Morgunblaðið - 26.01.2002, Side 48

Morgunblaðið - 26.01.2002, Side 48
48 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er nú í fjórða skipti sem Íslend- ingur er meðal ungra leikarar sem kynntir eru sem upprennandi evr- ópsk kvikmyndastjarna á kvik- myndahátíðinni í Berlín. Ingvar Sig- urðsson, Hilmir Snær Guðnason og Baltasar Kormákur hafa áður verið valdir til þátttöku. Kynningin er heiður Dagana 8.–11. febrúar mun Mar- grét Vilhjálmsdóttir leikkona taka þátt í þessari dagskrá sem nefnist „Shooting Stars“. Þá er vegur þess- ara ungu leikara gerður sem mestur, og margir þeirra hafa náð langt eftir að hafa verið kynntir í Berlín. Flestir Íslendingar þekkja Mar- gréti, en hana má sjá þessa dagana í kvikmyndinni Mávahlátur eftir Ágúst Guðmundsson, en sýningum fer nú fækkandi. „Ég er aðallega stolt af því að hafa verið valin sem fulltrúi Íslands á þessa kynningu, og að vera fyrsta konan,“ segir Margrét sposk, þegar hún er spurð hvað henni finnist mest spennandi við að fara til Berlínar. „Strákarnir eru allir búnir að fara og það er ekki eins og við stelpurnar höfum ekki sést í kvikmynd!“ Hún segir dagskrána vera mjög spennandi og að hún hlakki til að hitta aðra leikara sem eru að gera það sama og hún. Hún eigi að funda með framleiðendum og leikstjórum, og að þetta sé mjög vinsæll staður til að fara á og skoða leikara. „Á sunnudagskvöldinu verður há- tíðardagskrá. Sýnt verður úr kvik- myndunum sem við höfum verið að vinna við. Síðan verðum við dregin upp á svið og kynnt. Þetta á samt ekkert sameiginlegt með fegurðar- samkeppni, þetta er frekar heiður og ég er mjög stolt að taka þátt.“ Mar- grét gerir sér ekki sérstakar vonir um að fá strax vinnutilboð, en ætlar vissulega að athuga það ef ske kynni. Næst fá Íslendingar að berja leik- konuna augum í kvikmyndinni Fálk- ar eftir Friðrik Þór Friðriksson, en enn er óvíst hvenær hún verður frumsýnd. Einnig er hún að æfa hlutverk Önnu Karenínu fyrir Þjóð- leikhúsið sem brátt verður frumsýnt. Stolt að vera fyrsta konan Margrét Vilhjálmsdóttir sem Freyja. Fjölskylduleyndarmál Familjehemligheter Drama Svíþjóð 2001. Myndform VHS. Bönnuð innan 12 ára. (101 mín.) Leikstjórn og handrit Kjell-Åke Andersson. Aðal- hlutverk Rolf Lassgård, Maria Lundqvist. LÍKT OG önnur öllu kunnari mynd, Tilsammans, á þessi mynd sér stað á gullaldarárum sænska vel- ferðarkerfisins, áttunda áratug síð- ustu aldar. Björn Borg var þá best- ur, Olof Palme sanngjarnastur, Ingmar Bergman útpældastur, ABBA vinsælust, Volvo öruggastur, IKEA hagkvæm- ast og Britt Ekland sætust. Sænska fjöl- skyldan átti ef til vill líka að vera sú hamingjusamasta. Í það minnsta gafst henni kannski besti kosturinn til þess með þeirri öflugu fjölskylduvænu velferðarpólitík sem þá var rekin. En hér er sögð dæmi- saga af því að það var samt ýmislegt sem velferðarkerfið gat ekki reddað. Hér er fjallað um falskt öryggi, yf- irborðsmennsku og værukærð sem átt getur sér stað við slík fyrirmynd- ar ytri skilyrði sem á undan var lýst. Anderson (Min store tjocke far) naut þess mjög greinilega að hverfa aftur til þessa tíma og dregur upp mjög ýkta mynd af öllum kenjum sem þá réðu ríkjum. Hann er óvæg- inn í þessu uppgjöri sínu en líka á stundum kvikindislega fyndinn þrátt fyrir að ná aldrei sömu hæðum í hæðninni og landi hans Lucas Moodysson. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Í velferð- arvíti Sími 552 3030 Sýnd kl. 1.45, 3.50 og 5.55. Vit 328 HJ MBL ÓHT Rás 2 DV „Leikararnir standa sig einstaklega vel, ekki aðeins stórleikararnir Spacey og hinn óviðjafnanlegi Bridges, heldur er valið af slíkri kostgæfni í hvert og einasta aukahlutverk, að minnir á Gaushreiðrið.“ SV MBL Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10.40. Vit 334. B.i. 14. Frá leikstjóra Sea of Love kemur fyrsta spennumynd ársins. Með töffaranum, John Travolta (Swordfish, Face/Off), Teri Polo (Meet the Parents), Vince Vaughn (The Cell, Swingers) og Steve Buscemi (Armageddon, The Big Lebowski). 1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit 319 Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 2, 4 og 6. Íslenskt tal. Vit 320 1/2 Kvikmyndir.com strik.is Sýnd kl. 1 og 4. Ísl tal. Vit 325 Sýnd kl. 4. Enskt. tal. Vit 307 1/2 RadíóX 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Vit 292 Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit 327 Sjóðheitasta mynd ársins er komin. Tom Cruise + Penelope Cruz=Heitasta parið í dag. Ásamt ofurskutlunni, Cameron Diaz. Myndin er hlaðin frábærri tónlist en Sigur Rós á 3 lög í myndinni. Frá leikstjóra Jerry Maguire. KEVIN SPACEY JEFF BRIDGES 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit 333. B.i. 14 ára Frumsýning 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 10.  SV MBL KEVIN SPACEY JEFF BRIDGES HJ MBLÓHT Rás 2 DV Frá leikstjóra Sea of Love kemur fyrsta spennumynd ársins. Með töffaranum, John Travolta (Swordfish, Face/Off), Teri Polo (Meet the Parents), Vince Vaughn (The Cell, Swingers) og Steve Buscemi (Armageddon, The Big Lebowski). Sýnd kl. 4 og 6. Edduverðlaun6 Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 8 og 10. B.i 14 áraSýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i 14 ára ÞÞ Strik.is ÓHT Rás 2HL MblSG DV Sýnd kl. 8. Sjóðheitasta mynd ársins er komin. Tom Cruise + Penelope Cruz=Heitasta parið í dag, ásamt ofurskutlunni, Cameron Diaz. Myndin er hlaðin frábærri tónlist en Sigur Rós á 3 lög í myndinni. Frá leikstjóra Jerry Maguire. Frumsýning 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 2. ísl tal Ó.H.T Rás2 Strik.is Kvikmyndir.com Ein persóna getur breytt lífi þínu að eilífu. Frá leikstjóra Delicatessen SG. DV HL:. MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. ATH.: bre yttur sýn ingartími 1/2 Kvikmyndir.com strik.is 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 2. Ísl. tal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.