendi á milli kirkjunnar og
ríkisvaldsins, til að mynda skipar
forseti Íslands æðsta mann henn-
ar, biskupinn.
Þá má nefna að kristin messa
og bænagjörð er fastur liður í
setningu Alþingis, kristni er
hampað umfram önnur trúar-
brögð í trúarbragða- og siðfræði-
kennslu í grunnskólum, opinber
þjónusta og mestöll atvinnu-
starfsemi liggur niðri á helgidög-
um þjóðkirkjunnar og skattgreið-
endur standa einnig undir
menntun prestastéttar hennar,
eins trúfélaga.
Ekki þarf að hafa mörg orð um
hversu óeðlilegt þetta fyr-
irkomulag er. Þrátt fyrir að stór
hluti þjóðarinnar játi þessa
ákveðnu trú í orði er óréttlæt-
anlegt að mismuna borgurunum
með þessum hætti eftir trúar-
skoðunum. Svo ekki sé talað um
hversu mikil tímaskekkja það er
að halda úti ríkisstofnun með það
að markmiði að boða hindurvitni,
nú þegar um 250 ár eru liðin síð-
an Upplýsingin hélt innreið sína í
Evrópu!
Gallup hefur árlega kannað af-
stöðu landsmanna til tengsla rík-
is og kirkju og í nýjustu könn-
uninni, sem gerð var á
haustmánuðum, kemur fram að
rúmlega 53% eru hlynnt aðskiln-
aði, tæplega 13% eru hvorki
hlynnt né andvíg og 34% eru
andvíg. Samkvæmt niðurstöðum
könnunarinnar eru höfuðborg-
arbúar hlynntari aðskilnaði ríkis
og kirkju en þeir sem búa úti á
landi og stuðningurinn við að-
skilnað minnkar með aldrinum.
Þessi ólíka afstaða eftir aldri
endurspeglast til dæmis í álykt-
unum landsfundar Sjálfstæð-
isflokksins annars vegar og þinga
Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna hins vegar. Á síðasta
SUS-þingi ítrekuðu ungliðarnir
fyrri ályktanir sínar um að ríki
og kirkju ætti að aðskilja að
fullu, en á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins í október kvað við
annan tón. Þar var tillaga ungliða
um aðskilnað ríkis og kirkju
felld, en samþykkt ályktun sem
ekki verður túlkuð öðruvísi en
sem atlaga að trúfrelsi í landinu.
Í ályktun landsfundarins um
réttarfars- og stjórnskipunarmál
segir meðal annars: „Sjálfstæð-
isflokkurinn leggur áherslu á
mikilvægi kristinnar trúar fyrir
íslenskt samfélag og vill að trúar-
leg og siðfræðileg gildi hennar
verði kjölfestan í andlegu lífi
þjóðarinnar.“
Auk ungra sjálfstæðismanna
hafa að minnsta kosti ungir jafn-
aðarmenn hvatt til aðskilnaðar
ríkis og kirkju og með kyn-
slóðaskiptum í íslenskum stjórn-
málum hlýtur að mega gera ráð
fyrir að nútímalegri viðhorf ryðji
sér til rúms.
Þess er þó að sjálfsögðu ósk-
andi að ekki þurfi að bíða kyn-
slóðaskipta á Alþingi til að „þjóð-
ar“-forskeytið verði sneitt af
hinni evangelísk-lútersku kirkju.
Nú er til meðferðar á Alþingi
frumvarp þriggja þingmanna um
fullan aðskilnað ríkis og kirkju.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að all-
ar kirkjudeildir og trúarsöfnuðir
skuli njóta jafnréttis að lögum og
sé gert jafn hátt undir höfði.
Eins og fram kemur í grein-
argerð með frumvarpinu er tekið
fram í 62. grein stjórnarskrár-
innar, þar sem mælt er fyrir um
starfsemi þjóðkirkju, að þessu
ákvæði megi breyta með lögum.
