Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Útivist breytir áherslum
Tímarit í stað
árbókar
HALLGRÍMURKristinsson er ný-skipaður fram-
kvæmdastjóri Útivistar og
nýjum mönnum fylgja
gjarnan nýir siðir og nýjar
áherslur. Þótt ferillinn sé
enn bara stuttur þá er
strax farið að örla á breyt-
ingum og nýjum hug-
myndum. Hallgrímur
svaraði nokkrum spurn-
ingum Morgunblaðsins á
dögunum.
Þú ert nýskipaður fram-
kvæmdastjóri Útivistar,
munu nýir stjórnunar-
hættir fylgja nýja mannin-
um?
„Eðlilega hlýtur nýr að-
ili að bera með sér ein-
hverjar breytingar inn í
reksturinn. Það þýðir
samt ekki að ég ætli að umbreyta
öllu, enda hefur hér verið unnið
gott starf á síðastliðnum árum.
Mín helsta áhersla verður fyrst
og fremst á að gera sem mestan
mat úr þeim tækifærum sem nú
skapast við flutning skrifstofu, út-
gáfu tímarits, byggingu nýs skála
og öðrum breytingum sem þegar
eru á teikniborðinu.“
Síðasta árbókin ykkar hefur lit-
ið dagsins ljós og nú tekur við
tímarit, segðu okkur eitthvað frá
því.
„Það er rétt, eftir útgáfu árbók-
ar í 25 ár hefur því verið hætt og
þess í stað ákveðið að gefa út
tímarit. Tímaritið er veglegt, allt
að 120 blaðsíður, og er áætlað að
það komi út tvisvar á ári til að
byrja með. Þetta er samstarfs-
verkefni okkar og fyrirtækisins
Athygli og mun innihalda fjöl-
breytt efni sem snýr að útivist,
enda mun blaðið heita Útivist. Við
teljum að til sé stór óopnaður
gluggi í útgáfumálum tengdum
útivist hér á landi enda ekkert
sambærilegt tímarit fyrir á mark-
aðnum þrátt fyrir að tugir þús-
unda Íslendinga stundi ferða- og
fjallamennsku árlega.“
Ferðaskrá ársins tekur einnig
stakkaskiptum eða hvað?
„Í kjölfarið á útgáfu tímaritsins
ákváðum við að gera ferðaáætlun
okkar fyrir árið 2002 enn veglegri
en áður hefur verið. Hún er nú í
A4-broti og er heilar 20 blaðsíður.
Áður var hún gefin út í A5-broti.
Þetta er meðal annars vegna þess
að sjaldan eða aldrei hefur verið
eins fjölbreytt úrval ferða í boði
hjá okkur, hvort sem það eru
göngu-, skíða-, jeppa- eða hjóla-
ferðir.“
Hverjar verða áherslurnar í
hinu nýja tímariti og hvernig
verður því dreift?
„Í blaðinu verður m.a. að finna
ferðalýsingar, greinar um útivist
og fjallamennsku, viðtöl, fræðslu-
þætti, myndaþætti og kynningar-
efni um þá aðila sem veita ferða-
og útivistarfólki þjónustu og ráð-
gjöf. Vissulega er orðið Útivist
vítt hugtak en hér erum við helst
að tala um tímarit fyrir þá sem
hafa gaman af því að
ferðast, hvort sem það
er gangandi, á jeppum,
á kajak eða hjóli. Einn-
ig verður snert á öðr-
um tengdum útivistar-
málum svo sem klifri og golfi svo
eitthvað sé nefnt. Blaðið verður
selt í almennri sölu en verður
einnig dreift frítt til allra fé-
lagsmanna Útivistar.“
Hvað eru margir félagar í Úti-
vist?
„Við erum í þann mund að
senda út félagsskírteini fyrir árið
2002 og það verður spennandi að
sjá hvernig viðbrögðin verða.
Undanfarin ár hefur félagatalið
okkar talið vel á annað þúsund
manns.“
Hvað ferðast margir með félag-
inu á ári hverju?
„Þeim fer fjölgandi ár frá ári
sem ferðast með okkur. Síðustu
tvö ár hafa rúmlega 10.000 manns
ferðast með félaginu.“
Hvað er vinsælast hjá Útivist,
við hvaða nýjungum má búast?
