Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hafa sent félagsmönnum sínum tölvupóst þar sem hvatt er til þess að viðtakendur sendi al- þingismönnum póstkort þar sem fyrirhugaðri Kárahjúkavirkjun verði mótmælt. Í tölvupóstinum segir m.a.: „Kauptu póstkort, eitt eða fleiri .... Sendu kortin alþing- ismönnum, t.d. Össuri Skarphéð- inssyni, Ólafi Erni Haraldssyni, Svanfríði Jónasdóttur eða öðrum sem þér finnst að þau eigi erindi til.“ Þá er í tölvupóstinum lagt til að skrifað verði á póstkortið einn af eftirfarandi textum: „Ætlar þú að greiða íslenskri náttúru at- kvæði þitt? – Ég vil þjóðgarð, ekki Kárahnjúka.“ Önnur tillaga hljóð- ar svo: „Á íslensk náttúra stuðning þinn vísan? – Ég vil þjóðgarð, ekki Kárahnjúkavirkjun.“ Þriðja tillag- an er: „Ert þú með hálendinu og gegn náttúruspjöllum? – Ég vil þjóðgarð ekki Kárahnjúkavirkj- un.“ Í lokin er viðtakandi hvattur til að hringja í vini, vandamenn og kunningja og fá þá til að senda sams konar kort. „Og ekki gleyma að skrifa nafn þitt undir,“ segir að síðustu. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segir að þessi hugmynd hafi komið upp á félagsfundi samtakanna í síðustu viku. Nokkrir félagsmenn hafi ver- ið fengnir til að skrifa tillögu að texta á póstkortin og síðan hafi umræddur tölvupóstur verið send- ur þeim félagsmönnum sem hafi aðgang að Netinu, en um 700 manns eru að sögn Árna aðilar að samtökunum. „Við viljum með þessu koma því á framfæri við þingmenn að það er mikill fjöldi manna andvígur Kárahnjúkavirkj- un,“ segir Árni. „Þetta er bara ein leið til þess að láta alþingismenn vita hvað fólk er að hugsa,“ bætir hann við. „Mörg félagasamtök hafa notast við þessa aðferð til að koma boðskap sínum áleiðis.“ Inntur eft- ir því hvers vegna þrír tilteknir þingmenn hafi verið nefndir á nafn í bréfinu segir Árni að mótmælin eigi í sjálfu sér erindi til allra þingmanna en nöfn þessara þriggja hafi eingöngu verið nefnd sem dæmi. Á heimasíðu samstarfsnefndar um staðarvalsathuganir iðnaðar- svæða á Reyðarfirði, star.is, er þessi hugmynd Náttúruverndar- samtakanna gagnrýnd undir fyr- irsögninni: „Árni Finnsson skipu- leggur póstkortahernað gegn þingmönnum.“ Er síðan greint frá því að Árni hafi ekki setið með hendur í skauti heldur „dundað sér við að undirbúa sviðsetningu á andófi gegn virkjun eystra í gam- alkunnum stíl,“ eins og það er orð- að. Segir síðan: „Það er þannig deginum ljósara að einhverjir fjöl- miðlar mega eiga von á upphring- ingu frá nefndum leiðtoga Nátt- úruverndarsamtakanna einhvern næstu daga, þar sem hann vill benda viðkomandi á að tékka að gamni á hvort rétt sé að Íslands- póstur sé önnum kafinn við að bera póstkort í hús hjá Össuri, Svanfríður og Ólafi Erni.“ Svanfríður Jónasdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Morgunblaðið telja þessa aðferð Náttúrverndarsam- taka Íslands óviðfelldna, vegna þess að í henni séu þrír þingmenn nafngreindir, en því eru Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, og Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins ekki sammála. Svanfríður segist í samtali við Morgunblaðið ósátt við að fyrir- huguðum póstkortasendingum sé beint að tilteknum þingmönnum. „Það er ekkert óeðlilegt við það að áhugafélög eða stofnanir beini bar- áttu sinni að tilteknum hópum en þegar farið er að nafngreina ein- staklinga finnst mér ástæða til að staldra við,“ segir Svanfríður og bætir því við að sér finnist það óviðfelldið að beina sendingunum að einstökum þingmönnum. „Ég er þeirrar skoðunar að fólki sé fullvel treystandi að hafa skoðanir og koma þeim á framfæri án þess að því sé stýrt frá ákveðnum skrif- stofum eða stofnunum.