Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 23 allt að afsláttu r ÍSLENSKU bókmenntaverðlaunin voru afhent með viðhöfn á Bessa- stöðum í gær. Hallgrímur Helgason hlaut verðlaunin í flokki fagur- bókmennta fyrir Höfund Íslands og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir fyrir Ævisögu Bjargar C. Þorláks- son í flokki fræðibóka og bóka al- menns eðlis. Sigurður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, setti athöfnina og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði grein fyrir niðurstöðu dómnefndar og afhenti verðlaunin. Í ávarpi sem hann flutti sagði forsetinn meðal annars: „Einhver spáði því fyrir nokkrum áratugum að sú mikla fjölmiðlabylt- ing, sem við þekkjum úr okkar dag- lega lífi, myndi ef til vill draga úr áhuga þjóðarinnar á bókmennta- legum verkum. Þvert á móti, held ég að við getum hér í dag glaðst yf- ir því að svo hefur ekki orðið, held- ur er jafnt með ungum og öldnum mjög lifandi áhugi fyrir því sem nýtt er á þessu sviði.“ Hallgrímur Helgason sagði í ávarpi sínu: „Hið skrifaða orð er sterkasta efni heimsins. Bækur eru það sem við skiljum eftir okkur. Þær eru erfðaskrá sameiginlegrar reynslu okkar. Það ríkir sjaldnast friður um erfðaskrár.“ Sigríður Dúna sagði í þakkar- ávarpi sínu: „Fyrir mér er saga Bjargar ekki síður ástarsaga. Saga konu og ástríðufulls sambands hennar við fræðin. Það samband átti samtíð Bjargar erfitt með að viðurkenna. Ég þakka því af hug og hjarta þann heiður sem minningu Bjargar C. Þorláksson, ævi hennar og störfum. er hér sýndur.“ Tíu bækur tilnefndar Tíu bækur voru tilnefndar, fimm í flokki fræðibóka og fimm í flokki fagurbókmennta. Bækurnar sem tilnefndar voru til Íslensku bók- menntaverðlaunanna árið 2001 úr flokki fagurbókmennta eru Höf- undur Íslands eftir Hallgrím Helga- son, Yfir Ebrofljótið eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Sólskinsrútan er sein í kvöld eftir Sigfús Bjartmars- son, Ljóðtímaleit eftir Sigurð Páls- son og Gæludýrin eftir Braga Ólafsson. Tilnefnd fræðirit voru Höfundar Njálu eftir Jón Karl Helgason, Eldstöðvar Íslands eftir Ara Trausta Guðmundsson, Upp- gjör við umheiminn eftir Val Ingi- mundarson, Björg eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur og Konan í köflótta stólnum eftir Þórunni Stef- ánsdóttur. Jón Ólafsson, forstöðumaður Hugvísindastofnunar, tilnefndi bækur í flokki fræðirita og bóka al- menns efnis, og Torfi H. Tulinius, dósent í frönsku, tilnefndi bækur í flokki fagurbókmennta. Þriggja manna lokanefnd valdi svo eina bók til verðlaunanna úr hvorum flokki en auk Jóns og Torfa situr Þor- steinn Gunnarsson, arkitekt og leikari, í nefndinni og er hann jafn- framt formaður hennar. Þorsteinn var skipaður af forseta Íslands. Á síðasta ári hlaut Guðmundur Páll Ólafsson verðlaunin fyrir bók- ina Hálendið í náttúru Íslands og Gyrðir Elíasson hlaut fagur- bókmenntaverðlaunin fyrir smá- sagnasafnið Gula húsið. Bókaútgefendur leggja fram bækur til tilnefningar. Að því er fram kemur á vef Eddu miðlunar og útgáfu voru að þessu sinni lagð- ar fram 72 bækur. Í flokki fræði- bóka, handbóka og bóka almenns efnis voru lögð fram 25 verk en 47 bækur í flokki fagurbókmennta, þar af 10 barnabækur, 6 ljóðabæk- ur og 4 smásagnasöfn. Þetta er í 13. sinn sem Íslensku bókmenntaverðlaunin eru afhent. