Morgunblaðið - 26.01.2002, Side 35

Morgunblaðið - 26.01.2002, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 35 UMRÆÐAN ✝ Sigurpáll Einars-son fæddist í Vestmannaeyjum 19. febrúar 1944. Hann lést 14. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sólrún Guðmundsdóttir frá Grindavík, f. 9. des- ember 1913, d. 16. október 2001, og Ein- ar Símonarson frá Eyri, f. 8. september 1920, d. 6. nóvember 1998. Systkini Sigur- páls eru Hjálmey, f. 1942, Helgi, f. 1945, Guðmundur, f. 1947, og Erling, f. 1951. Árið 1965 giftist Sigurpáll Magneu Baldvinsdóttur frá Brekku í Gilsfirði, dóttur hjónanna Baldvins Sigurvinsson- ar frá Stykkishólmi og Ólafíu Magnúsdóttur frá Saurbæ í Dala- sýslu. Þau skildu. Þau eiga þrjú börn: 1) Ólafía, f. 1963, sambýlis- maður Ríkharður Hinriksson og eiga þau fjóra syni, Þór, f. 1985, Linnet, f. 1987, Magnús, f. 1995, og Jón Eðvald, f. 1996. 2) Dóttir andvana fædd 1965. 3) Einar, f. 1966, kvæntur Þóru Gunnarsdótt- ur og eiga þau tvö börn, Arndísi Ingu, f. 1989, og Daða, f. 1997. Ár- ið 1973 giftist Sigupáll núverandi eiginkonu sinn, Valgerði Ragn- arsdóttur frá Grindavík, f. 8. maí 1947, dóttur hjónanna Ragnars Jóhannssonar og Gyðu Waage Ólafs- dóttur, en þau eru bæði frá Bíldudal. Valgerður á tvær dætur sem Sigurpáll gekk í föðurstað, Lindu, f. 1965, gift Jacob Norrby, þau eiga þrjá syni, Heimi, f. 1993, Smára, f. 1995, og Sindra Mími, f. 1998; og Svanhvíti, f. 1968, hún á tvö börn, Shönnu Joe, f. 1987, og Phillip James, f. 1994. Sigurpáll og Val- gerður eiga þrjár dætur saman, Sólrúnu, f. 1972, Lilju Kap, f. 1976, gift Shane Radley og Jessicu Rós, f. 1985. Sigurpáll flutti með fjölskyldu sinni til Grindavíkur 1949. Þar ólst hann upp við sjómennsku og netagerð frá unga aldri. Sigurpáll lauk námi frá bæði vélskóla- og stýrimannaskóla. Hann var einnig virkur þátttakandi félags- og stjórnmála og sat meðal annars í fyrstu bæjarstjórn Grindavíkur- bæjar. Minningarathöfn um Sigurpál fer fram frá Grindarvíkurkirkju í dag og hefst hún klukkan 14. Jarðsett verður í Grindavík. Elsku pabbi minn, nú ertu farinn fyrir fullt og allt. Alla mína ævi höfum við verið að kveðjast, eða alveg síðan þú og mamma skildu þegar ég var þriggja ára gamall. Stundirnar sem við höf- um átt saman hafa verið stuttar en margar, allar þessar góðu helgar og stundum vikur sem ég og Lóa systir vorum hjá ykkur Völlu og stelpunum í Grindavík. Svo þegar þið fluttuð til Ástralíu þá fækkaði stundunum saman, en þær stundir sem við áttum saman urðu dýrmætari og ég get aldrei þakkað þér almennilega fyrir það að hafa boðið mér út í öll þessi skipti, og kynnt mér alveg nýjan menningarheim, svo ég tali nú ekki um þegar við Þóra og Arndís Inga komum út í tvö ár. Þá virkilega náði ég að kynnast þér almennilega þar sem við unnum saman og ferðuð- umst tveir út um allt land. Þú áttir alveg heima á þessu hásæti sem ég var búinn að setja þig upp á eins og börn oft gera við foreldra sem þau sjá sjaldan. Þú varst algjör demant- ur og vildir allt fyrir alla gera, svolít- ið stríðinn og hafðir yndi af að segja skemmtilegar sögur. Ég á eftir að sakna allra símtalanna sem við átt- um, þó að þau væru ekki löng þá voru þau góð og við áttum oft erfitt með að kveðja hvorn annan. Það var eins þegar ég kom að heimsækja þig núna í haust, því þá vissi ég að það var í síðasta sinn sem við sæjum hvorn annan. Ég minnist nú þeirra orða sem þú sagðir svo oft við mig, hvort sem það var hérna uppi á flugvelli eða í Sydney, þegar ég fór að tárast, „Hvað er þetta, Ein- ar minn, við erum nú ekki að kveðj- ast í síðasta sinn.