Morgunblaðið - 26.01.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK
44 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
eru væntanleg Nordic
Ice og Ofelia.
Mannamót
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Jóga á föstudög-
um kl. 11. Kóræfingar
hjá Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ á
Hlaðhömrum fimmtu-
daga kl. 17–19. Pútt-
kennsla í íþróttahúsinu
kl. 11 á sunnudögum.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014, kl. 13–16.
Uppl. um fót-, hand- og
andlitssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566-8060 kl. 8–16.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
mánudag Pútt í Bæj-
arútgerð kl. 10–11.30 og
félagsvist kl. 13.30.
Þorrablót félagsins
verður í Hraunseli í dag
laugardag 26. jan. kl.
19. Verð kr. 2.500.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádeginu.
Sunnudagur: Félagsvist
kl. 13.30. Dansleikur kl.
20. Caprí-tríó leikur fyr-
ir dansi. Mánudagur:
Brids kl. 13. Dans-
kennsla Sigvalda, fram-
hald, kl. 19 og byrj-
endur kl. 20.30.
Þriðjudagur: Skák kl.
13 og alkort spilað kl.
13.30. Söngvaka verður
miðvikudaginn 30. jan-
úar kl. 20.45, stjórnandi
Gróa Salvarsdóttir, um-
sjón Sigurbjörg Hólm-
grímsdóttir. Framsögn
hefst fimmtudaginn 31.
janúar kl. 16.15, skrán-
ing hafin á skrifstofu
FEB, leiðbeinandi
Bjarni Ingvarsson.
Leikfélagið Snúður og
Snælda sýnir í Ásgarði í
Glæsibæ, félagsheimili
Félags eldri borgara,
söng- og gamanleikinn
„Í lífsins ólgusjó“, minn-
ingar frá árum síld-
arævintýranna í sam-
antekt Guðlaugar
Hróbjartsdóttur, Bryn-
hildar Olgeirsdóttur,
Bjarna Ingvarssonar og
leikhópsins. Og „Fugl í
Búri“, dramatískan
gamanleik eftir syst-
urnar Iðunni og Krist-
ínu Steinsdætur. Frum-
sýning sunnudaginn 3.
febrúar 2002. Sýningar:
Sunnudaga kl. 16, mið-
vikudaga kl. 14 og
föstudaga kl. 14.Mið-
apantanir í síma 588-
2111, 568-8092 og 551-
2203.
Brids fyrir byrjendur
hefst í febrúar. Stjórn
Ólafur Lárusson. Aðal-
fundur Félags eldri
borgara í Reykjavík og
nágrenni verður haldinn
í Ásgarði Glæsibæ
sunnudaginn 24. febr-
úar 2002 kl. 13.30. Dag-
skrá: Venjulega aðal-
fundarstörf. Önnur mál.
Tillögur kjörnefndar til
stjórnarkjörs Félags
eldri borgara í Reykja-
vík og nágrenni liggja
frammi á skrifstofu fé-
lagsins í Faxafeni 12.
Tillögur félagsmanna
um einstaka menn til
stjórnarkjörs skulu ber-
ast skrifstofu eða kjör-
nefnd minnst hálfum
mánuði fyrir aðalfund,
sem haldinn verður í
Ásgarði, Glæsibæ, 24.
febrúar kl. 13.30. Silf-
urlínan er opin á mánu-
og miðvikudögum kl.
10–12.
Skrifstofan er flutt að
Faxafeni 12, sama síma-
númer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Uppl.
á skrifstofu FEB.
kl. 10–16 s. 588-2111.
Gerðuberg, félagsstarf,
Sund og leikfimiæfingar
í Breiðholtslaug á veg-
um ÍTR á mánu- og
fimmtudögum kl. 9.30,
umsjón Edda Bald-
ursdóttir íþróttakenn-
ari. Boccia á þriðjudög-
um kl. 13 og á
föstudögum kl. 9.30,
umsjón Óla Kristín
Freysteinsdóttir, gler-
málun á fimmtudögum
kl. 13. Veitingar í veit-
ingabúð. Upplýsingar
um starfsemina á staðn-
um og í síma 575-7720.
Kirkjustarf aldraðra
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudag kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fleira.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur í
kvöld kl. 21 í Konnakoti,
Hverfisgötu 105. Nýir
félagar velkomnir. Mun-
ið gönguna mánudaga
og fimmtudaga.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Bingó í
dag kl. 14.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla, kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁÁ Síðumúla 3–5
og í Kirkju Óháða safn-
aðarins við Háteigsveg
á laugardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12,
Reykjavík. Stuðst er við
12 spora kerfi AA-
samtakanna.
