Morgunblaðið - 26.01.2002, Síða 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 33
„Á hverju munum
við lifa í framtíðinni?“
Í blaðinu á morgun.
AÐ UNDANFÖRNU
hefur mikið verið rætt
um rautt strik í
tengslum við hugsanlega
uppsögn kjarasamninga.
Ég eins og margir aðrir
hef haft áhyggjur af þró-
un mála því fátt væri
verra fyrir efnahagslífið
nú en aukin verðbólga
með tilheyrandi hækkun
vaxta og víxlverkunum.
Á fundi sem ég sat um
daginn ræddu menn um
þjóðmálin svona rétt á
meðan fólk var að tínast
inn á fundinn. Þá kom
það sjónarmið fram að nú skipti sköp-
um að ríkisvaldið og stór fyrirtæki í
verslun og þjónustu héldu að sér
höndum í verðlagningu. Síðastliðinn
laugardag gerðist það svo að BYKO,
sem er eitt stærsta fyrirtæki lands-
ins, og jafnframt stærsti vinnuveit-
andi í Kópavogi, reið á
vaðið og lækkaði vöru-
verð í verslunum sínum í
þeim tilgangi að stuðla
að stöðugleika í þjóð-
félaginu. Þannig lagði
fyrirtækið sitt lóð á vog-
arskálarnar til þess að
koma í veg fyrir að farið
yrði fram úr hinu víð-
fræga rauða striki.
Fjöldi annarra fyrir-
tækja fetaði í fótspor
BYKO, sem á vonandi
eftir að hafa þau áhrif að
tilsettu marki verði náð.
Frumkvæði BYKO í
þessum málum var afar
mikilvægt og vakti stjórnendur fyr-
irtækja til umhugsunar. Lækkun
vaxta og verðbólgu mun ekki eiga sér
stað nema með sameiginlegu átaki
stjórnvalda, fyrirtækja og þjóðarinn-
ar allrar. Segja má að BYKO hafi ýtt
þessu átaki úr vör og því ber að fagna
og virða. Ég vil því hvetja alla til að
fylgja þessu frumkvæði BYKO eftir,
láta virkilega hug fylgja máli og gefa
úrtöluröddum langt nef.
Frumkvæði
BYKO
ber að fagna
Ármann Kr.
Ólafsson
Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópa-
vogi og tekur þátt í prófkjöri D-
listans og sækist eftir 2. sæti listans.
Kópavogur
Lækkun vaxta og verð-
bólgu, segir Ármann
Kr. Ólafsson, mun ekki
eiga sér stað nema með
sameiginlegu átaki
stjórnvalda, fyrirtækja
og þjóðarinnar allrar.
NÚ ER runnið upp
kosningaár. Í maí í vor
verður gengið til bæj-
ar- og sveitarstjórnar-
kosninga og höfum við
þá tækifæri til að láta
skoðanir okkar í ljósi á
starfi meirihluta
vinstrimanna í Mos-
fellsbæ. Rifjum aðeins
upp nokkur verk, eða
verkleysi, vinstri meiri-
hlutans á kjörtíma-
bilinu.