“ Síðan seg- ir Svanfríður: „Ég hef á tilfinning- unni að verið sé að setja af stað eitthvert leikrit með þessum póst- kortasendingum og ef það er rétt vil ég að það sé borið undir mig hvort ég sé tilbúinn að taka að mér hlutverk í því leikriti. Það hef- ur á hinn bóginn ekki verið gert.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, er hins vegar á öndverðum meiði. „Ég geri engar athugasemdir við það að menn séu hvattir til að senda mér póstkort,“ segir hann. Ólafur Örn Haraldssson, þing- maður Framsóknarflokksins, gerir heldur engar athugasemdir. „Mér finnst það sjálfsagt að menn nýti sér ákveðnir leiðir til að koma skilaboðum sínum á framfæri við þingmenn svo framarlega sem það er gert innan löglegra og siðlegra marka,“ segir hann. Misjafnar undirtektir við fyrirhugaðar póstkorta- sendingar til þingmanna VIÐ FYRSTU sýn mætti halda að börnin á myndinni væru í búri eða fangelsi, tilbúin með kaðal til að framkvæma úthugsaðar flótta- tilraunir. En raunin er allt önnur. Börnin leika sér frjáls og hlæjandi á skólalóð Landakotsskóla í öruggu umhverfi, fjarri hörmungum hins stóra heims. Eins og máltækið seg- ir: Þetta er ungt og leikur sér. Morgunblaðið/Ásdís Flóttatilraunir skipulagðar prófkjöri og koma sér þannig á framfæri. Það getur t.d. verið um það að ræða að viðkomandi hafi ekki fjárhagsstöðu eða tíma til að taka þátt í prófkjörsbaráttu eða gegni ábyrgðarstarfi, sem gerir erfitt um vik að leggja út í próf- kjör. Ég er ekki í nokkrum vafa um að á meðal 15 þúsund flokksbund- inna sjálfstæðismanna í Reykjavík leynast hundruð óuppgötvaðra manna og kvenna sem myndu gagnast borgarsamfélaginu afar vel til góðra verka,“ sagði Mar- geir. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. sunnudag lýsti Björn Bjarnason menntamálaráðherra því yfir í ræðu á kjördæmisþinginu að hann gæfi kost á sér til að leiða lista sjálfstæðismanna í borgar- stjórnarkosningunum í vor. Fjöl- mennt var á þinginu, sem haldið var á Hótel Sögu. Fluttar voru framsöguræður um borgarmálin og lauk kjördæmisþinginu síðdegis með pallborðsumræðum. ÁKVEÐIÐ var á aðalfundi Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var á kjör- dæmisþingi á laugardag, að stillt verði upp í öll sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Margeir Pétursson, formaður fulltrúaráðsins, greindi frá því við upphaf opins fundar á kjördæm- isþinginu, sem haldinn var að lokn- um aðalfundi Varðar, að þar sem ekki hefði komið fram tillaga um að efna til prófkjörs hefði niður- staðan orðið sú að kjörnefnd muni raða í öll sæti framboðslistans. Fulltrúaráðsmenn tilnefni nýtt og ferskt fólk á listann „Þetta hefur hins vegar engin áhrif á það að fulltrúaráðsmenn, um það bil 1.400 að tölu, hafa verið beðnir að senda inn til kjörnefndar tilnefningar um nýtt og ferskt fólk á listann. Ég vil enn á ný ítreka að nú er tækifærið til að stinga upp á fólki, sem er t.d. ekki í neinni að- stöðu til að taka þátt í hefðbundnu Fallið frá hugmyndum um leiðtogaprófkjör Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjálfstæðismenn funda á Hótel Sögu. Björn Bjarnason tilkynnir um framboð sitt til