Morgunblaðið - 26.01.2002, Page 36
MINNINGAR
36 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Lítill drengur að dyrum ber
Drottinn sjálfur sendi hann þér
gættu hans vel því gull hann er,
og gæfu þína hann ber með sér.
(Hans klaufi.)
Með þessum línum Haraldar Á.
Sigurðssonar var hann Krummi boð-
inn velkominn í jarðvist. Hann fædd-
ist á sólbjörtum septemberdegi og
hann var sjálfur alla tíð bjartur og
fagur eins og sá dagur. Hann var lag-
legur, rólegur, vel gefinn, hrekklaus,
umhyggjusamur og mikill dýravinur.
Öllum þessum góðu Guðs gjöfum
fékk hann að halda út sitt æviskeið,
þrátt fyrir það að krumla eiturlyfja-
bölsins næði heljartaki á honum. Sál-
in var tær og hrein jafnt á síðasta degi
sem þeim fyrsta. Fyrir það þakka ég
nú. Ég þakka drengnum mínum fyrir
góðu stundirnar og þá ást sem hann
gaf mér. Og ég mun ylja mér við þær
góðu minningar.
Það er ólýsanlega sárt að þurfa að
sjá á eftir barninu sínu í klær eitur-
lyfja og að þurfa að lifa við þann stöð-
uga ótta sem því fylgir. Það skiptast á
stundir vonar og ótta og oft hefur
þurft að taka á öllu sínu við að halda í
vonina. Nú er sú von úti, vonin um að
Krummi kæmist úr fjötrunum og ætti
sér eðlilegt líf. Ég veit að hans er vel
gætt núna, hann er laus við þján-
inguna og hans bjarta ljós mun ef-
laust lýsa þeim sem eiga um sárt að
binda. Ég veit að það eru margir
þarna úti sem eru á barmi örvænt-
ingar vegna barnanna sinna og þeir
eiga alla mína samúð. Eins veit ég að
dauði Krumma er veruleg áminning
til þeirra sem enn eru að berjast við
að lifa lífinu allsgáðir, einn dag í senn.
Mín samúð er og hjá þeim með ósk
um að þeir finni styrk til að sigrast á
þessum vágesti vorra tíma.
Á erfiðustu stundu lífs míns stóðu
læknar og hjúkrunarfólk gjörgæslu-
deildar Borgarspítalans, svo og séra
Sigfinnur sjúkrahúsprestur, hjá mér
eins og klettur. Þau voru til staðar af
öllu hjarta og fyrir það þakka ég þeim
innilega. Að finna svo einlægt og
skilningsríkt viðmót á slíkri stund er
ómetanlegt.
Systkini mín, makar þeirra og Guð-
rún mín gengu með mér þessi erfiðu
spor.
Þau hefði ég ekki komist án þeirra.
Séra María Ágústsdóttir og Loftur
Erlingsson gerðu okkur sem eftir
stöndum með söknuð í hjarta minn-
ingarstundina í Fossvogskirkju að
SIGURÐUR
HRAFN JENSEN
✝ Sigurður HrafnJensen fæddist í
Reykjavík 18. sept-
ember 1975. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 14.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Gréta Ósk Sigurðar-
dóttir, myndlistar-
maður á Vaði í Skrið-
dal, f. 10. apríl 1956,
og Jörg Szemkus,
tónlistarmaður í
Hamborg í Þýska-
landi. Sambýlismað-
ur Grétu er Guð-
mundur Ármannsson, bóndi á
Vaði, f. 6. október 1945. Systkini
Sigurðar sammæðra eru Kari Ósk
Ege, f. 16. janúar 1981, Júlíana
Garðarsdóttir, f. 7. október 1990,
og Garðar Örn Garðarsson, f. 18.
mars 1992.
Útför Sigurðar fer fram frá
Þingmúlakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
ógleymanlega ljúfri og
lærdómsríkri stund.
Þökk sé ykkur.
Ég kveð drenginn
minn með þakklæti í
huga.
Mamma.
Krummi var mjög
góður bróðir og honum
líður örugglega mun
betur í himnaríki en hér
á jörðinni eftir eiturlyf-
in.
