Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 20
ERLENT
20 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
2.
DICK Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna, kom sl. sunnudag til varnar
viðbrögðum bandarískra stjórnvalda
við gjaldþroti orkusölufyrirtækisins
Enron. Hann varði einnig þá ákvörð-
un sína að hafa ekki viljað greina frá
því í smáatriðum hvað fram hafi farið
á fundum sínum með fulltrúum Enr-
on og annarra orkufyrirtækja þegar
verið var að móta stefnu stjórnar
Georges W. Bush Bandaríkjaforseta í
orkumálum.
Staðfesta Cheneys hefur leitt til
þess, að allt bendir til að stjórnin lendi
í lögfræðilegum útistöðum við rann-
sóknarfulltrúa þingsins, þ.e. alríkis-
endurskoðun Bandaríkjanna (GAO),
þar sem allir flokkar eiga fulltrúa. Yf-
irmaður GAO sagði í síðustu viku að
hann myndi fara í mál við ríkisstjórn-
ina ef endurskoðuninni tækist ekki,
fyrir lok þessarar viku, að komast á
snoðir um hverja Cheney ráðfærði sig
við þegar hann gerði uppkast að orku-
málastefnunni sl. vor.
Cheney gaf ekkert eftir, jafnvel
þótt sumir flokksbræður hans í
Repúblíkanaflokknum hafi hvatt
hann til að gefa umbeðnar upplýsing-
ar til þess að komist verði hjá því að
svo líti út sem ríkisstjórnin hafi eitt-
hvað að fela. En ef upplýsingarnar
yrðu veittar, sagði Cheney, myndi
það setja fordæmi sem gerði ómögu-
legt fyrir hann að fá „umbúðalausar
upplýsingar“ án þess að hætt væri við
að upplýsa þyrfti þingið um þær.
„Það sem er raunverulega um að
ræða hér, eru
möguleikar for-
setans og varafor-
setans á að leita
upplýsinga hjá
hverjum sem er í
fullum trúnaði,“
sagði Cheney í
viðtali við Fox-
sjónvarpið. Vara-
forsetinn veitti tvö
löng sjónvarpsviðtöl á sunnudaginn,
en undanfarið hefur hann komið oft
fram opinberlega, öfugt við það
hversu lítið bar á honum í kjölfar
hryðjuverkanna 11. september. Hann
sagði að síðan þá hefði hann dvalið
talsverðan tíma á „öruggum stað“.
Vinsældir Bush hafa verið gífurleg-
ar síðan 11. september, en skoðana-
kannanir eru farnar að benda til þess
að deilurnar er risið hafa vegna gjald-
þrots Enron, sem fyrir ekki löngu síð-
an var sjöunda stærsta fyrirtæki í
Bandaríkjunum, geti komið illa við
Repúblíkanaflokkinn. Skoðanakönn-
un er gerð var á vegum sjónvarps-
stöðvarinnar CBS og blaðsins The
New York Times leiddi í ljós, að 45%
aðspurðra töldu að tengslin á milli
Enron og Repúblíkanaflokksins væru
nánari en tengsl fyrirtækisins við
Demókrataflokkinn.
Nokkrar þingnefndir, dómsmála-
ráðuneytið og Verðbréfa- og verslun-
arráð Bandaríkjanna (SEC) eru nú að
rannsaka hvort lögbrot hafi verið
framin er fyrirtækið varð gjaldþrota
á síðasta ári. Fregnir hafa borist af
því, að fyrirtækið hafi veitt háar fjár-
hæðir í kosningasjóði fjölmargra
stjórnmálamanna, þ. á m. forsetans,
og að yfirmenn þess hafi haft sam-
band við ráðherra um það leyti er
ljóst varð að fyrirtækið væri á fall-
anda fæti.
