Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 41
Talaði í síma og hlustaði á háværa tónlist UM helgina var tilkynnt um 28 umferðaróhöpp til lögreglunnar í Reykja- vík, 11 voru teknir grun- aðir um ölvun við akstur, 52 voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Á laugardagskvöld var tvisvar til- kynnt til lögreglu um ógætilegan akstur sama ökumanns á Kringlu- mýrarbraut. Í öðru tilfellinu kvaðst tilkynnandi hafa orðið að aka upp á umferðareyju til að koma í veg fyrir árekstur við ökumanninn, sem að sögn hans ók ekki aðeins ógætilega heldur var einnig að að tala í síma og hlusta á svo háværa tónlist að heyrð- ist á milli bíla. Lögreglan er að kanna málið. Tóku bensín og stungu af Fremur rólegt var í miðborginni bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Ekki var mikil ölvun og unglingar undir 16 ára sáust nánast ekki. Veður var fremur kalt og setti það svip á miðbæinn. Eftirlit var einnig með útivistartíma ungmenna í úthverfum. Í Mosfellsbæ voru höfð afskipti af fjórum ungmennum sem ekið var heim til sín. Í Breiðholts- hverfi voru höfð afskipti af hópi ung- menna sem safnast hafði saman við Seljakirkju. Haft var samband við foreldra sem komu og sóttu ung- mennin. Um helgina var tilkynnt til lög- reglu um 30 innbrot og þjófnaði. Að- faranótt föstudags var brotist inn í grunnskóla í austurborginni. Rúða var brotin til að komast inn, hljóm- flutningstækjum stolið og skemmdir unnar á innanstokksmunum. Á föstu- dagskvöld stöðvuðu lögreglumenn bifreið í Faxafeni. Við athugun fund- ust ýmsir hlutir í bifreiðinni sem öku- maður gat ekki gert grein fyrir. Í ljós kom að ökumaður og félagi hans voru nýkomnir úr innbroti í íbúð í Safa- mýri þar sem þeir höfðu stolið tölu- verðum verðmætum. Mennirnir gistu fangageymslur. Aðfaranótt laugardags var brotist inn í ljósmyndavöruverslun í austur- borginni þar sem nokkrum verðmæt- um var stolið. Á sunnudag var tilkynnt um inn- brot í hús í Fossvogi, farið var inn um glugga á baðherbergi með því að brjóta stormjárn. Þjófarnir höfðu á brott með sér áfengi, farsíma o.fl. Óvanalega mörg mál komu upp um helgina þar sem tilkynnt var til lög- reglu að fólk hafi dælt bensíni á bif- reiðir sínar á bensínstöðvum og stungið af án þess að greiða. Í sum- um tilfellanna náðust hinir seku en annarra er leitað. Féll milli hæða í grunnskóla Um miðjan dag á föstudag var til- kynnt að ung stúlka hefði fallið milli hæða í skóla í austurborginni. Stúlk- an var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar en meiðsli hennar reyndust ekki alvarleg. Á laugardagsmorgun fékk lög- regla tilkynningu um að ráðist hafi verið á leigubifreiðastjóra á Rauðar- árstíg. Í ljós kom að farþegi hafði ráðist á bifreiðastjórann í akstri. Farþeginn var færður í fanga- geymslu og vistaður þar. Á laugardagsmorgun var óskað aðstoðar lögreglu til að opna bifreið í austurborginni en ungt barn hafði læst sig inni í henni. Lögreglan brást skjótt við og tókst að opna bifreiðina fljótt og vel. Á laugardag var tilkynnt til lögreglu að hurð á íbúð hefði skellst aftur og að níu mánaða gam- alt barn væri eitt inni í íbúðinni. Lög- regla brá við og fór á staðinn. Með aðstoð lásasmiðs tókst að