Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Til sölu Audi A4 QuattroTurbo
1800, nýskráður 14.09.2001.
ekinn 3.900, km. Leðurinnrétting,
sóllúga, álfelgur. Ásett verð
3.950.000.
Nánari upplýsingar Bílaþing.
Opnunartímar: Mánud. - föstud.
kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16.
Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is
Netfang: bilathing@hekla.is
29 ÁRA gamall Íslendingur
hefur verið úrskurðaður í 4
vikna gæsluvarðhald að kröfu
lögreglunnar í Þórshöfn í
Færeyjum eftir að hann var
handtekinn á flugvellinum í
Vogum síðastliðinn föstudag
með 3 kg af hassi í fórum sín-
um. Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar í Þórshöfn var
maðurinn að koma með flugi
frá Kaupmannahöfn með
fíkniefnin, og sætir mál hans
rannsókn hjá lögreglunni í
Þórshöfn.
Íslendingur
tekinn með
3 kg af hassi
NÍTJÁN ára gamall fíkniefna-
sali var handtekinn í Hafnar-
firði á föstudag með um 25
grömm af amfetamíni sem var
pakkað í 19 sölupakkningar. Þá
fundust 17 e-töflur í fórum
mannsins.
Að sögn Gísla Þorsteinsson-
ar, lögreglufulltrúa í Hafnar-
firði, játaði maðurinn að hafa
ætlað fíkniefnin til sölu og var
honum sleppt að loknum yfir-
heyrslum. Lögregla stöðvaði
bifreið mannsins á Bæjarbraut
í Hafnarfirði en hann hefur áð-
ur komið við sögu lögreglunn-
ar.
Verkfærum stolið
fyrir fíkniefni
Í síðustu viku handtók lög-
reglan í Hafnarfirði tvo menn á
þrítugsaldri sem voru grunaðir
um innbrot víða í Ásahverfi í
Hafnarfirði en þar eru nú um-
svifamiklar byggingafram-
kvæmdir. Þá hafði lögreglan í
Reykjavík þá grunaða um inn-
brot í söluturn í borginni. Emb-
ættin höfðu með sér samvinnu
og voru mennirnir handteknir
og færðir til yfirheyrslu á
þriðjudag. Þeir játuðu á sig inn-
brot í fjóra vinnuskúra og einn
geymslugám í Ásahverfi auk
söluturnsins í Reykjavík.
Mennirnir höfðu einkum stolið
rafmagns- og loftverkfærum en
að sögn Gísla þykja slík verk-
færi hentugur greiðslumáti í
fíkniefnaviðskiptum. Lögregl-
an hafði uppi á meirihlutanum
af þýfinu á ýmsum stöðum og
er málið er að mestu leyti talið
upplýst.
Nítján ára
fíkniefna-
sali hand-
tekinn
LÖGREGLAN í Borgarnesi
lagði hald á fjögur grömm af
amfetamíni og þrjá lítra af
landa sem fundust í bíl fjög-
urra ungmenna aðfaranótt
laugardags.
Lögregla stöðvaði bíl þeirra
í þann mund sem honum var
ekið inn í Borgarnes. Amfeta-
mínið fannst á manni um tví-
tugt og er hann einnig talinn
hafa átt landann. Í bílnum
voru auk þess hljómflutnings-
tæki sem talið er að hafi verið
stolið.
Þrír piltar um tvítugt voru í
bílnum auk stúlku á
sautjánda ári. Þar sem hún er
undir lögaldri var haft sam-
band við barnaverndaryfir-
völd. Málið var upplýst í sam-
vinnu við önnur lögreglu-
embætti.
Urðu fárveikir
af sveppaneyslu
Þetta var annað fíkniefna-
málið sem komið hefur upp
hjá lögreglunni í Borgarnesi á
þessu ári. Þann 12. janúar sl.
urðu tveir menn um tvítugt
fárveikir vegna neyslu of-
skynjunarsveppa. Sérstaklega
var annar þeirra hætt kominn
og var farið með hann á
Landspítala – háskólasjúkra-
hús í Fossvogi. Mennirnir
munu hafa útbúið „sveppate“
og drukkið með þessum af-
leiðingum. Þegar þeir veikt-
ust af neyslunni sá félagi
þeirra ekki aðra leið en að
hringja í Neyðarlínu og óska
eftir hjálp. Við leit fann lög-
regla nokkur grömm af hassi
í húsinu. Málið telst upplýst.