„Í kjölfar Enron-hneykslisins held
ég að fólk fari að spyrja: Hvað er [rík-
isstjórnin] að fela?“ sagði öldungar-
deildarþingmaðurinn og demókratinn
Joseph Lieberman í viðtali við CNN á
sunnudaginn. Kvaðst hann telja það
„mikil mistök“ af hálfu stjórnar Bush
að veita ekki allar umbeðnar upplýs-
ingar.
Starfsmannastjóri Hvíta hússins,
Andrew Card, gaf í skyn í viðtali við
sjónvarpsstöðina NBC á sunnudags-
morguninn að reynt yrði að finna
málamiðlun til þess að forðast lög-
sókn. „Við munum ræða við menn,“
sagði hann. „En það er mjög mikil-
vægt fyrir forsetann og varaforset-
ann að geta fengið þær upplýsingar
sem þeir vilja.“
Krefst rannsóknar í Bretlandi
Matthew Taylor, þingmaður
Frjálslynda demókrataflokksins í
Bretlandi, krafðist þess í gær, að haf-
in yrði rannsókn á tengslum ríkis-
stjórnar Verkamannaflokksins og
Enron og endurskoðunarfyrirtækis-
ins Andersen, sem sá um endurskoð-
un fyrir Enron.
Taylor sagði að fyrrverandi starfs-
menn Verkamannaflokksins hefðu
verið ráðnir til Enron til að ýta undir
að breyting yrði gerð á stefnu stjórn-
ar í gassölumálum. Þessar breytingar
hefðu síðan orðið að veruleika.
Talsmaður Tonys Blairs, forsætis-
ráðherra Bretlands, neitaði því af-
dráttarlaust að nokkuð óheiðarlegt
hefði gerst. Hann viðurkenndi að
fulltrúar Enron hefðu fundað með
ráðherrum í viðskipta- og iðnaðar-
ráðuneytinu, en fulltrúar Enron væru
ekki einu fulltrúar fyrirtækja sem
ráðherrarnir hefðu hitt að máli.
Ríkisstjórn Bush kann að
eiga lögsókn yfir höfði sér
Cheney vill ekki greina frá samskipt-
um sínum við ráðamenn í Enron
Washington, London. Los Angeles Times, AFP.
Dick Cheney
NORSKUM fjárhættuspilur-
um gefst nú tækifæri til að
svala spilaþörf sinni með góðri
samvisku en landsdeild Rauða
krossins hefur í félagi við
norska krabbameinsfélagið og
ýmis önnur góðgerðarsamtök
hleypt af stað fjárhættuspili á
Netinu. Er þetta gert til að
fjármagna starfsemi samtak-
anna.
Að sögn Knuts Lindh, yfir-
manns fyrirtækisins sem held-
ur netsíðunni úti, munu 60% af
tekjum sem til falla af fjár-
hættuspilinu, þ.e. eftir að búið
er að greiða út vinninga, skila
sér til góðgerðarsamtakanna,
sem að síðunni standa. Afgang-
inum er ætlað að standa undir
rekstrarkostnaði.
Sem stendur eru þrjár gerðir
fjárhættuspila í boði; 21, rúll-
etta og skafmiðahappdrætti.
Allt sem þarf til að spila er net-
tengd tölva og greiðslukort.
Netfangið er www.tivoli.no en
menn þurfa að vera búsettir í
Noregi til að taka þátt í spil-
unum.
Mótvægisaðgerðir
Um þá gagnrýni að óeðlilegt
sé að góðgerðarsamtök stuðli
að því að menn verði spilafíklar
segir Lindh að slíkt komi ekki
til því ýmsar mótvægisaðgerðir
hafi verið þróaðar. Þannig verði
aldrei hægt að veðja háum upp-
hæðum og þó að vinningar
verði margir, þá verði þeir aldr-
ei mjög háir. Er mönnum ekki
kleift að veðja nema 17 þúsund
ísl. krónum samanlagt á viku og
hvert veðmál getur í mesta lagi
orðið sem samsvarar rúmlega
200 ísl. krónum.