Það þýðir að breytingar á grein-
inni þurfa ekki að hljóta sam-
þykki tveggja þinga, eins og al-
mennt gildir um breytingar á
stjórnarskránni. Hins vegar er
kveðið á um að verði gerðar
breytingar á kirkjuskipun rík-
isins beri að leggja þær undir
þjóðaratkvæði.
Samkvæmt fyrrgreindum
skoðanakönnunum Gallup eru
talsverðar líkur á að þjóðin
myndi samþykkja aðskilnað ríkis
og kirkju í slíkri atkvæða-
greiðslu. Víst er að það yrðu ekki
einungis trúlausir og meðlimir
annarra safnaða sem myndu
greiða því atkvæði, heldur einnig
margir fylgjendur hinnar evang-
elísk-lútersku kirkju, sem telja
að fullt sjálfstæði verði starfsemi
hennar til góða (meðmælendur
frumvarpsins á Alþingi voru til
að mynda þeirrar hyggju).
Vonandi bera alþingismenn
gæfu til að samþykkja þessar
breytingar, sem og landsmenn
allir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því
fyrr geta Íslendingar ekki að
sönnu talist nútímaleg, frjálslynd
þjóð.
Trúhelsi á
Íslandi
Vonandi bera alþingismenn gæfu til að
samþykkja þessar breytingar, sem og
landsmenn allir í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Því fyrr geta Íslendingar ekki að
sönnu talist nútímaleg, frjálslynd þjóð.
VIÐHORF
Eftir Aðalheiði
Ingu Þorsteins-
dóttur
aith@mbl.is
Í JÚNÍ næstkom-
andi eru fyrirhuguð
inntökupróf inn í
læknadeild Háskóla Ís-
lands. Síðustu ár hefur
ótakmarkaður fjöldi
stúdenta hafið nám í
læknadeild á haustin og
takmarkaður fjöldi
fengið að halda áfram á
aðra önn eftir sam-
keppnispróf í desem-
ber. Slíkt fyrirkomulag
kallast numerus clau-
sus. Þessi fyrsta önn
reynist stúdentum oft
mjög erfið á margan
hátt og m.a. þess vegna
eru inntökupróf að
loknu stúdentsprófi mun betri kostur
að ýmsu leyti. Því má í sjálfu sér
fagna fyrirhuguðum breytingum.
Hins vegar er undirbúningur fyrir
þessi tilteknu inntökupróf í lækna-
deild nú í júní næstkomandi engan
veginn fullnægjandi og reyndar virð-
ist hann mjög skammt á veg kominn.
Nýlega var gefinn út listi yfir þá
framhaldsskólaáfanga sem sagðir
voru líklegir til að innihalda efni sem
gæti komið á þessu prófi, en nú munu
hafa verið gerðar breytingar á þess-
um lista og þær standa enn yfir án
þess að nokkrar upplýsingar um þær
hafi borist almenningi eða þeim nem-
endum sem málið varðar. Við sem
tókum þátt í samkeppnisprófinu í
desember sl. höfum því mjög óljósa
hugmynd um hvernig við getum best
búið okkur undir þetta væntanlega
samkeppnispróf. Okkur finnst t.d.
ótækt að áfangalistinn sé ekki betur
ígrundaður en svo að á honum eru
(eða voru) áfangar sem voru ekki
kenndir þegar við vorum í framhalds-
skóla. Á honum eru (eða voru) líka
áfangar sem ekki var lögð nein
áhersla á að við tækjum þegar við
vorum í framhaldsskóla og leituðum
til námsráðgjafa um það hvaða áfang-
ar væru æskilegur undirbúningur
undir læknanám. Loks má nefna að
framhaldsskólar leggja efnið fram á
mismunandi hátt af því að samræmd
framhaldsskólanámskrá hefur ekki
verið til fyrr en nýlega. Því er nær
ómögulegt að gera prófið á sann-
gjarnan hátt fyrr en ný aðalnámskrá
hefur komið til framkvæmda. Listi
yfir áfanga sem eru æskilegur und-
irbúningur undir inntökupróf í
læknadeild þarf að liggja fyrir í fram-
tíðinni þegar fólk hefur nám í fram-
haldsskóla og námsráðgjafar skól-
anna þurfa að þekkja hann.