Öldungaráð Hauka.
Spilað verður á Ásvöll-
um nk. miðvikudag, 30.
jan., kl. 20.
Félag eldri borgara á
Suðurnesjum, boðið
verður upp á sparidaga
á Hótel Örk dagana 14.–
19. apríl.
Áhugasamir hafi sam-
band við ferðanefnd
sem fyrst.
Aflagrandi 40. Þorra-
blót verður haldið föstu-
daginn 1. febrúar, húsið
opnað kl. 18 með for-
drykk, þorrahlaðborð,
borðhald hefst kl. 18.30,
gestur kvöldsins Ingi-
björg Sólrún borg-
arstjóri. Flosi Ólafsson
flytur gamanmál. Kar-
lakvartett syngur, Hjör-
dís Geirs leikur fyrir
dansi, aðgöngumiði gild-
ir sem happadrætti.
Skráning í Aflagranda,
s. 562-2571, fyrir mið-
vikudaginn 30. janúar.
Allir velkomnir.
Vesturgata 7.
Þorrablót verður
fimmtud. 7. febrúar.
Húsið opnað kl. 17.
Veislustjóri: Gunnar
Þorláksson. Ragnar Páll
Einarsson verður við
hljómborðið.
Fordrykkur, þorrahlað-
borð. Magadansmeyjar
koma í heimsókn kl. 19.
Skemmtiatriði, KKK
syngja, fjöldasöngur og
fleira. Hljómsveit Hjör-
dísar Geirs leikur fyrir
dansi.
Aðgöngumiði gildir sem
happdrætti. Upplýs-
ingar og skráning í síma
562-7077.
Minningarkort
Landssamtökin Þroska-
hjálp.
Minningarsjóður Jó-
hanns Guðmundssonar
læknis. Tekið á móti
minningargjöfum í síma
588-9390.
Minningarsjóður
Krabbameinslækninga-
deildar Landspítalans.
Tekið er við minning-
argjöfum á skrifst.
hjúkrunarforstjóra í
síma 560-1300 alla virka
daga milli kl. 8 og 16.
Utan dagvinnutíma er
tekið á móti minning-
argjöfum á deild 11-E í
síma 560-1225.
Slysavarnarfélagið
Landsbjörg, Stangarhyl
1, 110 Reykjavík. S. 570
5900. Fax: 570 5901.
Netfang: slysavarna-
felagid@landsbjorg.is
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum Kvenna-
deildar RRKÍ á sjúkra-
húsum og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11, s. 568-
8188.
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31, s.
562-1581 og hjá Krist-
ínu Gísladóttur, s. 551-
7193 og Elínu Snorra-
dóttur, s. 561-5622.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16, Reykja-
vík. Opið virka daga kl.
9–17. S. 553-9494.
Minningarkort Kven-
félags Neskirkju fást
hjá kirkjuverði Nes-
kirkju, í Úlfarsfelli,
Hagamel 67 og í Kirkju-
húsinu v/Kirkjutorg.
Í dag er laugardagur 26. janúar,
26. dagur ársins 2002. Orð
dagsins: Og þótt þér elskið þá, sem
yður elska, hvaða þökk eigið þér
fyrir það? Syndarar elska þá
líka, sem þá elska.
(Lúk. 6,32.)
Víkverji skrifar...
ÞAR kom að því að Íslendingarhefðu heppnina með sér við út-
drátt í riðlakeppni stórmóts í knatt-
spyrnu, en í gær var dregið í und-
anriðla Evrópukeppni karlalandsliða
í knattspyrnu sem fram fer í Portú-
gal 2004. Íslendingar drógust þar í 5.
riðil ásamt Þjóðverjum, Skotum, Lit-
háum og frændum vorum Færeying-
um og höfðu þannig svo sannarlega
heppnina með sér. Ekki svo að skilja
að hægt sé að gefa sér fyrirfram úr-
slitin í leikjum Íslendinga gegn
nokkru þessara liða, en hitt er aug-
ljóst að knattspyrnuforustan sleppur
við kostnaðarsöm og erfið ferðalög
auk þess sem augljóst má telja að
áhugi í löndunum fimm verði mikill.
