Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ                               !       BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SJÁLFSTÆÐISMENN velta því mjög fyrir sér, hvaða brögðum þeir eigi að beita til að fella núverandi borgarstjóra. Í þá glímu hafa ýmsir boðið fram krafta sína, en flokksfor- ustan ekki talið að þeir kandídatar væru færir í þau fangbrögð og kallað til Björn Bjarnason menntamálaráð- herra. Menn hafa svo verið að velta því fyrir sér, ef Björn tekur þessari áskorun, hvort hann muni beita mjaðmahnykk eða klofbragði. Annars sé ég ekki annað en Ingi- björg Sólrún sitji hægramegin við Davíð og beiti sömu stjórnsýsluhátt- um og hann. Þess vegna sé ég ekki að neitt myndi breytast stefnulega séð, hvort heldur Björn eða Ingi- björg væru við stjórnvölinn í borg- inni. Hér sé því fyrst og fremst um valdaklíkubaráttu að ræða. Ég hef verið þeirrar skoðunar að það sé óæskilegt að í borgarstjórn sitji makar alþingismanna, því borg- arstjórn þarf stundum að taka ákvarðanir sem snerta hagsmuni ríkisvaldsins, þá gætu fjölskyldu- tengsl við ríkisvald, haft truflandi áhrif. Með því að setja ráðherra í borgarstjórastólinn væri verið að beintengja borgarstjórann við ríkis- stjórnina. Ef Björn yrði svo áfram ráðherra eftir að hann væri orðinn borgarstjóri, væri það óviðunandi út- koma. Það væri svo sem gaman að sjá Björn í beinni útsendingu, stökkva yfir borðið, sitt á hvað, í deil- um milli ríkis og borgar. Þótt Björn fái góða kosningu hjá sjálfstæðismönnum, tryggir það honum ekki meirihluta í borgar- stjórn, til þess þarf hann að vinna fylgi af R-listanum. Rétt er að hafa í huga að meirihlutafylgi sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík byggðist á því að vinstri flokkarnir byðu fram tvo- þrjá lista sem orsakaði það að fylgi þeirra nýttist ekki til fulls. Þess vegna verður hinn nýi kandídat sjálf- stæðisflokksins að vinna fylgi af R- listanum. Óvíst er hvort Birni takist það. Þar að auki er ríkisstjórnin þekktust fyrir að auka á misrétti í þjóðfélaginu og sýna þeim sem minna mega sín fálæti. Slíkt er ekki gott veganesti inn í borgarstjórn. Ég tel það líka andstætt Birni, að hann lýsti því yfir í fyrra að ef hann yrði borgarstjóri, þá myndi hann horfa sterkt til einkavæðingar skóla. Það er ólíklegt að slík markaðssetning á börnum sé borgarbúum hugleikin. Það hlýtur að vera hægt að finna gott starf fyrir Björn, annaðhvort í utanríkisþjónustunni eða banka, svo hann verði ekki fyrir ef forsætisráð- herrastóllinn skyldi losna. Ég vona svo að á þessu forustuvandamáli finnist viðunandi lausn, sem maður fellir sig við að eyða atkvæði sínu á, því aldrei dytti mér í hug að kjósa Ingibjörgu. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Það vantar botn í borgarstjórastólinn Frá Guðvarði Jónssyni: NÚTÍMAFÓLK sést stundum ekki fyrir og færist meira í fang en það ræður við. Það er margt sem veldur og oft er erfitt að standa undir þeim kröfum sem það og aðrir gera til sjálfs sín. Í íslensku þjóðfélagi verða álags- og streitueinkenni æ meira áberandi með alls kyns líkamlegum, andlegum og félagslegum afleiðing- um en langvarandi álag kemur fram í ýmsum myndum, svo sem þreytu, svefnleysi, einbeitingarskorti og kvíða sem getur leitt til þess að fólk missir tökin á því sem það er að fást við, auk þess sem ýmsir líkamlegir kvillar gera vart við sig eins og vöðvabólga, gigtsjúkdómar, melting- artruflanir, blóðþrýstingsbreytingar o.fl. Hvað er streita? Um 1960 var orðið stress eða streita fyrst notað, en ástandið hefur örugglega verið til um aldir þótt það hafi orðið mun meira áberandi í seinni tíð með tækninýjungum og meðfylgjandi hraða og álagi í lífinu, almennt betri efnahag og fleiri tæki- færum. Álag veldur ekki alltaf streitu en nauðsynlegt er að þekkja einkenni hennar og taka þá í taumana. Til að koma í veg fyrir að verra hljótist af er rétt fyrir fólk að staldra við og athuga sinn gang og reyna að sporna gegn því að streitan taki völdin með ófyrirsjánlegum og oft al- varlegum heilsufarslegum afleiðing- um. Í starfi Heilsustofnunar NLFÍ er lögð áhersla á að bæta jafnt líkam- legt sem andlegt ástand til þess að dvalargestir nái sem bestri heilsu bæði á líkama og sál. Nokkur vikunámskeið, svonefndir Heilsudagar, hafa verið haldin þar sem áhersla er lögð á að draga úr einkennum álags og streitu og er markmiðið að: – læra að takast á við streitu – losa um streitu í líkamanum – breyta um lífsstíl. Námskeiðin eru mjög fjölbreytt. Þátttakendur mæta á sunnudagseft- irmiðdegi, dagskráin hefst á fullu strax á mánudagsmorgni og lýkur næsta sunnudagsmorgun. Þátttak- endur á námskeiðunum hafa verið mjög ánægðir og er hér vitnað í skrif systranna Kristínar og Sigríðar Baldursdætra í Morgunblaðinu í júlímánuði 2001, en þær sóttu Heilsudaga í fyrra: „Heilsustofnun er fimm stjörnu hótel sem alltof fáir vita af. Starfsmenn eru afbragðs- menn hver á sínu sviði, en þeir eru meira en það, því velvild og elskuleg- heit í viðmóti við dvalargesti var nokkuð sem við fundum glögglega.“ Stefnt er að því að halda næsta nám- skeið 17.–24. mars nk. Tilvísun frá lækni þarf ekki á þessi námskeið. ANNA PÁLSDÓTTIR, upplýsingafulltrúi HNLF. Staldraðu við! Frá Önnu Pálsdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.