Loks verði fjárhættuspilið
aðeins opið á milli kl. 7 á morgn-
ana og átta á kvöldin og sér-
stakt kenniorð, sem hver spilari
þarf að fá sér, mun ásamt þeim
upplýsingum sem fylgja notkun
greiðslukorta tryggja að börn
geta ekki gerst þátttakendur.
Spilaþörf
svalað
með góðri
samvisku
Ósló. AFP.
HAMID Karzai, forsætisráðherra
afgönsku bráðabirgðastjórnar-
innar, sagði í gær að aðstoð Banda-
ríkjamanna og umheimsins alls
væri nauðsyn ef takast ætti að
tryggja að hryðjuverkamenn hrifs-
uðu ekki aftur til sín öll völd í Afg-
anistan.
„Það kemur ekki til greina að
sömu mistök verði gerð í Afganist-
an og hingað til. Við munum aldrei
framar lúta stjórn hryðjuverka-
samtaka eða manna eins og þeirra
sem stýrðu talibanahreyfingunni,“
sagði Karzai sem í gærkvöldi átti
fund með George W. Bush Banda-
ríkjaforseta í Washington en
Karzai er nú í Bandaríkjunum.
Fyrr í gær hafði Karzai verið við-
staddur þegar þjóðfáni Afganistans
var dreginn að húni fyrir framan
afganska sendiráðið í Washington.
Reuters
Karzai hitti Bush
SEX liðsmenn al-Qaeda-hryðju-
verkasamtakanna féllu í árás banda-
rískra hermanna og afganskra her-
sveita á sjúkrahús í Kandahar í
Afganistan í gærmorgun. Bardagar
stóðu í alls ellefu klukkustundir en
mennirnir vildu ekki ljá máls á við-
ræðum og börðust til síðasta manns,
að sögn yfirvalda í Kandahar.
„Við höfðum átt í viðræðum við
mennina undanfarnar sex vikur og
við lofuðum þeim aftur og aftur að
lífi þeirra yrði þyrmt ef þeir gæfust
upp,“ sagði Khaled Pashtun, tals-
maður héraðsstjórans í Kandahar
við fréttamenn í gær. „Jafnvel í
morgun þegar tveir þeirra höfðu fall-
ið í valinn báðum við þá um að sam-
þykkja uppgjöf. En þeir tóku það
ekki í mál,“ bætti Pashtun við.
Starfsfólk og sjúklingar voru inni í
sjúkrahúsinu þegar átökin áttu sér
stað. Fimm afganskir hermenn eru
sagðir hafa særst í árásinni, þar af
einn alvarlega. Var hart barist en al-
Qaeda-liðarnir voru vopnaðir byss-
um og handsprengjum.
Bandarískir hermenn
„fylgdust með“
Mennirnir voru af arabískum upp-
runa og höfðu særst í loftárásum
Bandaríkjamanna á Kandahar í
haust. Þeir fóru á sjúkrahúsið þegar
talibanar yfirgáfu borgina í desem-
ber og voru einangraðir á sérstakri
deild þess. Höfðu þeir neitað að gefa
sig fram við yfirvöld en þeir óttuðust
að sögn að verða seldir í hendur
Bandaríkjamönnum.
Pashtun sagði við fréttamenn að
bandarískir hermenn, sem tóku þátt
í aðgerðunum, hefðu aðeins „fylgst
með“. Ljósmyndari AFP-fréttastof-
unnar frönsku sagðist hins vegar
hafa séð hvar bandarískir hermenn
skutu af vopnum sínum.
Fréttaskýrendur segja árásina í
gær til marks um að Bandaríkin
leggi allt kapp á að „hreinsa upp“
starfsemi hryðjuverkamannanna í
Afganistan og koma þannig í veg fyr-
ir að al-Qaeda-liðar safnist saman á
nýjan leik. Fréttir hafa borist um að
þeim yxi ásmegin að nýju eftir að
draga tók úr loftárásum Bandaríkja-
manna.
Sex liðsmenn al-Qaeda
felldir í Kandahar
Kandahar. AFP.