Morgunblaðið - 26.01.2002, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Uppfærslutilboð – 30% afsláttur!!
www.atv.is – Skeifunni 17
Afritunarhugbúnaður
ÞESSIR vösku snjóbrettakappar
létu 14 stiga frost ekki aftra sér frá
því að fara upp á topp Húsavík-
urfjalls í gær. Færið var eins og
best verður á kosið til snjó-
brettaiðkunar og sýndu þeir fé-
lagarnir Hreiðar Ófeigur Birg-
isson, Guðbjartur Benediktsson,
Gunnar Óli Sölvason og Jón Ingi
Sveinbjörnsson mikla fimi og all-
nokkra fífldirfsku þegar þeir
stukku nokkrar ferðir í hengju í
brún fjallsins áður en þeir brunuðu
niður áleiðis í bæinn. Hundurinn
Skundi var með í för en var ekki á
bretti þennan daginn og lét fjóra
jafnfljóta bera sig niður fjallið.
Kalt og stillt veður hefur verið á
norðausturhluta landsins síðustu
daga þar sem mestur kuldi á land-
inu hefur mælst 30 stiga frost á Mý-
vatni og 27 stig á Grímsstöðum.
„Það hefur bæði færst mikið af
köldu lofti inn á landið og auk þess
hefur verið mjög stillt og bjart veð-
ur fyrir norðan. Það hefur náð að
kólna mjög vel vegna útgeislunar,“
sagði Hörður Þórðarson, veð-
urfræðingur hjá Veðurstofu Ís-
lands, en hann segir að áfram verði
svalt í veðri en smám saman dragi
þó úr mesta frostinu eftir því sem
líður á helgina. Á sunnudag er spáð
1 til 12 stiga frosti á landinu, kald-
ast norðantil.
Samkvæmt upplýsingum frá veð-
urfarsdeild Veðurstofunnar er þó
ekkert einsdæmi að slíkur kuldi
mælist í Mývatnssveit. Á síðustu ár-
um hefur tvisvar verið kaldara á
Mývatni. 23. og 24. nóvember árið
1996 varð kuldinn rúmlega 30 stig
og dagana 6., 7. og 8. mars 1998 fór
kuldinn í 35 stiga frost.
Mestur kuldi sem mælst hefur á
landinu var 38 stiga frost 22. janúar
árið 1918 á Grímsstöðum og Möðru-
dal.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Fimbulfrost á þorra
NEYTENDASAMTÖKIN segja
„stórlega vanta á þyngd brauða og
bökunarvara“ í verslunum. Samtök-
in gerðu skyndikönnun á uppgefinni
þyngd bökunarvöru hinn 15. janúar
síðastliðinn í Nóatúni í Austurveri og
Nýkaupi í Kringlunni og segir í frétt
frá samtökunum að vantað hafi upp á
uppgefna þyngd í „flestum tilvik-
um“. Í einu tilvikinu munaði rúmum
20% og 27% í öðru.
„Í stuttu máli kom niðurstaða
þeirra mælinga okkur verulega á
óvart,“ segja Neytendasamtökin.
Jafnframt segir að samkvæmt lög-
um og reglum skuli geta um nettó-
þyngd og geymsluþol á pökkuðum
brauðvörum.
„Þar með er ljóst að umbúðir beri
frá að draga svo vitnað sé í reglu-
gerðina. Í ljós kom að það er að jafn-
aði ekki gert.“
Fram kemur að „umtalsverð und-
irvigt hafi verið á fjölda vörutegunda
frá Myllunni“. Einnig segir að „risa-
samlokubrauð“ frá Nýbrauði, sem
framleitt er fyrir Aðföng og selt í
Nýkaupi, hafi verið rúmum 6% undir
auglýstri vigt en „samlokubrauð“ frá
Nýbrauði sem fást í Nóatúni hafi
verið um 5% undir vigt.
Brauðmeti
27% léttara
en sagði á
umbúðum
Vantar stórlega/22
Þá verður einnig flogið frá Hollandi
til Islamabad í Pakistan með 100
tonn af lyfjum fyrir Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunina.