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2001 afhent með viðhöfn Morgunblaðið/Þorkell Hallgrímur Helgason tekur við verðlaunum fyrir Höfund Íslands úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Milli þeirra stendur Sigríður Dúna Kristmundsdóttir með sín verðlaun fyrir Ævisögu Bjargar C. Þorláksson. „Hið skrifaða orð er sterkasta efni heimsins“ TÓNLEIKAR Tríós Reykja- víkur ásamt Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur og Bergþóri Pálssyni sem haldnir voru í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar sl. sunnudags- kvöld verða endurteknir annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Á efnisskrá er tónlist í léttum dúr. Vínartónlist, sígaunatón- list o.fl. Tónleikar endurteknir Sigrún Bergþór ENSKT horn er hljóð- færi, en það kann að hljóma undarlega að það er hvorki enskt, né horn. Enskt horn er hljóðfæri líkt óbói, stærra og dýpra og mikið notað í sinfón- ískri tónlist. Það er hins vegar sjaldgæfara að heyra í ensku horni á einleikstónleikum – og líklega svo sjald- gæft, að enn hafi það ekki gerst á Íslandi. Peter Tompkins óbó- leikari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanó- leikari ætla að gefa hlustendum færi á að grandskoða þetta hljóðfæri í sínu eigin veldi í músík frá ýms- um tímum eftir ýmis tónskáld á tónleikum í Salnum í kvöld. Að sögn Peters Tompkins eru verkin á efnisskránni bæði ein- leiksverk og verk fyrir enska hornið með píanóleik. „Enska hornið er mikið notað í hljóm- sveitum, sérstaklega sinfóníu- hljómsveitum, en einnig mikið í leikhústónlist. Mig langaði að breyta til, og koma þessu hljóð- færi einu sinni inn í tónleikasal.“ Peter Tompkins segir að erfitt hafi verið að finna efni, því það sé ekki mikið sem hafi verið samið fyrir enska hornið sem einleikshljóðfæri. „Hindemith samdi reyndar fyrir nær öll hljóðfæri sem til eru, og þar á meðal Sónötu fyrir enskt horn sem ég ætla að leika. Þá ætla ég líka að frumflytja nýtt verk eftir Óliver Kentish, þetta er sóló án titils, hann er ekki búinn að nefna verkið ennþá. Þá verðum við með mjög þekkt verk eftir Ravel, Pavane pour une infante defunte eða Óð um látna prins- essu, en útsetningin er eftir samtímamann Ravels, frá 1913. Charles Koechler á verkið Au loin, eða Úr fjarlægð, næstum því impressjónískt í tónmáli. Þá leikum við Sónatínu eftir Dub- ois. Þetta er formfast verk, en mjög skemmtilegt í flutningi og mjög krefjandi. Við ljúkum tón- leikunum með virtúós-stykki eft- ir Donizetti. Hann samdi ekki bara Luciu di Lammermoor og Ástardrykkinn, heldur líka Konsertínó fyrir enskt horn og hljómsveit, og við spilum það á enskt horn og píanó. Donizetti samdi þetta 1816, það er áður en hann fór að semja óperur. Þetta er samið í þeim virtúósastíl sem hann notaði seinna í óperunum.“ Peter Tompkins segir að enska hornið sé gjarnan notað til að skapa sveitastemmningu í hljómsveitarverkum. Það sé not- að eins og hjarðpípa. „Ætli það sé ekki með enska hornið eins og víóluna. Þessi hljóðfæri eru dýpri en óbóið og fiðlan, liturinn dimmari, og þess vegna kannski er minna til af einleikstónlist fyrir þessi hljóðfæri.“ Nafn hljóðfærisins hefur vald- ið mörgum misskilningi og segir Peter að þegar hljóðfærið var fyrst smíðað hafi það verið smíð- að sem tenóróbó. Tilbrigði við þetta hljóðfæri gegndu ýmsum nöfnum. „Á dögum Bachs var hljóðfæri til sem hét oboe di caccia, sem var smíðað í boga og með bjöllu úr málmi. Það var líka til í uppsnúnu formi. Það gæti vel verið að svo hafi orðið mistúlkun frá frönsku yfir í ensku við þýðingu á nafninu. Á frönsku var hljóðfærið kallað „cor anglais“, cor, eða horn, vegna þess að það leit út eins og veiðihorn, en anglais, vegna þess að það var „onglais“ [sem getur þýtt með kló eða bogið á frönsku, innsk. blm.], sem er líkt „anglais“ og þetta er misskiln- ingur sem hefur fest við hljóð- færið, sem enn er kallað cor anglais. Sumir kalla það engla- horn, en ég er ekki alveg sam- mála því. Hallgrímur Helgason kallaði það hins vegar krókhorn í tónlistarorðabók sinni en ég held að það myndi valda enn meiri misskilningi að taka það upp.“ Tónleikar Peters Tompkins og Guðríðar St. Sigurðardóttur eru í tónleikaröð kennara Tónlistar- skóla Kópavogs og hefjast kl. 20 í Salnum. Enskt horn í sviðsljósi Guðríður St. Sigurðardóttir og Peter Tompkins með enska hornið. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.