Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Kl ippstopp 2 8 .FEB R Ú AR 20 0 2 TVÖ sýni af blönduðum súrmat voru talin ósöluhæf í rannsókn sem fram fór fyrr í þessum mánuði, sam- kvæmt frétt frá Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkur. Tekin voru 47 sýni af súrmat frá fjórum veislueldhúsum og sex framleiðend- um og reyndust 45 söluhæf, eða 96%. Sala á hinum ósöluhæfu sýn- um var stöðvuð og var ástæðan ann- ars vegar myglusveppir og of mikill gerlafjöldi hins vegar. Taldist sýru- stig í flestum tilvikum viðunandi, að því er segir í samantekt um rann- sóknina, og þykir niðurstaðan benda til að verkun á súrmat þeim sem er á boðstólum á Þorranum sé góð. Rögnvaldur Ingólfsson, deild- arstjóri matvælasviðs Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, segir niðurstöðu rannsóknanna svipaða og undanfarin ár og ef eitt- hvað sé fari gæði súrmatar batn- andi. Framleiðendurnir sem um ræðir í rannsókninni eru Kjarnafæði, Múla- kaffi, SS, KEA, Bautabúrið, Sölu- félag AH, Norðlenska, Veislusmiðj- an, Gaflinn sf. og Skútan. Voru tekin sýni af blóðmör, hrútspungum, lifrarpylsu, lunda- böggum, sviðasultu, blönduðum súr- mat, grísasultu, grísatám, bringu- kollum og magál. Örverur, sýrustig og fjöldi mjólkursýrugerla Til rannsóknar voru helstu atriði sem hafa áhrif á öryggi og gæði súr- matar, svo sem fjöldi örvera, sem gefur til kynna hreinlæti við fram- leiðslu vörunnar og getur valdið matarsýkingum. Einnig var sýru- stig mælt sem og fjöldi mjólkur- sýrugerla sem gefa súrmat hina sérstöku eiginleika á borð við geymsluþol og bragð. Skrifstofur heilbrigðiseftirlits á höfuðborgarsvæðinu hafa með sér samvinnu um rannsóknir á matvæl- um, einkum þeim sem eru á mark- aði árstíðabundið eða þurfa sér- stakrar vöktunar með. Þar er um að ræða Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur (áður Heilbrigðiseftir- lit Reykjavíkur), Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis og Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis. 96% súrmatarsýna reyndust söluhæf Heilbrigðiseftirlit á höfuðborgar- svæðinu kannar gæði súrmatar Morgunblaðið/Árni Sæberg Hrútspungar, bringukollur, slátur, rúllupylsa, magáll, lundabaggar og harðfiskur. JURTAVEIG úr íslenskri ætihvönn er komin á markað undir nafninu Angelica. Angelica-ætihvannarveig- in er framleidd fyrir SagaMedica – Heilsujurtir ehf. og seld í heilsu- vöruverslunum, lyfjabúðum og stór- mörkuðum. Angelica-ætihvönnin er unnin úr fræjum jurtarinnar, sögð auka kraft, og er ætluð gegn kvefi, flens- um og magakvillum. Rannsóknir á líffræðilega virkum efnum í íslenskum lækningajurtum hófust fyrir sex árum og hafa að mestu verið í höndum Sigmundar Guðbjarnasonar prófessors og Steinþórs Sigurðssonar líffræðings, samkvæmt upplýsingum frá Heilsu- jurtum ehf. Fjörutíu af um 80 lækn- ingajurtum hafa verið rannsakaðar og hafa rannsóknirnar einkum beinst að virkni jurtanna á þremur sviðum, það er frumudrepandi áhrif- um efna sem gætu virkað á krabba- meinsfrumur, áhrifum á ónæmis- kerfið og áhrifum á bakteríur og veirur. Íslenskar lækningajurtir hafa áhrif á ónæmiskerfið Niðurstöður rannsóknanna sýna, samkvæmt sömu heimild, að ís- lenskar lækningajurtir innihalda líf- fræðileg efni sem hafa áhrif á ónæmiskerfið og geta einnig heft vöxt ört vaxandi frumna og veira. „Náttúruefni úr ís- lenskri ætihvönn og vallhumli sýna mikla virkni gegn krabba- meinsfrumum úr mönnum, svo sem í brjóstum, ristli, brisi og víðar, og eru áhrifin mismikil á ólíkar gerðir frumna. Náttúruefni úr ætihvönn sýna örvandi áhrif á ónæmiskerfið og önnur eru mjög virk gegn veirum. Breytileiki í virkni eftir vaxtarstöðum hefur einnig verið rannsakaður og sýna rannsóknir að hvannarlauf hafa aðra virkni en fræ. Einnig hefur virkni efna úr íslensk- um lækningajurtum verið borin saman við erlendar náttúruvörur úr samskonar jurtum sem vaxa á suð- lægari slóðum og hefur virkni ís- lensku jurtanna reynst mun meiri. Staðfestir það tiltrú manna á ís- lenskum jurtum