„Gönguleiðin okkar, „Sveins-
tindur-Skælingar“ er gífurlega
vinsæl og munum við bjóða um
fimmtán ferðir í sumar, sem
margar hverjar eru þegar pant-
aðar. Einnig er Strútsstígur æ
vinsælli á hverju sumri, enda heit
baðlaug á þeirri leið. Það má
segja að Strútsstígur sé beint
framhald af „Sveinstindur-Skæl-
ingar“ leiðinni okkar. Því kjósa
margir að taka þessar tvær leiðir
á tveimur sumrum. Í sumar mun-
um við smíða skála við Strút, á
Strútsstíg og því má ætla að auk-
in áhersla verði sett á það svæði.
Ýmislegt annað er á teikniborðinu
en það er stundum best að segja
ekki of mikið.“
Hefurðu sjálfur ferðast með
Útivist?
„Ég hef stundað fjallamennsku
í fimmtán ár en hafði aldrei áður
ferðast með Útivist. Mitt fyrsta
verk sem framkvæmdastjóri var
að skella mér í Áramótaferð Úti-
vistar enda tel ég nauðsynlegt í
stöðu minni að þekkja
vel til „kúltúr“ félags-
ins. Þessi „kúltúr“
myndast eðlilega í
kringum ferðirnar og
því mun ég reyna að
gera eins mikið og ég get af því að
fara í ferðir meðf élaginu, enda er
það skemmtilegasti hlutinn.“
Og svo er Útivist að flytja.
„Já, í byrjun febrúar mun Úti-
vist flytja upp á Laugaveg 178.
Þar erum við að komast í rúmlega
tvisvar sinnum stærra húsnæði
en við höfum áður verið í. Það ætti
eðlilega að gefa okkur enn frek-
ara rúm til að stækka og dafna.“
Hallgrímur Kristinsson
Hallgrímur Kristinsson er
fæddur í Reykjavík 1972. B.A. í
fyrirtækjasamskiptafræði frá
George Mason University í USA
1996. Forst.maður efnismála hjá
Gagnvirkri miðlun árið 2001,
framkv.stjóri Opinnar miðlunar
árið 2000, tækni- og skipulags-
stjóri Sambíóanna 1997–99 og
aðstoðarframkvæmdastjóri
Sam-Myndbanda 1999–2000.
Einnig dagskrárgerðarmaður
fyrir útvarp í 12 ár. En nú fram-
kvæmdastjóri Útivistar. Maki er
Adela Halldórsdóttir banka-
starfsmaður og eiga þau dreng-
ina Kristin og Halldór, fædda
1990 og 1998.
…enda heit
baðlaug á
þeirri leið
Það kemur sér að hafa sterkar konur í stjórnmálum til að ryðja brautina.
FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að
auka sætaframboð sitt til og frá Ís-
landi næsta sumar. Jafnframt er nú
lögð minni áhersla á það en áður að
markaðssetja flugið milli Evrópu
og Bandaríkjanna en ráðgert að
byggja meira á flutningum til
landsins og frá. Guðjón Arngríms-
son, upplýsingafulltrúi Flugleiða,
segir sætaframboð í flugi verða nóg
í sumar þótt erlent flugfélag hafi
hætt flugi til landsins.
Sætaframboð verður einkum
aukið á tveimur áfangastöðum,
Kaupmannahöfn og London.
Fljúga á 25 ferðir í viku milli Kaup-
mannahafnar og Keflavíkur og 14
ferðir milli London og Keflavíkur.
Ferðir til London eru fleiri en verið
hefur áður. Þá verða notaðar
stærri vélar á þessum leiðum en
síðasta sumar, m.a. ný þota sem fé-
lagið fær um miðjan mars, B757-
300. Er hún ívið lengri en 757-200
og tekur fleiri farþega, eða 227. Þá
mun fyrirtækið skila B737 í lok
mars en hún tekur tæpa 170 far-
þega. Flugleiðir verða aðeins með
B757-þotur í rekstri upp frá því.