Með am-
fetamín
og landa
í bílnum
ÍSLENSKUR karlmaður á
þrítugsaldri sem handtekinn
var með þrjú kíló af hassi á
Keflavíkurflugvelli á þriðju-
dag í síðustu viku var úr-
skurðaður í þriggja vikna
gæsluvarðhald að kröfu fíkni-
efnadeildar lögreglunnar í
Reykjavík.
Kári Gunnlaugsson, yfir-
maður fíkniefnadeildar toll-
gæslunnar á Keflavíkurflug-
velli segir að hassið hafi
fundist í hólfi í íþróttatösku
mannsins. Hann var stöðvað-
ur við reglubundið eftirlit við
komuna frá Kaupmannahöfn.
Í fréttatilkynningu frá
sýslumanninum á Keflavíkur-
flugvelli segir að áætlað
„götuverðmæti“ þessara
fíkniefna nemi um 7-8 millj-
ónum króna.
Í gæsluvarð-
haldi vegna
hasssmygls
lagsins lýst áhuga á því að taka þátt í
mótun löggjafarinnar.
„Samtökin hafa haft áhuga á mál-
efninu í mörg ár auk þess að ýmis mál
hafa komið inn á borð, t.d. hjá félagi
háskólakennara og Félagi íslenskra
náttúrufræðinga, þar sem einstak-
lingar hafa leitað sér aðstoðar BHM
við að semja um höfundarrétt á hug-
verkum sínum. Slík mál hafa einnig
komið upp á fjölmiðlum. Þá er sér-
fræðihópur um hugverkaréttindi
starfandi innan BHM.“
Björk segist hafa orðið fyrir mikl-
um vonbrigðum með hvernig staðið
hefur verið að undibúningi málsins.
„Okkur er óneitanlega brugðið því
við höfum m.a. óskað formlega eftir
því við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt-
ið að við fengjum að taka sæti í slíkri
nefnd. Viðbrögð ráðuneytisins voru
með þeim hætti að við höfðum rétt-
mætar væntingar um að til okkar yrði
leitað þegar nefndin yrði skipuð.“
BHM óskaði eftir skipunarbréfi
nefndarinnar í ráðuneytinu en hefur
ekki fengið, að sögn Bjarkar. Hún
segist hafa fengið vitneskju um skip-
unina eftir öðrum leiðum. Vonast hún
til að ná fundi með Valgerði Sverris-
dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
um þetta mál í vikunni.
FORMAÐUR Bandalags háskóla-
manna, Björk Vilhelmsdóttir, gagn-
rýnir að enginn fulltrúi launafólks,
sem vinnur við störf þar sem hugverk
og uppfinningar eru eðlilegur þáttur í
starfi þess, hafi verið skipaður í nefnd
iðnaðar- og viðskiptaráðherra um
mótun löggjafar um hugverkarétt-
indi. Nefndina skipa fulltrúar
menntamálaráðuneytis, iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytis, Háskóla Íslands,
Samtaka iðnaðarins og samtaka um
vernd hugverkaréttinda.
Björk segir að þegar hugmyndir
um hugsanlega lagasetningu komu
fram á síðasta ári hefði stjórn banda-
Mótun löggjafar um hugverkaréttindi
BHM gagnrýnir
nefndarskipan
ÍRIS Björk Árnadóttir var
krýnd „drottning heimsins“
í samnefndri fegurðar-
samkeppni sem fór fram í
Düsseldorf í Þýskalandi á
föstudagskvöld.
Í viðtali við blaðamann
Morgunblaðsins sagðist Íris
alls ekki hafa gert ráð fyrir
því að vinna keppnina og
hún hefði jafnvel ekki
grennslast fyrir um hvaða
verðlaun væru í boði né
hvaða skyldur yrðu lagðar á
herðar sigurvegara. Sig-
urinn á föstudagskvöld
hefði því komið sér þægi-
lega á óvart.