“ Síðustu mánuðir hafa verið alveg svakalega erfiðir, að finna hvernig líf þitt hefur fjarað út og geta ekkert gert og geta ekki verið hjá þér. Ég vil þakka þér, elsku Valla mín, Jessica, Lilja Kap og Sólrún fyrir að hafa annast hann pabba minn í allan þennan erfiða tíma meðan við hin systkinin höfum verið hjálpvana hérna hinum megin á hnettinum. Að vita af ykkur hjá honum pabba gerði lífið bærilegra. Einar. Elsku pabbi minn. Nú ertu farinn, farinn yfir í betri heim. Loksins laus við áhyggjur, sjúkdóm og kvalir. Það eru svo margar minningar um þig sem koma í huga mér. Ég man alltaf hvað ég var yfir mig hrifin þeg- ar þú „varðst“ pabbi minn. Þegar ég komst að því að þú og mamma væruð meira en bara vinir hljóp ég á fullu til systurdætra þinna, sem voru góðar vinkonur mín- ar, og sagði þeim að nú ætlaði frekn- ótti frændi þeirra að verða pabbi minn og nú yrði amma Sóla líka amma mín! Svo einfalt var þetta líka, þú tókst mér eins og ég væri þín frá fyrstu stund. Þú varst mikill fjöl- skyldumaður. Við fórum mikið í ferðalög og ævintýrabíltúra, þá helst í einhverjar ófærur, og alltaf varstu með sögur tilbúnar bæði alvöru og spaug. Ég hef alltaf litið upp til þín og einhvern veginn kunnir þú vel á mig. Mig langaði alltaf að skrifa og reikna eins vel og þú og ætlaði sko að sýna þér að ég gæti það. Þú vissir alltaf hvernig þú ættir að fá mig til að vilja ná meiri og betri árangri og hvattir mig á þinn hátt. Ég minnist líka margra góðra stunda í eldhúsinu. Þér þótti gaman að matreiða og varst alltaf að finna upp á nýjum réttum. Man ég þá sérstaklega eftir pönnukökum með fiski í. Minning- arnar eru svo margar að það er erfitt að velja hverjar eiga koma fram hér. Ég hef alltaf litið upp til þín, enda varstu bæði gáfaður og fróður maður með áhuga á flestu. Pabbi, þú varst með hjarta úr gulli og gimsteina í augum. Þú vildir öll- um vel og treystir því að aðrir væru eins. Það var alltaf erfitt að vera svo langt frá þér, sérstaklega síðustu mánuðina. Þegar ég var hjá ykkur í september vildi ég ekki fara frá þér og það var erfitt að kveðja. Það hefur þó verið huggun fyrir mig að vita af mömmu, sterkri eins og alltaf, við hlið þér og að hún og systur mínar, Sólrún, Lilja Kap og Jessica Rós, sáu alveg um þig heima þangað til að Guð sótti þig. Því er ég þeim að eilífu þakklát. Ég er svo innilega þakklát þér að hafa verið pabbi minn og hafa fengið að vera dóttir þín. Ég er þakklát því að synir mínir og maður minn fengu að kynnast þér. Hluti af þér, pabbi minn, mun lifa áfram hjá okkur og hluti af mér fór með þér daginn sem Guð tók þig heim. Pabbi ég elska þig, þín dóttir Linda. SIGURPÁLL EINARSSON NÚ ERU liðin tæp átta ár frá því að Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið, Al- þýðuflokkurinn og Kvennalistinn mynd- uðu meirihluta í bæjar- stjórn Mosfellsbæjar. Á þessum tíma hefur skuldastaða bæjarins versnað til muna og skynsamleg fjárhags- stjórn gleymst á eyðslufylleríi meiri- hlutans. Hins vegar vil ég fyrst hrósa núver- andi meirihluta áður en að gagnrýninni kemur. Þeir sem lesa stefnu- skrá sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ sem gefin var út fyrir síðustu bæj- arstjórnarkosningar geta séð það í verkum meirihlutans að hann hefur einnig verið iðinn við lestur hennar. Nægir að nefna göngu- og hjólreiða- stíga bæjarins sem tengdir voru gönguleiðum höfuðborgarsvæðisins á síðasta ári, kjör kennara voru bætt og uppsetningu öflugs upplýsinga- kerfis fyrir bæjarbúa sem endur- speglast í glæsilegri heimasíðu bæj- arins. Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi tínt upp mörg málefni sjálfstæðis- manna er margt enn ógert í málefn- um bæjarins. Helstu vandamál flestra bæjar- félaga á Íslandi eru að tengja saman fjármál bæjarins og þjónustu. Menn vilja halda uppi háu þjónustustigi fyrir sem minnsta peninga. Í dag er það svo að bæjarstjórnir hafa svo miklar áhyggjur af því að missa meirihlutann í næstu kosningum að þær dæla óhóflega miklum pening- um í þennan málaflokk til að halda kjósendum ánægðum. Svona fjár- hagsstjórn gerir það að verkum að útgjöld hækka, allar framtíðar- framkvæmdir verður að fjármagna með lán- um og gjaldþrot eða sameining verður nauðsynleg til að bjarga málunum. Fyrir síðustu kosn- ingar sagði Jónas Sig- urðsson, þáverandi for- seti bæjarstjórnar, í blaðagrein í Morgun- blaðinu að áhersla sjálfstæðismanna á fjármál bæjarins væri fátækleg málefnastaða. Í umræðum um fjármálin sagði Jón- as í grein sinni: „Skuldir hafa vaxið enda ekki hjá því komist vegna þess mikla átaks í framkvæmdum sem unnið hefur verið.“ Ég get tekið und- ir þetta hjá Jónasi. Það hefur verið mikið um framkvæmdir í Mos- fellsbæ, en er ánægja bæjarbúa í samræmi við framkvæmdagleðina? Eru Mosfellingar almennt ánægðir með þá þjónustu sem boðið er upp á? Jónas telur greinilega mikilvægt að geta borið saman stöðu bæjarins við önnur sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu og í grein sinni fyrir síð- ustu kosningar lagði hann fram spurningu ætlaða sjálfstæðismönn- um: „Telja sjálfstæðismenn það ásættanlegt fyrir íbúa Mosfellsbæj- ar að búa við lakari þjónustu og að- stöðu af ýmsu tagi en aðrir íbúar höf- uðborgarsvæðisins?“ Þessari spurningu hafa bæjarbúar svarað, eins og fram kemur í nýlegri rann- sókn sem Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, stóð fyrir. Sú niðurstaða sem Gunnar Helgi kemst að gefur sterklega til kynna að almenn ánægja íbúa með þjónustuna í Mosfellsbæ sé mun minni þar en í nágrannasveitarfélög- unum. Hvort skiptir meira máli fyrir núverandi meirihluta, að halda uppi háu þjónustustigi eins og talað var um á bæjarstjórnarfundi 16. janúar síðastliðinn, eða halda uppi þjón- ustustigi sem bæjarbúar eru ánægð- ir með? Hvað segir svona niðurstaða okkur Mosfellingum? Jú, þegar bæj- arfulltrúar geta ekki lengur gert greinarmun á því hvort fjárfesting sé hagkvæm fjárhagslega sem og fé- lagslega fyrir bæinn þá eiga þeir ekki að koma nálægt almennings- sjóðum. Ég hvet alla Mosfellinga til að taka þátt í opnu prófkjöri sjálfstæð- ismanna 9. febrúar næstkomandi og nýta þar með þær lýðræðislegu að- ferðir sem til eru til að hafa áhrif á hvernig bæjarfélaginu okkar verður stjórnað í framtíðinni. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Oft var þörf en nú er nauðsyn Pétur Berg Matthíasson Höfundur tekur þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Mosfellsbær Ég hvet alla Mosfellinga til að taka þátt í opnu prófkjöri sjálfstæð- ismanna 9. febrúar nk., segir Pétur Berg Matth- íasson, og nýta þar með þær lýðræðislegu að- ferðir sem til eru. BJARTUR í Sumar- húsum sagði eitthvað á þá leið að sá væri mun- urinn á eiginkonum og ráðskonum, að eigin- konurnar væru þakk- látar fyrir að hafa ekki neitt, en ráðskonurnar væru alltaf að heimta eitthvað! Mér kom þetta í hug þegar ég kveikti á útvarpinu um daginn. Þar var spjall- þáttur í Ríkisútvarpinu og verið að ræða við fulltrúa landssamtaka tiltekinnar íþrótta- greinar. Ég hækkaði í tækinu og hlustaði..... Mikið happ að fá konu... Fram kom að víðast hvar sætu konur í stjórnum flestra aðildar- félaga þessa íþróttasambands og stýrðu þeim. Spyrillinn og viðmæl- andinn voru sammála um að það væri mikið happ, enda konur að- sjálli í peningamálunum er karl- ar...