Lánshæfi náms til inntökuprófs
Annað sem er vert að athuga er
það að í undirbúningi til fyrirhugaðs
inntökuprófs nú í júní hlýtur öll
áhersla að verða lögð á framhalds-
skólanámsefni. Því er eðlilegt að
stúdentar sem fóru í samkeppnispróf
í læknadeild sl. haust og voru ekki
meðal hinna útvöldu þá og hyggjast
þreyta inntökuprófið í júní sjái ekki
hag sinn í að skrá sig í námskeið við
Háskóla Íslands nú í vor, þótt þeir
gætu þannig í raun búið sig undir
nám í læknadeild. Í staðinn er hyggi-
legra fyrir þá að reyna að búa sig
undir inntökuprófið með því að rifja
upp framhaldsskólaefni eða kynna
sér efni úr framhaldsskólaáföngum
sem ekki voru á dagskrá þegar þeir
voru í skóla eða ekki var mælt með þá
sem undirbúningi fyrir læknanám.
Fyrir þessa nemendur verður nær
ómögulegt að fá námslán til fram-
færslu á vormisseri þar sem fram-
haldsskólanám er ekki lánshæft hjá
Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Í því kerfi sem gilt hefur til þessa
sóttu allir nemendur sömu fyrirlestra
og höfðu þá sama (eða svipaðan) und-
irbúning fyrir samkeppnisprófin.
Fyrir sumarinntökuprófin standa
nemendur mjög misvel að vígi ef mið-
að verður við stúdentsprófsefni, þar
sem samræming stúdentsprófa er
einungis á byrjunarstigi. Með hlið-
sjón af öllu því sem hér hefur verið
rakið teljum við að þessi fyrirhuguðu
inntökupróf séu ótímabær. Lág-
marksundirbúningstími með öllum
upplýsingum fyrir nemendur hlýtur
að teljast eitt ár.
Málið er í hnút. Tíminn er að renna
frá læknadeild og okkur sem höfum
þegar hafið nám við Háskóla Íslands.
Það eru hillingar einar að ætla sér að
finna sanngjarna leið til að halda inn-
tökupróf í læknadeild í júní næstkom-
andi. Því teljum við læknadeild nauð-
beygða til að haga inntöku nýnema á
venjubundinn hátt næsta haust (nota
numerus clausus fyrirkomulagið) og
fresta inntökuprófunum þar til þau
hafa verið skilgreind betur og ný
námskrá hefur komið til fram-
kvæmda í framhaldsskólum. Ef inn-
tökuprófunum væri frestað um ár til
dæmis gæfist nemendum kostur á því
núna að velja á milli þess að hefja
nám samkvæmt gamla kerfinu í haust
eða að búa sig undir inntökupróf sum-
arið 2003. Það myndi strax draga úr
því misrétti sem nú blasir við.
Inntaka eða aftaka
í læknadeild
Guðrún Þuríður
Höskuldsdóttir
Inntökupróf
Við teljum læknadeild
nauðbeygða, segja Guð-
rún Þuríður Höskulds-
dóttir og Davíð Jens-
son, til að haga inntöku
nýnema á venjubundinn
hátt næsta haust.
Höfundar eru háskólanemar.
Davíð
Jensson
LÍNA Langsokkur
sagði einhvern tíma:
„Æ, já, tíminn líður og
maður byrjar að verða
gamall. Í haust verð ég
tíu ára og þá er maður
búinn að lifa sína bestu
daga.“ Hvað ætli sé
mikill sannleikur í því,
a.m.k. fyrir sum okkar?
Við verðum þrítug, fer-
tug og fimmtug og alltaf
finnst okkur við vera
orðin dálítið gömul og
búin að missa af lífinu.
