Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Birna Hjaltestedvar fædd í Reykjavík 4. apríl 1905. Hún lést eftir stutta sjúkralegu á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund í Reykjavík hinn 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Hjalte- sted, aðstoðarprest- ur við Dómkirkjuna og kennari í Reykja- vík, f. í Reykjavík 10. júní 1868, d. 17. júlí 1946, og kona hans Stefanie Anna, f. í Kaupmannahöfn 12. júní 1876, d. 5. september 1961. Foreldrar Bjarna voru Björn Hjaltested, járnsmiður í Reykjavík, og kona hans, Guðríður Eiríksdótt- ir frá Rauðará í Reykjavík. For- eldrar Stefanie Önnu voru Hans Christian Bentzen, málarameistari í Kaupmannahöfn, og kona hans, Anna. Birna átti fjögur systkini: 1) Erling, f. 10. janúar 1907, d. 15. apríl 1987; 2) Ásu, f. 7. október 1910, d. 10. apríl 1995; 3) Guðríði, f. 8. september 1914; og 4) Önnu Lísu, f. 30. ágúst 1916, d. 19. júlí 2000. Birna lauk almennri grunnskóla- menntun, svonefndu fullnaðarprófi í Reykjavík. Á árunum eftir grunn- skóla lagði hún stund á píanóleik. Nítján ára gömul fór hún til Kaup- mannahafnar og dvaldist þar í fimm ár. Hún stundaði nám við ur (Níní) Hjaltested, lögfræðingur og Anna María. Sigríður er gift Halldóri Halldórssyni viðskipta- fræðingi og eiga þau tvö börn, Hel- enu Birnu og Bjarna Geir. Anna María á einn dreng, Filip Má. 3) Birna Hjaltested, f. 11. október 1944 í Reykjavík, gift Garðari Hall- dórssyni arkitekt. Börn þeirra eru Margrét Birna og Helga María við- skiptafræðingur. Margrét Birna á soninn Garðar Árna. Helga María er gift Ingvari Vilhjálmssyni við- skiptafræðingi en þau eiga dótt- urina, Þóru Birnu. Eftir að Birna og Geir giftu sig hætti Birna að vinna utan heimilis- ins og hélt síðan heimili fyrir þau Geir fram á f.hl. árs 2001, þegar Geir féll frá. Þau stofnuðu heimili saman í Reykjavík þar sem Geir stundaði sjálfstæðan verslunarrekstur fram yfir stríðsárin. Haustið 1945 tóku þau sig upp með þrjár dætur og fóru til Stokkhólms en Geir hóf þar framhaldsnám í alþjóðarétti með alþjóðaverslunarrétt sem aðalfag. Við það nám var Geir í tvö ár, en starfaði meðfram námi við sendi- ráð Íslands í Stokkhólmi. Árið 1948 hóf Geir rekstur út- og innflutn- ingsverslunar í Stokkhólmi. Árið 1954 fluttust þau alfarin til Íslands með dætur sínar og settust fyrst að í Reykjavík. Frá árinu 1954–1986 rak Geir innflutningsfyrirtækið Transit Trading Co í Reykjavík. Allan þeirra hjúskap var Birna húsmóðir á heimilum þeirra í Reykjavík í Stokkhólmi, á Seltjarn- arnesi og um skeið í Garðabæ. Útför Birnu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. húsmæðraskólann í Sorö í einn vetur en vann síðan sem aðstoð- arkona („selskaps- dama“) á einkaheimili í nokkur ár. Á árunum í Kaupmannahöfn sótti hún einnig einka- tíma í píanóleik. Á þessum árum skapaði hún ekki hvað síst tengsl við móðurfjöl- skyldu sína í Dan- mörku, tengsl sem hún ræktaði æ síðan. Eftir Kaupmannahafnar- dvölina vann hún um nokkurra ára skeið við verslunar- störf í Reykjavík, jafnframt því sem hún vann við píanóundirleik við ýmis tækifæri, skemmtanir og danskennslu. Birna giftist 18. maí 1937 Geir Stefánssyni (sem þá var við nám í lögfræði) síðar cand. juris og stór- kaupmanni, f. 22. júní 1912 á Vopnafirði, d. 25. maí 2001 í Reykjavík. Geir var sonur Stefáns Magnússonar, sjómanns frá Böðv- arsdal í Vopnafirði, og Þórunnar Sigríðar Gísladóttur frá Stefáns- stöðum í Skriðdal. Börn Birnu og Geirs eru: 1) Guðrún Sigríður, f. 29. maí 1938 í Reykjavík, gift Stefáni Bjarnasyni skipatæknifræðingi, þau eru barnlaus; 2) Anna Þórunn, f. 3. september 1942 í Reykjavík, maki hennar Justiniano de Jesus, þau skildu. Börn þeirra eru Sigríð- Í dag kveðjum við Birnu Hjalte- sted, heiðurskonu með sterka