opna íbúð- ina. Ekkert amaði að barninu þegar inn var komið. Á fjórða tímanum aðfaranótt sunnudags var tilkynnt til lögreglu að pizzasendill hafi verið rændur við Krummahóla í Breiðholti. Ekki höfðu ræningjarnir, sem voru tveir, mikið upp úr krafsinu. Nokkuð góð lýsing er á gerendunum og leitar lög- regla þeirra nú. Um helgina var tvisvar óskað að- stoðar lögreglu vegna fólks sem sat fast í lyftum. Í öðru tilvikanna sat fólk fast í lyftu í háhýsi nálægt mið- borginni en í hinu tilfellinu voru þrír drengir fastir í lyftu í austurborg- inni. Með aðstoð góðra manna tókst að ná fólkinu úr lyftunum og beið það ekki skaða af svo lögreglu sé kunn- ugt. Nokkuð var um kvartanir til lög- reglu vegna sprenginga. Virðist sem ekki sé öllum ljóst að áramótin eru liðin. Nokkrar tilkynningar bárust lögreglu vegna sinubruna um helgina. Lögreglu og slökkviliði tókst að slökkva eldana vandræðalaust. Úr dagbók lögreglu – 25.–28. janúar FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 41 Góðar vörur – betra um- hverfi LANDVERND, Norræna umhverf- ismerkið á Íslandi og Hollustuvernd- ar ríkisins boða fulltrúa fyrirtækja og verslana til ráðstefnu 1. febrúar kl. 9 á Grand hóteli, Reykjavík. Fyrir hádegi verður fjallað um framleiðslu á vörum og eftir hádegi verður fjallað um verslunina. Það er vaxandi skilningur á því að fram- leiðsla, sala og neysla á vörum og þjónustu hafa mikil áhrif á umhverfi og náttúru. Nýtni, skipulag og upp- lýsingamiðlun eru lykilatriði í góðri umhverfisvernd. Meðal fyrirlesara verða Davíð Eg- ilsson, forstjóri Hollustuverndar rík- isins, Johan Ununger, ráðgjafi Gröna Konsum í Svíþjóð, Bryndís Skúladótt- ir, Iðntæknistofnun, Guðmundur Friðriksson, Línuhönnun, Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, Ketill Magnússon, starf- maður Símans og Háskólans í Reykjavík Sigrún Guðmundsdóttir, starfsmaður umhverfismerkisráðs Ís- lands, og Stefán Gíslason, ráðgjafi í umhverfismálum. Þá munu fulltrúar fjölmargra fyrirtækja taka þátt í pall- borðsumræðum um reynslu og tæki- færi. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á slóðinni www.landvernd.is. Þátttökugjald í heild er 7.000 kr. (5.000 fyrir einstaklinga sem eru fé- lagar í Landvernd) – hádegisverður innifalinn. Þátttökugjald fyrir annan hvorn hluta ráðstefnunnar eingöngu er 5.000 kr. með hádegisverði (4.000 fyrir einstaklinga sem eru félagar í Landvernd). Skráið þátttöku með bréfi til landvernd@landvernd.is eigi síðar en 30. janúar, segir í fréttatil- kynningu. L a u f á s v e g i 4 9 - 5 1 • S í m i 5 1 1 4 3 3 0 • F a x 5 1 1 4 3 3 3 K l u k k a n 1 7 : 0 0 f i m m t u d a g i n n 3 1 . j a n ú a r e r u s í ð u s t u f o r v ö ð a ð p a n t a a u g l ý s i n g u í S í m a s k r á 2 0 0 2 . F o r ð i s t b i ð r a ð i r o g g a n g i ð f r á a u g l ý s i n g a p ö n t u n u m t í m a n l e g a . 31 Þorrablót Hornfirðinga ÞORRABLÓT Hornfirðinga á höf- uðborgarsvæðinu verður haldið í Veislusal Valsheimilisins laugardag- inn 2. febrúar kl. 20. Húsið opnar kl. 19. Sælusveitin spilar fyrir dansi fram undir morg- un. Hægt er að nálgast miða hjá Eygló Eymundsdóttur í Hversdags- höllinni, Laugavegi 33. Nánari upplýsingar á www.vatna- jokull.com/blot, segir í fréttatilkynn- ingu. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð klukkan 15.44, föstudaginn 25. janúar sl., á Laugavegi, skammt vestan við Kringlumýrarbraut. Þar rákust sam- an bifreiðarnar UP-722 og VB-293. Þá er lýst eftir vitnum að því þegar ekið var utan í nýja ljósbrúna Toyota Rav 4, jeppabifreið, þar sem hún stóð fyrir utan ferðaskrifstofuna Heims- ferðir í Skógarhlíð 18 þann 18. janúar sl. um kl. 14.00. Tjónvaldur ók á brott en hugsanlegt er að hann hafi ekið MMC Pajero-jeppa. Námskeið í meðvirkni NÁMSKEIÐ um meðvirkni, sam- skipti og tilfinningar verður haldið föstudaginn 1. febrúar, kl. 8 – 22 og fram haldið laugardaginn 2. febrúar, kl. 9.30 – 16. Fjallað er um að verða góður ráðgjafi í eigin lífi með því að auka sína tilfinningalegu meðvitund, bæta tjáskipti og samskipti við sína nánustu og samstarfsfólk. Kenndar eru leiðir til að skilja, þroska og bæta þær kringumstæður sem fyrir eru. Vinnumappa til að þjálfa þessar leiðir fylgir. Allar nánari upplýsingar og skráning er hjá Stefáni Jóhannssyni fjölskylduráðgjafa, segir í fréttatil- kynningu. Foreldrafélag misþroska barna Fyrirlestur um einelti BRYNJÓLFUR G. Brynjólfsson sálfræðingur heldur fyrirlestur um einelti, hvernig foreldrar bera kennsl á einkennin og til hvaða ráða þeir geta gripið gegn vandanum. Fyrirlesturinn er haldinn í aðalsal safnaðarheimilis Háteigskirkju, gengið inn frá bílastæðinu, miðviku- daginn 31. janúar kl. 20. Að fyrirlestri loknum svarar Brynjólfur spurningum og almennar umræður verða. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, segir í frétt frá Foreldra- félagi misþroska barna. Fagna nýja laga- frumvarpinu STJÓRN félags tækniskólakennara boðaði til félagsfundar 23. janúar sl. til að ræða stöðu skólans. Fjölmenni sótti fundinn og var eftirfarandi ályktun samþykkt með öllum at- kvæðum: „Félagsfundur FTK, haldinn 23. janúar, fagnar þeirri ákvörðun menntamálaráðherra að hefja að nýju vinnu við lagafrumvarp um Tækniskóla Íslands. Fundurinn hvetur eindregið til þess að vinnu við lagafrumvarpið verði hraðað svo að leggja megi það fram á komandi vor- þingi. Brýnt er að binda enda á þá óvissu sem ríkt hefur um framtíð skólans.“ Félagsdeild VG stofnuð á Ísafirði FÉLAGAR Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Ísafjarðarbæ stofn- uðu sérstaka félagsdeild 24. janúar sl. Stjórn félagsins skipa: Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri, formaður og aðrir í stjórn Kjartan Ágústsson, Ísafirði, Gígja Sigríður Tómasdóttir, Ísafirði, Jón Fanndal Þórðarson, Hnífsdal, og Anton Torfi Bergsson, Felli, Dýrafirði. Fram kom í almennum umræðum að Vinstri grænir í Ísafjarðarbæ hafa fullan hug á að láta til sín taka í kosn- ingum til sveitarstjórna á vori kom- anda. Fundurinn fól nýkjörinni stjórn að kanna möguleika á framboði VG í Ísafjarðarbæ við kosningarnar í vor. Gestir fundarins voru alþingis- mennirnir Jón Bjarnason og Árni Steinar Jóhannsson og Gunnar Sig- urðsson, Bolungarvík, formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Vestfjörðum, segir í frétt frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði í Ísafjarðarbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.