borgarstjórnarkosninga 2002. STARFSMANNAVELTA Land- spítala – háskólasjúkrahúss var 24,9% á síðasta ári og hefur heldur aukist frá árunum 2000 og 1999. Aðspurður segir Magnús Péturs- son, forstjóri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, að þessi mikla starfs- mannavelta hafi ekki bein áhrif á fyrirhugaðar uppsagnir starfsfólks á spítalanum en létti þó líklega verkið því ekki þurfi að segja þeim upp sem hætta sjálfir. Hartnær 30 starfsmönnum á spít- alanum var sagt upp um áramót og eru enn fleiri uppsagnir fyrirhug- aðar. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um hverjum eða hversu mörgum verður sagt upp en Magn- ús segir að sú ákvörðun verði tekin fljótlega. Það sé hvorki gott fyrir stjórnendur né starfsfólk að hafa slíkt hangandi yfir sér. Mest er starfsmannaveltan meðal félagsmanna í Eflingu, 43,5%, og hjá sjúkraliðum, 42,8%, sem tengist væntanlega uppsögnum þeirra á árinu í tengslum við kjaradeilu. Þá er mikil starfsmannavelta meðal fé- lagsmanna í Starfsmannafélagi rík- isstofnana eða 39,3%. Hjá öðrum starfsstéttum er hreyfingin minni, þannig er starfs- mannavelta meðal ljósmæðra, sjúkraþjálfara, meinatækna, sál- fræðinga, iðnaðarmanna og fé- lagsmanna í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar innan við 10%. Magnús bendir á að tilfærslur milli deilda og á milli spítalanna í Fossvogi og við Hringbraut komi fram í starfsmannaveltu. Ekki hafi allir þeir sem hafa skipt um starfs- vettvang hætt að vinna fyrir spít- alann. Verið sé að kanna hversu margir hafi í raun og veru hafið störf hjá öðrum atvinnurekendum. „Það sem þetta segir er að það er heilmikil hreyfing á starfsfólki,“ segir Magnús. Margar skýringar geti verið á þessari miklu starfsmannaveltu, s.s. ástand á vinnumarkaði en þá sé yf- irleitt mikil hreyfing á fólki í lág- launastörfum, s.s. við ræstingar. Þá hafi fjölmargir sjúkraliðar sagt upp störfum á síðasta ári en margir þeirra hafi endurráðið sig til spít- alans. Þetta komi allt fram í aukinni starfsmannaveltu. Sjúklingum fjölgar og legutími styttist Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri spítalans fyrir árið 2001 fór rekst- urinn 407 milljónir umfram fjár- heimildir sem er um 1,9% frávik. Þessi niðurstaða er nánast sú sama og spáð var síðastliðið haust, að teknu tilliti til 200 milljóna króna viðbótarframlags á fjáraukalögum. Magnús bendir á að sé miðað við fast verðlag hafi rekstur spítalans kostað nánast það sama árið 2000 og árið 2001. Það hljóti að teljast góður árangur því á sama tíma sé unnið að ýmsum umbótum á spítalanum en auk þess hafi starfsemi hans aukist á mörgum sviðum. Þannig hafi inn- lögnum sjúklinga fjölgað um 3,5% en legudögum á hinn bóginn fækkað um 6,3%. Á sama tíma hefur með- allegutími sjúklinga styst úr 8,9 dögum í 8,1. Um 70% af heildarútgjöldum spít- alans falla til vegna launa og fór sá liður um 1% fram úr áætlun. Rekstrargjöld eru 27% af heildar- útgjöldum og hækkaði sá kostnaðar- liður um 9,8% umfram áætlun. Magnús segir að gengislækkanir og hækkandi verðlag hafi komið rekstri spítalans illa enda kaupir hann inn mikið af vörum og lyfjum. Einungis verðlagshækkanirnar hafi kostað spítalann um 300 milljónir í fyrra. Aukin starfsmannavelta hjá Landspítalanum Ekki bein áhrif á fyr- irhugaðar uppsagnir Aðalfundur Varðar ákvað tilhögun framboðsmála sjálfstæðismanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.