„karlarnir eru meira að gera einhverja stóra díla...“ (uþb.orð- rétt). Ég hlustaði áfram. Spyrillinn spurði hvernig keppendur væru studdir á íþróttamótin heima og er- lendis? Jú, viðmælandinn sagði að keppendur væru styrktir um 15 þús. kr. í keppni á erlendri grund, samtökin sem slík kostuðu alla þjálfara og dómara... Hver kostaði þá afganginn fyrir keppendurna? Jú, það væru ýmist sveitarfélögin, eða bara pabbi og mamma. „Sóknargjöld“ fyrir hvert barn? Aðspurður um framtíðarsýnina í fjármögnun íþróttafélaga ræddi viðmælandi um tillögur um „sókn- argjöld“ fyrir hvert barn í íþrótt- unum og vísaði þar til tekna kirkjusókna, þar sem tiltekin fjár- hæð er greidd úr sjóðum hins opinbera fyrir hvert sóknar- barn sem væri í þjóð- kirkjunni. Slíkum tillögum hefði verið hafnað Viðmælandinn benti á þá staðreynd, að það væru alla jafna ekki nemendurnir í tónlistarnáminu eða íþróttunum sem væru kallaðir á teppið til skólastjóra grunnskólanna. Nei, þeir sem þar kæmu við væru sjaldnast viðriðnir neitt sérstakt tómstundastarf, og iðjuleysi er eng- um hollt. Uppeldi samfélagsins Það þarf enginn að efast um mik- ilvægi þess samfélagslega uppeldis sem fram fer í daglegu lífi okkar allra. Kennarinn, presturinn, smið- urinn, strætisvagnabílstjórinn, bað- vörðurinn í sundlauginni, af- greiðslufólkið í verslununum, fisksalinn eða nágrannakonan í næstu íbúð. Öll komum við að upp- eldi þeirra barna sem á vegi okkar verða á lífsleiðinni. Stundum eigum við beina aðild og stundum óbeina. Þegar bílstjórinn rekur ódæla krakka úr strætó er hann að setja þeim hegðunarmörk. Þegar fisksal- inn spjallar við barnið sem er að forvitnast um fiskverslun og vinnu í slori, er hann að gefa fordæmi um leið og hann skapar með barninu ímynd um hvernig það sé að vera fisksali o.s.frv. Uppeldisstarf í tómstundum barna og unglinga Það er ómetanlegt uppeldisstarf sem liggur að baki vel þjálfuðum ungmennum í íþróttum eða annarri tómstundaiðju. Slíkt starf verður seint metið til fjár. Og þeir foreldrar, sem standa undir þessu mikla starfi með bein- um og óbeinum hætti eru að varða mikilvæga leið til þroskavænlegrar framtíðar barna sinna. Kópavogsbær státar af eldhug- um sem telja ekki eftir sér vinnu- stundirnar við að þjálfa og æfa börn og unglinga í fjölbreyttri tóm- stundaiðkun. Þeir hafa margir bor- ið hróður bæjarins víða um lönd og nægir að nefna víðfrægt kórastarf Kársnesskólans, að öðrum eldhug- um ólöstuðum. Hver króna sem fer úr bæjarsjóði til slíkrar starfsemi í bæjarfélaginu tvöfaldar verðmæti sitt í höndum þessara aðsjálu kvenna og karla sem leggja hjarta og hönd í verk sín í þágu mikilvægs málefnis. Sveitarfélag sem hvetur til, styð- ur og eflir slíkt starf er að fjárfesta í verðmætri kynslóð framtíðarinn- ar. Slíkt starf verður aldrei metið til fjár. Að rækta garðinn sinn Jóhanna Thorsteinson Höfundur er leikskólastjóri og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Vefslóð: www.johanna.is Kópavogur Sveitarfélag sem hvetur til, styður og eflir íþróttastarf, segir Jóhanna Thor- steinson, er að fjárfesta í verðmætri kynslóð framtíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.