Halldór sagði í samtali við Morg-
unblaðið að um væri að ræða tvær
ferðir með hjálpargögn. Hann sagði
að samningum um flutningana væri
ekki lokið en áætlað væri að kostn-
aðurinn næmi 30–40 milljónum.
Halldór sagði að þegar átökin í
Afganistan hófust hefðu Atlants-
hafsríkin verið beðin um að gefa til
kynna með hvaða hætti þau gætu
hjálpað til. Íslensk stjórnvöld hefðu
upplýst að Ísland ætti mikinn flug-
vélaflota sem gæti hugsanlega komið
til aðstoðar við flutning hjálpargögn.
Halldór sagði að það kæmi til
greina að Íslendingar stæðu að frek-
ari aðstoð til Afgana síðar. Um það
hefði þó engin ákvörðun verið tekin.
Ríkisstjórnin ákveður 30–40 millj. króna fjárstuðning
Atlanta með hjálpar-
gögn til Afganistan
SAMÞYKKT var á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun tillaga Halldórs Ás-
grímssonar utanríkisráðherra, að veita aðstoð við Afganistan í því formi að
Flugfélagið Atlanta mun á næstunni sjá um flutninga á tækjum, varningi og
lyfjum sem fara eiga til hjálparstarfs þar. Flogið verður með ökutæki, mat-
væli og annan varning, samtals um 70 tonn, frá Danmörku til Tashkent í Úsb-
ekistan fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna o.fl. en þaðan verður séð um
flutning til Afganistan.
FÆREYINGAR telja sig hafa dott-
ið í lukkupottinn þegar dregið var í
riðla fyrir Evrópukeppnina í knatt-
spyrnu í gær. Þeir eru í riðli með Ís-
landi, Þýskalandi, Skotlandi og
Litháen. Formaður færeyska knatt-
spyrnusambandsins sagði í gær að
tekjurnar sem fengjust myndu
bjarga færeyskri knattspyrnu. Þeir
eru afar ánægðir með að mæta loks
Íslendingum í alvöru landsleikjum.
Færeyingar
fagna
Bjargar færeyskri / B1
ELLEFU sinueldar voru kveiktir í
gær í Hafnarfirði og segir lögreglan
mjög mikið vera um slíkt þessa dag-
ana sem hljóti að teljast óvenjulegt í
janúar.
Auð jörð, þurrt veður og hvass-
viðri hafa orðið til þess að verr
gengur að hefta sinubrunann en
samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar í Hafnarfirði hefur ekki orðið
eignatjón í brununum.
Að kveikja í sinu er ólöglegt at-
hæfi og vill lögreglan benda á að
ekki megi gleyma kostnaðinum fyr-
ir samfélagið, sem fylgir sinubrun-
um, þ.e. aukið álag á slökkvilið og
lögreglu til að ná tökum á eldinum,
hefta útbreiðslu hans og slökkva.
Tíðir sinubrunar
ERLEND skemmtiferðaskip,
sem flytja bandaríska farþega,
hafa afboðað komu sína til hafna
víða í Evrópu vegna atburðanna
11. september síðastliðinn. Fjög-
ur bandarísk skemmtiferðaskip,
sem von var á hingað til lands í
sumar, hafa hætt við komu sína.
Að sögn Ágústs Ágústssonar,
markaðsstjóra hjá Reykjavíkur-
höfn, hafa skemmtisiglingar
bandarískra farþega tekið nýja
stefnu vegna atburðanna í
haust. Nú sé lögð áhersla á að
farþegarnir komist að brottfar-
arhöfn skipsins landleiðina í
stað þess að fljúga að henni.
Hafnir í Evrópu, sem alla-
jafna hafa fengið töluvert af
bandarískum ferðalöngum, eru,
að sögn Ágústs, mun minna bók-
aðar í sumar en oft áður. Sem
dæmi megi nefna að reiknað sé
með 55 færri skipakomum til
Kaupmannahafnar í sumar en á
sama tíma í fyrra.
Atburðirnir 11. sept.
valda afbókunum
Bandaríkjamenn/12
Bandaríkjamenn hætta við
komur til Reykjavíkurhafnar
♦ ♦ ♦