Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 27 rendinn á entimetra ímabilinu hraðinn ur að GPS- r hafa ver- il þess að llimetra á ári við jaðar Vatnajökuls. „Þetta tengja menn við þynningu jökulsins á síðustu öld og út frá þessum hug- myndum er hægt að meta hve mikið landrisið gæti orðið í kringum Vatnajökul í framtíðinni. Ef þynn- ing Vatnajökuls um einn metra á ári héldi áfram myndi land byrja að rísa um 5–10 millimetra á ári, en ef bráðnun jökulsins yrði viðvarandi myndi þetta landris alltaf herða á sér og gæti orðið tíu sinnum meira á síðari hluta aldarinnar. Þá yrðu þetta ekki 5–10 millimetrar á ári heldur margir sentimetrar.“ Rishraðinn við núverandi jaðar Vatnajökuls verður samkæmt áætlun orðinn 5 mm á ári eftir 5 ár og segir Freysteinn að þá verði hægt að mæla með nákvæmni þessa þróun, fari hún af stað. „Síð- an eykst þetta og árið 2010 er það farið að verða mjög verulegt þegar rishraðinn nálgast 10 mm á ári. Þetta yrði svörun við þynningu jök- ulsins sem nú á sér stað en við höld- um líka að landið sé enn að rísa eft- ir að hann þynntist á síðustu öld.“ Að sögn Freysteins vegur hækk- un yfirborðs sjávar á móti landris- inu þar sem sjávarborð fer almennt hækkandi í heiminum vegna bráðnunar jökla. „Þessi 3–5 mm hækkun á ári vegna þynningar jök- ulsins á síðustu öld gæti verið sam- bærileg við það sem hækkar í sjón- um vegna almennrar bráðnunar. Ris lands upp úr sjó við jaðar Vatnajökuls myndi þó nema einum metra árið 2050 og 50 ár eru end- ingartími margra mannvirkja. Þessi þróun verður viðráðanleg fyrstu áratugina en síðan tekur við tímabil eftir miðja öld þar sem landrisið verður 5–6 cm á ári. Þá má segja að allt sé komið úr böndunum, þá verður þetta svo rosaleg breyting, og við lok aldarinnar gætu þetta verið um 4 metrar sem land hefði risið við núverandi jaðar Vatnajökuls,“ segir Frey- steinn. Eldvirkni gæti aukist veru- lega á síðari hluta aldarinnar Þessar tölur byggjast á grófri áætlun Freysteins, enda óvíst um það hversu mikil bráðnun jökulsins verður og ákveðin óvissa er varð- andi svörunartíma jarðarinnar. „En strax eftir 5 ár tel ég að þetta ætti að vera orðið mælanlegt, ef menn leita eftir því að gera það.“ Verði þessi þróun að veruleika og Vatnajökull bráðnar mjög hratt á öldinni gæti það leitt til verulega aukinnar eldvirkni á síðari hluta aldarinnar. Í lok ísaldar, þegar jök- ullinn bráðnaði af landinu, varð mikil eldvirkni vegna þynningar jöklanna og þynning Vatnajökuls gæti haft sambærileg áhrif á eld- stöðvakerfin sem liggja undir jökl- inum. „Eftir 50 ár gæti hugsanlega hafa bráðnað það mikið af jöklinum að það gæti haft þessi áhrif á eldvirkn- ina. Það er vitað að þrýstibreyting- ar á eldstöðvar, eða létting á fargi, getur valdið eldgosi. Ef við tökum vel afmarkað dæmi, eins og Gríms- vötn, þá hefur það sýnt sig að sum eldgos þar hafa komið í kjölfarið á hlaupi úr Grímsvötnum og besta þekkta dæmið er frá 1934. Á stærri skala höfum við dæmi um það þegar jökullinn bráðnaði í lok ísaldar fyrir 10.000 árum. Þá varð gríðarleg eld- virkni í kjölfarið og eldvirknin margfaldaðist næstu árhundruðin á eftir. Það gæti því vel gerst að eld- virknin myndi í raun verða umtals- vert meiri á síðari hluta þessarar aldar, ef Vatnajökull myndi þynnast verulega mikið. Þá gætu eldstöðv- arnar allar sem eru undir jöklinum, Grímsvötn, Bárðarbunga, Kverk- fjöll og Öræfajökull, verið með mikla gosvirkni.