á víkingatímanum, en um 1100 ára hefð er fyrir notkun lækningajurta á Íslandi. Þar á æti- hvönnin heiðurssess,“ segir enn- fremur. Fleiri náttúruvörur unnar úr æti- hvannarfræjum, laufi og öðrum lækningajurtum munu bíða fram- leiðslu, samkvæmt upplýsingum frá Heilsuvörum ehf. Sögð virka gegn krabba- meinsfrumum Jurtaveig úr íslenskri ætihvönn er komin á markað JÓHANNES Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir skyndi- kannanir á borð við þær sem gerðar voru á vigt brauðs og hitastigi mat- vöru í nokkrum verslunum um miðjan mánuð verða fleiri í framtíðinni. „Þessum könnunum er ætlað að veita aðhald og greinilegt í skyndikönnun okkar á vigt brauðs að þar er mörgu verulega ábótavant,“ segir Jóhannes. Kveður hann von á skyndikönnunum á fleiri vörutegundum á næstunni, svo sem pökkuðu kjöti og mjólkurvörum, sem og verðmerkingum. Haft var eftir Kolbeini Kristins- syni, framkvæmdastjóra Myllunnar, í Morgunblaðinu á sunnudag að 5% skekkjumörk á vigt væru „eðlileg samkvæmt reglugerð“. Um er að ræða reglugerð númer 588 frá 1993 um merkingu, auglýs- ingu og kynningu matvæla og segir í 15. grein hennar að þegar nettóþyngd vöru sé ekki tilgreind samkvæmt ná- kvæmri vigt skuli hún tilgreind sem meðalþyngd eða lágmarksþyngd. „Þegar meðalþyngd kemur fram má þyngd vörunnar ekki vera minni en 95% af uppgefinni nettóþyngd fyrir vörutegundir sem vega allt að 500 g (ml) og ekki minni en 98% fyrir vöru- tegundir sem vega 500 g (ml) eða meira,“ segir í reglugerðinni. „Ekki neytandanum í óhag“ Jóhannes Gunnarsson segir að um- rædd viðmiðun byggist á meðaltals- útreikningum og að framleiðendur megi ekki gefa sér að frávik fyrir hvert stykki brauðs eða brauðmetis sé 5%, einhver hluti þess verði að vera yfir uppgefinni nettóþyngd svo að samanburðurinn sé ekki „ævinlega neytandanum í óhag“ eins og tekið er til orða. Í skyndikönnun Neytenda- samtakanna var reiknað meðaltal af þremur stykkjum brauðs eða brauð- metis og samkvæmt upplýsingum frá Hollustuvernd ríkisins ræðst það af umfangi framleiðslu hversu mörg stykki á að leggja til grundvallar með- altalsútreikningum. Hafi engar við- miðunarreglur verið gefnar út um það sérstaklega og framleiðendur verði að gæta að því og jafnvel sýna fram á að varan „haldi uppgefið meðaltal“. Fram kom að umbúðir hefðu verið vigtaðar með brauði og brauðmeti í könnuninni en uppgefin þyngd á um- búðum er nettóþyngd og því munu frávikin hafa verið eitthvað meiri. Fleiri skyndi- kannanir á döfinni VERÐI tillögur sjómanna og útvegs- manna um takmörkun á framsali aflamarks að veruleika mun verulega draga úr framboði fisks til land- vinnslu, sérstaklega saltfiskvinnslu. Þetta er mat Óskars Þórs Karlsson- ar, formanns Samtaka fiskvinnslu án útgerðar (SFÁÚ). Hann segir að þótt tillögurnar myndu ekki hafa teljandi áhrif á framboð á fiskmörkuðum, sé ljóst að eftirpurn eftir fiski á mörk- uðunum myndi aukast til muna. „Óverulegur hluti af afla kvóta- lausra skipa fer yfir fiskmarkaðina og því hefðu þessar tillögur ekki telj- andi áhrif á framboð á fiskmörkuð- um. Það mætti samt sem áður gera ráð fyrir að þær ykju eftirspurn eftir fiski á fiskmörkuðum, þar sem þessi hópur báta hefur víða lagt landvinnsl- unni til mikið hráefni. Kvótalausir bátar landa í flestum tilfellum afla í beinum viðskiptum við fiskvinnslur, en það er ljóst að tillögurnar myndu að mestu gera út af við slíka útgerð og vinnslurnar þá leita eftir hráefni á mörkuðum. SFÁÚ hefur lýst sig fylgjandi fyrningarleiðinni svoköllu og telur að með henni skapist möguleiki á nýlið- un í greininni. Tillögurnar sýnast mér aftur á móti hækka enn frekar þá múra sem fyrir eru í sjávarútvegi. Það eru hinsvegar skiljanlegar ástæður fyrir því að þessir aðilar gera þetta samkomulag. Það er þörf á því að skýra reglur í sambandi við verðmyndun á fiski. Það verður hins- vegar að gera með sérstakri löggjöf og þetta tiltekna samkomulag geng- ur mjög skammt í þá átt, að mínu mati.