útgeisl- un. Við kveðjum konu sem lifði nánast alla tuttugustu öldina, konu sem var borin og barnfædd í Reykjavík. Þegar hún fæðist hafði föðurfólk hennar bú- ið samfellt í Reykjavík frá miðri 19. öld þegar afi hennar settist þar að sem járnsmíðameistari. Birna unni sínu fólki og sinni borg og hún lagði sig fram um að þekkja uppruna sinn og samferðamanna sinna. Það lá því beint við að Birna hefði frá mörgu að segja enda kunni hún góð skil á sögu Reykjavíkur frá þeim tíma þegar ættarsetrið á Suðurgötu 7 sneri stofugluggum að Tjörninni í Reykjavík og lóð þess lá að tjarnar- bakkanum. Auk þess fylgdist hún ein- staklega vel með í samtímanum og las Morgunblaðið fram á síðustu mánuði spjaldanna á milli. Það var henni eðl- islægt að veita öðrum jafnt af and- legum sem veraldlegum innistæðum sínum og það gerði hún bæði með orð- um og tónum. Fyrir rúmum þrem tugum ára tengdist ég fjölskyldu Birnu og Geirs Stefánssonar, stórkaupmanns, en þá kvæntist ég yngstu dóttur þeirra, Birnu. Síðan þá hafa mörg vötn runn- ið til sjávar og við notið góðra stunda saman. Hugurinn leitar því víða á kveðjustund. Tengdamóðir mín Birna var ávallt aðsópsmikil og glaðvær. Hún laðaði að sér vini og var höfðingi heim að sækja. Hún var einstaklega áhuga- söm við að fræða viðmælendur sína um lífshlaup sitt og sögu merkra ein- staklinga sem gengnir eru. Einnig voru henni trúmál sérstaklega hug- fólgin og hún lyftist ávallt upp í stóln- um, nánast sveif eins og engill, þegar talið barst að dulrænum atburðum og lífi eftir dauðann. Birna var mjög til- finninganæm, og hún skynjaði ná- lægð fólks sem ekki var lengur á með- al okkar. Þess er ég fullviss að þessir vinir hennar taka vel á móti henni, nú þegar hún hefur sagt skilið við sitt jarðneska líf. Síðasta árið sagði hún mér sjálf ítrekað að hún skynjaði að hlutverki hennar í þessum heimi væri lokið. Hún trúði á bænina. Hún hefur beðið um lausn og hún hefur verið bænheyrð. Tæpir átta mánuðir eru nú liðnir síðan Geir kvaddi Birnu eftir 75 ára sambúð. Nú eru þau bæði horfin okk- ur en hafa skilið eftir hjá afkomend- um sínum minningu um dugmikið og áræðið fólk. Minningu um fólk sem sleit barnsskónum við upphaf tuttug- ustu aldarinnar, kjarkmikla einstak- linga með jákvæða og opna heimssýn og óþrjótandi áhuga á tilgangi lífs og þróun framfara. Birna var alin upp á grónu menn- ingarheimili. Hún naut þeirra forrétt- inda að vera alin upp í húsi sem þá stóð tignarlega við Suðurgötuna en sómir sér nú vel í Árbæjarsafni. Þar ber húsið enn um ókomna tíð glöggt vitni um látlausan en hlýjan hjúp um- hverfis daglegt líf fjölskyldu á fyrri hluta síðustu aldar, fjölskyldu þar sem samviskusemi og metnaður voru í fyrirrúmi. Faðir Birnu, séra Bjarni Hjaltested, var um nokkurra ára skeið aðstoðarprestur við Dómkirkj- una í Reykjavík, en var lengst af ein- staklega vel látinn kennari við Barna- skólann í Reykjavík, sem síðar fékk heitið Miðbæjarbarnaskólinn. Móðir Birnu, Stefanie Anna, var Kaup- mannahafnarmær sem hafði flust til Íslands með manni sínum að loknu námi hans í Kaupmannahöfn. Stefan- ie Anna hafði í farteski sínu danska kunnáttu í garðyrkju og matseld. Hún var af listelsku fólki komin, en bróðir hennar, Johannes Bentzen, var kunn- ur listmálari í Danmörku. Bjarni faðir Birnu var kominn af miklu dugnaðar- og hagleiksfólki, en Björn Hjaltested faðir hans var stöndugur járnsmíða- meistari sem rak járnsmiðju sína á lóð heimilisins nánast á tjarnarbakkan- um. Bræður Björns járnsmíðameist- ara voru einnig annálaðir hagleiks- og iðnaðarmenn þess tíma, einn kopar- smiður, annar gullsmiður og sá þriðji söðlasmiður. Fjölskylda Birnu var trúuð, kirkju- rækin og í góðum metum. „Móðir mín Stefanie sá ávallt um að klæðnaður föður míns séra Bjarna væri vel