Einu sinni fóru ég og
Krummi í sama gallann
og þegar mamma kom heim fór hún
að skellihlæja. Við litum út eins og
skrímsli með tvo hausa og fjögur
augu.
Kisan hans Krumma er mjög mikið
skass og nú er hún mjög döpur.
Krummi var mjög góður að spila á
gítar og hann lærði mörg lög af plöt-
um og kassettum.
Kæri Guð, ég vona að þú og engl-
arnir passið Krumma mjög vel og lát-
ið honum líða vel.
Garðar Örn Garðarsson.
Krummi, ég vil þakka þér fyrir að
vera svona góður bróðir. Það er rosa-
lega leiðinlegt að þú ert dáinn. Ég og
Ísis söknum þín mjög mikið. Við
gleymum þér aldrei.
Júlíana Garðarsdóttir.
Nú ertu komin á betri stað elskan
mín. Ég elska þig. Við vorum stöðugt
í hjarta hvors annars, töluðum saman
á hverjum degi, ef við vorum frá hvort
öðru en þegar við vorum saman,
nægði okkur alltaf bara að halda utan
um hvort annað. Ég var einkasirk-
usinn þinn og ég naut þess svo að
horfa í augun á þér, þegar þér leið vel,
full af lífi.
Mér fannst svo erfitt þegar þér leið
illa og það var svo oft. En elsku
Krummi minn, bíddu eftir mér, ég
kem til þín. Þú ert sá eini sem ég hef
algjörlega elskað. Við ætluðum alltaf
að eignast barn saman og það hefði
orðið svo yndislegt barn. Með alla
þína kosti, blíðleika og einlægni, nefið
þitt og tennur, sameinað með augun-
um okkar. Algjörlega fullkomið.
Ég fékk að kalla þig Krums, mr.
Krumble og Krumpi, öllu svaraðirðu,
ástin mín. Án þín væri ég sennilegast
í fangelsi eða komin til himna. Þú
bjargaðir mér alveg. Ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa fengið að eyða með
þér þessum árum.
Með þér var ég fullkomnuð. Eða
eins og dr. Evil sagði: Mini me, you
complete me.
Ég elskaði að hjala við þig, þó ég
hafi sjálf oft verið erfið við þig, þá
gastu alltaf fyrirgefið mér. Ég mun
aldrei gleyma þér ástin mín, og mig
langar til að þú vitir að ég ætla að
spjara mig, því þér fannst ég alltaf
svo falleg edrú. En veistu hvað, þú
varst alltaf fallegur og blíður, alltaf,
alltaf. Ég mun alltaf elska þig. Þú
varst hinn helmingurinn af mér.
Ég hitti þig fljótlega.
Ég elska þig og þú varst alltaf mér
trúr, Amitu main phalobasin sabaker!
Þín að eilífu.
Hulda Björk.
Með þessum örfáu línum langar
mig að minnast Sigurðar Hrafns eða
Krumma eins og hann var oftast kall-
aður.
Lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd-
um um þennan ljúfa fallega dreng
sem hefði átt að eiga góða og bjarta
framtíð. En því miður villtist Krummi
af beinu brautinni og lenti á hrjóstr-
ugum og þröngum stíg síðustu árin.
Krummi var vel gefinn, átti auðvelt
með að læra, var skemmtilegur og
vinsæll, fallegur og góður, kannski of
góður fyrir þennan þennan harða
heim sem við lifum í.
Því miður koma „sölumenn dauð-
ans“ víða við, en það voru eiturlyf sem
urðu Krumma bani.
Það er sorg í mínu hjarta því ég
veit að Krummi vildi og reyndi marg-
sinnis að komast út úr þeim vítahring
sem hann eins og allt of mörg ung-
menni lenda í, en það er eins og fíknin
hafi alltaf orðið viljanum yfirsterkari.
Og nú á nýbyrjuðu ári efir að hafa
verið laus við fíkniefnin um nokkurra
vikna skeið féll hann enn á ný, og nú
verður ekkert aftur tekið.