Hún hyggst, ásamt Elínu
Gestsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Fegurð-
arsamkeppni Íslands, kanna
nánar hvað sigurinn hefur í
för með sér en eftir því sem hún
kemst næst hlýtur hún um 200.000
krónur og bifreið að launum. Þá
verður hún samningsbundin keppn-
ishaldara í eitt ár. Í samningnum er
kveðið á um að sigurvegarinn starfi
í þágu góðgerðarmála og segist hún
gjarnan vilja leggja slíkum málum
lið og þannig nota titilinn „drottn-
ing heimsins“ til góðra verka.
Keppnin var haldin á skemmti-
staðnum Nachtresidenz í Düssel-
dorf og var umbúnaður allur hinn
glæsilegasti, að sögn Írisar. Æfing-
ar fyrir keppnina voru þó stuttar og
meiri tíma varið í skoðunarferðir
um nágrenni borgarinnar. Kepp-
endur komu fram í þjóðbúningum,
sundfötum og síðkjólum.
Íris er að vonum stolt af árangr-
inum og segir að keppnin hafi vakið
talsverða athygli í Þýskalandi. Sig-
urinn ætti því að vera mikil land-
kynning fyrir Ísland. „Það er mikið
látið með handboltann en mjög
margir sjá þessa keppni og þeir
fara væntanlega að hugsa um hvar
Ísland er og þess háttar.“
Íris var valin ungfrú Skandinavía
6. október sl. og var meðal 15 efstu
keppenda í keppninni um ungfrú
Evrópu.
Íris Björk Árnadóttir við komuna til
landsins síðdegis á laugardag.
Vil nota titilinn
til góðra verka
Íris Björk Árnadóttir
valin „drottning heimsins“
NOKKRIR fjársterkir aðilar hafa
lýst yfir áhuga á að kaupa Póst-
hússtræti 3–5 sem fasteignasalan
Eignamiðlun hefur fengið í einka-
sölu. Að sögn Sverris Kristinssonar
hjá Eignamiðlun verður líklegt
söluverð eignanna yfir 200 millj-
ónir króna og er gert ráð fyrir að
selja eignirnar í einu lagi.
Núverandi eigandi, Íslands-
póstur, mun taka á leigu kjallara og
1. hæð Pósthússtrætis 5, Austur-
strætismegin, af væntanlegum
kaupanda og þá hefur Reykjavík-
urborg fengið Pósthússtræti 3 og
hluta af nr. 5 í langtímaleigu til tíu
ára fyrir starfsemi Hins hússins
sem flytur inn 1. mars nk.
Eignirnar eru samtals á þriðja
þúsund fermetra að flatarmáli, þar
af er Pósthússtræti 3 762 fm og
Pósthússtræti 5 1.544 fm.Morgunblaðið/Golli
200 millj. fyrir Pósthússtræti 3–5
„EF einhver aukaleikari hefur ekki
fengið greitt fyrir leik sinn í Regínu
þá á hann að hafa samband við okkur
og við greiðum honum um leið,“ seg-
ir Hrönn Krinstinsdóttir hjá Ís-
lensku kvikmyndasamsteypunni,
framleiðanda dans- og söngvamynd-
arinnar Regínu, en Morgunblaðið
hefur heimildir fyrir því að börn sem
leikið hafi aukahlutverk í myndinni
hafi enn ekki fengið laun sín greidd.
Hrönn segir að yfir hundrað auka-
leikarar hafi leikið í myndinni og tel-
ur að um 80% þeirra hafi þegar feng-
ið laun sín greidd. „Við tókum hins
vegar fram við aukaleikarana þegar
við gerðum við þá samninga að þeir
þyrftu að bera sig eftir greiðslunum
sjálfir, t.d. með því að hringja og
gefa okkur upp reikningsnúmer í
banka eða koma á staðinn og fá ávís-
un,“ segir Hrönn. Hún hvetur því
alla þá sem ekki hafa fengið greitt að
hafa samband við Íslensku kvik-
myndasamsteypuna. „Við höfum
alltaf haft það að leiðarljósi að
standa við allar okkar skuldbinding-
ar, hvort sem það eru laun eða ann-
að, að öðrum kosti værum við ekki
starfandi,“ segir hún að lokum.
Verða að bera sig eftir
greiðslunum sjálf