press- aður og fjölskyldan öll honum til sóma, þegar við gengum reglubundið til messu í Dómkirkjunni á sunnudög- um,“ sagði Birna mér á góðri stundu. Það var hlýja og virðing í orðum Birnu þegar hún minntist foreldra sinna. Birna ólst upp sem tápmikil, glað- vær og glæsileg stúlka. Hún laðaði að sér vini og sóttist vel nám, þótt ekki yrði skólagangan löng frekar en oft var venja um ungar stúlkur á þeim tíma. Ung fékk hún áhuga á tónlist og fékk tilsögn í píanóleik. Til Danmerkur hélt hún síðan tæp- lega tvítug að aldri, í þeim tilgangi að búa sig enn frekar undir lífið. Hún var einn vetur á hússtjórnarskólanum í Sorø og hafði gagn og ánægju af. Í Danmörku veitti það henni ómælda ánægju og stuðning að hafa móðurfjöl- skylduna við höndina. Hún kynntist þá m.a. jafnaldra frænkum sínum og öðru venslafólki. Hún naut áranna í Kaup- mannahöfn. Í nokkur ár var hún ráðin sem „selskapsdama“ hjá efnaðri ekkju í Klampenborg. Hún fékk tilsögn í pí- anóleik og henni stóð til boða frekara framhaldsnám en þau áform runnu þó út í sandinn þegar hún afréð að fara aftur heim til Íslands eftir tæpra fimm ára dvöl í Danmörku. Oft fannst mér, þegar þessi mál bar á góma, að henni væri að því nokkur eftirsjá að hafa ekki slegið til með framhaldsnámið í píanóleik. Ef til vill hefði það breytt hennar lífshlaupi. Þótt fingurnir væru farnir að stirðna og sjónin að daprast lék hún allt fram á síðasta haust með kröftug- um og hrífandi áslætti á hljóðfæri sitt. Heimkomin vann hún við ýmis verslunarstörf en var einnig eftirsótt- ur píanóleikari. Hún spilaði á píanó á skemmtunum og við danskennslu, m.a. hjá Ástu Norðmann. Hún kom einnig við píanóið í hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Nokkrum árum eftir heimkomuna kynntist hún Geir sem þá var á síðari hluta laganáms. Þau giftu sig vorið 1937 og stofnuðu heimili í Reykjavík. Á árunum fram til 1944 fæddust þeim þrjár dætur, þau voru ung, ástfangin og á uppleið. Að lokinni heimsstyrjöldinni síðari fóru Birna og Geir haustið 1945 til Sví- þjóðar og settust að í skerjagarðsbæn- um Djursholm, útbæ Stokkhólms. Nú hófst nýr og ánægjulegur kafli í lífi þeirra. Oft minntist Birna áranna í Svíþjóð með ánægju en einnig með nokkrum trega. Efnahagslega var þessi tími blómaskeið ævi þeirra, fjöl- skyldunni leið vel í þessari umgjörð og dæturnar döfnuðu. Heimili Birnu og Geirs varð mjög gestkvæmt enda lögðu margir Íslendingar leið sína til þeirra á þessum árum. Það reyndi nú mjög á hæfileika Birnu sem húsmóður á stóru heimili. Hún stóðst þá áraun með glæsibrag og gestrisni þeirra hjóna var annáluð. Í þessu hlutverki sómdi Birna sér vel. Hún nýtti sér gott veganesti til hins ýtrasta, kunnáttuna í hússtjórn, færnina í píanóleik og mannblendnina og glaðværðina sem hún hafði hlotið í vöggugjöf. Vegna áfalla í viðskiptum Geirs ákváðu þau þó eftir níu ára dvöl í Svíþjóð að flytja aftur heim til Íslands. Síðan hafa þau búið á höfuðborg- arsvæðinu, lengst af í Reykjavík en einnig á unglingsárum dætranna í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi og mörgum árum síðar, um nokkurra ára skeið, á Sunnuflöt í Garðabæ. Síðustu 18 árin bjuggu þau í Ljósheimum í Reykjavík eða þar til Geir andaðist á fyrri hluta síðasta árs. Nánast allan sinn búskap áttu þau sumarbústaðinn Arnarból við Nátt- hagavatn í landi Elliðakots. Fyrst áttu þau bústaðinn, sem var upprunalega skátaskáli, í félagi við vini sína en síðar leystu þau hann til sín. Þarna var þeirra sælureitur. Þangað var oft gaman að koma og njóta kyrrðar svo skammt frá skarkala borgarlífsins. Birna naut náverunnar við gróðurinn á þessum stað. Hún var með græna fingur, hún ræktaði allt mögulegt, blóm, grænmeti, salat og kartöflur. Á fyrstu árunum eftir heimkomuna frá Svíþjóð tók Birna