Það eru ómældar áhyggjur, ótti,
vonleysi en jafnframt væntingar sem
lagðar eru á nánustu aðstandendur
fíkniefnaneytenda, og erfitt að setja
sig í þeirra spor. Samband Krumma
og Grétu móður hans var þrátt fyrir
allt mjög náið og gott og tenging
þeirra afar sterk, en áhyggjur hennar
yfir sínum efnilega syni sem Krummi
var eru ólýsanlegar og álagið á fjöl-
skylduna mikið.
Ég held að Krummi hafi gert sér
grein fyrir að hann yrði ekki gamall í
þessari jarðvist og að hverju stefndi,
því nokkrum dögum áður en hann dó
sagði hann við ömmu sína „elsku
amma mín, ég verð farin löngu á und-
an þér yfir móðuna miklu“.
Nú hefur sálin fengið eilífan frið en
eftir standa aðstandendur harmi
slegnir, ekki síst yfir hlutskipti
Krumma, að hann hafi ekki fengið að
njóta alls þess góða sem lífið hefur
upp á að bjóða.
En dauðinn er aðeins efnislegur,
sálin lifir og minningin um fallega
Krumma.
Elsku Gréta, Karí, Júlíanna, Garð-
ar, Guðmundur og aðrir ættingjar og
vinir, ég veit að söknuður ykkar er
mikill, en ef til vill örlítil huggun að
vita að Krummi þjáist ekki meir og er
kominn í annan heim, heim ljóss og
friðar. Ég sendi ykkur mínar dýpstu
samúðarkveðjur og bið Guð að
styrkja ykkur.
Guðrún Þórðardóttir.
Elsku Krummi eða mr. Krömbuls
eins og þú vildir oft kalla þig.
Ég kynntist þér 2. nóvember sl.,
það var mjög góður dagur. Við náðum
strax mjög vel saman og gátum
spjallað heilmikið um lífsreynslu okk-
ar og hvaða takmarki við vildum ná í
lífinu. Við töluðum um hvað lífið væri í
raun yndislegt, við hefðum bara aldr-
ei tekið eftir því, og að nú væri kom-
inn tími til að njóta þess og alls sem
það hefur uppá að bjóða. Allt þetta
hefur nú verið tekið frá þér af sjúk-
dómi sem þú hefur barist hetjulega
við.
Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir
þér, Krummi, þú ert einlægur og
kemur til dyranna eins og þú ert
klæddur. Þrátt fyrir stutt kynni þá
skynjaði ég strax að þú ert vinur vina
þinna og fyrir mér eru það forréttindi
að hafa kynnst þér, og mikill heiður
að geta sagt „Krummi er vinur minn“.
Þú veittir mér innsýn í sjálfan mig
og lífið. Þú veist ekki hvað þú hjálp-
aðir mér mikið og þykir mér leitt að
geta ekki endurgoldið þér þá hjálp
sem þú gafst mér.
Ég mun biðja fyrir þér eins og þú
baðst fyrir mér þegar mér leið illa, og
reyndar baðstu fyrir allri fjölskyldu
minni og ófædda barni mínu líka. Það
sýnir hversu gott hjarta og góðan
mann þú hefur að geyma.
Ég mun aldrei gleyma þér,
Krummi, og þú munt alltaf eiga stað í
hjarta mínu, elsku vinur.
Takk fyrir að vera vinur minn.
Ég bið Drottin að geyma þig og við
munum hittast aftur.
Þinn vinur,
Kári Hallsson.
Elsku Krummi, ég þekkti þig ekki
neitt. En þú varst kærasti og besti
vinur vinkonu minnar. Þótt ég þekkti
þig ekki varst þú eins og ég, með
sama sjúkdóm, sem að lokum sigraði.
!"#"
$
# % & #
'
&
( # % &
!
" # $%!
!"" ! &
'()
'
*+ , "
(
)
*
' !
! !
! ! &
-.)/0$10 2 3
4 *
+
*
5 #5 # #2" ,
6+"7 #
8 # 7+
9 -5" # !75
! &
:.).'
*;%& 4 <
*
# 5
**55"
$ !5"
5" &
17
= >?
7 <%
&
,
)
&& !- & #
.
,,/
7 % % &
0
$ / )()'
*;"*%
% ,"@A
/ " ; "
( 1
" &
,
!7 +
:7 , *6:$4
8 , % 2&%
! !
* !4;&