Í skipulagsmálum
hefur illa gengið að
taka ákvarðanir um
hvar áherslur í upp-
byggingu bæjarins
skuli liggja. Meirihlutinn virðist vera
að horfa til þess að hefja uppbygg-
ingu Blikastaðalands með 6000-7000
íbúum með tilheyrandi verslunar- og
þjónustukjörnum. Sjálfstæðismenn í
bæjarstjórn eru ekki á móti upp-
byggingu Blikastaðalands en telja
nauðsynlegt, áður en ráðist er í upp-
byggingu nýrra svæða, að fullnýta
eigi önnur svæði nærri núverandi
byggðakjörnum og í kringum
miðbæinn okkar. Tilgangurinn er að
styðja við þau þjónustumannvirki
sem fyrir eru og að sjálfsögðu einnig
að styrkja þá starfsemi sem fyrir er
og er væntanleg í miðbæinn. Nú
nokkrum mánuðum fyrir kosningar
liggur ekki enn fyrir stefna vinstri
meirihlutans í þessum mikilvægu
málum. Sjálfstæðismenn höfðu það á
stefnuskrá sinni fyrir síðustu kosn-
ingar að gera þyrfti framsækið deili-
skipulag fyrir miðbæinn. Vinstri
meirihlutinn gerði tilraun til þess að
gera þetta kosninga-
mál Sjálfstæðisflokks-
ins að veruleika en mis-
tókst. Í deiliskipulagi
fyrir miðbæinn sem
samþykkt var á síðasta
ári var aðeins hálfur
miðbærinn skipulagð-
ur. Svæðið fyrir norðan
Þverholt var skilið eftir
þrátt fyrir að fyrir
lægju framsæknar og
hugmyndaríkar tillög-
ur frá skipulagsarki-
tekt um nýtingu þess
svæðis sem án alls efa
hefðu styrkt starfsem-
ina í miðbænum. Þarna
skorti meirihlutann
dug og þor til að ljúka málinu.
Í fræðslu- og menntamálum hafði
vinstri meirihlutinn uppi fögur fyr-
irheit um byggingu bráðnauðsyn-
legra mannvirkja fyrir leikskóla og
grunnskóla. En svo illa gekk und-
irbúningurinn og svo seint var farið
af stað að með naumindum gekk að
leysa úr allra brýnustu þörfum. Til
að leysa málin þyrfti að koma fyrir
fjölda færanlegra kennslustofa með
ærnum tilkostnaði og heilmiklum
óþægindum fyrir nemendur, for-
eldra og starfsfólk. Var þetta þrátt
fyrir að við sjálfstæðismenn vöruð-
um ítrekað við afleiðingunum og
lögðum til hugmyndir og leiðir til
lausnar. Það virðist vera svo að ef
vinstri meirihlutinn á kost á bráða-
birgðalausn í uppbyggingu skóla-
mannvirkja þá skuli sú leið valin.
Ekki þarf að fjölyrða um frammi-
stöðu vinstri meirihlutans í fjármál-
um bæjarins. Þar hlýtur að vera um
algjöra falleinkun að ræða. Fyrir
tveimur kjörtímabilum síðan, þegar
vinstri meirihlutinn tók við, voru
heildarskuldir bæjarinns 87 þús kr á
hvern bæjarbúa. Nú átta árum síðar
er þessi tala orðinn um 434 þús kr. og
hefur Mosfellsbær færst frá því að
vera í hópi minnst skuldsettu bæj-
arfélaga landsins í að vera í hópi
þeirra mest skuldsettu. Vafasamur
heiður það.
Hér að ofan hafa aðeins verið talin
upp fáein afrek vinstri meirihlutans
á núverandi kjörtímabili. Vafalaust á
frekari afrekalisti eftir að birtast
þegar nær dregur kosningum. Ágæti
Mosfellingur! Er ekki kominn tími til
að skipta?
Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyr-
ir pröfkjöri til að velja framboðslista
sinn þann 9. febrúar nk. Þar gefa
kost á sér þrettán mætir menn og
konur, blanda af fólki með reynslu af
sveitarstjórnarmálum og nýjum
nöfnum með nýjar og ferskar hug-
myndir. Ég vil nota þetta tækifæri
og hvetja Mosfellinga til að fjöl-
menna í þetta prófkjör og gera það
sem glæsilegast. Það er upphafið að
því að hægt sé að skipta! Greinarhöf-
undur er þátttakandi í prófkjörinu
og gefur kost á sér til að vera í for-
ystu Sjálfstæðismanna í komandi
kosningum.
Er ekki kominn
tími til að skipta?
Haraldur
Sverrisson
Mosfellsbær
Frammistaða vinstri
meirihlutans, segir
Haraldur Sverrisson,
hlýtur að veita algjöra
falleinkunn.
Höfundur gefur kost á sér í 1. sæti
í prófkjöri sjálfstæðismanna
í Mosfellsbæ. LJÓSMYNDIR
mbl.is