virkan þátt í ýmsu félagslífi innan Sænsk-íslenska félagsins í Reykjavík. Hún spilaði m.a. undir í mörg ár við Lúsíuhátíðir á aðventunni og dætur hennar sungu hlutverk Lúsíu og þerna. Eftir því sem árin færðust yfir Birnu og Geir höfðu þau sig minna í frammi, sinntu fjölskyldu sinni og nutu samvista við hana og nánustu vini. Þau sáust þá minna á mannamótum svo sem títt er um þá sem lifa langa ævi og hafa notið á sínum bestu árum margra gæða okkar vestræna menningarheims. Margra góðra kosta hef ég að minnast úr fari tengdamóður minnar og margra ánægjustunda frá okkar samskiptum eftir að leiðir okkar lágu saman. Mjög er mér minnisstætt hversu gjafmild hún var og hversu umhugað henni var um að gefa af sér og gleðja aðra. Hún veitti einnig vel í mat, meðan heilsan leyfði, og bjó til bragðgóðan mat á dansk-íslenskan máta með góðum sósum og öðru góð- gæti. Hún lagði alla tíð mikla áherslu á að hafa mikið af fersku grænmeti á borðum, löngu áður en það varð jafn ríkur hluti máltíða á Íslandi og nú er. Hún var einstaklega mælsk og átti af- ar létt með að standa upp á góðri stundu og flytja kjarnyrtar og stund- um magnaðar tækifærisræður. Alla tíð stóð hún við bakið á sínum manni og sínum dætrum. Hvað sem á bjátaði hreif ekkert á hana á yfirborðinu. Hún stóð af sér öll áföll með eðlis- lægri reisn og með styrk trúarinnar. Hún hlaut góðar gáfur í vöggugjöf og traust og fágað uppeldi í veganesti frá foreldrum sínum, það nýtti hún sér til fullnustu á langri og viðburða- ríkri ævi. Blessuð sé minning þín, tengda- móðir mín. Garðar Halldórsson. Ó, elsku besta mamma, nú ertu burtu kvödd, við ætíð munum minning þína geyma, í hugarfylgsnum okkar við heyrum þína rödd og höldum því að okkur sé að dreyma. Í hjörtum okkar sáðir þú frækornunum fljótt og fyrir það við þökkum þér af hjarta, en þó í hugum okkar nú ríki niðdimm nótt þá nær samt yfirhönd, þín minning bjarta. Nú svífur sál þín mamma á söngvavæng um geim svo sæl og glöð í nýja og betri heima, við þökkum fyrir samveruna, þú ert komin heim og þig við biðjum Guð að blessa og geyma. (Una Sigga Ásmundsd.) Sirrý og Stefán. Í Spámanninum segir: „Þegar þú ert sorgmæddur skaltu sjá að þú grætur vegna þess sem áður var gleði þín.“ Nú þegar amma mín verður lögð til hinstu hvílu veita þessi sannindi mér huggun. Úr bernsku minni á ég margar góð- ar minningar um ömmu enda tók hún mig að sér 64 ára gömul og ól mig upp á kærleiksríkan hátt. Hún var ákaf- lega blíð og hlý manneskja og hún nærði mig vel bæði andlega og lík- amlega. Það leið því ekki á löngu þar til ég varð mjög pattaralegt, heilbrigt barn sem naut þess að borða smjör og drekka rjóma. Amma mín var þolin- móð og skilningsrík og ávallt reiðubú- in til þess að ræða við mig. Hún kenndi mér bænirnar mínar og heil- mikið af fallegum lögum sem hún spil- aði fyrir mig á píanó. Hún kenndi mér að vera góð við dýrin og að muna eftir smáfuglunum þegar lítið væri um æti. Alla tíð lagði hún ríka áherslu á það hversu mikilvægt það væri að vera vel sjálfbjarga um alla hluti. Hún kenndi mér umferðarreglurnar og hvernig ég gæti komist leiðar minnar með strætisvögnum. Þegar ég byrjaði að ganga í skóla kenndi hún mér að rata þangað á eigin spýtur og þegar ég kom til baka beið mín alltaf eitthvað gott í gogginn. Uppáhaldið mitt var grjónagrauturinn hennar og volgir klattar með sultu. Á Arnarbóli, sum- arbústað afa og ömmu, kenndi hún BIRNA HJALTESTED                           !     ! "  ! # "     $ %  &'  ( ) * *+,+ * # ! $! %    &  '( ! )     $       *+*  , $    #   +      $ !  , # ! $! %   *  -        * $     - .  " +# .  $  && / 0*1 +(2 .+ ) "! 34 -51 65 $         /0 !  '//0 )  1*     ' -!  '//0 2    $    -      * $   *  1! -* * (#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.