Giftingar um borð
í Íslandsferð
Guðjón Arngrímsson segir að
markaðsstarf Flugleiða erlendis
fyrir Íslandsferðir hafi verið aukið í
vetur. Það hafi m.a. haft í för með
sér um 5% fjölgun farþega í desem-
ber sl. frá í desember 2000. Nýjar
markaðsáætlanir Flugleiða gera
ráð fyrir að fleiri erlendir ferða-
menn heimsæki landið í ár en í
fyrra og í ljósi þessa hafi sæta-
framboð verið aukið.
Leiðakerfi Flugleiða ber mun
fleiri farþega en þá erlendu ferða-
menn sem til landsins koma eða Ís-
lendinga á leið til útlanda. Segir
Guðjón umframgetuna hafa verið
nýtta til að flytja farþega milli Evr-
ópu og Ameríku með viðkomu hér.
Flugleiðir fluttu tæplega 1,4 millj-
ónir farþega sl. ár og um helmingur
þeirra var á leið til landsins eða frá.
Meðal markaðsaðgerða Flug-
leiða um þessar mundir má nefna
tilboð í Bandaríkjunum um að
ferðast til Íslands og láta gifta sig í
flugvélinni á leiðinni. Yrði það
kringum Valentínusardaginn um
miðjan næsta mánuð. Segir Guðjón
þegar nokkur bandarísk pör hafa
slegið til og séu starfsmenn félags-
ins vestra að undirbúa nánar með
hvaða hætti gifting geti farið fram,
útvega prest o.s.frv. svo allt sé gert
löglega.
Auka sætaframboð til Kaupmannahafnar og London
Meiri áhersla á mark-
aðsstarf í Evrópu
GERT er ráð fyrir því með örfáum
undantekningum að vegakerfi lands-
manna anni umferð allt til ársins
2014. Það er sá tími sem samgöngu-
áætlun sem nýlega var kynnt nær til.
Ekki er gert ráð fyrir að byggja
þurfi ný samgöngumannvirki í dreif-
býli nema í tveimur til þremur til-
vikum, þ.e. breikka Reykjanesbraut,
breikka veginn á köflum milli
Reykjavíkur og Selfoss og sömuleið-
is vegarkafla á Kjalarnesi.
Þrjár akreinar við Lögberg,
Hveradali og um Kamba
Samkvæmt umferðarspá sem
greint er frá í skýrslu stýrihóps sam-
gönguáætlunar er umferðaraukning
ráðgerð 23% frá árinu 1998 til 2014.
Helgi Hallgrímsson vegamála-
stjóri segir breikkun Reykjanes-
brautar þegar ákveðna samkvæmt
vegáætlun. Á veginum milli Reykja-
víkur og Selfoss segir hann þrjár ak-
reinar á köflum, m.a. við Lögberg,
Hveradali og um Kamba. Telur hann
líklegt að fleiri þriggja akreina köfl-
um verði bætt við en óvíst hvort
nauðsynlegt reynist að tvöfalda allan
veginn. Á sama hátt segir hann lík-
legt að bætt verði við þriðju akrein-
inni á hringveginum um Kjalarnes
en segir með öllu óráðið hvar, hve-
nær og hvernig það verði fram-
kvæmt.
Þá kemur fram í samgönguáætl-
uninni að ætlunin er að styrkja burð-
arþol stofnvega þannig að ekki þurfi
að beita þungatakmörkunum. Regl-
ur Evrópusambandsins um stærð og
þyngd ökutækja gilda hérlendis og
geta vagnalestir mest orðið 44 tonna
þungar en með ákveðnum skilyrðum
49 tonn. Segir vegamálastjóri það
snúast um öxulþunga og sé hann
ekki meiri en 10 tonn sé unnt að leyfa
meiri heildarþyngd.
Hann segir að endurbyggja þurfi
nokkra vegarkafla en nægilegt sé að
styrkja aðra. Einnig geti einstaka
brýr takmarkað þennan þunga.
Þá kemur fram í samgönguáætl-
uninni að miðað er við að á nýjum
tveggja akreina vegum verði unnt að
leyfa að minnsta kosti 90 km há-
markshraða. Á vegum með fjórum
akreinum, þ.e. tveimur í hvora átt
með aðgreiningu, verði við hönnun
miðað við allt að 110 km hámarks-
hraða.
Bætt við þriggja akreina
köflum á Hellisheiði