“ Ef land rís verulega við nágrenni Vatnajökuls á þessari öld kemur það til með að hafa talsverð áhrif á mannvirki innan 50 kílómetra frá jöklinum. Eitt af því sem landrisið gæti haft umtalsverð áhrif á er Hornafjarðarós og siglingaleiðin inn ósinn til Hafnar í Hornafirði. Hornafjörður og Skarðs- fjörður gætu þurrkast upp Gísli Viggósson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, segir að næstu 50 árin verði þessar breyt- ingar viðráðanlegar og menn hafi gert ráð fyrir allt að 70 til 80 cm hækkun á næstu áratugum. Sú þró- un myndi leiða til þess að rennslið í Hornafjarðarós myndi minnka um u.þ.b. 35% og segir Gísli það ekki al- varlegt mál, enda sé mikill straum- ur í ósnum núna sem má vel við því að minnka. Þá ætti siglingaleiðin að haldast óbreytt, alveg frá strönd- inni fyrir utan ósinn og inn í höfn- ina. „Ef við lítum 50 ár fram í tímann tel ég að við sjáum í gegnum þetta. En það er annað sem myndi breyt- ast til lengri tíma litið og það er að Hornafjörður og Skarðsfjörður myndu væntanlega þurrkast upp og á einhverju stigi myndi ósinn hætta að vera sjávarfallaós, með svona miklu rennsli eins og er í dag. Þá yrði ósinn ekki lengur til staðar og þá fara aðstæður auðvitað að breyt- ast,“ segir Gísli. Að sögn Gísla kæmi það því að sjálfu sér að menn færu að huga að nýrri höfn þar fyrir utan, sem lægi mjög vel við. „Við gætum nýtt okk- ur Suðurfjörutangann og Hvanney sem aðalhafnargarðinn. Þá mætti hugsa sér að þar væri hafnarmynni, eins og er í dag, þótt það væri ekki þessi mikli straumur, og kannski kæmu þeir tímar að flutningaskip gætu alltaf siglt inn í höfnina. Síðan væri hægt að breyta dýpinu fyrir innan og gera höfn þar, eins og hug- myndin er með Faxeyrarhöfn,“ seg- ir Gísli. Helgi Jóhannesson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, segir að almennt séð komi landris vega- gerð til góða. „Eins og á Breiðamerkursandi, þar sem við erum í vandræðum, þá vinn- ur það gegn sjávarrof- inu ef land rís þar. Sjórinn rís um nokkra millimetra á ári og það í rauninni skaðar mannvirki okkar og við þurf- um að hafa þau hærri til að vega upp á móti því. Ef landið rís, þá rís bæði vegurinn og brúin upp miðað við sjóinn og það er almennt séð já- kvætt fyrir okkur.“ lsverðu landrisi við núverandi jaðar jökulsins i risið um 100 dir jöklinum ælingum hefur Vatnajökull vo metra síðustu tvö árin ðnun áfram má búast við að verulega á næstu áratugum sins. Eiríkur P. Jörundsson ið og komst m.a. að því að ð aukinni eldvirkni undir á síðari hluta aldarinnar ar þynningar hans. Vísbendingar um að land hafi risið um hálfan til einn metra á síðustu öld epj@mbl.is . !  /.  7 ! ' , +   )  %  , # 1 14 1 1 1 1 1  4  .   / + )+ +. +   +! '     )' + #4,,9 14:,4, 6   % 0<, SÆNSKI barnabókahöf-undurinn Astrid Lind-gren lést í gær, 94 ára aðaldri. Lindgren er óhætt að telja einn ástsælasta barna- bókahöfund 20. aldarinnar en sög- ur hennar um Línu langsokk, Em- il í Kattholti, bræðurna Ljóns- hjarta og Ronju ræningjadóttur hafa unnið hug og hjarta barna og fullorðinna víða um heim. Lind- gren var afkastamikill höfundur og sendi frá sér um 80 barnabæk- ur sem þýddar hafa verið á meira en 70 tungumál og orðið upp- spretta fjölmargra leikrita og kvikmynda. Þá skrifaði Lindgren æviminningar og leikrit, auk þess sem hún ritaði um ýmis þjóð- félagsleg og bókmenntaleg mál- efni í greinum og ritgerðum. Astrid Anna Emilia Ericsson fæddist 14. nóvember árið 1907 og óx úr grasi ásamt fjórum systk- inum á bóndabænum Näs skammt frá smábænum Vimmerby í Smá- löndum. Bærinn stóð á jaðri skóg- arins Ekekullen og mun umhverfi æskustöðvanna hafa ratað í marg- ar sagna höfundarins í einni eða annarri mynd, hvort sem um var að ræða sveitabæinn Kattholt sem prakkarinn Emil var kenndur við eða skóginn myrka sem ræningjar fóru um í sögunni um Ronju ræn- ingjadóttur. Astrid fluttist