Okkur finnst kannski of
seint að láta draumana
rætast af því það er dálítil áhætta.
Og svo gleymum við okkur í kapp-
hlaupinu við elli kerlingu, með því að
hamast áfram við að ná sem lengst í
lífinu áður en hún nær að toga of
mikið í hrukkurnar.
Ævintýrin sem leynast
handan við hornið
Lína kunni þá list að gera hvern
dag að ævintýri. Og það sem meira
er; hún var ekki að því fyrst og
fremst fyrir sjálfa sig, heldur voru
mörg af hennar skemmtilegustu æv-
intýrum ætluð vinum hennar. En um
leið naut hún hvers andartaks til
hins ýtrasta. Ég vil að minnsta kosti
trúa því af því að hún er ein af mín-
um hetjum. Og ég verð að segja að
ég verð afskaplega leið á sjálfri mér
þegar ég er komin of langt frá Línu.
Þá verð ég svo alvarleg og hugsi, hlæ
ekki eins oft og græt ekki einu sinni
heldur. Verð bara dálítið dofin fyrir
lífinu og hætti að finna
ævintýrin sem vissu-
lega leynast handan
við hvert húshorn ef
maður hugsar eins og
Lína Langsokkur.
Líföndun
Eitt af þeim tækjum
sem hafa reynst mér
vel við að tengjast
sjálfri mér aftur þegar
ég missi af lífinu og
Línunni í mér er líf-
öndun. Og þá er eðli-
legt að spyrja: Og
hvað er nú líföndun?
Líföndun er leið til að finna fyrir
kjarnanum í okkur sjálfum. Við not-
um öndunina til að deyfa okkur nið-
ur, til að finna ekki – með því að
anda mjög grunnt og lítið. Á sama
hátt, með því að dýpka öndunina og
anda meira meðvitað, förum við að
finna það sem við höfum bælt. Þegar
við bælum tilfinningar sem okkur
finnast óþægilegar erum við líka að
minnka hæfileikann til að gleðjast og
njóta. Þegar við stöndum á fjalls-
tindinum og horfum yfir fallega
sveitina förum við ósjálfrátt að anda
dýpra. Þegar við verðum mjög glöð
og líka þegar við grátum, þá öndum
við djúpt og mjög líkt því sem við
gerum í líföndun. Þegar við verðum
hissa grípum við andann á lofti. Og
þegar okkur líður vel þá erum við
ekki bara að anda að okkur súrefni
heldur líka orku. Það hvernig við
öndum lýsir því mjög vel hvernig
okkur líður og hvaða viðhorf við höf-
um til okkar sjálfra og lífsins.
Í líföndun fer maður í gegn um
visst ferli sem felur í sér losun –
spennulosun, kannski tilfinningalos-
un, brjóstið opnast og allt í einu er
meira pláss í brjóstinu til að fylla
upp í með lífinu, hugurinn verður
mjög skýr og að lokum finnur maður
fyrir sátt og mjög djúpri slökun.
Þetta er að minnsta kosti mín upp-
lifun. Af því að líföndun er svo lík-
amleg upplifun líka er hún aldrei
eins.
Þegar við öndum til fulls erum við
að njóta til fulls. Um leið og við erum
hætt að finna og njóta erum við ekki
lengur til staðar og lífið verður bara
að sjálfvirkum hreyfingum frá ein-
um stað til annars og það er einmitt
þetta sem verður síðan til þess að
okkur finnst að við höfum misst af
einhverju. Við missum nefnilega af
stórum hluta af okkur sjálfum þegar
við öndum ekki nóg. Og þá förum við
að flýta okkur til að missa ekki af
öllu lífinu.
Kvíði og eftirvænting
Þegar lífið verður of mikið til að
okkur finnist við ráða við það förum
Lína og líföndun
Guðrún Arnalds
Líföndun
Lína Langsokkur kunni
þá list, segir Guðrún
Arnalds, að gera hvern
dag að ævintýri.