Morgunblaðið - 26.01.2002, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 45
DAGBÓK
Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439
Líföndun
Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið
í líföndun helgina 9.–10. febrúar
„Tíminn er líf og lífið býr í hjartanu“
Djúp öndun hreinsar líkama og sál, eykur bjartsýni
og lífsorku og blæs burtu kvíða og kvillum
Gefur þú þér tíma til að lifa?
NS fá ekki háa einkunn fyrir
sagnir, en eins og svo oft
þegar illa er meldað, gefst
tækifæri til að bæta ráð sitt í
úrspilinu.
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♠ 94
♥ 82
♦ 862
♣K109654
Suður
♠ ÁKD
♥ ÁD653
♦ ÁKD
♣ÁG
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass 5 grönd
Pass 6 grönd Allir pass
Sex lauf er hin „rétta“
slemma á spilin, en sá samn-
ingur reynir ekki mikið á
sagnhafa. Sex grönd er hins
vegar áhugavert spil. Tíg-
ultían kemur út og nú er
spurningin þessi: Hvernig
má samnýta möguleikana í
laufi og hjarta?
Þrettán slagir eru í borð-
inu ef laufdrottningin kemur
stök eða önnur. Ef hún fell-
ur ekki er enn lífsvon ef
hjartakóngurinn liggur
þriðji réttur. En vandinn er
að sameina þessa mögu-
leika. Það gengur til dæmis
ekki að spila litlu hjarta að
heiman í öðrum slag, því ef
austur tekur slaginn og spil-
ar hjarta, þarf suður að taka
ákvörðun í litnum áður en
laufið er prófað. Og það
gengur ekki.
En hitt er líka vont að
bíða alveg með hjartað og
spila ÁK í laufi strax:
Norður
♠ 94
♥ 82
♦ 862
♣K109654
Vestur Austur
♠ G82 ♠ 107653
♥ G74 ♥ K109
♦ 1097 ♦ G543
♣D832 ♣7
Suður
♠ ÁKD
♥ ÁD653
♦ ÁKD
♣ÁG
Þegar legan í laufinu
kemur í ljós spilar sagnhafi
hjarta á drottningu og tekur
hjartaás. En nú getur aust-
ur hent hjartakóng undir ás-
inn og tryggt makker sínum
innkomu á gosann og úr-
slitaslaginn á laufdrottn-
ingu.
Leiðin framhjá þessu er
einföld og stílhrein: Sagn-
hafi tekur hjartaásinn áður
en hann spilar ÁK í laufi.
Svo kemur hjarta að drottn-
ingunni og nú getur austur
með engu móti skapað
makker sínum innkomu á
litinn.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þið eruð djörf og hraust og
takist ákveðin á við lífið
en beitið þó skynsemi. Þið
hafið sterkan sigurvilja og
látið hindranir ekki stöðva
ykkur. Á árinu getið
þið áorkað miklu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Í dag er heppilegt að sætt-
ast við vin sem þú hefur orð-
ið ósáttur við. Þú ert já-
kvæður gagnvart öðrum í
dag og það sama á við aðra
gagnvart þér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þurfir þú að biðja þér hærra
settan mann um greiða skalt
þú gera það í dag. Ætlir þú
að biðja um kauphækkun
drífðu þá í því.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Smekkur þinn fyrir fegurð
nýtur sín í dag. Láttu eftir
þér að njóta myndlistar, tón-
listar og ljóðlistar eða ann-
arrar fegurðar og reynslan
verður eftirminnileg.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ættir að nota tækifærið í
dag, þurfir þú að biðja vini
eða banka um lán.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Öll samskipti þín við aðra
verða hlý og notaleg í dag.