ung að árum til Stokkhólms þar sem hún vann við skrifstofustörf. Hún átti sitt fyrsta barn árið 1926, drenginn Lars, sem var í umsjá fósturfor- eldra þar til Astrid giftist skrif- stofustjóranum Sture Lindgren. Árið 1934 fæddist Lindgren-hjón- unum dóttirin Karin og var það á árunum sem Astrid var heima- vinnandi móðir tveggja barna að hún fór að fást við ritstörf. Í fyrstu ritaði hún sögur og þætti í dagblöð, en árið 1944 vann Lind- gren til annarra verðlauna í barna- og unglingabókasam- keppni sem haldin var á vegum forlagsins Rabén og Sjögren. Í kjölfarið gaf forlagið út hennar fyrstu bók, unglingaskáldsöguna Britt-Mari lättar sitt hjärta (Britt-Mari segir allt af létta). Ári síðar vann Lindgren hins vegar til fyrstu verðlauna í sam- keppninni fyrir sögu sína um Línu langsokk (Pippi Långstrump), stelpu með freknur og rauðar fléttur sem bjó ein í stóru húsi ásamt hesti og apanum Níels. Lína langsokkur varð feikivinsæl enda hafði Lindgren þar skapað mjög óhefðbundna barnabókaper- sónu sem stjórnaði sjálf lífi sínu og hirti lítið um þá prúðmennsku sem almennt var brýnd fyrir börnum. Það frjálsræði sem sagan boðaði, þar sem barnið birtist sem fullkominn jafningi fullorðinna, færði ný viðhorf inn í barna- bókmenntirnar. Fjölmargir gagn- rýnendur lofuðu bókina en meðal ólíkustu aðila var hún fordæmd fyrir óábyrgar uppeldishugmynd- ir. Á árunum 1939–49 skrifaði Lindgren greinar þar sem hún svaraði gagnrýni og lýsti lífs- viðhorfum sínum, sem einkennd- ust af jafnréttis- og manngildis- hugsjón en Lindgren taldi að rétt uppeldi fælist einkanlega í að sýna börnum ást og virðingu. Þessi lífssýn, sem tendruð var barnslegri sköpunargleði, setti mark sitt á þann fjölda bóka Lind- gren sem fylgdi í kjölfar Línu langsokks, um persónur á borð við spæjarann Karl Blómkvist, börnin í Ólátagarði og Skarkalagötu, Kalla á þakinu, Madditt litlu og ævintýrið Elsku Míó minn. Árið 1963 leit prakkarinn Emil í Kattholti dagsins ljós og tvö af eftirminnilegustu skáldverkum sínum sendi Lindgren frá sér þeg- ar hún var komin á eftirlauna- aldur. Bróðir minn ljónshjarta kom út árið 1973, en þar vakti höf- undurinn athygli fyrir að gera sorg, missi og kúgun að viðfangs- efni barnabókar. Í Ronju ræn- ingjadóttur sem út kom árið 1981 kemur hin sterka kvenpersóna, sem var eitt af einkennum skáld- skapar höfundarins, fyrir í eftir- minnilegri sögu um mannleg sam- skipti í ævintýralegu samhengi. Astrid Lindgren var allan sinn feril í nánu samstarfi við útgáfu- fyrirtækið Rabén & Sjögren en á árunum 1946 til 1970 gegndi hún ritstjórastöðu hjá forlaginu. Lind- gren naut mikillar virðingar sem rithöfundur og hlaut fjölda verð- launa og viðurkenninga á ferli sín- um. Lindgren var lengi orðuð við Nóbelsverðlaunin og þykir mörg- um sænska bókmenntaakademían hafa brugðist með því að snið- ganga höfundinn í tilnefningum sínum. Áhrif Astrid Lindgren á sviði barnabókmennta verða seint of- metin þar sem hún gerði margar spurningar sem varða nútímasamfélög að við- fangsefni sínu, jafn- framt því að hún var atkvæðamikil í sænskri þjóðfélagsumræðu og umræðu um málefni barna. Verk Lindgren þykja ekki eingöngu einkennast af framsæknum viðhorfum til barna og samfélags heldur vera vönduð og sígild bókmenntaverk. Sú stað- reynd að Lindgren skyldi ekki hljóta Nóbelsverðlaun þykir því enn eitt merki um að bókmenntir um og fyrir börn séu ekki metnar fyllilega að verðleikum. AP Sænski rithöfundurinn Astrid Lindgren. Astrid Lindgren lést í gær Ást, virðing og sköpunargleði Það frelsi sem Lína boðaði færði ný við- horf inn í barna- bókmenntirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.