“ Í samkomulagi sjómanna og út- vegsmanna er gert ráð fyrir því að fiskvinnslustöðvar eignist ekki kvóta og segist Óskar fagna því. „Við erum eindregið á móti því að fiskvinnslu- stöðvar geti eignast kvóta. Miðað við ríkjandi aðstæður yrði slíkt aðeins til að bæta gráu ofan á svart. Ég tel að það þurfi að skoða þessi mál mun bet- ur. Framsal veiðiheimilda hefur fengið að þróast í mörg ár og margir hafa tekið ákvarðanir út frá ríkjandi aðstæðum. Það er því ekki hægt að loka kerfinu í einu vetfangi. Hinsveg- ar kemur samkomulagið mér ekki á óvart sem slíkt, það er ekki óeðlilegt út frá hagsmunum þessara aðila. Ég tel að við verðum að horfa á þessi mál til langframa og þessar tillögur eru ekki innlegg í framtíðarskipan í sjáv- arútvegi,“ segir Óskar Þór. Tugir fyrirtækja þyrftu að loka „Ef þessar tillögur verða að veru- leika er ljóst að það er ekki lengur grundvöllur fyrir rekstri fyrirtækis- ins,“ segir Birgir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Nýfisks ehf. í Sand- gerði. Fyrirtækið byggir fiskvinnslu sína að stórum hluta á hráefni af fisk- mörkuðum, auk þess sem það gerir út eitt skip og hefur byggt útgerð þess á leigukvóta. Birgir segir ljóst að gangi tillögurnar eftir muni draga úr framboði á fiskmörkuðum, enda selji mörg kvótalaus skip afla sinn á markaði því þar fáist fyrir hann hæsta verðið. „Við leigðum um eitt þúsund tonna kvóta á skip okkar á síðasta ári og keyptum um fjögur þúsund tonn af fiski á fiskmörkuðun- um. Ef við getum ekki leigt kvóta og ekki keypt hann á frjálsum markaði er ekkert annað fyrir okkur að gera en að loka. Það yrði bagalegt því hjá fyrirtækinu vinna á milli 80 og 90 manns. Það á ekki aðeins við um okk- ur, heldur eru tugir fyrirtækja í sömu sporum. Þá er ég ekki bara að tala um útgerðir kvótalausra skipa, held- ur einnig vinnsluna í landi,“ segir Birgir. Óvíst hvert aflaheimildirnar leita Tryggvi Leifur Óttarsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsmarkaðar, seg- ir óljóst hvaða áhrif tillögur sjó- manna og útvegsmanna myndu hafa á framboð á fiskmörkuðum. „Kvóta- laus eða kvótalítil skip hafa í sjálfu sér ekki landað miklum afla á fisk- markaðina, þau eru flest í beinum viðskiptum. Ef þessi skip hætta út- gerð, veit maður ekki hvert þær afla- heimildir, sem þau hafa leigt til sín, munu leita. Það er því spurning um hvort og þá hvaða hliðarráðstafnir verða gerðar á þessum tillögum. Engu að síður hljóta allir að taka það alvarlega þegar þessir aðilar eru samstiga í þessum efnum. Á hinn bóginn hefur maður samúð með þeim sem hafa fjárfest í kvótalausum skip- um og lagt allt sitt undir miðað við núgildandi kerfi,“ segir Tryggvi. Ætla má að verði tillögur sjó- manna og útvegsmanna að lögum muni þær hafa áhrif á annað hundrað útgerðir innan raða Landssambands smábátaeigenda. Arthur Bogason, formaður LS, segir að tillögurnar myndu án nokkurs vafa þýða enda- lokin fyrir fjölmargrar útgerðir. „Mér finnst merkilegt að hægt sé að kalla það sögulegt samkomulag í sjávarútegi, þegar viðkomandi aðilar semja fyrir aðra en sína umbjóðend- ur. Í þessu tilfelli eru þeir greinilega að ná samkomulagi fyrir umbjóðend- ur sem þeir hafa engan áhuga á og eru ekki einu sinni innan þeirra eigin raða. Innan raða LS eru fjölmargir sem yrðu fyrir áhrifum af þessum til- lögum og í flestum tilfellum eru eig- endur bátanna að róa á þeim sjálfir. Að stilla þessu máli upp sem deilum um kaup og kjör er aðeins rakalaus þvættingur í þeirra tilfelli.“ Arthur telur að samkomulagið sé aðeins sviðsetning af hálfu LÍÚ. „Formanni LÍÚ er það eflaust ljós- ara en mörgum öðrum að tillögurnar fara að öllum líkindum aldrei óbreyttar í gegnum Alþingi, enda stangast þær á við samkeppnislög og jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Þá er LÍÚ skyndilega komið í hlut- verk fórnarlambsins og það er hlut- verk sem formaður samtakanna kann vel að leika,“ segir Arthur. Hefðu veru- leg áhrif á landvinnslu Tillögur sjómanna og útvegs- manna um takmörkun framsals Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.