Talaðu við aðra og reyndu
að njóta lífsins til fulls.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þér getur orðið vel ágengt
við vinnu í dag þar sem aðrir
sýna þér skilning og stuðn-
ing. Betur væri ef þetta væri
alltaf svona auðvelt.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Nýtt ástarævintýri kann að
hefjast hjá mörgum ykkar í
dag. Þetta samband verður
sérlega notalegt þar sem þið
getið talað saman í trúnaði.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Fjölskyldan er mjög skiln-
ingsrík í dag. Stuðningur
hennar mun koma þér á
óvart en þú munt kunna að
meta það.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú munt eiga auðvelt með að
ræða um tilfinningar þínar
við einhvern annan í dag og
deila vonum og áhyggjum
sem þú myndir sjaldnast
bera á borð.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Öll fjármál og viðskiptamál
ganga mjög vel í dag. Þetta
er einnig góður dagur til að
skrifa undir samninga.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú munt eiga auðvelt með að
ræða um tilfinningar þínar í
dag þar sem þú getur tjáð
þig á skynsamlegan hátt.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fáir þú tækifæri til að vera
einn með sjálfum þér í dag
skaltu grípa það. Þú þarft að
íhuga aðeins stöðu þína og
það sem þú hefur öðlast.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
SVARTUR PRESTUR
Í GRÆNU GRASI
Svartur prestur í grænu grasi,
víst gæti ég talið upp rök,
svo orsök breyttist í afleiðingu
og afleiðing breyttist í sök.
Svartur prestur í grænu grasi.
Vor réttlæting, ein, er árangursleysi,
sú eigingirnd vor að tíminn leysi
oss burt hvorn úr annars athöfn í björtu.
Gulur prestur í grasi svörtu.
Vor önnur réttlæting ímyndarleysi,
sú óskynja von að myrkrið leysi
oss burt hvorn úr annars ásýnd í björtu.
Gulur prestur í grasi svörtu.
Kristján Karlsson
Árnað heilla
60 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag, 29. jan-
úar, er sextugur Kristján
Sigurðsson. Í tilefni af af-
mælinu tekur hann á móti
ættingjum og vinum í dag,
laugardaginn 26. janúar, frá
kl. 20 í Félagsheimili Mána á
Mánagrund í Keflavík.
50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 26.
janúar, er fimmtugur Ólafur
Ingi Reynisson matreiðslu-
meistari, Heiðarbrún 42,
Hveragerði. Eiginkona
hans er Anna María Eyjólfs-
dóttir. Ólafur verður num-
inn á brott á afmælisdaginn
og verður því að heiman.
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4.
e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4 Bg6
7. Db3 Db6 8. Rxg6 hxg6 9.
Bd2 Rbd7 10. Bd3 Be7 11.
Dc2 dxc4 12. Bxc4 O-O 13.
O-O c5 14. d5 Re5 15. b3
Rxc4 16. bxc4 exd5 17. cxd5
Dd6 18. e4 Rg4 19. f4 c4 20.
h3 Dc5+ 21. Kh1 Rf2+ 22.
Kh2 Rd3 23. Hab1
Hab8 24. Hf3 b5 25.
Be3 Da3 26. Rxb5
Hxb5 27. Hxb5 Re1
28. De2 Rxf3+ 29.
Dxf3 g5 30. e5 gxf4
31. Dxf4 Dxa2 32.
Hb7 Ba3
Staðan kom upp í
B-flokki Corus-
mótsins í Wijk aan
Zee. Evrópumeist-
arinn fyrrverandi,
Pavel Tregubov
(2626) hafði hvítt
gegn Frans Cuijpers
(2458). 33. e6! fxe6
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
34. Hxg7+! Þótt ótrúlegt
megi virðast er svartur varn-
arlaus eftir þetta. 34...Kxg7
35. Dh6+ Kf7 36. Dxe6+
Kg7 37. Bd4+ Kh7 38. Dd7+
Kg6 39. Dg4+ Kh6 40. Be3+
Kh7 41. Dh5+ Kg7 42. Bd4+
Hf6 43. Dg5+ og svartur
gafst upp. 8 manna úrslit Ís-
landsmótsins í atskák hefj-
ast kl. 13 og 4 manna úrslit
kl. 17 í húsakynnum Tafl-
félags Reykjavíkur. Áhorf-
endur eru velkomnir.
Með morgunkaffinu
Ætlar þú
að voga þér
að mót-
mæla sjúk-
dómsgrein-
ingunni
minni sem
ég las um í
grein í Vik-
unni.
Ég vildi að ég
gæti líka verið
í bikini. En ég
hef ekki lín-
urnar til þess.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar
um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað.
Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja
afmælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og síma-
númer. Fólk getur
hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Alltaf á þriðjudögum