x x x
ÞAÐ hefur nefnilega oft loðað viðokkur Íslendinga þegar dregið
hefur verið í riðla sem þessa að lenda
á móti liðum austan úr álfunni, liðum
sem eiga flest það sameiginlegt að
vera svipuð að styrkleika eða jafnvel
ívið sterkari en okkar menn en færa
tiltölulega litlar tekjur í „kassann“,
hið minnsta í samanburði við stór-
þjóðirnar. Að lenda í riðli með Þjóð-
verjum má þannig líkja að nokkru
leyti við lottóvinning og einnig ætti
áhugi á leikjum Skota og Íslendinga
að verða mikill. Sama má auðvitað
segja um viðureignir okkar við
Litháa, en samkvæmt fréttum í gær
er ekki minnst stemmning fyrir þess-
um útdrætti í Færeyjum. Þetta er
nefnilega í fyrsta skipti sem Íslend-
ingar og Færeyingar munu eigast við
í alþjóðlegri keppni, enda þótt þjóð-
irnar hafi oft ást við í vináttuleikjum
á umliðnum árum og áratugum.
Kunningi Víkverja benti á að
stemmningin í Tóftum í Færeyjum
þegar Íslendingar komi þangað í
heimsókn, kannski næsta haust,
verði rafmögnuð og jafnvel útlit fyrir
metaðsókn á knattspyrnuleik þar í
landi. Hann telur að Íslendingum
verði hollast að vanmeta alls ekki
andstæðinginn í þeim leik; Færey-
ingar muni leggja þar allt í sölurnar
gegn „stóra bróður“ og eigi í raun
jafnmikla möguleika á því að gera
okkur skráveifu og við á því að stríða
Skotum, svo ekki sé talað um Þjóð-
verjum í riðlinum.
x x x
VÍKVERJI er hið minnsta þegarfarinn að hlakka til undan-
keppninnar og sérstaklega má búast
við að stemmningin verði góð á Laug-
ardalsvelli þegar Þjóðverjar og Fær-
eyingar koma í heimsókn. Í fyrsta
sinn háttaði þannig til í drættinum í
Portúgal í gærmorgun, að Ísland var
meðal liða í 3. styrkleikaflokki, en
ekki 4. eins og verið hefur um langt
skeið. Þetta þýðir að í okkar riðli
gátu dregist tvö „sterkari“ lið og tvö
„lakari“ þótt slíkur dilkadráttur sé
vitaskuld ætíð varasamur og ekkert
gefið í íþróttum. Með öðrum orðum
má þess vegna setja dæmið þannig
upp að áður en keppni hefst í riðl-
inum sé Ísland í 3. sæti, en efsta liðið í
hverjum riðli kemst sjálfkrafa á EM
en liðin í 2. sæti í undanriðlunum tíu
etja kappi saman í fimm viðureign-
um. Staðan er því þannig, að mati
Víkverja, að Íslendingar eiga raun-
hæfa möguleika á því að halda sæti
sínu í þriðja styrkleikaflokki með því
að ná þriðja sætinu í riðlinum. Verði
heppnin hins vegar með okkar mönn-
um og þeir standi sig vel, má setja
markið aðeins hærra og stefna að því
að taka slaginn við Skota um 2. sætið.
Næðist slíkur árangur, yrði um að
ræða mesta afrek á vettvangi ís-
lenskrar knattspyrnu til þessa.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 lævíst, 4 pata út í loftið,
7 veinaðir, 8 skríll, 9 ve-
sæl, 11 glata, 13 fjarlægð,
14 barði, 15 nokkuð, 17
slöngu, 20 reyfi, 22 erfið,
23 snákur, 24 þráðs, 25
krús.
LÓÐRÉTT:
1 þreytt, 2 kynið, 3 dauft
ljós, 4 tölustafur, 5 lipurð,
6 ákveð, 10 aragrúa, 12
rödd, 13 tónn, 15 rengla,
16 andstuttur, 18 auð-
lindin, 19 kerling, 20 ótta,
21 hárknippi.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 skinhelgi, 8 folar, 9 glóra, 10 Týr, 11 sanna, 13
aktar, 15 hrata, 18 óttum, 21 ugg, 22 sparð, 23 náin, 24
slæðingur.
Lóðrétt: 2 kolin, 2 narta, 4 eigra, 5 gróft, 6 ofns, 17 gaur,
12 nót, 14 kát, 15 hest, 16 aðall, 17 auðið, 18 ógnin, 19
tældu, 20 mund.
K r o s s g á t a
Er ekki komið nóg?
MIG langar að leggja fram
þá spurningu hvers vegna
er verið að senda Kristin
Björnsson skíðamann á Ól-
ympíuleika sem ekkert hef-
ur afrekað á því sviði sl. 2 ár
annað en að detta nánast í
hverri brekku sem hann
reynir við? Það er ekki
spurning hvort hann dett-
ur, heldur hvar hann dett-
ur. Getum við skattborgar-
ar verið að styðja þessi
ósköp, er ekki komið nóg?
270826-2619.
Enga lýsingu
Í VELVAKANDA sl.
fimmtudag er pistill þar
sem beðið er um lýsingu á
göngustíginn við Ægisíðu.
Ég er ekki sammála þessu,
því það er svo yndislegt að
hafa ekki lýsingu þarna.
Þetta er eini staðurinn í
vesturbænum þar sem
hægt er að njóta þess að
horfa á stjörnurnar.
Sigrún.
Viðbjóðsleg
mynd
ÉG tel mig ekki hneykslun-
argjarna en langar að lýsa
viðbjóði mínum á myndinni
Góð saman sem sýnd var á
stöð 1 þriðjudaginn 22. jan-
úar. Hvað er að þjóðinni
okkar? Þessi mynd gekk út
á framhjáhald og uppáferð-
ir. Ég mótmæli því harð-
lega að áhorfendum ríkis-
sjónvarpsins sé boðið upp á
svona efni. Í myndinni var
spiluð tónlist með Megasi
og ekki var texti tónlistar-
innar betri.
Hneykslaður
áhorfandi.
Of seint
á kvöldin
SJÓNVARPIÐ sýnir
skemmtilegustu þættina of
seint á kvöldin, eftir 11-
fréttirnar. Væri ekki mögu-
legt að fá þessu breytt?
Áhorfandi.
Dýrahald
Kisan okkar er týnd
KISAN okkar týndist frá
Reyrengi 2 mánudaginn 21.
janúar sl. Þeir sem vita
hvar hún er niðurkomin
vinsamlega látið vita í síma
586 1221 eða 691 1220.
Kettlingur fæst gefins
SVARTUR 13 vikna gamall
kettlingur (fress) fæst gef-
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Í TILEFNI af auglýsingu
Úrvals-Útsýnar um Úr-
vals bændaferðir í Morg-
unblaðinu um miðjan
janúar sl. viljum við í
allri vinsemd benda á að
það væri smekklegra hjá
þeirri ferðaskrifstofu að
finna þessum ferðum
annað nafn. Við höfum
frétt af fólki sem fór í
Úrvals bændaferð á sl.
ári í þeirri góðu trú að
það væri að fara í ferð
með Bændaferðum ehf.
Enda hafði það spurst
fyrir hjá Útval-Útsýn
hvort Hólmfríður væri
fararstjóri. (Hófý er að-
alfararstjóri okkar.) Því
hafði ekki verið neitað.
Annað kom í ljós og
þetta reyndist hin leið-
inlegasta ferð en sem
betur fer gerðu sér flest-
ir ljóst, sem tóku þátt í
ferðinni hjá Úrval-
Útsýn, að þetta var ekki
ekta Bændaferð.
Við erum alveg fús til
að aðstoða Úrval-Útsýn
að finna viðeigandi nafn
á þessar ferðir ef þeir
vilja tengja nafnið land-
búnaði. Hvernig væri að
kalla ferðirnar „Bú-
stólpaferðir“, „Dreif-
býlisferðir“, „Grænar
ferðir“ eða einfaldlega
„Hópferðir sveita-
manna“.
Þetta nafn „Bænda-
ferðir“ höfum við verið
einir um að nota sl. 40 ár.
Ég geri ráð fyrir að
öllum sé heimilt að nota
það, en mér finnst lág-
kúran orðin æði mikil í
þessari atvinnugrein, ef
menn eru svo snauðir af
hugmyndum að þeir geta
ekki einu sinni fundið
nafn á hópferðir, sem
þeir eru að skipuleggja
og selja.
F.h. Bændaferða,
Agnar Guðnason.
Úrvals- eða betri bændaferðir
ins á gott heimili. Kassa-
vanur. Upplýsingar í síma
698-0419.
Tapað/fundið
Gullhringur
týndist í ágúst
GULLHRINGUR með
bláum steini týndist 19.
ágúst sl., annað hvort frá
frá söluturninum Póló í
Marklandi eða frá Reykja-
felli í Skipholti að Vinabæ.
Fundarlaun 5.000 kr. Skil-
vís finnandi hafi samband í
síma 553-2183 eða 581-
4766.